Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 16
Verslunarmannahelgin
Bjóðum upp á stórglæsilegan helgarpakka um verslunarmannahelgina
sem inniheldur gistingu, morgunverð, kvöldverð, aðgang að sundlaug
og sauna og einhveijar uppákomur (sjá auglýst síðar).
2 nætur í 2ja manna herb. kr. 9.200,- pr. mann.
3 nætur í 2ja manna herb. kr. 12.000,- pr. mann.
Gisting í eins manns herb. Aukakostnaður kr. 1.500,-
Böm á aldrinum 4ra til 12 ára greiða hálft verð. Böm á aldrinum 0 til 3ja ára greiða ekkerL
iiói<;
MA TSEÐILL HELGARINNAR
FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR
FORRÉTTUR: AÐALRÉTTUR: FORRÉTTUR:
Grafinn lax með Steiktur eða soðinn Rabarbarasorbet
sinnepskremi Ölfusárlax með smjörsósu AÐALRÉTTUR:
AÐALRÉTTUR: og agúrkusalati Heilsteikt nautafilet með
Marinerað lamb með EFTIRRÉTTUR: ristuðum sveppum og
kryddjurtasósu Ávaxtasalat piparsósu.
Kafli með Grand Mamier Kafii EFTIRRETTUR: Heimalagaður konfektls með kiwi Kaffi
. Verið velkomin
HÓTEL Öffi
Breiðumörk lc, Hveragerði, s. 98-34700.
Meirn en þú geturímyndað þér!
N
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. AGUST 1989
Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt
ströngustu öryggis- og neytendakröfum,
viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins.
SPÁÐU í VERÐIÐ!
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670
ÞARABAKKI 3, SÍMI670100
Getur hafsjór Neptúns
hreinsað blóðið...?
SMC.
TOPP ▼ GÆÐI
SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Alþýðuleikhúsið frumsýndi í
Gamla bíói
Macbeth eftir William Shakespe-
are
Þýðing: Sverrir Hólmarsson
Lýsing: Árni Baldvinsson
Leikmynd: Gunnar Örn
Búningar: Gerla
Tónlist: Leifur Þórarinsson
Sviðshreyfíngar: Lára Stefáns-
dóttir
Leiklistarráðunautur og aðstoð-
arleikstjóri: Ingunn Ásdísardótt-
ir
Förðun: Kristín Thors
Leikstjóri: Inga Bjarnason
„Blóðið sem flýtur í Macbeth er
ekki aðeins líking, það er raun-
verulegt blóð sem rennur úr myrt-
um líkömum. Það skilur eftir bletti
á höndum og andlitum, á rýtingum
og sverðum: Lafði Macbeth segir:
„Ofurlítil vatnslögg hreinsar hendur
okkar af þessu verki/ Svona auð-
velt er það!“
En blóðið í Macbeth þvæst ekki
af. Macbeth byrjar og endar með
drápum. Það verður meira og meira
blóð, það flæðir um sviðið. Sýning
á Macbeth sem kallar ekki fram
mynd af heiminum umflotnum blóði
hlýtur að vera falsmynd..Macbeth
hefur verið kallaður harmleikur
metnaðargirndarinnar, harmleikur
hryllingsins. En það er ekki rétt.
Erlingur Gíslason í hlutverki
Macbeths.
Það er eitt þema í Macbeth: morð.
Eitthvað á þessá leið segir í bók-
inni Shakespeare: Our Contempor-
ary eftir Jan Knott. Ég geri ráð
fyrir að fleirum en mér sé farið sem
Jan Knott að líta svo á að Macbeth
sé blóði drifinn sjónleikur um morð
og mannanna grimmd. Þetta hefur
oft verið talið eitt magnaðasta verk
Shakespeares og er þá töluvert
sagt.
Inga Bjamason leikstjóri reynir
ýmsar nýjar leiðir í uppfærslunni á
Macbeth nú. Lögð er áhersla á að
Macbeth er leiksoppur örlaganna;
hégómagimdin heltekur hann þegar
nornimar spá honum konungdómi
og síðan eggjar örg og sjúklega
metnaðargjörn eiginkona hans til
ódæðisins. Sjálfur er Macbeth trúr
konungi sínum og fátt sem bendir
til að hann hefði einn og sjálfur
látið sér til hugar koma að fremja
verknaðinn. En síðan vex eitt ill-
verk af öðm, hann er fangi sinna
eigin verka og ekki verður aftur
snúið. Nornimar gegna sömuleiðis
fyrirferðarmiklum hlut í sýningunni
og með býsna athyglisverðum
árangri. Sú aðferð leikstjóra að láta
nomirnar síðan einnig gegna störf-
um þjóna hjá Macbeth skilar sér,
þó mér fyndist í nokkmm atriðum
að of langt væri gengið. Ég veit
ekki hvort það var ætlunin, en mér
þótti sem nornirnar minntu í atferli
sínu á lýsingar á íslenskum púkum.
Það gæti alla vega gengið upp. í
lokaatriðinu þar sem Malcolm er
krýndur til konungs átti langur
haleljúasöngurinn ef til vill að gefa
áhorfanda vísbendingu um að þegar
fram í sækir og á reynir mun hann
verða sami harðstjórinn og grimmd-
arseggurinn og margir fyrirrennar-
ar hans.
Erlingur Gíslason í hlutverki
Macbeths dregur upp skýra mynd
af því hvemig hégómagirnd manns
og fyrirframbúin örlög valda þvi
Sviðsatriði. Frá æfingu.