Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 31
/ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1980 mi EITURLYFJAÓGN Karólína gengnr fram fyrir skjöldu Mónakóbúar standa nú frammi fyrir þeirri ósvinnu, að dvergríki þeirra sem stundum hefur verið lit- ið hornauga vegna spilaví- tanna, er nú talið ein af eitur- lyfjamiðstöðvum Evrópu. Þar búi margir vellauðugir „umsvifamenn" sem grunað- ir séu um að eiga ríkidæmi sitt eiturlyfjasölu að þakka. Fyrr á þessu ári skar Rainier fursti upp herör gegn eitur- lyfjasölunum og veitti lög- reglunni bæði aukin umsvif til aðgerða og fjárveitingu. Dóttur hans Karólínu prins- essu fannst skrefið mikil- vægt, en fjarri því nóg. Nú hefur hún sett sig í farar- brodd baráttunnar með þeim árangri,-að nú er flett ofan af hveijum eitursalanum af öðrum og undirheimar Món- akó skjálfa. En líf Karólínu er talið í hættu fyrir vikið. Karólína hefur þegar fengið morðhótanir og Int- erpol telur sennilegt að hún sé komin á dauðalista kóka- inbarónanna í Kólombíu, enda fari mikið af kókaini frá Kólombíu til Evrópulanda í gegn um Mónakó. Rainier fursti hefur lofað hugrekki dóttur sinnar'en hvatt hana til að feta varlega. Móna- kóbúar dýrka og dá Karólínu og hefur hróður hennar auk- ist við þetta ef eitthvað er. Rainier tekur enga áhættu, þannig hefur hann tvöfaldað gæsluna um Karólínu og hún fer ekkert án þess að fjórir lífverðir fylgi í hvert fótmál. Þá hefur prinsessan farið á Karólína. Bílstjórinn Antonio Barca heldur hér á dóttur Ka- rólínu Charlotte. skammbyssunámskeið og fest kaup á slíku vopni sem hún hefur nærtækt heima fyrir. Ekki veitir af því, þannig var bílstjóri hennar Antonio Barca, tekinn fyrir eituiiyfjasölu á síðasta ári og ótrúlegustu „góðborgar- ar“ verða uppvísir að ósó- manum þessar vikumar. DÓMSMÁL Zsa Zsa rakar saman fé og grýtir brauði í fólk Mikið hefur verið sagt frá glímu leik- konunnar ungversku Zsa Zsa Gabor við bandaríska dómskerfið á dögunum eftir að hún rak lögreglu- þjón vænan kinnhest er hann taldi hana hafa brot- ið umferðarlög á dögun- um. Hún líkti þá Banda- ríkjunum við Þýskaland nasismans og Sovétríkin við lítinn fögnuð Banda- ríkjamanna. Réttarhöldin vöktu mikla athygli, svo mikla, að myndband sem inniheldur sextíu valdar mínútur af þeim selst nú eins og heitar lummur um gervöll Bandaríkin og Sza Sza græðir á tá og fingri. Selst ekkert myndband betur þessa dagana eftir því sem fregnir herma. Fyrrgreind samanburðar- fræði hennar svo og um- mæli um að hún hefði löðrungað viðmælanda Sza Sza Gabor er mikið niðri fyrir þessa dagana. sinn þótt hann hefði verið sjálfur George Bush, hafa þótt forvitnilegust. Sza Sza bjó sig undir nokkra daga fangelsisvist með því að láta hönnuð sinn gera dýrindis svart/hvítröndóttan sam- kvæmiskjól til að klæðast bak við rimlana. Eftir rétt- arhöldin var Sza Sza hin versta og stormaði með vini sínum á kaffihús eitt vandað og troðfullt af frægu fólki. Öllum til mik- illar furðu bað hún þjóninn um stóran bakka af sam- lokum. Er hún fékk bak- kann, spratt hún á fætur og tók að þeyta brauð- sneiðum um allan sal og hæfðu sumar þeirra gesti. Komst enginn nærri frúnni um hríð, eða meðan mesta skothríðin stóð yfir og hún æpti í sífellu:„Hér sjáiði hvað mér finnst til um ykkur og þetta svo- kallaða réttarkerfi ykk- ar.“ Er síðasta samlokan small í kraga eins gests- ins, sást undir iljamar á leikkonunni með vininn í taumi. Tókst ekki að hafa hendur í hári hennar, en hætt er við að eitthvað bætist við sektirnar eða fangelsisdóminn er nýj- ustu kæmrnar um óspekt- ir á almannafæri hellast inn á borð lögreglunnar. MANNFJÖLGUN Reynt til þrautar með góðum árangri Piparsveinavígin falla hvert af öðru. Reyndar var Simon Le Bon söngvari Duran Duran ekki piparsveinn lengur, heldur harðgiftur fallegri fyrirsætu Yasmin að nafni. En nú er Le Bon orðinn pabbi og fyrir marga er sá atburður til þess að innsigla enn frekar og endanlega farsælt hjóna- band. Simon er svo glaður og reifur þessa dagana að hann ætlar sér meira að segja að vera heima í tvær til þrjár vikur til þess að litla dóttirin læri að þekkja pabba! „Vonandi gleymir hún mér ekki,“ segir Simon sem má varla vera að því að vera ijölskyldumaður. Hljómsveitin góð- kunna á vaxandi vinsældum að fagna á ný eftir að hafa horfið af sjónarsviðinu um hríð. Uppstokkun og mannabreyt- ingar áttu sér stað. Nú er Duran Duran tríó skipað þremur af forkólfum upprunalegu hljómsveitarinnar. Ný plata er rétt ókomin og henni fylgja hljómleikaferðalög. „Þetta verður ekki alltaf svona og svo vex barnið úr grasi og fer þá jafnvel með í sumar ferðirnar eins og Yasmin hefur gert til þessa. Þetta verður í fínu lagi,“ segir Le Bon með sínu breiðasta brosi. Þau Yasmin hafa ákveðið að skýra dótturina Amber Rose. Þau eru tvístígandi er þau eru spurð hvort erfingjarnir eigi að vera fleiri, því Yasmin missti tvíveg- is fóstur áður en vel tókst til í þriðja skiptið. Þau ætla að láta það ráðast hvort reynt verði á ný. Simon, Yasmin og dóttirin litla Amber Rose JinfífmRINTVJ i utiu^ T SVEITIN MILLISANDA leikurfyrir dansi íkvöld. Aldurstakmark 20 ár. Snyrtilegur klæðnaður. Miðaverð aðeins kr. 500,- NILLA BAR Sverrir Stormsker á pöbbnum. Aldur 13 — 16 ára! YKKAR STAÐUR annað kvöld! ^VIÐ ÁLFABAKKA!!! ** (ÁÐUR BRODWAY) # SKEMMTISTAÐUR #♦'13- 16 ára. # ?????? . .♦ hvað hann heítir — það er spuming kvöldsins! OpNtrNaR hatIði 5 jp® AÍPÉl DUNDUR DISKÓTEK VERÐ MIÐA KR. 500.- Léttar - - ódýrar — veitingar! 4. nóv. kl. 20.00 - 00.30. (ÞRÓTTA-OG TÓMSTUNDARÁÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (03.11.1989)
https://timarit.is/issue/122855

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (03.11.1989)

Aðgerðir: