Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
„ Bng'm -furSo«- þó ab píanó-
stiLl'ingajv\cu5urinri vildi fcL looo Kr.f"
Ást er ...
... aðvitaaðhúner
að koma á bílnum.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1909 Los Angeles Times Syndicate
Þessa regnhlíf keypti ég
um daginn. Svona er hún
eftir fyrstu regnskúr-
ina ...
1046
POLLUX
Slysatryggingin þín er í
hámarki, sögðu þeir. Þú
ættir að fótbrotna oftar ...
HÖGNI HREKKVÍSI
Bein út-
sending frá
hverju?
Lífskjörin á íslandi
Til Velvakanda.
Ég mælist til að einhver ágæt
stofnun, t.d. Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands, taki að sér að út-
búa línurit um lífskjör á íslandi
miðað við nágrannalöndin. Þá kæmi
það kannski í ljós hvort það sé fá-
tækt á Islandi eða er kannski dulin
fátækt á íslandi, eru margir á von-
arvöl, er meira um gjaldþrot ein-
staklinga á íslandi en í öðrum lönd-
um. Nú nýlega var gerður saman-
burður á verði matvöru í nokkrum
nágrannalöndum, sama vara var
keypt hér og varð raunin sú að
varan var miklu dýrari hér, að jafn-
aði þrefalt dýrari, svo er kaup hér
miklu lægra en t.d. í Danmörku og
munar þar um helmingi eða meira.
Það fengist enginn Dani út á vinnu-
markaðinn fyrir kr. 9.000 á viku í
ísl. kr. eða 1.125 kr. danskar. Nei,
Daninn myndi sitja heima. Svo er
Olafur Ragnar Grímsson íjármála-
ráðherra að hrópa það upp í fjöl-
miðlum að kaupmáttur láglauna-
fólks hafí aukist upp á síðkastið.
Auðvitað er það blekking eins og
annað sem kemur frá núverandi
ijármálaráðherra. Það versta er að
verkalýðshreyfingin virðist lömuð
ef kommúnistar sitja í ráðherrastól-
unum.
Ef lega íslands væri ekki svona
langt frá öðrum löndum myndi fólk
í stórum stíl versla í öðrum löndum
og ráðamenn kæmust ekki upp með
þá óstjórn sem hér viðgengst. Hvað
skeður t.d. ef ódýrar ferðir bjóðast
til útlanda, fólk er komið í biðröð
jafnvel sólahring áður en byijað er
að selja. Ég bið fólk að minnast
þess vel að núverandi samgöngu-
ráðherra, Steingrímur Sigfússon,
setti því stólinn fyrir dyrnar að ís-
lendingar ættu kost á ódýrari ferð-
um til útlanda, það var breskt flug-
félag sem gaf kost á 4 daga ferð
til Edinborgar fyrir 17.000 kr. með
hótelkostnaði. Samkvæmt lögum
gat kommúnistinn, þ.e. núverandi
samgönguráðherra, stoppað það og
að sjálfsögðu gerði hann það, enda
eru kommar á móti öllu sem er í
fijálsræðisátt.
K.S.
Til Velvakanda.
Óhætt er að fullyrða, að þúsund-
ir íslendinga hafi fagnað, þegar
nálgast tók, að Borgarleikhúsið í
Reykjavík yrði tekið í notkun. Það
var því gleðiefni, þegar Sjónvarpið
auglýsti, að bein útsending yrði frá
vígsluhátíðinni. Að hugsa sér, að
fá að beija augum þetta langþráða
musteri listanna og það á sjálfan
vígsludaginn.
Dagskráin hófst. Leikarar Leik-
félags Reykjavíkur sungu og ræðu-
menn tíndust upp á sviðið, hver á
eftir öðrum — ágætir menn og
fluttu úrvalsræður. Það mismælti
sig meira að segja, að ég held, eng-
inn.
En hvar var sjálft tilefnið — hús-
ið, sem svo lengi hafði verið beðið
eftir að sjá, þetta fullkomnasta leik-
hús landsins? Hver var hinn marg-
umtalaði glæsilegi aðbúnaður leik-
ara og áhorfenda? Hvar var verk
arkitektanna?
Öll tækniundrin birtust mér í
formi einnar ljósaperu, sem lýsti
upp andlit ræðumanna, sem pauf-
uðust — hver af öðrum — einhvers
staðar neðan úr myrkrinu upp á
sviðið og hurfu síðan í það aftur
að ræðu lokinni. Af tónlistarfólkinu
var að vísu brugðið upp nærmynd-
um, en að öðru leyti tók maður
ekki eftir því, að Sjónvarpið væri
viðstatt, — hvað þá að það gæfi
sjónvarpsáhorfendum þá tilfinn-
ingu, að þeir væru vitni að vígslu
Borgarleikhússins í Reykjavík.
Samkoman hefði þess vegna eins
getað farið fram í einhverri „kata-
kombu“ frá mínum bæjardyrum
séð.
Vonsvikinn sjónvarpsáhorfandi
Þakkir
Til Velvakanda.
Ég vil koma á framfæri innilegu
þakklæti til Rauða krossins og einn-
ig.til lækna og hjúkiunarfólks Borg-
arspítalans fyrir afskaplega góða
umönnun meðan ég var sjúklingur
þar. John Dallimore
Yíkveiji skrifar
Fyrir skömmu var Víkveiji dags-
ins staddur í Hull í Bretlandi og
var á leið heim á Frón. Um óttubil
var lagt af stað með.flugi frá flug-
vellinum á Humbersvæðinu og flogið
til Amsterdam. Þar tók við nokkur
bið eftir Amarflugsvél, sem var á
áætlun klukkan 13.15 til íslands.
Víkveiji og ferðaféiagar hans voru
ánægðir með að útlit var fyrir heim-
komu um miðjan dag, en sú von
rættist ekki og ferðalagið varð að
lokum heldur sérkennilegt. Vélin fór
reyndar á nokkum veginn réttum
tíma frá Amsterdam, en þaðan var
faiið til Hamborgar með tilheyrandi
töfum og er þaðan var farið, var
farþegum tilkynnt að vélin væri svo
hlaðin að ekki hefði verið unnt að
taka á hana nægilegt eldsneyti til
heimferðarinnar. Því yrði að Ienda i
Prestwick til eldsneytistöku. Um
klukkan 18.00 var því tekið elds-
neyti í Prestwick í Bretlandi, nokkm
norðar og vestar en Hull. Það hafði
því tekið Víkveija og ferðafélaga
hans hálfan sólarhring að komast
brot af leiðinni heim. Hefði verið ljóst
frá upphafi, að lenda yrði í Prest-
wick, hefði þessum ferðalöngum þótt
vænt um að fá að spara sér krókinn
allan og koma um borð j flugvélina
í Prestwic, því alls tók ferðalagið
með þessum hætti um 14 klukku-
stundir. Víkveija þykir reyndar ein-
kennilegt að ekki skyldi vera hægt
í Hamborg að taka nægilegt elds-
neyti á vélina til aðeins um þriggja
klukkustunda flugs, eða var ekkert
eldsneyti tekið þar?
xxx
Yíkveija hefur borizt éftirfarandi
bréf frá Þórhalli Halldórssyni,
eftirlitsmanni SVR.:
„í Víkveija þann 24.10 ’89 er rætt
um akstur SVR um Skólavörðuholt,
þ.e. Klapparstígur — Njálsgata, sem
lagður var af. Skýring Víkveija er
hárrétt, þ.e. að þrengsli vegna breyt-
inga á bílastæðum ( skástæði) á
Njálsgötu gerðu það að verkum að
vagnarnir komust ekki Ieiðar sinnar.
Til stóð að svara þessu á þann
veg, að leið 1 mundi aka um Bar-
ónsstíg — Freyjugötu — Óðinsgötu
— Skólavörðustíg og vera þannig í
grennd við Skójavörðuholtið. En ein-
stefna er sett verður á Freyjugötu í
austurátt frá Njarðargötu, svo og
mótmæli íbúa við Freyjugötu um að
vagninn æki þar um, útiiokuðu þá
hugmynd.
Þar af leiðir verður leið 1 óbreytt
um sinn.“
xxx
Soðningin hefur alltaf verið
Víkveija ódýrari matur en kjöt.
Þess vegna brá Víkveija dagsins
dálítið, þegar hann las í miðvikudags-
blaði Morgunblaðsins að ýsuflök með
roði kostuðu allt að 425 krónur kíló-
ið á höfuðborgarsvæðinu og kíló af
lambakjöti 428. Rétt er að taka fram
að kjötverðið er á útsölu þeiiri, sem
ríkið stendur að á birgðum lamba-
kjöts frá í fyrra, og er um 16% af-
slátt að ræða. Án hans kostaði kilóið
509,5o krónur.
En það er fleira fiskur en ýsa.
Verðkönnun Verðlagsstofnunar
leiddi í ljós, að kíló af rauðsprettuflök-
um kostaði allt að 482 krónum, kíló-
ið af smálúðuflökum kostaði allt að
675 krónur, gellukílóið var dýrast
550 krónur og hæsta stórlúðusneiða-
verðið hljóðaði upp á 620 krónur.
Þessar hæstu tölur eru af höfuð-
borgarsvæðinu, en verðkönnunin
leiddi í ljós, að fiskurinn var ódýrari
úti á landi og dæmi vom um 111%,
126% og 143% verðmun.
Útsölukjöt Ólafs Ragnars er hins
vegar alls staðar jafn (ó)dýrt. Og á
meðan selst nýja kjötið auðvitað lítið
sem ekkert og verður því sett á út-
sölu á næsta ári og þannig koll af
kolli, þangað til lambsskrokkurinn
leggur sig á einn hundraðasta þess
sem soðningin kostar. Ef fisk veiður
þá að fá, því hann yrði auðvitað allur
farinn út — í gámum.