Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 2
5____________________.____ Hasi.iayOM ,r. hudacfjtb&i gigajswjdíícm
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
F orseti sameinaðs
þings fær 200.000
kr. lán hjá Alþingi
GUDRÚN Helgadóttir, forseti sameinaðs þings fékk í nóvember í
fyrra lán frá Alþingi, að upphæð 200 þúsund krónur og hefúr hún
nú nýverið greitt lánið upp, með fulium útlánsvöxtum, samkvæmt
upplýsingum Karls M. Kristjánssonar, íjármálastjóra Alþingis.
Mörgunblaðið/Þorkell
Fjöldi sendibílstjóra fylgdist með fundi borgarstjórnar í gær.
Borgarstjórn Reykjavíkur:
Deilt um leyfi til
sendibílaaksturs
HART var deilt um leyfí fyrirfækisins Dreifingar og þjónustu til rekst-
urs sendibílabílastöðvar á fúndi borgarsljómar Reykjavíkur í gær.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfúlltrúi Framsóknarflokksins, lagði til
að ákvörðun borgarráðs um leyfisveitinguna yrði dregin til baka
vegna atvinnuástandsins í borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks voru því andvígir á þeim forsendum, að það væri ekki
hlutverk borgaryfirvalda að takmarka fjölda fyrirtækja í einstökum
atvinnugreinum.
DV greindi frá þessari lánafyrir-
greiðslu Alþingis til forseta samein-
aðs þings í gær, en staðhæfði jafn-
framt að Guðrún hefði hvorki greitt
vexti né verðbætur af láninu. „Frétt
DV er röng að þessu leyti,“ sagði
Karl í samtali við Morgunbiaðið.
Karl var spurður hveijir hefðu
notið slíkrar lánafyrirgreiðslu Al-
þingis og kvaðst hann að svo komnu
máli ekki reiðubúinn að upplýsa
nöfn einstaklinga í þessu sam-
bandi, en vísaði í yfirlýsingu Al-
þingis sem birtist hér á síðunni.
„Auðvitað á það sem við gerum hér
á Aiþingi að vera með þeim hætti,
að þar þurfi að ekki að vera með
neinn feluleik," sagði Karl, „enda
vil ég benda á að þetta sem kemur
þarna fram er allt saman bókfært.
Þessar upplýsingar fara úr okkar
eigin bókhaldi til ríkisbókhalds og
ríkisendurskoðunar. “
„Út af fyrir sig tel ég þetta ekk-
ert eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar
hefur þetta verið gert í stöku tilvik-
um, eins og fram hefur komið, eink-
um og sér í lagi ef starfsmenn
þingsins eða einhverjir aðrir hafa
þurft að standa frammi fyrir óvænt-
um útgjöldum. Ef einhver mis-
færsla hefur orðið á launum, skatt-
ur verið of gróflega tekinn eða eitt-
hvað slíkt, hafa forsetar þingsins
ákveðið að hlaupa undir bagga með
svona fyrirframgreiðslu launa,“
sagði Guðrún Helgadóttir í samtali
við Morgunblaðið.
„í þessu tilviki gerðist það mjög
hratt og satt að segja óvænt að
mér var falið þetta starf se'm ég
gegni. Og við skulum ekki gleyma
því að þetta er forstaða virðu-
le^ustu stofnunar þjóðarinnar.
Skyndilega var ég orðin einn af
handhöfúm forsetavalds, fyrst
kvenna á íslandi. Ég held að hver
einasta kona á landinu skilji að
þetta þefur í för með sér ýmis óvænt
útgjöld. Að minnsta kosti var ekki
slíkur póstur í mínu heimilisbók-
haldi. Þar við bættist að ég þurfti,
nokkrum dögum eftir að ég varð
forseti, að fara til Póllands á þing
þingforseta Evrópulanda. Ég þurfti
að sjálfsögðu að kosta verulega tii
þess ferðaiags. í samráði við fjár-
málastjóra Alþingis og með tilliti
til þeirra anna, sem ég var í, þá
varð þetta að ráði; að ég fengi svona
fyrirframgreiðslu launa," sagði
Guðrún.
Hún sagðist vilja að það kæmi
skýrt fram að lánið væri að fullu
greitt og með fullum vöxtum. Þjóð-
in hefði því ekki tapað grænum
eyri af þessum peningum. Um það
leyti, sem þetta hefði gerzt, hefði
ríkisendurskoðun gert athugasemd-
ir við rekstur Alþingis árið á undan
og meðal annars farið fram á að
svona lánveitingum væri hætt. „Af
því tilefni tókum við, forsetar þings-
ins, alveg fyrir þetta. Og það er í
minni forsetatíð, sem eru settir á
þetta vextir og verðbætur. Hitt skal
þó fram tekið að yfirleitt var um
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að aðrir þingmenn hafi
ekki notið slíkrar lánafyrirgreiðslu,
enda -höfðu engir þingmannanna
sem rætt var við í gær hugmynd
um að slíkt gæti tíðkast.
Karl sagði að ákveðið hefði verið
í september sl. að reikna útláns-
vexti á þau lán sem þá voru óupp-
gerð, en þau voru þá samtals 248
þúsund krónur.
Karl var spurður hvort hann teldi
eðlilegt að Alþingi stundaði slíka
lánastarfssemi: „Eg fer ekki dult
með það, að ég tei að það sé fyrst
og fremst hlutverk lánastofnana að
veita lán. Annað mái er það, að það
er ekkert sem bannar það í éin-
hveijum undantekningartilvikum
að veita einhverja smá lánafyrir-
greiðslu, en þá að því tilskildu að
greiddir séu útlánsvextir," sagði
Karl.
mjög stutt lán að ræða, en ég kann
þess þó dæmi að þau hafi verið til
lengri tíma,“ sagði Guðrún. „Núna
er þetta ekki gert lengur og ég hef
alltént ekki hagnazt á því. Hafi ein-
hver tapað á því, hvað ég var
klaufalega lengi að greiða þetta,
er það ég sjálf. Þannig að ég tel
ekki að hér sé um saknæmt athæfi
að ræða. Ég get hins vegar sagt
að ég býst við að ég hefði ekki tek-
ið þetta ráð núna, eftir að ég hef
gerzt sjóaðri í þessu starfi.“
Guðrún sagði að í sinni forseta-
tíð hefði einungis verið um lán til
starfsmanna þingsins að ræða, ekki
þingmanna. „Ég þekki það ekki í
tíð forvera míns, en það hefur áreið-
anlega ekki komið tii á meðan ég
var forseti," sagði Guðrún.
Yfirlýsing
HÉR fer á eflir yfirlýsing, sem
Friðrik Olafsson skrifstofustjóri
Alþingis, Ólafur Ólafsson vara-
skrifstofústjóri og Karl M. Kristj-
ánsson fjármálastjóri sendu frá
sér í gær:
„Vegna fréttar í DV í dag um
lán frá skrifstofu Alþingis tii for-
seta sameinaðs þings, Guðrúnar
Helgadóttur, skal eftirfarandi tekið
fram:
1. Þess eru nokkur dæmi á und-
anförnum árum að starfsmenn Al-
þingis hafi fengið minniháttar
„launalán" hjá skrifstofu Alþingis,
einkum ef mistök hafa orðið við
útborgun launa. Þessi lán hafa ver-
ið greidd upp við næstu launaút-
borgun til starfsmanns og ekki ver-
ið vaxtareiknuð.
2. I örfáum tilvikum hefur skrif-
stofa Alþingis veitt lán sem greidd
hafa verið á lengri tíma. Þessi lán
hafa komið til vegna óvæntra út-
gjalda í tengslum við störf fyrir
Alþingi. í september sl. var ákveðið
að reikna útlánsvexti á þau lán sem
þá voru ói^ppgerð, en þau voru til
fjögurra einstaklinga, samtals að
upphæð 248 þús. kr. “
Borgarráð samþykkti þann 10.
október að veita fyrirtækinu Dreif-
ingu og þjónustu leyfi til reksturs
sendibílastöðvar. Trausti, félag
sendibílstjóra, og forráðamenn
sendibílastöðva í borginni höfðu far-
ið þess á leit við borgarstjórn, að
þessi ákvörðun yrði dregin til baka
og lagði Sigrún Magnúsdóttir, borg-
arfulltrúi Framsóknarflokksins það
til í borgarstjórn í gær. Taldi hún
veitingu leyfisins óráðlega vegna
atvinnuástandsins í borginni og fyr-
irsjáanlegs verkefnaskorts hjá
sendibílastöðvunum.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
Það var Ingi Björn Albertsson
(FH-Vl) sem krafði ráðherra hag-
stof u sagna um, hvaða aðilar það
væru innan ríkisstjórnarinnar sem
hann beindi spjótum sínum að í við-
tali við Dag á Akureyri. Stefán
Guðmundsson (F-Nv) mótmælti
harðiega ummælum hagstofuráð-
herrans og taldi þau röng og ómak-
leg. Stjómarandstöðuþingmenn
töldu hinsvegar að umæli ráðherr-
„ÉG TEL ekki að ríkisstofnanir
eigi að vera lánastofnanir fyrir
einstaka starfsmenn, eða Alþingi
að vera lánastofnun fyrir al-
þingismenn,“ sagði Ólafur Ragn-
ar Grímsson Qármálaráðherra.
„Við höfum hér banka og spari-
sjóði, við eigum lánastofnanir í
landinu fyrir einstaklinga, en ríkis-
stofnanir og ríkisfyrirtæki eiga ekki
og Alþýðuflokks lögðust gegn til-
lögu Sigrúnar og sögðu það ekki
vera hlutverk borgaryfirvalda að
takmarka fjölda fyrirtækja í ein-
stökum atvinnugreinum. Enn frem-
ur bentu Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, Sjálfstæðisflokki og Jón G.
Tómasson, borgarritari, á að leyfis-
veiting borgarráðs væri endanleg
afgreiðsla málsins og undir það tók
Siguijón Pétursson, Alþýðubanda-
lagi, þótt hann segðist efnislega
vera andvígur ákvörðuninni. Var
tillögu Sigrúnar vísað frá að tillögu
sjálfstæðismanna.
ans sýndu alvarlegan ágreining í
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar um málefni íslenzks skipa-
smíðaiðnaðar.
Utandagskrárumræða um stöðu
atvinnumála í landinu fer fram á
Alþingi nk. mánudag að beiðni
Halldórs Blöndals (S-Ne).
Sjá frétt á bls. 5 og frásögn á
þingsíðu Morgunblaðsins bls. 25.
að gegna því hlutverki,“ sagði fjár-
málaráðherra aðspurður um viðhorf
hans til Iánafyrirgreiðslu eins og
þeirrar, sem Guðrún Helgadóttir
forseti sameinaðs Alþingis hefur
notið.
Hann segir sér ekki vera kunn-
ugt um, að það sé algengt að ríkis-
stofnanir eða ríkisfyrirtæki láni
starfsmönnum á þennan hátt.
Blöndu virkj un:
Nýr kjara-
samningur í
burðarliðnum
NÝR kjarasamningur Lands-
virkjunar við starfsmenn í
Blönduvirkjun var í burðarliðn-
um um miðnætti.
Kjarasamningur sem gilda átti
til tveggja ára var samþykktur 21.
október en var síðan felldur á fé-
lagsfundi starfsmanna.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ sagði í gær-
kvöldi að ef samningar næðust
gætu framkvæmdir haldið áfram
við Blönduvirkjun eitthvað fram
eftir vetri og jafnvel í allan vetur.
Ef á hinn bóginn snurða hlypi á
þráðinn stöðvast framvæmdir í
það minnsta fram á næsta vor.
Hafskipsmálið:
Munnlegiir
málflutn-
ingur um
frávísun
HÆSTIRÉTTUR hefur ákveðið
að verða við ósk verjenda í Haf-
skipsmálinu og leyfa munnlegan
málflutning um frávísunarkröfu
veijendanna. Málflutningurinn
verður væntanlega þann 14. nóv-
ember.
Eins og skýrt var frá i Morgun-
blaðinu hafnaði.sakadómur kröfum
veijenda fimm sakborninganna um
frávísun málsins, en þeir töldu
ágalla á rannsókn þess. Sakadómur
taldi, að þrátt fyrir að rannsókn
málsins væri i mörgu ábótavant
væri hún nægjanleg til að ákæru-
valdið gæti myndað sér skoðun um
hugsanleg lögbrot og tekið ákvörð-
un um málshöfðun. Úrskurði saka-
dóms var vísað til Hæstaréttar og
þes óskað, að leyfður væri munnleg-
ur málflutningur um frávísunina
fyrir réttinum.
Breytingar
áyfirstjórn
Fjárfesting-
arfélagsins
og Féfangs
BREYTINGAR hafa orðið á yfir-
stjórn tveggja Qármálafyrir-
tækja að undanförnu, Fjárfest-
ingarfélags íslands hf. og Fé-
fangs.
Gunnar Helgi Hálfdánarson hef-
ur sagt lausri forstjórastöðu sinni
hjá Fjárfestingarfélaginu og verður
Friðrik Jóhannsson, viðskiptafræð-
ingur og lögg. endurskoðandi, sem
gegnt hefur starfi fjármálastjóra
félagsins, forstjóri þess. Sem fyrr
munu fjármál og rekstur, ásamt
sjóðastjórnun, vera á verksviði
hans. Gunnar Oskarsson, rekstrar-
hagfræðingur, verður fram-
kvæmdastjóri féiagsins. Hann mun
annast verðbréfasvið félagsins og
að auki sinna erlendum verðbréfum
og markaðsmálum Fjárfestingarfé-
lags íslands.
Kjartan Georg Gunnarsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri Fé-
fangs hf. frá og með 1. nóvember
1989. Kjartan hefur undanfarin tvö
ár gegnt starfi aðstoðarfram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins:
Guðrún Helgadóttir:
Forsetastarfi fylgdu
ýmis óvænt útgjöld
GUÐRÚN Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, segir að lán það,
sem hún tók hjá Alþingi fyrir tæpú ári, að upphæð um 200.000 krón-
ur, sé að fullu greitt og með fúllum vöxtum. Hún hafi tekið það
vegna þess hve snöggt það hafi borið að að hún varð forseti Al-
þingis, en því hafi fylgt óvænt útgjöld. éuðrún segir að lánveitingum
á borð við þessa hafi nú verið hætt. Þær hafi aðeins verið til starfs-
manna þingsins í sinni forsetatíð, ekki til þingmanna.
Hagstoftiráðherra um
sjávarútvegsráðherra:
Ætlar að láta skipa-
smíðar lognast út af
Atvinnumálaumræða á þingi eftir helgi
Júlíus Sólnes ráðherra hagstofu Islands sagði í viðtali við blaðið
Dag á Akureyri sl. laugardag: „Málefni skipasmíðaiðnaðarins hafa
ekki verið rædd í ríkisstjórninni síðan Borgaraflokkurinn gerðist
aðili að henni. Það er engu líkara en að áhrifamenn í ríkisstjórninni
ætli sér að láta þennan iðnað lognast út af og telji það jákvætt".
Aðspurður í utandagskrárumræðu í Sameinuðu þingi í gær, hveijir
þessir stjórnaraðilar væru, sagði ráðherra hagstofúnnar, að það
væru viðhorf sjávarútvegsins að hagkvæmara væri að leita nýsmíði
erlendis en hérlendis og að sjávarútvegsráðherra væri talsmaður
sjávarútvegsins í rikisstjórninni. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í
sjávarútvegsráðherra í gærkvöldi.
Ólafur Ragnar Grímsson:
Alþingi sé ekki lána-
stofiiun fyrir þingmenn