Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR, 1. AGUST 1989 félk í fréttum SKAK Yngsti stor- meistari heims Michael Adams, 17 ára gam- all, hafði ástæðu til að gleðj- ast þegar hann samdi um jafntefli í síðustu umferð alþjóðlegs skák- móts í Lundúnum á dögunum í við- ureign sinni við júgóslavneska stór- meistarann Milan Matulovic. Ad- ams fékk 7 vinninga af 9 möguleg- um og náði þar með þriðja og síðasta áfanganum að stórmeistar- atitli. En ekki nóg með það, þegar Alþjóðaskáksambandið staðfestir árangurinn formlega innan tíðar verður' Ad- ams yngsti stór- meistari heims. En hvernig fara svo ungir menn að því að ná slíkum ár- angri? Undarleg- ast við Michael Adams er hversu venjulegur hann er. Hann horfir mikið á sjónvarp, drekkur og bull- ar með vinum sínum. En snemma beygð- ist krókurinn tii þess sem verða vildi. Fyrsta skákmótið sem hann tók þátt í var unglinga- keppni Comwall yngri. Michael Adams. fyrir 10 ára og Michael litli, sem varla stóð fram úr hnefa, gerði sér lítið fyrir og sigraði. Níu ára gamall varð hann unglingameistari Comwall 18 ára og yngri. Pabbi Michaels er skólastjóri og rekur jafnframt skák- klúbb og þar lærði Michael mann- ganginn enda var hann alltaf feti framar jafnöldrum sínum í skák- inni. Það fór ekkert á milli mála að Michael hafði náttúrulega hæfileika til skákiðkunar en hann virtist skorta nokkuð staðfestuna og ein- beitinguna sem þarf til að ná langt. Stundum þegar hann átti leik horfði hann annars hugar út í loftið áður en hann sneri höfðinu ólundarlega að skákborðinu og lék án mikillar umhugsunar. Samt sem áð- ur hefur Michael ástríðufuila ánægju af 'tafl- mennsku. A bresku meistara- mótunum er ekki teflt á sunnudög- ,um. Flestir nota tækifærið til að hvílast frá skák- inni en Michael tók alltaf þátt í hraðskákmótun- um sem skipu- lögð era á frídeginum fyrir forfallna skáksjúklinga með mikil fráhvarfseinkenni. Þess verður ugglaust ekki langt að bíða að Mic- hael Adams tefli á íslandi og þá verður gaman að fylgjast með snill- ingnum unga. Regis og EIvis höfðu þekkst í 4 mánuði þegar hann bauð henni með sér á skólaball. Regis er í bleikum kjól en Elvis í svörtum jakkafötum ELVIS PRESLEY Fyrsta ástín Régis Wilson Vaughn man í smáatriðum eftir fyrsta skóla- ballinu sem hún fór á. Þó eru 36 ár liðin síðan. Hún man eftir bíeik- um kjól, bleikri nellikku og fínlegum hælaskóm. Síðast en ekki síst man hún eftir ungum manni sem bauð henni á ballið. Ungi maðurinn var enginn annar en rokkarinn frægi Elvis Presley, þá 18 ára gamall menntaskólanemi. Regis á enn kjólinn sem hún var i á ballinu. Regis í faðmi gölskyldunnar. Grace, dóttir hennar, til vinstri, Herb, Regis og tengdasonur hennar, Steven. „Elvis var afar hlédrægur í þá daga,“ segir Regis. „Ég minnist þess að þegar við stóðum á dans- gólfinu hélt ég að hann myndi bjóða mér upp en hann sagði mér að hann kynni ekki að dansa. Ég lét það gott heita og við spjölluðum saman yfir kókglasi allt kvöldið. Eftir ballið fengum við okkur ham- borgara og hann keyrði mig heim. Nunnurnar í skólanum, sem ég gekk í, höfðu brýnt fyrir okkur steipunum að vera með lokaðan munninn ef við kysstum stráka. Þetta kvöld braut ég þá reglu. Elv- is var mikill kossamaður en hann reyndi aldrei að ganga lengra enda tíðkaðist það ekki í þá daga.“ Elvis var í fótbolta þegar hann kom auga á Regis. Þá var hún 14 ára. „Mér fannst hann sætur,“ seg- ir Regis. „Seinna hittumst við í af- mælisveislu. EIvis spurði hvort hann mætti fylgja mér heim. Ég játti því. Þegar heim kom vildi hann vita hvort við gætum hist aftur. Sumar- ið ’53 hittumst við reglulega, fóram í bíó, á rúntinn eða sötraðum saman kók. Stundum söng hann en alltaf sama lagið, „My Happiness." „Hann var mjög hógvær. Um vorið vann hann t.d. hæfileika- keppni í skólanum en sagði mér ekki frá því. Mér datt aldrei í hug að hann yrði söngvari. Hann lang- aði til að vinna sér inn peninga svo hann gæti keypt hús handa mömmu sinni.“ , Um haustið neyddist móðir Reg- isar, sem var ein með sex börn, til þess að flytja úr borginni. „Ég sagði Elvis aldrei að við værum að flytja," segir Regis. „Ég vildi ekki að hann kæmist að því hvað við vorum fá- tæk. Sennilega hefði ég getað hringt en það var ekki til siðs að stelpur hringdu í stráka." Sautján afa gömul giftist Regis Herb Vaughn. Þau gerðu tilraun til að hitta Elvis árið 1958 en örygg- isverðir héldu þeim frá. „Ég varð mjög vonsvikin," segir Regis. „Mig langaði svo til heilsa upp á hann.“ Nú er Regis fimmtug móðir þriggja dætra. Hún talar sjaldan um ævintýri sitt með rokkkóngnum. „Er það nema von,“ segir Regis. „Hver myndi trúa mér?“ i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.