Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 12

Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 12
8i 12 l', UBf-j'I úfjCísi.1 Sí'í J&jÍ0I£ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÖVÉMBÉR Í989 Er atvinnustefii- an hentistefiia? eftir Gunnar Svavarsson Nú standa yfir íslenskir dagar hjá Byggingavöruverslun Kópa- vogs. Sérlega ánægjulegt er að verslunareigendur skuli sýna íslenskum iðnvarningi slíkan áhuga, en þetta er í þriðja sinn á árinu sem íslenskir dagar eru haldnir í hinum ýmsu verslunum. Að mati iðnrek- enda og verslana hafa þessjr dagar verið mjög árangursríkir. íslensku vönirnar koma sterkar út í sam- keppninni' og standa hinum erlendu fyllilega á sporði. En það leiðir hugann að ástandi í iðnaði og at- vinnulífinu yfirleitt. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því, að íslenskur iðnaður býr við algjörlega óhefta samkeppni. Arið 1970 gengu Islendingar í EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu, og sömdu um gagnkvæma niður- fellingu tolla á iðnvarningi. Ekki er hægt annað en dást að framsýni og þori þeirra forystumanna iðnrek- enda, sem fyrir nærfellt tveimur áratugum samþykktu að opnað yrði fyrir fijálsa erlenda samkeppni. Verð innfluttra samkeppnisvara lækkaði, en íslenskir iðnrekendur löguðu sig ótrúlega vel að hinu breytta umhverfi. Ef tollmúrarnir stæðu enn, væru lífskjör hér á landi verri en þau eru; höft, hverju nafni sem þau nefnast, leiða yfirleitt til lakari lífskjara. Þótt það sé krefj- andi, þá er um leið spennandi að takast á við viðfangsefni á frjálsum opnum markaði, og eflaust eru fáir iðnrekendur sem vilja snúa af þeirri braut. Gengið er valt En ekki nægir að frjálsræðið nái einungis til innflutnings á sam- keppnisvörum iðnaðar. Nauðsyn- legt er að búa iðnaðinum og öðrum atvinnugreinum umhverfi þar sem þær geta dafnað vel. Gengisskráning krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu atvinnuveg- anna. Hér á landi hefur gengis- stefnan lengst af verið miðuð við afkomu sjávarútvegs. Ári vel í út- veginum hækkar gengi krónunnar, en lækkar ef illa gengur. Hækkun á verði þroskblokkar í Bandaríkjun- um veldur þannig því, að hagur iðnaðar versnar. Aukinheldur hafa ráðamenn hvers tíma tamið sér þann ósið við mótun gengisstefnu, að stilla skráningu krónunnar þann- ig af, að sjávarútvegurinn rétt skrimti í stað þess að skila nauðsyn- legum arði. Stöðugt gengi krónunnar veitir aðhald gegn verðbólgu. Forsenda stöðugs gengis er svo sú, að verð- bólga hér verði ekki meiri en í helstu samkeppnislöndum. Hring- rás víxlhækkana gengis og verðlags rofnar ekki nema stjórnvöld dragi úr sveiflurÆ í þjóðarbúskapnum með þeim tækjum, sem þau hafa við stjórnun ríkisfjármála og peninga- mála. Gengisstefnan á ekki að taka mið af afkomu einstakra atvinnu- greina, heldur markmiðinu urn hallalaus utanríkisviðskipti. Síðan þarf að gera fyrirtækjunum kleift, í gegnum skattakerfið, að jafna sveiflur sem verða á afkomu milli ára; Árið 1986 voru utanríkisviðskipti okkar í ágætu jafnvægi og er árið því vel fallið til viðmiðunar sem tímabil þegar starfsskilyrði at- vinnulífsins voru eðlileg. Frá 1986 og fram á árið 1988 hækkaði fram- leiðslukostnaður hér á landi um 15% umfram hækkanir í helstu við- skiptalöndum okkar. Á því sést glögglega hver áhrif rangrar geng- isskráningar hafa