Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989 Spá Þjóðhagsstofiiunar íyrir 1990: Rúmlega 7 5% samdráttur í nýsmíði og endurbótum skipa á tveimur árum Hlutur íslenskra skipasmíðastöðva í nýsmíði ársins 1989 er um 21% í NÝLEGRI spá Þjóðhagsstofiiunar er gert ráð fyrir rúmlega 75% samdrætti í nýsmíði og endurbótum á íslenskum skipum frá 1988 til 1990. Samkvæmt verðlagi ársins 1988 fóru 5,9 milljarðar í nýsmíði og endurbætur, innan lands sem utan, en þessi tala er aðeins um 1,43 milljarður fyrir næsta ár. Einnig kemur fram í spá fyrir árið sem er að líða, að hlutur íslenskra stöðva í nýsmíði verði aðeins um 21% og er það um 40% samdráttur frá fyrra ári. Árið 1988 var kostnaður við nýsmíði og endurbætur um 5,9 milljarðar og er áætlað að í ár fari um 3,45 milljarðar til þessara verkefna. Spáin fyrir næsta ár segir hinsvegar að ekki fari nema um 1,4 milljarður í þessi verkefni. Inn í þessum tölum er ekki minni- háttar viðhald. Hlutdeild íslenskra stöðva í nýsmíði hefur minnkað verulega undanfarin ár og er því spáð að VEÐUR íslensku stöðvarnar nái aðeins um 21% af því sem varið verður til nýsmíði á árinu. Spáin er þó betri fyrir næsta ár, en þar er reiknað með að íslenskra stöðvar fái 35%. Þess má geta að árið 1986 áttu íslenskar stöðvar um 58% af nýsmíði íslenskra skipa. Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur hjá Landssambandi iðnaðarmanna, segir að þetta séu mjög slæm tíðindi fyrir skip- asmíðastöðvar. Nú, þegar íslen- skar stöðvar eru orðnar sam- keppnifærar, og bjóði i mörgum tilfellum betra verð, sé að draga saman í skipasmíði. „Spáin fyrir næsta ár er þó skárri. Þar er gert ráð fyrir minnk- andi niðurgreiðslum í Evrópu og hugsanlega aðgerðum stjórnvalda. Hinsvegar er ljóst að íslenskar stöðvar eiga í verulegum erfiðleik- um um þessar mundir og það er nauðsynlegt að bæta aðstöðu þeirra til samkeppni," sagði Guð- mundur. Guðmundur sagði að íslenskar stöðvar stæðu vel í samkeppni við erlendar. „íslenskar stöðvar skila vel unnu verki og eru oft með bestu tilboðin. Hinsvegar geta þær Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFURIDAG, 3. NOVEMBER; YFIRLIT í GÆR: Um 200 km vestur af Skotlandi er 974 mb lægð sem þokast norður og minnkandi smálægð við suðvesturhorn Is- lands. Milli Suður-Grænlands og Labrador er 975 mb lægð sem hreyfist austur og verður á Grænlandshafi á morgun. SPÁ: Fremur hæg suðaustanátt. Lítilsháttar súld eða rigning við ströndina en bjartast norðan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG:Norðan- og Norðaust- anátt, allhvöss víða norðanlands en hægari annars staðar. Bjartast sunnan- og suðaustanlands en víða él eða slydduél í öðrum lands- hlutum. Hiti um frostmark. TAKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / # Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # * # -|0' Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir V Él = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur _Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri -1 heiðskírt Reykjavik 4 léttskýjað Bergen 10 rignlng Helsinki 6 alskýjað Kaupmannah. 10 þokumóða Narssarssuaq +8 snjókoma Nuuk +7 skýjað Osló 5 skýjað Stokkhólmur 8 þokumóða Þórshöfn 8 rignlng Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 14 mistur Barcelona 21 mlstur Berlín 10 þokumóða Chicago 3 alskýjað Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 13 skýjað Giasgow 11 skýjað Hamborg 9 þoka Las Palmas 24 skýjað London 11 rigning Los Angeles 14 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Madrid 20 léttskýjað Malaga 24 skýjað Mallorca 21 hálfskýjað Montreal 0 úrkoma New York 9 skýjað Orlando 19 þokumóða Parls 16 skýjað Róm vantar Vfn 18 skýjað Washington 8 alskýjað Winnipeg +19 heiðskírt ekki nema að litlu marki, tekið gömul skip upp í ný og að auki er bankafyrirgreiðsla með öðrum hætti erlendis. Þetta kemur í veg fyrir eðlilega samlteppni. Það er mjög mikilvægt að jafria sveiflur í eftirspurn. Þær eru stærsta vandamálið. Innlendar stöðvar hafa sýnt það og sannað að þær geta boðið samkeppnis- hæfa vöru, hvað varðar verð og gæði, og ekki nema eðlilegt að útgerðarmenn leiti tilboða hjá þeim. Reynslan sýnir að íslenskar stöðvar koma vel út úr þeim sam- anburði," sagði Guðmundur. Framsóknarfélag Reykjavíkur; Skattlagn- ing sparnað- ar aukist ekki Framsóknarfélag Reykjavík- ur hélt aðalfund fyrir skömmu. Aðalfundurinn beindi fernum tilmælum til ráðherra og al- þingismanna Framsóknar- flokksins: Að sparnaður almennings verði ekki nýttur sem skattstofn, um- fram það, sem verið hefur undan- farin ár. Að eignarskattur verði ekki lagður á hóflegt íbúðarhúsnæði, sem einstaklingar og fjölskyldur eiga til eigin afnota. Að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því við væntanlega kjarasamn- inga, að persónuafsláttur við stað- greiðslu skatta verði hækkaður verulega frá því sem nú er. Að ríkisstjórnin knýi tafarlaust fram lækkun á fjármagnskostnaði. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur var öll endurkjörin. Formaður er Alfreð Þorsteinsson. Morgunblaðið/Þorkell Á myndinni sést dr. Joachim Stoss hella sviljum, sem kreist voru úr laxi úr Elliðaánum, í fljótandi köfnunarefni,sem er minus 197 gráður á Celsíus. Sviljabanka komið á fót á Hvanneyri SVILJABANKA, þar sem geymd verða fryst svil úr villt- um laxastofnum í íslenskum veiðiám, hefúr verið komið á fót á Hvanneyri í Borgarfirði vegna hættu á erfðablöndun, fisksjúkdómum og mengun af ýmsu tagi. Fryst svil má geyma í áratugi og jafiivel árhundruð og ná þannig fram hluta erfðaefnis úr ákveðinni veiðiá með frjóvgun laxa- hrogna. Frysting á sviljum úr laxa- stofni Elliðaánna er hafin en í árnar hefur leitað eldisfiskur, sem sloppið hefur úr sjókvíum í nágrenni Reykjavíkur. í tilefni af 50 ára afmæli Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur, 17. maí síðastliðinn, ákvað stjórn félags- ins að leggja til hálfa milljón króna til stofnunar sviljabanka en félagið hefur haft Elliðaárnar á leigu í hartnær 50 ár. Gjöfin var bundin því skilyrði að landbúnaðarráðuneytið kost- aði sérfræðiaðstoð til að koma bankanum á legg og fjármagn- aði rekstur hans í framtíðinni. Dr. Joachim Stoss, sem lagt hefur grunninn að þeirri tækni sem beitt er við frystingu á lax- asviljum, hefur að undanförnu kennt íslenskum líffræðingum og eldismönnum handbrögðin við frystingu sviljanna. Verkbann flugvirkja Flugmálasljórnar: Flugvir kj ar nir eru ekki ríkisstarfsmenn - segir formaður Flugvirkjafélagsins EMIL Eyjólfsson formaður Flugvirkjafélags íslands, segir að samn- inganefind ríkisins verði að taka upp viðræður við félagið, þar sem flugvirkjar hjá Flugmálasljórn séu ekki ríkisstarfsmenn. Þeir hafi sagt sig úr Starfsmannafélagi ríkisstofhana fyrir þremur árum og gengið í Flugvirkjafélagið. Þá komi það á óvart ef ríkið viður- kenni ekki félagið sem samningsaðila, þar sem stutt sé síðan sam- ið var við það um kjör starfsmanna Landhelgisgæslunnar. Sagði hann að þá hefði jafhframt verið gefið loforð fyrir heildarsamning- um við flugvirkja hjá ríkisstofinunum. Emil sagði að í bréfi frá samn- inganefnd ríksins til félagsins frá því í sumar hefði verið vakin at- hygli á að starfsmenn þeir, sem um er að ræða, væru ráðnir sem opinberir starfsmenn til starfa, sem væru fyrst og fremst eftirlits- og umsjónarstörf. Taldi nefndin ástæðulaust að breyta ráðninga- skilmálum og samningsaðild og hafnar Flugvirkjafélaginu sem samningsaðila í deilunni. Stjóm Flugvirkjafélagsins á- kvað þá að setja verkbann á störf félagsmanna sinna við flugvél Flugmálastjórnar en bann öðrum störfum hjá flugmálastjórn er í athugun. „Málið snýst um að þess- ir menn njóta kjara, sem opinberir starfsmenn en það er undirboð miðað við þau kjör sem aðrir flug- virkjar hafa og þess vegna höfnum við því að þeir vinni þessi störf,“ sagði Emil. Vegna ummæla Birgis Guðjóns- sonar lögfræðings í samninga- nefnd ríkisins um að flugvirkjun væri ekki lögvenduð iðngrein, vildi Emil benda á, að lögverndina mætti rekja til laga um loftferðir frá árinu 1929 og reglugerðar um flugvirkjun frá 1949, þar sem flug- virkjun er gerð að lögverndaðri iðngrein.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (03.11.1989)
https://timarit.is/issue/122855

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (03.11.1989)

Aðgerðir: