Morgunblaðið - 03.11.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
23
Pólsk kvik-
myndavika
PÓLSK kvikmyndavika verður á
vegum pólska sendiráðsins og
Kvikmyndasjóðs íslands, dagana
4.-9. nóvember í Regnboganum.
Kvikmyndavikan hefst með sýn-
ingu myndarinrar Móðir King-fjöl-
skyldunnar í leikstjóm Janusz
Zaorski, laugardaginn 4. nóvember
klukkan 14. Leikstjóri verður við-
staddur frumsýninguna.
Aðrar myndir sem sýndar verða
eru: Stutt mynd um dráp, leikstjóri
Krzyntof Kieslowski, Stutt mynd
um ást, leikstjóri Kryzyntof
Kieslowski, New York klukkan 4
eftir miðnætti, leikstjóri Kryszrof
Krauze, Svanasöngur, leikstjóri
Robert Glinski, Málefni karla, leik-
stjóri Jan Kidawa-Blonski.
Hallbjörn Hjartarson með dótt-
urson sinn Hallbjörn.
JC-félagar
selja plötu
Hallbjörns
FÉLAGAR í JC-klúbbnum Bros
í Reykjavík munu selja plötu
Hallbjörns Hjartarsonar frá
Skagaströnd um helgina.
Hallbjöm gaf plötuna út í þeim
tilgangi að afla fjár til að hjálpa
dóttursyni sínum til að komast í
læknisaðgerð erlendis. JC-menn
gefa vinnu sína í sama tilgangi. í
fréttatilkynningu frá klúbbnum
segir: „Við vitum að til em fjöl-
margir með sömu hjartahlýju og
Hallbjöm og biðjum alla að taka
vel á móti sölumönnum."
Atriði úr myndinni „Láttu- það
flakka“ sem Bíóhöilin sýnir um
þessar mundir.
Bíóhöllin sýnir
„Láttu það
flakka“
BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn-
inga myndina „Láttu það
flakka“. Með aðalhlutverk fara
John Cusack, Ione Sky og John
Mahony. Leikstjóri er Cameron
Crowe.
Ýmis stórtíðindi gerast um svip-
að leyti á ævi Díönu Court. Hún
hefur lokið prófi með glæsibrag,
svo að faðir hennar verðlaunar
hana með því að gefa henni bíl og
sem meira er vert — virtur háskóli
í Englandi veitir henni eftirsóttan
styrk, sem margir snjallir nemend-
ur hafa sótt um.
Loks bregður hún af venju sinni
að því leyti, að hún þiggur boð um
að fara á skemmtun með Lloyd
Dobler, sem hefur ekki þótt eftir-
sóknarverður af stúlkum, þótt hann
þekki talsvert margar.
„Metsöluplata“
BergsÞórðar
Útgáfan 5 F hefur gefið út
breiðskífu Bergs Þórðar sem
hlotið hefúr nafnið: Metsölu-
plata.
Bergur hefur fengið til liðs við
sig hljóðfæraleikarana þá Magnús
Sigurðsson, Friðrik Sturluson, Ás-
geir Óskarsson og Sigurð Rúnar
Jónsson. Bakraddir syngja m.a.
Ingólfur Steinsson og Andrea
Gylfadóttir.
Upptaka fór fram í Stúdíói
Stemmu í sumar. Öll lög og textar
eru eftir Berg Þórðar. Dreifínga-
raðili er Skífan.
Fræðslufundur
og sýning á Ak-
ureyri
LAGNAFÉLAG íslands efhir til
tæknisýningar og fræðslufúndar
um máiefni félagsins á morgun,
laugardag, í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri. Þátttakendur .í
sýningunni verða 16 fyrirtæki
og stofnanir. Hún hefst kl. 9.00
og lýkur kl. 17.00. Á fræðslu-
fúndinum sem hefst kl. 13.00
munu 11 framsögumenn flytja
erindi um málefni Lagnafélags-
ins og ýmis tæknileg mál.
Framsögumenn á fundinum
verða m.a. Jón Siguijónsson verk-
fræðingur og Kristján Ottósson
blikksmíðameistari sem munu
kynna Lagnafélagið og útkomnar
bækur þess. Þá mun Haukur Jóns-
son byggingatæknifræðingur flytja
erindi með yfírskriftinni: „Er at-
vinnulífið í tengslum við skóla?“
og Guðmundur Guðlaugsson verk-
fræðingur ræða um samvinnu og
samstarf veitustofnana. Að fundi
loknum verður farið í heimsókn til
Hitaveitu Akureyrar.
Borgarleikhúsið
til sýnis
FÓLKI gefst kostur á að skoða
nýja Borgarleikhúsið á morgun,
laugardaginn 4. nóvember, und-
ir leiðsögn.
Fólk getur komið í anddyri leik-
hússins kl. 13-16 og gengið síðan
hring um húsið.
Fyrsta skóflu-
stunga að félags-
heimili
FYRSTA skóflustungan að nýju
félagsheimili íþróttafélagsins
Stjörnunnar í Garðabæ verður tek-
in laugardaginn 4. nóvember kl.
11. Félagsheimilið mun standa
sunnan við nýju íþróttamiðstöðina
í Garðabæ. Að lokinni skóflustungu
verður boðið upp á kaffi í íþrótta-
miðstöðinni.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Sýnishorn af munum þeim er verða á basarnum á Hrafnistu.
Basar á Hrafti-
istu í Reykjavík
Fjáröflunarbasar vistfólks á
Hrafnistu í Reykjavík verður
opinn frá kl. 13.30-17 laugardag-
inn 4. nóvember og kl. 10-15
mánudaginn 6. nóvember á
Qórðu hæð í C-álmu Hrafnistu í
Reykjavík.
Þarna er um að ræða hvers kyns
handavinnu, t.d. ofna borðdregla,
stóra og smáa heklaða dúka og
rúmteppi, trévörur, handmálaðar
silkislæður, tauþrykkta dúka, litla
skinnskó að ógleymdu úrvali af
pijónavörurn. Hver vistmaður fær
andvirði þeirra muna sem hann
hefur unnið og seldir verða fyrir
efniskostnaði.
Sýningu í Hafti-
arborg að ljúka
í HAFNARBORG, menningar-
og listastofnun Hafnarijarðar,
stendur nú yfir sýning á verkum
í eigu safnsins.
Á sýningunni eru ólíumálverk
og vatnslitamyndir eftir m.a.
Kjarval, Ásgrím Jónsson, Finn
Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu
Jónsdóttur, Júlíönu Sveinsdóttur,
Jón Engilberts og Svein Þórarins-
son. Sýningin er opin frá klukkan
14-19. Sýningunni lýkur mánudag-
inn 6. nóvember n.k.
Úr myndinni „Scandal"
„Scandal“ sýnd í
Laugarásbíói
Laugarásbíó hefur tekið til
sýninga myndina „Scandal" með
John Hurt og Joannc Whalley í
aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Michael Caton-Jones.
Kristín Keeler kemst í kynni við
„lækni“ er hún hyggst freista gæf-
unnar í London. Þau hefja sambúð
og ýmsir karlmenn úr hópi áhrifa-
manna koma saman á heimili
þeirra. Undirheimafólk tekur að
venja komur sínar til þeirra og þá
eru fíkniefni með í spilum. Úr þessu
verður mikið hneyksli því málið
teygir arma sína inní stjómmála-
heiminn.
Myndin er m.a. byggð á endur-
minningum gleðikvennanna Krist-
ínar Keeler og Mandy Rice-Davies
ásamt mörgum öðrum samtíma-
heimildum.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 2. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 69,00 48,00 55,12 9,621 530.292
Þorskur(ósl.) 62,00 62,00 62,00 0,072 4.433
Þorskur(smár) 22,00 22,00 22,00 0,186 4.092
Ýsa 85,00 50,00 78,82 2,650 208.872
Ýsa(ósl.) 68,00 35,00 60,26 2,691 162.138
Smáýsa(ósL) 25,00 25,00 25,00 0,115 2.863
Ýsuflök 230,00 230,00 230,00 0,140 32.200
Karfi 58,00 58,00 58,00 0,081 4.654
Ufsi '19,00 19,00 19,00 0,401 7.610
Steinbítur 62,00 56,00 56,12 0,643 36.058
Langa 29,00 29,00 29,00 0,024 696
Lúða 390,00 200,00 233,97 0,223 52.058
Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,029 578
Koli 52,00 35,00 37,10 0;341 12.650
Kolaflök 125,00 125,00 125,00 0,240 30.000
Keila 15,00 15,00 15,00 0,131 1.958
Keila(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,060 900
Skötuselur 195,00 195,00 195,00 0,003 585
Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,029 570
Samtals 61,85 17,675 1.093.207
1 dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Ýsa 95,00 21,00 72,40 12,075 874.224
Karfi 35,00 29,00 33,24 40,902 1.359.619
Langa+blál. 32,00 32,00 32,00 0,257 8.224
Lúða(stór) 365,00 355,00 360,00 0,063 22.705
Lúöa(smá) 215,00215,00 215,00 0,023 4.945
Keila 12,00 12,00 12,00 0,166 1.992
Gellur 360,00 360,00 360,00 0,027 9.720
Blandað 27,00 27,00 27,00 0,550 14.850
Samtals 49,35 112,070 5.530.140
Selt var meðal annars úr Margréti EA og Ásgeiri RE. í dag
verða meöal annars seld 100 tonn af karfa, 5 tonn af ufsa og
óákveöið magn af þorski og ýsu úr Skafta SK og linubátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur(óst) 66,00 48,00 61,03 30,032 1.832.827
Ýsa 78,00 25,00 65,55 19,641 1.287.321
Ýsa(smá) 48,00 48,00 48,00 1,000 48.000
Ýsa(umál) 25,00 25,00 25,00 0,243 6.075
Karfi 10,00 6,00 9,13 0,096 876
Ufsi 15,00 5,00 12,33 0,232 2.860
Steinbítur 35,00 10,00 29,21 0,151 4.410
Langa 34,00 15,00 29,39 0,900 26.450
Lúða 230,00 50,00 216,67 0,105 22.750
Skarkoli 20,00 20,00 20,00 0,005 90
Keila 18,00 10,00 14,81 1,965 29.095
Skata 90,00 90,00 90,00 0,200 18.000
Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,002 140
Samtals 59,80 54,914 3.283.814
Selt var meöal annars úr Búrfelli KE, Víkingi III. (S, Reyni GK,
Mána HF og Víði KE. (dag verður selt úr línu- og netabátum.
Lagastoftiun Háskóla Islands:
Ekki ríkisendurskoðunar að
skera úr um lögfræðileg atriði
f ÁLITSGERÐ Lagastofnunar Háskóla íslands um skýrslu ríkisend-
úrskoðunar um framkvæmd búvörusamninga er ekki tekin afstaða
til þess hvort reglugerðir, sem Jón Helgason fyrrverandi land-
búnaðarráðherra gaf út árið 1987, eigi sér lagastoð, en í álits-
gerðinni segir að það heyri undir dómstóla að skera endanlega
úr um sfjórnskipulegt gildi reglugerða. Það álit ríkisendurskoðun-
ar að reglugerðirnar eigi sér ekki lagastoð sé ekki bindandi, þar
sem það sé ekki ríkisendurskoðunar að kveða upp úrskurði um
lögfræðileg viðfangsefni. Þá segjast höfúndar álitsgerðarinnar
ekki treysta sér til að fúllyrða að ríkisendurskoðun hafi með
skýrslugerðinni gengið lengra en hún hafi lagaheimild til.
Forsetar Alþingis óskuðu meðal
annars álits Lagastofnunar Há-
skóla íslands á því hvort skýrsla
ríkisendurskoðunar um fram-
kvæmd búvörulaga, sem gerð var
að ósk landbúnaðarráðuneytisins,
rúmaðist innan verksviðs ríkisend-
urskoðunar. I álitsgerð Lagastofn-
unar, sem gerð er af þeim Arn-
ljóti Börnssyni og Birni Þ. Guð-
mundssyni, segir að ekki sé gert
ráð fyrir því að ríkisendurskoðun
vinni verkefni fyrir ráðuneyti eða
aðra aðila í stjórnsýslunni, en þar
með sé ekki sagt að ríkisendur-
skoðun hafi verið óheimilt að gera
skýrsluna. Eitt af meginverkefn-
um ríkisendurskoðunar sé að hafa
eftirlit með framkvæmd fjárlaga,
og enda þótt sumar ályktanir og
niðurstöður skýrslunnar kunni að
ganga heldur lengra en rúmast
innan hugtaksins „innan ramma
fjárlaga“ í þrengstu merkingu
þess, þá segjast höfundar álits-
gerðarinnar ekki treysta sér til að
fullyrða að ríkisendurskoðun hafi
með skýrslugerðinni gengið lengra
en hún hafi heimild til samkvæmt
lögum.
í umræddri skýrslu ríkisendur-
skoðunar kom fram það álit, að
reglugerðir um breytingu á reglu-
gerð um fullvirðisrétt til fram-
leiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið
1987-1988, sem Jón Helgason
fyrrverandi landbúnaðarráðherra
gaf út, hafi valdið því að úthlutað
hafí verið fullvirðisrétti, sem ekki
rúmist innan verðábyrgðar ríkis-
sjóðs samkvæmt búvörulögunum,
og þær eigi sér því ekki stoð í
lögum. í álitsgerð Lagastofnunar
segir að með því að vekja athygli
á greindum álitamálum hafi ríkis-
endurskoðun verið að rækja eftir-
lit með ríkisfjármálum, og þar með
að sinna einu þeirra verkefna, sem
henni sé fengið með lögum. Hins
vegar sé álit ríkisendurskoðunar á
því hvort reglugerðirnar eigi sér
lagastoð ekki bindandi fyrir aðra
aðila innan eða utan ríkiskerfisins.
Það að svara spurningum um gildi
reglugerða sé lögfræðilegt við-
fangsefni, sem ekki verði séð að
löggjafinn hafi ætlað ríkisendur-
skoðun að leysa.
Forsetar Alþingis óskuðu einnig
álits Lagastofnunar á því, hvort
reglugerðarbreyting varðandi full-
virðisrétt til framleiðslu sauðfjár-
afurða verðlagsárið 1987-1988
ætti sér stoð í lögum. í álitsgerð-
inni er vísað til álitsgerðar þeirra
Tryggva Gunnarssonar lögfræð- -
ings og Þorgeirs Örlygssonar próf-
essors, sem samin var að beiðni
Framleiðsluráðs landbúnaðarins,
Landssamtaka sláturleyfishafa og
Stéttarsambands bænda, og greint
hefur verið frá í Morgunblaðinu.
Segir í álitsgerð Lagastofnunar
að þar komi fram rökstutt svar
við þessari spurningu forseta Al-
þingis, og að svo vöxnu sé ekki
ástæða til að fjalla sérstaklega um
hana, enda heyri það undir dóm-
stóla að skera endanlega úr um
stjórnskipulegt gildi reglugerða. r__
Halldór V. Sigurðsson ríkisend-
urskoðandi sagði að hann væri
ekki óánægður með álitsgerö
Lagastofnunar Háskólans, en vildi
ekki tjá sig nánar um hana á þessu
stigi. Hann sagði að von væri á
sérstakri greinargerð frá ríkisend-
urskoðun um álitsgerðina og álits-
gerð þeirra Tryggva Gunnarsson*
ar og Þorgeirs Örlygssonar.