Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 01.08.1989, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 44 LEIKFIMI FYRIR ALLA §i iff l'i 'pr, þig með! Skráðu þig strax í síma 65 22 12 HRFSS IJKÁMSRÆKT ()(; IJÓS BÆJARHRAUNI 4 V/KEFLAVÍKURVEG NU ER TÆKIFÆRIÐ! Tilboðsverð á örfáum CATERPILLAR F60 DSA 3ja tonna rafmagnslyfturum Búnaður: Hliðarfærsla — Möguleiki á snúningi Kvoðufyllt breið dekk — Vinnuljósabúnaður Gámagengt mastur — 855 amperstunda raf- geymir — Tölvustýrt hleðslutæki — o.fl. o.fl. VERÐ AÐEINS KR. 1.980.000 HEKLA Laugavegi 170-174 Sín HF Sími 695500 Þessir hringdu . . Forræði feðra Faðir hringdi: „Hinn 28. júlí birtist viðtals- grein í Morgunblaðinu sem bar fyrirsögnina Þegar faðirinn fær forræðið. Þar er talað við þrjár konur sem hafa misst eða afsalað sér forræði yfir börnum sínum. Nú eru það venjulega feðurnir sem missa forræðið við skilnað eða sambúðarslit en tilfinningarn- 'ar hljóta að vera hinar sömu hvort sem um karl eða konu er að ræða. Hvers vegna er ekki talað við ein- hveija feður sem misst hafa for- ræði yfir börnum sínum?“ Betri lausn Lesandi hringdi: „Húsmóðir í Garðabæ segir í Velvakanda á dögunum að hún sé í vandræðum með bílskúrs- gólfið hjá sér vegna þess að vetr- ardekkin skemmi lakkið. Ég leysti þetta vandamál fyrir löngu með því að fá mér gamalt færibanda- gúmí og sneið úr því hæfílega renninga sem ég lagði á bílskúrs- gólfið. Þetta er miklu betri lausn en að leggja hellur í bílskúrsgólf- ið.“ Ókeypis garðvinna Geir hringdi: „Fyrir nokkru var borin auglýs- ing í hús hér í Hlíðunum frá mönn- um sem vildu snyrta garða fyrir fólk því að kostnaðarlausu. Állir virðast hafa hent þessum miðum en nú þarf ég einmitt á svona aðstoð að halda. Bið ég þessa aðila að hringja í mig í síma 619896. Ekki til sóma fyrir Hótel Sögu Hanna Andrea Guðmundsdótt- ir hringdi: „Við áttum pantaða brúaðrs- vítu á Hotel Sögu en þegar við komum þangað á brúðkaupsdag- inn var okkur sagt að svítan sem við höfðum pantað væri því miður upptekin. Þessi brúðarsvíta er í nýju álmunni þar sem eru þijár slíkar svítur. Okkur var hins veg- ar vísað í gömlu álmuna og þar fengum við venjulegt hótelher- bergi. Engin blóm voru þar til staðar eins og lofað hafði verið þegar við pöntuðum og ekki held- ur kampavín eins og lofað hafði verið. Við spurðum starfsfólkið hvort ekki væri hægt að gera betur en fátt varð um svör og vísaði hver á annan. Loks gáf- umst við upp og yfirgáfum hótelið en þetta voru mikil vonbrigði. Ég hélt að annað eins og þetta gæti ekki komið fyrir á virtu hóteli og finnst mér að þetta sé Hótel Sögu ekki til sóma.“ Myndavél Myndavél, merkt „Jóhannes“, fannst við Goðafoss 24. júlí. Upp- lýsingar í síma 53506. Hamingja og óhamingja Ágæti Velvakandi. „Svíður í sáram. Sorg laugar tárum“. Þýtt: Huayno danstexti úr Qu- echua, allur textinn, allt og sumt. Þjáningin hefur fylgt mannkyni frá upphafi, um hana hefur verið ort, sungið og dansað, en stundum hefur sá siður legið í landi að af- farasælast sé, að dylja hana sem mest. Sigurður Þórarinsson orti og söng um „land eitt langt og mjótt“. Ekki þarf lengi að ræða við mið- aldra ítalska konu, og ævisagan er opin fyrir: tekjur rýrar, hús- næði lélegt og leiga hækkandi, þreyta, lúi og gigt og heilsuleysi barnabarna. Þetta er harður heim- ur sem búið er í, og „Mama mia“, lífið er