Morgunblaðið - 01.08.1989, Side 24

Morgunblaðið - 01.08.1989, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Álagning opinberra gjalda árið 1989 Ógreiddur skattur af tekj- um fyrra árs 3,3 milljarðar Gott samræmi hefur náðst milli framboðs og eftir- spurnar á mjólkurvörum. Sama verður ekki sagt um sauðfjár- ræktina, þótt fé á fæti hafi fækkað um 20% á fjórum árum. Kindakjötsneyzlan hefur dregizt mjög saman. Ástæða: breyttar almennar neyzluvenjur og hátt verð. Neyzla kindakjöts í landinu, sem var 45,3 kg á íbúa árið 1983, er komin niður í 33,2 kg 1988. „Þegar litið er til þess að tvö sauðalæri hefði mátt fá fyrir tíu árum fyrir verð eins í dag þarf engan að undra að neyzla kindakjöts hefur dregizt mikið saman,“ segir í frétta- skýringu í Morgunblaðinu sl. sunnudag um vanda landbún- aðar. í vor vóru ríflega 5.000 tonn af kindakjöti óseld í landinu. Neyzla á árinu verður vart yfir 8.500 lestum, þótt neytendum hafi verið gert að greiða kjöt- verð til sjálfra sín niður með eigin skattpeningum. Gert er ráð fyrir að langleiðina í 10.000 kindakjötstonn falli til við slátr- un \ haust. í fréttaskýringunni segir, að það stefni í 7 milljarða króna útgjöld ríkissjóðs til landbúnað- arins í ár: niðurgreiðslur, út- flutningsbætur, bætur fyrir riðufé og kostnaður við að draga úr kjötframleiðslu. Ekki ganga allir fjármunir, sem neyt- endur greiða í vöruverði og sköttum fyrir búvörur, til bænda, síður en svo. „Slátrun- ar-, heildsöiu- og dreifingar- kostnaður hefur aukizt um 30% umfram verðbólgu frá árinu 1979, samkvæmt upplýsingum frá Framleíðsluráði. Nú fá vinnslustöðvar rúm 25% af heildsöluverði en fengu 20% fyrir tíu árum . . .“ Kjötframleiðslan er langt umfram þarfir hins innlenda markaðar og framleiðslan stenzt ekki verðsamkeppni á heimsmarkaði. Kjötfjallið hleðst upp. Því er haldið fram að of mörg og of lítil bú leiði til óþarf- lega mikils kostnaðar á hveija framleiðslueiningu, án þess að skila bændum sambærilegum tekjum og viðmiðunarstéttum. Áf þessum sökum hafa heyrst raddir, þess efnis, að nýta beri hluta af því fjár- magni, sem hefðbundinn land- búnaður kostar ríkissjóð nú, til að kaupa framleiðslurétt af bændum, sem hætta vilja bú- skap, og laga kindakjötsfram- leiðsluna að innlendri markaðs- þörf — og meiri hagræðingu. Þá hafa talsmenn neytenda sett fram hugmyndir um takmark- aðan innflutning búvöru, t.d. á eggjum, kjúklingum, kartöflum o.fl., til að ná fram lægra vöru- verði. Þannig segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna: „Það eina sem getur skilað neytendum lægra vöruverði er samkeppni. Ég þekki ekki eitt einasta dæmi um að miðstýrð einokun hafi leitt til aukinnar hagkvæmni eða lægra vöruverðs.“ Vandi íslenzks landbúnaðar er vandi þjóðarinnar í heild, á sama hátt og vandi sjávarút- vegsins er það einnig, hallinn á ríkisbúskapnum, viðskiptahall- inn við umheiminn og erlend skuldasöfnun, svo fleiri dæmi séu tínd til. Þjóðin verður að vinna sig út úr þessum vanda með einhvers konar þjóðarsátt. „Það er ekki hægt að stokka mannlíf upp eins og spila- stokk,“ segir landbúnaðarráð- herra og það er út af fyrir sig rétt. En það er heldur ekki hægt að horfa öllu lengur fram hjá þeim blákalda efnahags- veruleika, sem við þjóðinni blas- ir, eða