Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR fÖstööí'gur' V öövémbér; 1989
Gunnar Sigurðsson
Gunnar hættir
eftir 14ára
setu í stjóm
Gunnar Sigurðsson, formaður
knattspyrnufélags ÍA, hefur
ákveðið að hætta í stjórn KSÍ á
næsta aðalfundi sambandsins, sem
verður í byijun desember, en Gunn-
ar hefur verið í stjórninni undanfar-
in 14 ár.
„Það er ekkert, sem breytir þess-
ari ákvörðun minni, en ástæðurnar
eru fyrst og fremst þijár. í fyrsta
lagi hafa umsvifin í mínu starfi
aukist mikið. í öðru lagi stendur
mér kannski nær að einbeita mér
að málum ÍA og í þriðja lagi er
nauðsynlegt að gera breytingar á
stjórn. Það á reyndar ekki við um
formanninn, því við eigum ekki völ
á öðrum eins manni og Ellert er til
að sinna alþjóðlegum tengslum,"
sagði Gunnar við Morgunblaðið.
FIMLEIKAR
Verðlauna-
hafar frá HM
og ÓL mæta
á ÍSÍ-I
Þekkt fimleikafólk frá Austur-
Þýskalandi og Sovétríkjunum
verður á meðal gesta á íþróttahátíð
ÍSÍ, sem verður í Reykjavík 28.
júní til 1. júlí næsta sumar. í hópn-
um verða m.a. verðlaunahafar frá
HM í Stuttgart og Ólympíuleikun-
um í Seoul og munu þeir sýna list-
ir sínar í Reykjavík og bæjarfélög-
unum í næsta nágrenni.
Íþróttahátíðin er haldin á 10 ára
fresti og er langljölmennasta
íþróttamót landsins, en áætlað er
að 15 til 20 þúsund manns taki þátt.
KNATTSPYRNA
SteinaríVíði
Steinar Ingimundarson hefur
ákveðið að ganga til liðs við
2. deildar'lið Víðis í Garði. Steinar,
sem er 20 ára miðheiji og á níu
drengjalandsleiki að baki, lék fyrst
með 1. deildar liði KR 1986. Næstu
tvö tímabil lék hann með Leiftri,
Ólafsfirði, en gekk aftur í raðir
KR-inga fyrir síðasta keppnistíma-
bil.
Steinar er bróðir Óskars, þjálfara
Víðis, sem þjálfaði Leiftur, er Stein-
ar var með liðinu.
I kvöld
Körfuknattleikur
Karlalandsliðið í körfuknatt-
leik leikur æfíngaleik í
Keflavík í kvöld gegn útlend-
ingunum, sem leika í úrvals-
deildinni. Leikurinn hefst kl.
20 og verður leikið eftir
bandarískum reglum til að
undirbúa landsliðið fyrir
keppnisferðina til Banda-
ríkjanna í næstu viku.
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
209 stig í Hafnarfirdr
- þar sem Grindvíkingar sigu fram úr á lokamínútunum í stórskemmtilegum leik
SkúliUnnar
Sveinsson
skrífar
GRINDVIKINGAR sigu fram úr
Haukum á síðustu mínútunum
í Hafnarfirði í gærkvöldi, og
sigruðu ístórskemmtilegum
leik, 106:103, eftir að heima-
menn höfðu leitt allan tímann.
Leikurinn var opinn og mjög
skemmtilegur alveg frá fyrstu
mínútu og leikmenn beggja liða
hittu vel. Lokatölurnar segja ein-
mitt mikið um það.
Gífurlegur hraði var
allan tímann, og
þrátt fyrir mikið
skor vora varnir lið-
anna alls ekki slakar.
Grindvíkingarnir mættu aðeins
níu til leiks — þegar þeir lögðu í
hann frá Grindavík kom í ljós að
Sveinbjörn Sigurðsson, var meidd-
ur. Það kom þó ekki í veg fyrir sig-
ur enda börðust Suðurnejamenn
eins og ljón, allir sem einn; þó eng-
inn eins og Guðmundur Bragason
sem aldrei gefst upp en það var
einmitt hann sem kom Grindvíking-
um yfir í fyrsta sinn, 98:99, með
því að skora þrítugasta stigið sitt.
Guðmundur átti stjörnuleik að
þessu sinni; skoraði grimmt auk
þess sem hann var geysisterkur
undir körfunum — hirti fjölda frá-
kasta bæði í sókn og vörn.
Þegar sex mín. voru eftir fékk
Jonathan Bow sínu fimmtu villu,
er staðan var 93:88 Haukum í hag,
en fram að þeim tíma hafði munur-
inn verið á bilinu 5-12 stig. Virtist
sem Grindvíkingum ætlaði að reyn-
ast erfítt að vinna muninn alveg
upp, en Bow-lausir náðu Haukar
ekki að halda fengnum hlut.
Á lokasekúndu leiksins var Pálm-
ar með knöttinn fyrir Hauka og í
stað þess að reyna þriggja stiga
skot og freista þess að jafna —
þarsem munurinn var jú þijú stig
— reyndi hann að bijótast að körf-
unni. Ekkert varð úr og því sátu
Pálmar og lærisveinar hans eftir
með sárt ennið.
Morgunblaðið/Einar Falur
• Guðmundur Bragason greip ekki
í tómt i gærkvöldi. Lék frábærlega
ográtti stærstan þátt í sigri Grindvík-
inga á Haukum.
Sannfærandi sig-
ur Keflvíkinga á
KR-ingum
Keflvíkingar unnu sannfærandi
sigur á vesturbæjarliði KR í
Keflavík í gærkvöldi 79:63 og hafa
því enn forystu í sínum riðli, en
KR-ingar eru 4 stig-
Björn um á eftir Njarðvík-
Blöndal ingum sem enn hafa
skrífar ekki tapað leik og
hafa örugga forystu
í hinum riðli úrvalsdeildarinnar.
Leikur liðanna var í járnum í
fyrri hálfleik, KR-ingarnir höfðu
forystuna í hálfleik 35:34 - og virt-
ust til alls líklegir. En Keflvíkingar
voru á öðru máli, þeir skoruðu 9
stig í röð í upphafi síðari hálfleiks
og slógu vesturbæjarliðið út af lag-
inu. KR-ingum tókst að vísu að
minnka muninn í 2 stig 43:41, eh
síðan dró í sundur með liðunum
aftur og undir lók leiksins var að-
eins spurning um hversu stór sigur
Keflvíkinga yrði.
Bandaríkjamaðurinn Sandy And-
erson virðist falla vel inn í leik ÍBK,
hann hafði sig ekki ýkja mikið
frammi í stigaskorun, en hirti ein
25 fráköst í leiknum - og munar
um minna. Keflvíkingar náðu uppi
ágætum leik í síðari hálfleik og
náðu þá að sýna góða baráttu bæði
í vörn og sókn. KR-ingar byijuðu
vel, en leikur þeirra var allt annað
en sannfærandi í síðari hálfleik að
þessu sinni.
Eiríkur tapaði 300.
leiknum — hefur
aldrei unnið Val
Góður leikkafli Valsmanna í
upphafi síðari hálfleiks, er
þeir gerðu 11 stig án þess að Þórs-
urum tækist að svara fyrir sig, skóp
sigur þeirra, 98:89,
Reynir á Akureyri í gær.
Eiríksson Með sigrinum stöðv-
skrifar uðu Valsarar
þriggja leikja sigur-
göngu Akureyrarliðsins.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn en
Valsmenn sigu örlítið fram úr und-
ir lok hans. Bæði lið komust
snemma í villuvandræði; Valsmenn-
irnir Chris og Matthías voru báðir
komnir með fjórar villur í hálfleik,
Eiríkur Þórsari — sem í gær lék
300. leik sinn í meistaraflokki Þórs
— fór út af með fimm villur þegar
aðeins þrjár mín. voru búnar af
seinni hálfleik, og um miðjan hálf-
leikinn fengu félagar hans Konráð
og Kennard fjórðu villur sínar.
Eftir þennan afdrifaríka kafla í
upphafí síðari hálfleiks, sem áður
er nefndur, var sigur Vals aldrei í
mikilli hættu. Þórsarar náðu að vísu
minnka muninn í sex stig, 86:92,
og reyndu þá pressuvörn í örvænt-
GETRAUNIR / 1 X 2
Spámaður
vikunnar:
Þrefaldur pottur
Engin röð kom fram með 12 leikjum réttum í síðustu viku. Þá var
potturinn tvöfaldur og verður hann því þrefaldur á laugardag. Rúm-
lega milljón bætist við 1. vinning og má fastlega gera ráð fyrir góðum
potti á morgun. Þijár raðir voru með 11 réttum og var vinningurinn
85.889 krónur á röð.
Fyrsti leikurinn að þessu sinni, Bayern Múnchen — Werder Bremen,
verður í beinni útsendingu Sjónvarpsins og hefst hann kl. 14:30, en sölu-
kerfið lokar fimm mínúlum fyrr.
SOS-hópurinn er enn efstur í haustleiknum, er með 82 stig. Fálkar og
Sílenos koma næstir með 80 stig. Sigurður Jónsson, leikmaður hjá Arse-
nal og spámaður síðustu viku hjá Morgunblaðinu, var með fimm leiki
rétta, en þá voru úrslit mjög óvænt; tveir heimasigrar, sjö jafntefli og
þrír útisigrar.
Phil
Thompson
Phil Thompson, þjálfari
varaliðs Liverpool, hefur
oft tekið þátt í getraununum í
Englandi og tók vel í að spá í
leiki helgarinnar. „Þetta virðist
alltaf vera frekar einfalt, en
engu að síður koma úrslitin oft
á óvart,“ sagði Phil, sem var í
mestu erfiðleikum með
tvítryggðu leikina — vildi helst
bara vera með einfalda röð.
„WBA er í lægð og tapar
örugglega fyrir Ipswich og eins
er ég viss um að Forest sigrar
Sheffield Wednesday. Ef við
hins vegar vinnum Manchester
United í keppni varaliða verðum
við með góða foiystu, höfum
unnið sjö leiki, gert eitt jafn-
tefli og tapað tveimur,“ sagði
Phil.
1
1X
2
X
1X
1X
1
1X
1X
X2
1
1X
1X2 Morgunblaðið > o Tíminn c c *> «o ‘O ja Dagur Bylgjan Ríkisútvarpið Stjarnan CM •O :0 4- C/5 «0 lo ro JO 3 «o SL < C .<0 'o> >% n «o ‘O Samtals
X 1 X 2
B. Munchen — Bremen 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0
Arsenal — Norwich 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0
Charlton — Man. Utd. X 2 X 2 2 X 2 2 X 2 2 0 4 7
Chelsea — Millwall 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 10 1 0
Luton — Derby 1 X 1 X 2 1 X X 1 1 1 6 4 1
Man. City — C. Palace 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0
Nott. For. — Sheff. Wed. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0
South’ton — Tottenham X X 2 2 2 2 X 2 2 X 1 1 4 6
Wimbledon — QPR X 1 X X X X 1 1 X 1 2 4 6 1
Brighton — Blackburn 1 1 1 X 1 1 1 X 1 1 1 9 2 0
Ipswich —WBA 1 1 X 1 2 1 2 1 2 1 X 6 2 3
Wolves — West Ham 1 1 2 2 2 1 2 1 2 X 2 4 1 6
ingu sinni, én það gekk ekki upp.
Spennan varð talsverð í lokin en
Valsmenn gáfu ekki eftir og héldu
sínu, og var sigur þeirra sanngjarn.
Einar Ólafsson var langbestur
Valsara í síðari hálfleik; gerði þá
öll 19 stig síri, Chris var býsna
sterkur svo og Arnar. Kennard var
bestur Þórsara.
Eiríkur Sigurðsson lék 300. leik
sinn með Þór í gær, sem fyrr seg-
ir. Hann hefur leikið með liðinu í
17 ár og má geta þess að á þeim
tíma hafa Þórsarar aldrei náð að
sigra Val í deildarkeppninni.
IIRSLIT
Körfuknattleikur
Haukar-UMFG 103:106
Úivalsdcildin í köifuknattleik, Iþráttahúsið í
Hafnaifirái, fimmludaginn 2. nóvember 1989.
Gangur leiksins: 0:2, 12:6, 26:19, 37:24,
41:36, 56:46, 62:55, 70:61, 84:75, 93:88,
98:93, 98:106, 103:106. **
Stíg Hauka: Pálmar Sigurðsson 33, ívar Ás-
giimsson 22, Jonathan Bow 20, Henning
Henningsson 13, Tryggvi Jónsson 8, Jon Am-
ar Ingvarsson 4, Reynir Kiistjánsson 3.
Stíg UMFG: Guðmundur Bragason 30, Jeff
Null 30, Rúnar Ámason 18, Hjálmar Hallgrí-
msson 15, Ólafur Þór Jóhannsson 6, Steinþór
Helgason 5, Marel Guðlaugsson 2.
Áhorfendur: Um 220.
Dómarar: Krístinn Albertsson og Kristján
Möller og dæmdu þeir mjög vel.
ÍBK-KR 79:63
Úrvalsdeildin í körfuknattleik, íþróttahúsið í
Keflavík, fimmtudaginn 2. nóvember 1989.
Gangur leiksins: 2:0,5:4,10:11, 21:17, 25:28,
32:31, 34:35, 43:41, 50:47, 61:51, 70:57,
73:62 97:63.
Stíg IBK: Guðjón Skúlason 24, Nökkvi Már
Jónsson 14, Sandy Anderson 13, Falur Harðai'-
son 12, Magnús Guðfinnsson 12, Sigurður
Ingimundarson 2, Kristinn Friðríksson 2.
Stíg KR: Birgir Mikaelsson 25, Anatolíj Kovto-
úm 15, Axel Nikulásson 11, Páll Kolbeinsson
4, Matthías Einarsson 4, Láms Ámason 2,
Höráur Gauti Gunnai-sson 2.
Áliorfendun Um 200.
Dómaran Bergur Steingrímsson og Jón Bend-
er og komust þeir þokkalega frá leiknum.
Þeir sáu ástæðu til að vísa formanni körfu-
knattteiksdeildar ÍBK upp í áhorfendastúku
vegna ýtrekaðra afskipta af dómgíeslunni.
Þór-Valur 89:98
Úrvalsdeildin i körfuknattleik, íþráttahöllin á
Akureyri, fimmtudaginn 2. nóvember 1989.
Gangur leiksins: 8:8, 26:28, 37:45, 48:52,
48:63, 57:69, 68:78, 86:92, 88:98. Jft
Stig Þórs: Dan Kennard 29, Jón Öm Guð-
mundsson 17, Guðmundur Bjömsson 15, Konr-
áð Óskarsson 13, Jóhann Sigurásson 11, Eirík-
ur Sigurðsson 4.
Stig Vals: Einar Ólafsson.19, Chris Behrends
18, Svali Björgvinsson 16, Amar Guðmanns-
son 13, Matthías Matthíasson 8, Ragnar Jóns-
son 7, Guðni Hafsteinsson 7, Bjöm Zöega 6,
Ari Gunnarsson 4.
Áhorfendur. 240.
Dómarar: Helgi Bjamason og Leifur Hallgr-
ímsson; þokkalegir.
Guðmundur Bragason, Grindavík.
Jeff Null, Grindavík. Pálmai' Sigurásson' og
Jonathan Bow, Haukum. Sandy Anderson
ÍBK. Birgir Mikaelsson, KR.
Henning Henningsson og ívar Ásgrímsson,
Haukum. Hjálmar Hallgrímsson og Rúnar
Ámason, Grindavík. Chris Behrends, Einar
Ólafsson og Amar Guðmannsson, Val. Dan
Kennard, Þór. Falur Haráarson, Guðjón Skúla-
son, Magnús Guðfinnsson og Nökkvi M. Jóns-
son, ÍBK. Axel Nikulásson og Anatolíj Kovto-
úm, KR.
Handknattleikur
1. dcild kvenna
Fnmi-Stjaman.................17:18 (9:9)
Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst hjá
Fram með 8 mörk, Guðný Gunnsteinsdóttir
og Hrund Grátarsdóttir hjá Stjömunni með 4
mörk hvor.
Knattspyma
UEFA-keppnin
Olympiakos Piraeus (Grikkl.)-Foto Net Vienna
(Austurr.)...........................1:1
Lgos Detari (54.) - Jenic (58.)
Samanlögð úrslit urðu 3:3. Ólympiakos fer
áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.