Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 Nýtum gjafir landsins eftir Egil Jónsson Þegar menn reyna að kynna sér hvernig umhorfs var á Islandi í upphafi þessarar aldar hlýtur að vekja eftirtekt hversu bjartsýn þjóðin var og framfarahugurinn mikill. Öldin sem leið kvaddi með miklu harðæri í veðráttu og hún var lok á þriggja alda kuldaskeiði. Stund- um hafa náttúrufræðingar nefnt þetta tímabil „litlu ísöld“. Á þessum árum hljóp mikill vöxt- ur í jökla á íslandi. Vatnajökull breiddi út veldi sitt, einkum austur á öræfin, og skriðjöklar fylltu dali og gljúfur sem áður voru sum hver gróin lönd. Fornum leiðum milli héraða höfðu jöklar lokað, t.d. þjóðleið þeirri er lá frá innstu bæjum í Hornafirði til Fljótsdalshéraðs. Sú leið var áður talin 12 tíma lestar- ferð. Vegalengd milli Hoffells í Hornafirði og Glúmsstaða í Fljóts- dal er nú um 65 km og sýnir að fornar kenningar um dagleið milli þessara byggða framan jökla stenst fyllilega. Víða í byggðum eru skýr merki um þessar náttúruhamfarir, sérstaklega í Austur-Skaftafells- sýslu, þar sem gróðurlendi í stórum hluta byggðarinnar hafði brotnað og borist á haf út svo að forn höfuð- ból voru horfin í möl og gijót. Talið er að við lok þessa kulda- skeiðs, fyrir um það bil eitt hundr- að árum, hafi jöklar á íslandi verið þeir mestu frá upphafi byggðar á landinu og að jafnvel þurfi að fara tíu þúsund ár aftur í tímann til að finna eitthvað sambærilegt. Það getur tæpast verið neinum undrunarefni þótt þessir hörðu kostir í náttúrufari landsins hafi vakið í huga snauðrar alþýðu þessa tíma eftirvæntingu um fijósamar lendur og betri tíð í íjarlægri heims- álfu enda varð niðurstaðan sú að mikill fjöldi fólks fluttist vestur um haf til þess að freista gæfunnar í nýjum heimkynnum. En við þessar aðstæður braust íslenska þjóðin samt á morgni þess- arar aldar til undraverðra fram- fara. Nýir atvinnuhættir fengu byr undir báða vængi, menntun var stórlega aukin og margvíslegar umbætur á ýmsum sviðum, m.a. samgöngum, urðu að veruleika. Þessar mikilvægu þjóðfélagsbreyt- ingar urðu undir víðtækri og oft harðri umræðu um frelsi íslensku þjóðarinnar eða öllu heldur leiðir að því marki. Þannig var jarðvegurinn sem vorblóm þessara tíma, ungmenna- félagshreyfingin, nærðist af. Það er því ekki að undra þótt þar færi félagsskapur mikilla áforma og hugsjóna. Ekki stóð heldur á æsku þess tíma að ganga til móts við framtíðina af áræði og bjartsýni. Á liðnum vetri bárust mér í hend- ur nokkrar heimildir sem sýndu hvernig félagar í elsta ungmenna- félagi í Austur-Skaftafellssýslu horfðu til framtíðarinnar. Þarna var m.a. afrit af bréfi sem formað- ur félagsins hafði ritað til annars ungmennafélags til að leita ráða um hvernig græða mætti fjöllin í Austur-Skaftafellssýslu. Á þessum árum tóku þrír ungir menn í Austur-Skaftafellssýslu sér ferð á hendur hringinn í kringum landið til þess að kynna sér fram- farir og búskaparhætti í öðrum byggðum. Þessa ferð fóru þeir á hestum, heimsóttu höfuðból þar sem fróðleik var að fá og nutu gestrisni og leiðsagnar. Eitt sinu var þeim boðið í staupinu en þeim veitingum var snarlega hafnað. Þeir voru allir ungmennafélagar og virtu auðvitað bindindisheitið sem þeir höfðu unnið í félaginu. Til þessara frásagna gríp ég hér vegna þess að þær voru mér hand- bærar, en svona gerðust ævintýrin í hverri sveit á íslandi. Sagnfræðingar hafa fundið þess- um umbótatímum þær skýringar að frelsisbaráttan hafi laðað fram sameinaðan vilja þjóðarinnar til framfara og umbóta. Ekki er að efa að sú skýring er rétt. En hinu má ekki gleyma að trúin á landið gögn þess og gæði, og skyldurnar við það, var einnig sameiginleg allri þjóðinni og það markmið staðfesti hún með einni setningu í boðskap ungmennafélaganna: Islandi allt. Ekkert akurlendi er svo fijósamt að ekki þurfi að rækta það og hlúa að þeim gróðri sem þar vex. Þetta á jafnt við um land og lýð. Ekki verður annað séð en vel hafi tekist til að gæta þess gróðurs sem festi rætur í ungmennafélagshreyfing- unni í upphafi aldarinnar. Þrátt fyrir breytta tíma og þjóðfélags- hætti, sem auðvitað hafa oft á tíðum komið á róti í þjóðfélaginu, hefur hlutverk ungmennafélag- anna jafnan verið skýrt og starf- semi þeirra fersk og öflug. Ótví- rætt er að um þessar mundir er starfsemi á vettvangi æskulýðs- mála í þjóðfélaginu með miklum blóma. Það verður ekki annað séð en að sú næring sem