neita að draga lærdóma af dýrkeyptri reynslu að þessu leyti. Við höfum lifað og lifum tíma örra breytinga. Um síðustu aldamót, þegar íslendingar vóru tæp 80 þúsund talsins, bjuggu þrír af hveijum íjórum landsmanna í sveit. Nú eru þeir gott betur en þrisvar sinnum fleiri og níu af hveijum tíu búa í þéttbýli. Við höfum í raun lif- að búsetubyltingu á rúmum mannsaldri, að ekki sé talað um lífskjarabyltingu. Og framvind- an heldur sínu striki. Færri og færri framleiða meira og meira í skjóli vaxandi tækni og þekk- ingar. Það á við um búvöru sem annað. Þótt bændasamtökin sjálf hafi haft frumkvæði um marg- víslegar breytingar til bóta í landbúnaði, sem miða að því að aðlaga þessa atvinnugrein breyttum aðstæðum dugar það einfaldlega ekki til. Þjóðin hefur ekki lengur efni á því að leggja fram svo mikla fjármuni ár eft- ir ár til þess að halda uppi of iriikilli framleiðslu á kindakjöti. Þetta vandamál snýr ekki bara að bændum. Það er augljóst, að vinnslukerfi landbúnaðarins er alltof dýrt. Þar hefur ekki farið fram eðlileg aðlögun að breyttum aðstæðum. EFTIRFARANDI greinargerð sendi fjármálaráðuneytið frá sér í gær: Álagning opinberra gjalda liggur nú fyrir. Álagningarseðlar til ein- . staklinga og lögaðila hafa verið póst- lagðir, en þar koma fram þau opin- beru gjöld, sem skattstjórum ber að leggja á. Þar koma einnig fram þær bætur og endurgreiðslur, sem framt- eljendur eiga rétt á samkvæmt úr- skurði skattstjóra. Sendar hafa verið út hátt á annað hundrað þúsund ávísanir með greiðslu barnabóta, barnabótaauka, húsnæðisbóta og endurgreiddum tekjuskatti og nemur heildarendurgreiðsla ríkissjóðs nú tæpum 4 milljörðum króna. Af þeirri fjárhæð koma um 700 m.kr. til greiðslu skattskulda. Þá nemur ógreiddur tekjuskattur af tekjum fyrra árs tæplega 3,3 milljörðum króna. Helstu niðurstöður af álagningu opinbera gjalda árið 1989 eru þess- ar: • Ógreiddur tekjuskattur einstakl- inga nemur tæplega 3,3 milljörðum króna og kemur til greiðslu á næstu mánuðum. Á móti kemur endur- greiðsla tekjuskatts, samtals um 2,3 milljarðar, sem greidd verður út þann 1. ágúst. • Um 3,3 milljarðar króna verða greiddir til einstaklinga um þessi mánaðamót, vegna barnabóta, bamabótaauka, húsnæðisbóta og endurgreiðslu á tekjuskatti þegar frá hefur verið dregin greiðsla skatt- skulda. Langgjaldahæsti greiðandi opin- berra gjalda á landinu er fyrirtækið Islenskir aðalverktakar sf. á Kefla- víkurflugvelli, sem greiðir ríflega fjórðung þeirra gjalda sem lögð eru á fyrirtæki í Reykjanesumdæmi. Opinber gjöld þess nema rúmlega 516 milljónum króna. Næstgjalda- hæsti lögaðilinn í landinu er Lands- banki íslands, sem ber að greiða rúmlega 182 milljónir í opinber ggöld, samkvæmt álagningar- skránni. Sá einstaklingur, sem greiðir hæstu opinberu gjöldin er Þorvaldur Guðmundsson, Háuhlíð 12, Reykjavík, en honum ber að greiða rúma 24,8 milljónir kr. Reykjavík Heildarálagning opinberra gjalda í Reykjavík nemur rúmlega 18,5 milljörðum króna. Þar af ber 74.545 einstaklingum að greiða tæpa tólf milljarða, samkvæmt álagningar- • Samtals verða greiddar um 3.700 m.kr. í barnabætur og barna- bótaauka á þessu ári. • Álagning eignarskatts á ein- staklinga nemur 1,4 milljarði króna í ár. Um 51 þúsund einstaklingar greiða eignarskatt, þar af eru um 5.000 í hærra skattþrepi. • Álagður tekjuskattur lögaðila nemur um 3,7 milljörðum króna og eignarskattur rúmum milljarði króna. Mjög mikið er um áætlanir, þannig að þessar fjárhæðir munu vafalaust breytast við endanlega álagningu. • Álagning opinberra gjalda rask- ar ekki áætlunum um afkomu ríkis- sjóðs á þessu ári. Álagning opinberra gjalda á einstaklinga Tekjuskattur — bótagreiðslur Um áramótin 1987/1988 tóku gildi lög um staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einstaklingum og er nú í fyrsta sinn lagður á tekju- og eignar- skattur eftir að staðgreiðslan var tekin upp. Af þessu leiðir að saman- burður á álögðum tekjuskatti milli ára er illmögulegur, þar sem álagn- ing ársins 1988 vegna launa á árinu 1987 var felld niður. Heildarálagning tekjuskatts á þær tekjur, sem aflað var á árinu 1988, nam réttum 15 milljörðum króna, þar af hafa innheimst tæpir 12 millj- arðar við staðgreiðslu á því ári. Sam- kvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra er því ógreiddur tekjuskattur af tekj- um fyrra árs tæplega 3,3 milljarðar skrá. Tæp sjö þúsund fyrirtækjum og stofnunum ber að greiða rúma 6,5 milljarða og 3.258 börnum ber að greiða rúmar tólf milljónir. Auk álagningarinnar hafa Reykvíking- um verið ákvarðaðar greiðslur úr ríkissjóði sem nemur rúmum 1,5 milljarði. Þar af er barnabótaauki rúmar 308,7 milljónir og húsnæðis- bætur rúmar 302,6 milljónir. Tíu gjaldahæstu einstaklingar í Reykjavík í ár eru: 1. Þorvaldur Guðmundsson, Háuhlíð 12, kr. 24.847.381 2. Valdimar Jóhannsson, Grenimel 21, kr. 22.736.430 3. Sigurður Guðni Jónsson, Há- teigsvegi 1, kr. 8.067.703 4. Sigurður Valdimarsson, Lyng- haga 3, kr. 8.627.000 5. Ivar Daníelsson, Álftamýri 1, kr. 7.674.377 6. Sveinbjörn Sigurðsson, Miðleiti 7. kr. 7.550.182 króna, þar af er ríflega helmingur vegna áætlana. í ljósi þess er jafn- vel búist við að 800-1.000 m.kr. af þeirri fjárhæð gangi til baka að lok- inni kærumeðferð. Þá kemur tekju- skattur af eignatekjum og hagnaði af atvinnurekstri, þ.e. tekjum sem ekki eru staðgreiðsluskyldar, nú fram sem ógreiddur tekjuskattur. Innheimta þessarar skattskuldar dreifist á fimm gjalddaga fram til áramóta. Á móti fyrrgreindri tekjuskatt- skuld stendur ofgreidd staðgreiðsla, samtals 2.300 m.kr. Sú fjárhæð verður greidd út í einu lagi þann l. ágúst. Ástæður þessa eru m.a. þær, að framteljendur hafa ekki nýtt persónufrádrátt sinn að fullu, vaxtaafsláttur kemur til frádráttar endanlegri álagningu auk þess sem viðurkenndur hefur verið kostnaður á móti framtöldum tekjum. Má nefna, að rúmlega 22 þúsund ein- staklingar njóta vaxtaafsláttar, samtals um 750 m.kr. og gengur sú fjárhæð til greiðslu tekjuskatts, út- svars og eignarskatta. Á þessu ári verða greiddar úr ríkissjóði alls um 3.700 m.kr. í barnabótum og barnabótaauka eða ríflega fjórðungur af staðgreiðslu ársins. Almennar barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári, eða samtals um 2.850 m.kr. Barnabætur með fyrsta barni eru nú 23.476 krón- ur á ári sé barnið eldra en sjö ára, en 35.214 krónur með hveiju barni umfram eitt. Séu börn yngri en sjö ára hækka fyrrgreindar fjárhæðir um 23.476 krónur á ári. Einstæðir foreldrar fá jafnan tvöfalt hærri barnabætur með hveiju barni en hjón, þó að lágmarki 70.428 krónur með fyrsta bami. Þriðji hluti barna- bótanna kemur til greiðslu nú um mánaðamótin, eða um 730 m.kr. Þá nemur barnabótaauki 840 m. kr. í ár, en hann er óskertur 55.752 krónur á ári með hveiju barni. Þriðjungur allra hjóna með börn njóta þessara bóta svo og 90% einstæðra foreldra en þessar bætur 7. Andrés Guðmundsson, Hlyngerði 11, kr. 7.546.930 8. Guðmundur Arason, Reynimel 68, kr. 6.613.204 9. Birgir Einarsson, Miðleiti 7, kr. 6.465.109 10. Guðrún Ólafsdóttir, Kaldaseli 11. kr. 6.178.706 Tíu gjaldahæstu lögaðilarnir í Reykjavík eru: 1. Landsbanki íslands, kr. 182.072.539 2. Eimskipafélag íslands hf., 172.463.911 3. Búnaðarbanki Islands, kr. 172.030.021 4. Samband íslenskra samvinnufé- laga, kr. 132.772.743 5. Flugleiðir hf., kr. 123.154.256 6. IBM, kr. 117.627.349 7. Reykjavíkurborg, kr. 113.659.795 8. Iðnaðarbanki íslands hf., kr. 112.479.714 9. Hagkaup hf., kr. 86.583.964 10. Hekla hf., kr. 84.437.277 Reykjanesumdæmi í Reykjanesumdæmi eru álögð gjöld á einstaklinga rúmir 7,4 millj- eru eigna- og tekjutengdar. Barna- bótaauki með hveiju barni er að jafn- aði rúmar 22 þús.kr. í ár hjá hjónum en réttar 39 þús.kr. hjá einstæðum foreldrum. Tæplega helmingur af barnabótaaukanum var greiddur út á fyrri helmingi ársins, en afgangur- inn kemur til útborgunar í tvennu lagi, 1. ágúst og 1. nóvember, eða rúmlega 200 m.kr. í hvort skipti. Samkvæmt upplýsingum ríkis- skattstjóra nema húsnæðisbætur tæpum 700 m.kr. í ár og verða þær greiddar til um 13.500 einstaklinga. Arlegar bætur rétthafa eru nú 51.590 krónur á einstakling, tvöföld sú fjárhæð til hjóna. Eignarskattar. Álagður eignarskattur á einstakl- inga nemur um 1.390 m.kr. á þessu ári þegar frá hefur verið dreginn sá persónuafsláttur, sem nýtist til greiðslu eignarskatts, rúmlega 280 m.kr. í fyrra nam álagning um 640 m.kr. og hefur því álagningin meira er tvöfaldast milli ára. Ríflega tvo þriðju hluta hækkunarinnar má rekja til þeirra breytinga, sem gerð- ar voru á eignarskattslögunum um síðustu áramót. Þá var skatthlutfall almenna eignarskattsins hækkað úr 0,95% í 1,2%, auk þess sem hann er nú lagður á í tveimur þrepum. Þannig er lagður 2,7% eignarskattur á skuldlausa eign umfram 7 m.kr. hjá hveijum einstaklingi, 14 m.kr. hjá hjónum. Tæplega þriðjungur hækkunarinnar skýrist síðan af hærri eignarskattsstofni og betri nýtingu persónuafsláttar. Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem gert hafði verið ráð fyrir í tekjuáætlun fjárlaga. Um fjórðungur framteljenda, eða kringum 51 þús. einstaklingar, greiða eignarskatt, þar af lenda um 5.000 framteljendur í hærra skattþrepinu. í lok maí var gerð sú breyting á eignarskattslögunum, að eignar- skattur eftirlifandi maka, sem situr í óskiptu búi, skal nú reiknaður eins og hjá hjónum næstu fimm árin eft- ir lát maka. Af tæknilegum ástæðum arðar kr, en á félög og aðra lögað- ila tæpur 1,9 milljarður kr. Auk álagningar á einstaklinga eru þeim ákvarðaðar greiðslur úr ríkissjóði að fjárhæð 871,4 milljónir kr. Þar af nemur barnabótaauki rúmum 183,1 milljónum kr. og húsnæðis- bætur rúmum 156,2 milljónum. Tíu gjaldahæstu fyrirtækin í Reykjanesumdæmi eru: 1. Islenskir aðalverktakar sf. Keflavíkurflugvelli, kr. 516.376.552 2. Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, kr. 45.352.416 3. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, kr. 42.836.111 4. BYKO, Nýbýlavegi 6, Kópavogi, kr. 39.710.592 5. Hagvirki hf., Skútuhrauni 2, Hafnarfirði, kr. 3L903.718 6. íslenska Álfélagið hf., Straumsvík, kr. 27.142.913 7. Delta hf., Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði, kr. 23.141.318 8. Dverghamar sf., Gerðum, Gerða- hreppi, kr. 19.418.886 9. Félag Vatnsvirkja hf., Hafna- hreppi, kr. 15.505.146 10. Málaraverktakar Keflavíkur hf., Keflavíkurflugvelli, kr. 15.418.224 Tíu gjaldahæstu einstaklingarnir í Reykjanesumdæmi eru: 1. Sverrir Þóroddsson, Sólbraut 5, Seltjarnarnesi, kr. 7.160.060 2. Benedikt Sigurðsson, Heiðar- horni 10, Keflavík, kr. 6.519.698 3. Matthías Ingibergsson, Hraunt- ungu 5, Kópavogi, kr. 5.931.014 4. Helgi Vilhjálmssön, Skólvangi 1, Hafnarfirði, kr. 5.831.230 Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Kjötflallið Til Til Þar af greiðslu greiðslu til greiðslu áárinu 1. ágúst skattskulda m.kr. m.kr. m.kr. Barnabætur 2.850 728 246 Barnabótaauki 840 227 20 Húsnæðisbætur 697 697 108 Endurgreiðsla- tekjuskatts 2.333 2.333 285 . Samtals 6.731 3.985 654 Islenskir aðalverktakar með hæstu álagninguna Þorvaldur Guðmundsson skatthæstur einstaklinga ÁLAGNINGU opinberra gjalda 1989 er nú lokið og hafa álagningars- eðlar verið sendir út. Skattstofur í öllum umdæmum landsins lögðu fram álagningarskrár í gær. Um er að ræða álagningu vegna tekna og eigna einstaklinga og fyrirtælqa á árinu 1988, fyrsta ár staðgreiðsl- unnar. Þetta er því í fyrsta sinn sem álagningarseðlar eru sendir út samkvæmt hinu nýja staðgreiðslukerfi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 25 Höfúðstöðvar íslenzkra aðalverktaka, sem greiða hæstan tekjuskatt allra fyrirtækja. Sem hlutfall af heildartekjum einstaklinga, % Bráðab. Fjárlög Áætlun 1986 1987 1988 1989 1989 Beinir skattar ríkis Beinir skattar 4,0 2,9 4,3 5,2 5,1 sveitarfélaga 5,5 5,4 5,9 5,7 6,2 Samtals 9,5 8,3 10,2 10,9 11,3 var ekki mögulegt að taka tillit til þessa ákvæðis við álagninguna hjá þeim sem misstu maka á árunum 1984 til 1987. Innan fárra vikna verða hins vegar sendar út leiðrétt- ingar á eignarskatti þeirra einstakl- inga, sem hér um ræðir. Álagður eignarskattsauki nemur 97 m.kr. í ár að frádregnum nýttum persónuafslætti samanborið við 75 m.kr. í fyrra. Álagður eignarskatts- auki hækkar þannig um 29/2% milli ára, eða svipað og eignarskattsstofn- inn. Skattur af skrifstofu- og verslun- arhúsnæði í eigu einstaklinga hækk- ar um 70% milli ára, eða úr 68 m.kr. í ríflega 115 m.kr. Hækkun skatt- hlutfallsins úr 1,1% í 1,5% skýrir um tvo þriðju hluta þessarar hækkunar. Rétt er að benda á, að um síðustu áramót var samþykkt að hækka þennan skatt úr 1,1% í 2,2% sbr. lög nr. 100/1988. í maíbyijun ákváðu stjórnvöld að lækka skatthlutfallið úr 2,2% í 1,5% og var það einn liður í þeim aðgerðum, sem gerðar voru til að liðka fyrir kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði. Skattbyrði einstaklinga. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1989 var talið, að skattbyrði ein- staklinga af beinum sköttum ríkisins yrði 5,2% af heildartekjum þeirra á þessu ári. Við það hlutfall bætast 5,7%, vegna greiðslu útsvars og fast- eignagjalda til sveitarfélaganna. Þær álagningartölur, sem nú liggja fyrir, eru í samræmi við áætlanir hvað ríkisskattana varðar en skatt- byrði einstaklinga af útsvari hækkar um 54%. Eins og fram kemur í töflunni eykst skattbyrði einstaklinga af beinum sköttum um rúmt 1% milli áranna 1988 og 1989. Þar af er hlutur ríkisskattanna 0,8%. Ástæðan er að um síðustu áramót hækkaði skatthlutfall tekjuskatts úr 28,5 í 30,8%, eða um 2,3%. Á móti hærra hlutfalli koma auknar barnabóta- greiðslur og betri nýting persónuaf- sláttar, sem endurspeglast í því að skattbyrði eykst aðeins um 0,8%, þrátt fyrir fyrrgreinda hækkun á skatthlutfalli. Skatthlutfall útsvars hækkaði hins vegar um 0,24%, en sú hækkun kemur að fullu fram í þyngri skatt- byrði, þar sem sá persónuafsláttur, sem nýtist á móti hækkun útsvars, kemur í hlut ríkisins í staðgreiðsl- unni. Auk þess hækka álögð fast- eignagjöld nokkuð umfram tekju- breytingar á þessu ári, þannig að skattbyrði einstaklinga af beinum sköttum sveitarfélaga hækkar um 0,3% frá árinu 1988. Tekjuskattur. Álagður tekjuskattur lögaðila nemur 3.700 m.kr. á þessu ári sam- anborið við 2.700 m.kr. í fyrra. Hækkunin milli ára er því réttur 1 milljarður króna, eða rúmlega 37%. Þessari fjárhæð ber hins vegar að taka með miklum fyrirvara, þar sem mun meira var um áætlanir í ár en í fyrra. Nema þær nálægt 40% af heildarálagningu skattsins á þessu ári samanborið við urp 30% 1988. Án áætlana nemur hækkun tekju- skattsins innan við 20%. í ljósi þess má reikna með að endanleg álagning hækki nokkru minna en að ofan greinir, eða kringum 700 m.kr. laus- lega áætlað. Sú hækkun er þó held- ur meiri en ráð var fyrir gert í tekjuá- ætlun fjárlaga. Tekjuskattur félaga gæti því skilað heldur meiri tekjum í ríkissjóð á þessu ári en upphaflega var ætlað. Að frátöldum áætlunum er megin- skýring tekjuskattshækkunarinnar þær breytingar, sem gerðar voru á tekjuskattslögunum um síðustu ára- mót. Má þar m.a. nefna hækkun á skatthlutfalli úr 48% í 50% auk þess sem fyrningarreglur voru endur- skoðaðar og fjárfestingarsjóðsfram- lag lækkað úr 30% í 15%. Á móti vegur að afkoma fyrirtækja var greinilega talsvert lakari á síðasta ári en árið 1987, eins og raunar hafði verið reiknað með. Eignarskattar. Álagning eignarskatts og eignar- skattsauka á lögaðila nemur 1.039 m.kr. á þessu ári, sem svarar til tæplega 43% hækkunar milli ára. Tvo þriðju hluta hækkunarinnar má rekja til hækkunar á hlutfalli eignar- skatts um síðustu áramót, úr 0,95% í 1,2%. 5. Þorleifur Björnsson, Vesturvangi 48, Hafnarfirði, kr. 5.397.951 6. Geir Gunnar Geirsson, Vallá, Kjalarneshreppi, kr. 4.981.957 7. Þorvarður Gunnarsson, Bræðrat- ungu 5, Kópavogi, kr. 4.484.451 8. Karl Sig. Njálsson, Melbraut 5, Gerðahreppi, kr. 4.211.864 9. Pétur Stefánsson, Eskihvammi 4, Kópavogi, kr. 3.822.336 10. Olafur Björgúlfsson, Tjarn- arstíg 10, Seltjarnarnesi, kr. 3.819.803 Vestfjarðaumdæmi Heildarálagning í Vestfjarðaum- dæmi nemur rúmum 1.358 milljón- um kr. Þar af greiða einstaklingar tæpar 1.100 milljónir og félög tæp- ar 270 milljónir. Börn greiða rúm- Iega 2,8 milljónir kr. í opinber gjöld samkvæmt álagningarskrá. Álagn- ing einstaklinga eldri en 16 ára hvílir á 7.390 aðilum þannig að meðaltalsálagning er 146.926 krón- ur í umdæminu í heild. Fimm gjaldahæstu fyrirtækin á Vestfjörðum eru: 1. Einar Guðfinnsson hf. Bolung- arvík, kr. 10.438.487 2. Sparisjóður Bolungarvíkur, kr. 9.800.372 3. Norðurtangi hf. ísafirði, 9.652.245 4. íshúsfélag Bolungarvíkur hf. 7.610.281 5. íshúsfélag ísfirðinga hf., kr. 7.036.098 Fimm gjaldahæstu einstakling- arnir á Vestljörðum eru: 1. Jón Friðgeir Einarsson, bolung- arvík, kr. 7.926.240 2. Gestur Sigurðsson, Hólmavík, kr. 1.793.371 3. Siguijón Guðmundsson, ísafirði, kr. 1.764.634 4. Kristinn P. Benediktsson, ísafirði, kr. 1.748.440 5. Jósep Örn Blöndal, Patreksfirði, kr. 1.669.504 Norðurland vestra Heildarálagning á Norðurlandi vestra nemur 1.140.512.414 kr., þar af er lagt á einstaklinga kr. rúmar 923 milljónir, á félög tæpar 215 milljónir kr. og á börn rúmar 2,3 milljónir. Hæstu álagningu á Norðurlandi vestra bera: 1. Sveinn Ingólfsson, Skagaströnd, kr. 2.236.971 2. Birgir Þorbjörnsson, Skaga- strönd, kr. 1.992.247 3. Guðjón Sigtryggsson, Skaga- strönd, kr. 1.798.615 4. Jón Dýrfjörð, Siglufirði, kr. 1.772.605 5. Guðmundur H. Jónsson, Fljóta- hreppi, kr. 1.554.144 Gjaldahæstu fyrirtækin á Norð- urlandi vestra eru: 1. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðár- króki, kr. 21.707.314 2. Þormóður rammi hf. Siglufirði, kr. 9.054.197 3. Síldarverksmiðjur ríkisins, Siglu- firði, kr. 9.011.115 4. Kaupfélag Húnvetninga, Blöndu- ósi, kr. 8.712.062 5. Skagstrendingur hf., Skaga- strönd, kr. 7.474.880 Austurlandsumdæmi Heildarálagning í Austurlands- umdæmi nemur rúmum 1.566 millj- ónum króna, þar af greiða 560 fé- lög tæplega 315 milljónir og 9.806 einstaklingar greiða tæpar 1.252 milljónir kr. Fimm gjaldahæstu fyrirtækin á Austurlandi eru: 1. Kaupfélag Austur-Skaftafells- sýslu, Höfn, kr. 25.195.332 2. Síldarvinnslan hf. Neskaupstað, kr. 22.858.979 3. Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöð- um, kr. 16.790.174 4. Hraðfrystihús Eskifjarðar, kr. 15.939.300 5. Ölver hf. Neskaupstað, kr. 15.707.210 Fimm gjaldahæstu einstaklingar á Austurlandi eru: 1. Gunnar Erling Vagnsson, Egils- stöðum, kr. 1.765.353 2. Siguijón Valdimarsson, Nes- kaupstað, kr. 1.741.055 3. Kristinn Pétursson, Bakkafirði, kr. 1.718.225 4. Helgi Valdimarsson, Neskaup- stað, kr. 1.542.511 5. Kristín Guttormsdóttir, Neskaup- stað, kr. 1.439.900 Vestmannaeyjar Ekki tókst að afla upplýsinga um gjaldahæstu aðila í Suðurlandsum- dæmi í gær eða í Vesturlandsum- dæmi, en í Vestmannaeyjum nemur heildarálagning 714.420.820 krón- um, þar af greiða einstaklingar tæpar 579 milljónir og fyrirtæki tæpar 135 milljónir. Börn undir 16 ára aldri greiða rúmlega 900.000 krónur í opinber gjöld. Alls eru 3.420 einstaklingar skattskyldir í Vestmannaeyjum auk 152 fyrir- tækja. Hraðfrystihús Vestmannaeyja er Breytingar á skatthlutfalli liggja einnig að baki umtalsverðri hækkun skatts á skrifstofu- og verslunar- húsnæði, en hún nemur tæplega 63% milli ára. Þannig hækkar álagður skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði úr 214 m.kr. í fyrra í 349 m.kr. í ár. Hækkun skatthlutfalls úr 1,1% af fasteignamati í 1,5% skýr- ir nálægt tvo þriðju hluta hækkunar- innar en hærri skattstofn þriðjung. Launatengd gjöld Álögð launatengd gjöld (lífeyris- tryggingagjald, slysatryggingagjald og atvinnuleysistryggingagjald) hækka líklega um 23-24% frá fyrra ári, en vegna mistaka við álagningu á atvinnuleysistryggingagjaldi, sem leiðrétt verða síðar, gæti þessi tala breyst lítillega. Á árinu 1988 nam heildarálagning þessara gjalda 2,1 milljarði króna, en á þessu ári verð- ur hún væntanlega nálægt 2,7 mill- jörðum króna. Hækkanir þessara skattstofna ættu í raun að endur- spegla þær launabreytingar, sem átt hafa sér stað milli áranna 1987 og 1988. Áhrif á afkomu A-hluta ríkissjóðs á árinu 1989 Sé álagning opinberra gjalda gjaldárið 1989 borin saman við áætl- un fjárlaga kemur fram, að eignar- skattar einstaklinga og fyrirtækja svo og skattur á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði eru svo að segja sam- kvæmt áætlun. Sama er að segja um álagningu launatengdra gjalda. Endanleg álagning á tekjuskatti einstaklinga, og þá ekki síður inn- heimta hans á þessu ári er tals- verðri óvissu háð. Hér er í reynd um að ræða endanlegt uppgjör á stað- greiðslu ársins 1988. Nettóniður- staða uppgjörsins, þ.e. ógreiddur skattur að frádregnum endurgreiðsl- um, virðist þó í samræmi við áætlan- ir. Rétt er að vekja á því athygli, að endurgreiðsla tekjuskatts kemur til útborgunar í einu lagi nú um mánaðamótin en ógreiddi skatturinn innheimtist á fimm mánaða tímabili (águst til desember). Álagður tekjuskattur á lögaðila varð heldur hærri en reiknað hafði verið með, sem gæti skilað ríkissjóði viðbótartekjum á þessu ári verði inn- heimtan í takt við áætlanir. Þegar á heildina er litið virðist sú álagning opinberra gjalda, sem nú liggur fyrir, í samræmi við tekjuá- ætlun fjárlaga. Svo framarlega sem innheimtan á síðari hluta ársins verður samkvæmt áætlunum breyta álagningartölurnar ekki spám. gjaldahæst fyrirtækja í Vestmanna- eyjum með 15.129.338 kr. í opinber gjöld. Því næst kemur Vinnslustöð- in hf. með 9.991.093 kr., Sparisjóð- ur Vestmannaeyja með 9.359.968 kr., Fiskimjölsverksmiðjan hf. með 9.304.223 kr. og ísfélag Vest- mannaeyja hf. er í fimmta sæti yfir gjaldahæstu fyrirtækin með 5.732.004 kr. Af einstaklingum í Vestmanna- eyjum greiðir Öskar Þórarinsson, útgerðarmaður, hæst opinber gjöld, kr. 2.402.878. Siguijón Jónsson, lyfsali, kemur honum næstur, með 2.289.160 kr. í þriðja sæti er Pálmi Lórensson, veitingamaður, með 2.072.291 kr. Þá kemur Stefán Pétur Sveinsson, skipstjóri, með 1.912.768 kr. og Einar Valur Bjarnason, yfirlæknir, greiðir 1.905.132 kr. í opinber gjöld. Kærufrestur Kærur vegna allra álagðra opin- berra gjalda, húsnæðisbóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagn- ingarseðli 1989, þurfa að hafa bo- rist skattstjórum innan þijátíu daga. Kærufrestur rennur þar með út 29. ágúst nk. Öllum skattskyld- utn aðilum er heimilt að gera at- hugasemdir við álagningaskrána og eftir að búið er að gera breytingar samkvæmt því, verða endanlegar skattskrár lagðar fram, varla þó fyrr en á næsta ári. Álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag í landinu eiga að liggja frammi á skattstofu hvers umdæm- is og til sýnis í viðkomandi sveitar- félagi hjá umboðsmönnum skatt- I stjóra til 14. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.