enginn leikur hjá fátækum Itölum sem eru ýmist tenór eða sópran, undir sturtu. Norðar á hnettinum kunna menn að bera sig mannalega. „Ég hef það ágætt,“ er hluti ávarps manna í millum og gildir þá einu hvort viðkomandi er handhafi há- skólavinnings eða á leið til sjálfsvígs. Þó er venja að hátekju- fólk barmi sér sáran í kjaradeilum, og gætu atvinnugrátkonur Aust- urlanda all nokkuð af lært. Vísindamenn gera skoðana- kannanir á magni hamingju sem öðru, og keppni er þjóða í milli um efstu sætin. Úrslit eru ráðin fyrirfram og markast af því hvað siðvenjur leyfa að satt sé frá sagt um líðan. ítalirnir með dapurlega ævisögu sína í lausmáili tungu, fara illa út úr hamingjumagnskönnunum, á meðan eyþjóð með einhveija hæstu sjálfsmorðstíðni sem um getur, trónar á toppinum. Mama mia. Bjarni Valdimarsson Víkveiji skrifar Stundum er sagt, að sundurlyndi sé mikið hjá okkur íslending- um. Þó er það svo, að á vissum sögulegum stundum í lífi þjóðarinn- ar á hún eina sál. Er skemmst að minnast hátíðahaldanna á Þingvöll- um í tiiefni 1100 ára afmælis ís- lands byggðar fyrir u.þ.b. 15 árum. Það verður hins vegar ekki sagt um Frakka, að þeir hafi átt eina sál, þegar þeir héldu upp á 200 ára afmæli byltingarinnar fyrir nokkr- um vikum. Það gat ekki farið fram hjá nokkrum erlendum ferðamanni, sem þar var staddur, hve djúpstæð- ur ágreiningur var með þjóðinni um þetta hátíðahald. Kjarni hans var þessi: byltingin 1789 var bylting fólksins. Hátíðahöldin 200 árum seinna voru fyrst og fremst fyrir fína fólkið. M.ö.o. byltingunni var stolið! (Það er nú víst ekki í fyrsta skipti, sem það gerist). Sósíalistarnir, sem stjórna Frakklandi voru gagnrýndir harð- lega fyrir það, að hátíðahöldin væru fyrst og fremst fyrir útvalda og mikill hiuti miðborgar Parísar var lokaður af, þannig að almenningur kæmist alls ekki í námunda við dagskrá byltingarafmælisins. Mitt- erand lét sér fátt um finnast og héit sínu striki. Alþýða manna hélt í staðinn upp á byltingarafmælið á Bastillutorginu aðfararnótt 14. júlf. Um skeið minntu þau hátíðahöld .Víkveija á heimferð af hestamanna- mótum í Borgarfirði fyrr á árum - slík var gleðim En ástandið í París þá nótt var hins vegar með þeim hætti, að engu var líkara en bylting stæði yfir. Fólk út um allt, stöðug- ar og gífurlegar sprengingar með svonefndum “kínveijum". Yfir öllu þessu vakti “stóri bróðir" - loftskip, sem var á ferð yfir borginni, fór hljóðlega en sagt var, að tækjabún- aður þess væri svo fullkominn, að áhöfnin gæti jafnvel tekið upp núm- er á grunsamlegum bíl á jörðu niðri. Vegagjöid eru ótrúlega há í Frakklandi. Það kostar tæpar 1000 íslenzkar krónur að aka í bíl frá París tii Lyon. Víkveiji greiddi um 3000 krónur í vegagjöld fyrir akstur frá París um Normandí til Lyon, Nancy og til baka til París- ar. Þetta greiða menn þegjandi og hljóðalaust. Þegar tilraun var gerð með að innheimta vegagjöld á Reykjanes- braut fyrst eftir að hún var lögð gripu reiðir bíleigendur til sinna ráða og brenndu tollskýlið! Það er löngu orðið tímabært að leggja aðra akbraut milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja og krafan um varan- legt slitlag um allt land verður þeim mun háværari, sem meira er lagt af því. Er tímabært að hugleiða vegagjöid á ný til þess að hraða þessum framkvæmdum?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.