ungmennafé- lögin fengu á vordægri þessarar aldar, trúin á frelsið og skyldurnar við landið, hafi verið haldgott vega- nesti. Ekki er þó fyrir að synja að ýmsar blikur eru á lofti sem hljóta að vekja nokkurn ugg meðal fólks- ins í landinu. Um það ber sú ein- hliða umræða um gróðurfar lands- ins ótvíræðan vott. Hún einkennd- ist af neikvæðu viðhorfi gagnvart landbúnaðinum og því fólki er þann atvinnuveg stundar. Svo virðist sem menn gleymi hörðum náttúru- Egill Jónsson „Það verða margar ræður fluttar o g heit gefin þegar ný öld renn- ur upp. Við eigum mikl- ar og ótvíræðar skyldur gagnvart gengnum kynslóðum sem færðu okkur þetta land til for- sjár, betur búið að gögnum og gæðum en dæmi eru um í sögu þess.“ öflum þessa lands, jöklum, eldfjöll- um og mislyndri veðráttu. í ritgerð eftir hinn velmetna jarð- fræðing, dr. Sigurð Þórarinsson, sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins árið 1946 og fjallaði einkum um Vatnajökul og byggðirnar við rætur hans, kemur einkar glöggt fram hvað náttúruöflin hafa verið þessu landi harður húsbóndi og farið höndum um landið okkar. Þar segir: „Saga þessara byggðarlaga er því að ennþá meira leyti en saga annarra byggðarlaga okkar lands' saga um baráttu við náttúruöflin. í vestursýslunni er það baráttan við eldinn, sem /nest-hefur mótað byggðasöguna. í austursýslunni er það baráttan við ísinn. Þar drottnar Vatnajökull og kærir sig kollóttan um það hvernig öðrum landshlutum er stjórnað, hvort þar er þjóðveldi, einveldi eða lýðveldi. Hér er það hann sem ræður ríkjum." Þá er ekki síður fróðlegt að hyggja að orðum náttúrufræðings- ins Sveins Pálssonar, en eins og kunnugt er átti hann ævi sína í upphafi síðari hluta „litlu ísaldar". Ferðir sínar um landið fór hann á þeim árum sem eyðingaröflin voru í ham og eyddu landi og byggð. í ferðabók Sveins, Dagbækur og rit- gerðir, sem nær yfir árin 1791— 1797, segir hann svo frá: „Hver er líka sá, að hann hafi leikið eftir eða fylgzt með öllum seinagangi náttúrunnar stig af stigi, öllum duttlungum hennar og umbreytingum, eða þori að neita því, að þar sem jökulárnar flæmast nú um, bijóta grassvörðinn, valda uppblæstri og mynda samfellda sanda og jökulaura, geti orðið fijó- samt sléttlendi, þegar aldir renna?“ Þegar nú er lagt mat á þessi orð, sem skráð voru fyrir tveimur öldum, kemur í ljós að þau eru Ný hljoðsnælda Tinvafo aý&necfiayanefati fonin, í óíCttm. „Ferðumst í góðu skapi“ segjum við og bendum fjölskyldufóiki m.a. á að syngja í bílnum. Okkar var því ánægjan að ganga til samstarfs við Birgi Gunnlaugsson og félaga og gefa út snældu með vinsælum barnalögum. Krakkarnir úr Seljaskóla syngja lögin eins og best veður á kosið og ekki spillir -Eddi frændi spólunni með sínum góðu ráðum í umferðinni. Umferðarráð óskar ungum sem gömlum góðrar og slysalausrar ferðar. SIGGI VAR ÚTI 1,45 Lag: Norskt þjóölag. Texti: Jónas Jónasson. HJÓLIN Á STRÆTÓ 1,17 Óþekktur höfundur. UPP Á GRÆNUM HÓL 1,45 Lag: Ólafur Gaukur. Texti: Hrefna Tynes. ÚT UM MELA OG MÓA 2,44 Þjóðvisa. RAUTT, RAU7T, RAUTT 1,00 Lag: Hæ, hæ. hæ. höldum burt úr bæ. SÉRTU GLAÐUR 2,22 Lag: Erlent. Texti: Val. óskars. FINGRASÖNGUR 2,06 Þj(iölag. TÍU GRÆNAR FLÖSKUR 2,48 Þjóölag LETIDANSINN (HUBBA HULLE) 2,07 Lag: Erlent. Texti: B. Gunnlaugsson. BÍLALAG 1.45 Lag: N.N. Texti: N.N. AFI MINN OG AMMA MÍN 2,05 Þjóölag. FINGRALEIKUR 1,45 Lag: Erlent. Texti: B. Gunnlaugsson. UM LANDIÐ BRUNA BIFREIÐAR 1,07 Magnús Pétursson. RÚLLANDI, RÚLLANDI 2,37 Þjóölag HÖFUÐ, HERÐAR ... 1,00 Hermann þagnar Stefónsson. HORFA Á BÁÐAR HENDUR 0,50 Lag: Ríöum heim til Hóla. Texti: Þorsteinn Valdimars. FUGLADANSINN 1,20 Lag: Tómas F/Rendal. DAGARNIR 1,05 Þjóövisa. MINKURINN í HÆNSNAKOFANUM 4,42 Ómar Ragnarsson. u Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri. UMFERÐAR RÁÐ Undirleik og útsetningar annast hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. 12 krakkar úr kór Seljaskóla syngja. Þau heita: Sædís Magnúsd., Sigurborg Hjálm- arsd., Bragi Þór Valsson, Gunnar Örn Sigvalda- son, Sigurður Bjarni Gíslason, Þorsteinn Már Gunnlaugsson, Dröfn Ösp Snorrad., Hildur Ágústsd., Elsa Karen Jónasd., Sólveig Guð- mundsd., Linda Leifsd. og Þórdís Benediktsd. Útgefandi og dreifing: Hijómplötuútgáfa Birgis Gunnlaugsson- ar, Skeifunni 19, Reykjavík, sími 91- 689440. habitat A LAUGA Rúmgóð verslun í hjarta Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.