verið. I ár hefur samkeppnisstaðan batnað við lækk- un raungengis, en þó er talið að raungengi krónunnar sé enn um 4% of hátt. Peningar kosta sitt Þegar afkoma fyrirtækja hefur verið til umræðu á undanförnum misserum, hafa menn beint sjónum að ‘háum fjármagnskostnaði og telja hann undirrót alls sem miður fer. Víst er það svo, að fjármagnskostn- aður er hár í íslenskum fyrirtækj- um. Hann er þó mjög mismunandi; fjöldamörg fyrirtæki bera lítinn kostnað á meðan önnur eru að kikna undan þungri greiðslubyrði af lán- um. Hvað ætli skilji á milli þessara andstæðna? Fyrirtækin með létta greiðslubyrði skulda lítið. Af hverju skulda þau lítið? Við því kunna að vera tvö svör: Annaðhvort hafa þau hagnast vel eða að eigendur þeirra hafa lagt fram verulegt eigið fé í stað þess að taka lán. Hár fjár- magnskostnaður er þannig afleið- ing þess að eigendur fyrirtækja undirfjármagna þau, og að þau eru rekin með tapi. Að nota handafl við að þvinga vexti niður er glíma við afleiðingar ríkjandi ástands, en heggur ekki að rótum vandans. Raunvextir eru háir um þessar mundir. En það ér ekki aðeins á íslandi; raunvextir eru svipaðir hér og í helstu viðskipta- löndum okkar. Aðgerðir, sem felast í því að krukka í vísitölur, að ekki sé talað um að afnema þær, eru dæmdar til að mistakast. Raunar má leiða að því sterk rök að pening- ar yrðu dýrari eftir slíkar aðgerðir. Ef vísitöluviðmiðun yrði afnumin, er næsta líklegt að eigendur pening- anna myndu bæta við vextina álagi vegna óvissu, til að tryggja sig fyr- ir áföllum. Með slíkum aðgerðum yrði trúnaðarbrestur milli aðila á ijármagnsmarkaði. Vaxtaþvingun leiddi að líkindum til þess að sparendur drægju sparn- að sinn út af markaðnum. Afleiðing þess yrði lánsfjárskortur og skömmtun peninga til þeirra sem njóta velþóknunar. Vonandi verður einhvern tíma hægt að leggja vísi- töluviðmiðanir af. Það gerist þó ekki fyrr en meirihluti aðila á fjár- magnsmarkaði er reiðubúinn að semja um aðra skilmála. Afnám hafta á viðskiptum með gjaldeyri er mjög aðkallandi fyrir íslenskt atvinnulíf, svo og aukið frjálsræði í ijármagnsflutningum milli landa. Leyfá þarf starfsemi erlendra banka hérlendis og gera viðskiptabanka í eigu ríkisins að hlutafélögum. Vextir ráðast af framboði og eftirspurn eftir pening- um. Til að ná jafnvægi, þarf að skapa fyrirtækjum slík skilyrði að þau skili almennt hagnaði og einnig þarf ríkið að takmarka lántökur sínar. Einungis á þennan hátt er unnt að lækka raunvexti, en hvorki með handafli né afnámi vísitalna. Hentistefiia Fátt gerir iðnaðinum og fyrir- tækjum almennt jafn erfitt fyrir og hringlandaháttur og hentistefna hins opinbera í garð atvinnulífsins. Ýmist er genginu haldið föstu í skrúfstykki eða það er fellt, látið síga eða hrapa. Verðbólgan æðir upp og niður, og vextir í kjölfarið. Eitt árið eru erlendar lántökur vegna ijárfestinga frjálsar, hið næsta eru þær takmarkaðar og Gunnar Svavarsson „Fátt gerir iðnaðinum og fyrirtækjum al- mennt jafii erfitt fyrir og hringlandaháttur og hentistefiia hins opin- bera í garð atvinnulífs- ins. Ymist er genginu haldið fóstu í skrúf- stykki eða það er fellt, látið síga eða hrapa.“ sérstökum skatti skellt á þær að auki. Fyrir aðeins ijórum árum var rætt um að taka upp 21% virðis- aukaskatt í stað 24% söluskatts og að skatturinn yrði aðeins eitt þrep. Nú er talað um að skatturinn verði 26%, þrepin tvö og undanþágurnar eiga væntanlega eftir að verða margar eftir að þrýstihóparnir hafa lokið sér af. Ekki alls fyrir löngu voru vörugjöld Iækkuð og samræmd til einföldunar. Skömmu síðar voru þau aftur aukin og stofninn breikk- aður. Enn, fáum mánuðum síðar, voru þau felld niður á völdum vöru- tegundum. Fyrir nokkrum árum voru skattar einstaklinga og fyrir- tækja einfaldaðir, undanþágum fækkað og skattprósenta lækkuð. Nú hefur hún hækkað á nýjan leik. Einn góðan veðurdag var álagningu eingarskatts lævíslega breytt þann- ig að nær 3% skattur var lagður á þá sem nokkrar eignir áttu, og á þann hátt komið aftan að þeim sem höfðu sparað og m.a. lagt fé í fyrir- tæki. Margar þessara gjörða, sem ganga þvert á það sem aðrar ríkis- stjórnir í Evrópu eru að gera, auð- velda síður en svo samkeppnis- og útflutningsgreinum að laga sig að breyttum aðstæðum í Evrópu. Engu er líkara en að stjórnvöld hafi ekki enn gert upp við sig, hvort yfirleitt sé nauðsynlegt að hlúa að atvinnulífinu eða ekki. Iðnrekendur, að minnsta kosti, biðja ekki um ölm- usur, styrki eða óeðlilega 'fyrir- greiðslu. En þeir vilja stöðugleika og almenna stefnumótun til langs tíma, sem örvar atvinnulífið og ger- ir fyrirtækjum unnt að skila þeim hagnaði sem nauðsynlegur er. Úr öskustónni íslenskum fyrirtækjum er nauð- syn að styrkjast og ná sér upp úr þeim erfiðleikum sem hafa hrjáð þau undanfarin misseri. Mörg eru illa farin og verður ekki bjargað nema til komi verulegt aukið fram- lag frá eigendum þeirra. Eigið fé fyrirtækjanna hefur nær gengið til þurrðar á undanförnum árum. Og það sem verra er, fáir gera nokkrar athugasemdir við það. Bankar og sjóðir halda áfram að lána á meðan einhvers konar veð eru fyrir hendi eða einhver gengst í ábyrgð. En um hvort reksturinn skili hagnaði eða eiginijárstaðan sé 30, 40 eða 50%, eins og hún þyrfti að vera, er ekki spurt. Þetta er séríslenskt fyrirbrigði. Erlendir bankar, margir hverjir, taka ekki veð fyrir lánum sínum, en fylgjast grannt með af- komu skuldunauta sinna og gjald- fella lán ef hlutfall eigin ijár verður of lágt, t.a.m. lægra en 25%. Þeir lántakendur, sem hafa styrka eig- infjárstöðu njóta þess svo í lægri vöxtum, enda er áhættuminna að lána þeim. Harla ólíklegt er að íslenskir sparifláreigendur festi fé sitt í hlutabréfum fyrirtækja, eftir að hafa séð hvernig komið er fyrir þeim. Að minnsta kosti þarf sér- staka hvatningu til þess að fólk kaupi hlutabréf í stað skuldabréfa, sem bera ágæta ávöxtun og eru sæmilega örugg. Viðskiptaráðherra hefur nýlega lagt fram í ríkisstjórn- inni tillögur, sem með skattaf- slætti, gera fjárfestingu í hlutabréf- um áhugaverðari en áður. Er óskandi að ráðamenn þjóðarinnar taki nú hið snarasta afstöðu til þeirrar . grundvallarspurningar, hvort þeir ætli að vinna gegn at- vinnulífinu eða hlúa að því. Kjósi þeir síðari leiðina, gætu fyrstu að- gerðir falist í því að setja nú þegar lög í anda tillagna viðskiptaráð- herra, þannig að hvatinn iil þess að fjárfesta í atvinnurekstrinum nái að verka strax á þessu ári. Annars er hætta á því að eigið fé fyrirtækj- anna brenni gjörsamlega upp þann- ig að askan ein verði eftir. Höfiindur er forstjóri Hampiðjunnar og á sæti í stjórn Félags ísl. idnrekenda. að sjálfsögðu! f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.