Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 11
Það verður Jóni tilefni til frásagnar
af kaffimálum Laugarvatnsskóla.
Þegar Jón var þar var ákveðið að
fara að spara með því að hætta að
nota kaffi. Eftir það var allt tímatal
Björns Jakobssonar skólastjóra
Iþróttaskólans í gríni miðað við
blandið. Hlutimir höfðu þá gerst
annað hvort fyrir eða eftir bland.
Laxveiðin í Hvítá verður okkur líka
umræðuefni. Laxveiði var dtjúg
hlunnindi í Fjalli. Á nítjándu öld
drógu Pjalisbændur fyrir lax í Hvítá
og söltuðu hann svo og lögðu inn í
Eyrarbakkaverslun en á síðari árum
hefur laxinn úr Hvítá verið seldur á
Selfoss og sérstakt félag sem hefur
annast söluna. Hvítá hefur löngum
verið djarftæk til lands. Hún hefur
legið á því lúalagi að hola bakkana
þangað til þeir féllu niður og þannig
brotið æ meira land. En Jón í Fjalli
hefur séð við því. Hann hafði for-
göngu um að bakkar árinnar vora
hlaðnir upp með gijóti og síðan hef-
ur ágangur hennar á landið minnkað
til mikilla muna.
Móðir systkinanna í Fjalli hét
Ingibjörg Jónsdóttir frá Holti í
Stokkseyrarhreppi. Hún þótti mjög
lagleg kona. Hún var systir Sig-
urgríms sem lengi var bóndi í Holti,
föður Hákons Sigurgrímssonar
framkvæmdastjóra Stéttarsam-
bands bænda. Af myndum að sjá
hefur Jón mun meiri svip af móður-
fólki sínu. Hann er yngstur sex
barna þeirra Ingibjargar og Guð-
mundar, fæddur 3. nóvember árið
1919. Þijú systkini hans era látin
nú. I eftirmælum sem Rósa B.
Blöndal ritaði um hjónin í Fjalli kem-
ur fram að þau hafi þótt sveit sinni
til sóma á margan hátt. Guðmundur
var talinn mikill áhugamaður um
jarðrækt og búskap og fylgdist mjög
vel með í þeim efnum. Kona hans
þótti ekki síðri á sínu sviði. Um for-
eldra Guðmundar sagði Einar Jóns-
son myndhöggvari í eftirmælum:
„Þið reynduð af alefli, að gera að
ykkar hluta, byggilegra þetta land
og gera börnum ykkar hægara fyrir
en þið'höfðuð sjálf átt.“ Jón hefur
erft jarðræktaráhuga ættmenna
sinna. Um 1950 gróðursetti hann
birki og barrtré í einn hektara lands
undir hlíðum Vörðufells. Um það
leyti bauð Ungmennafélag' Skeiða-
manna fram aðstoð til þess að vinna
í skógræktarreitum í sveitinni.
„Árangur af þessu starfi hefur orð-
ið þó nokkur, bæði beint og óbeint,"
segir Jón. „Það er góður jarðvegur
og gott skjól undir Vörðufelli, slqo-
lið virðist vera afgerandi þáttur í
skógrækt." Síðustu ár hefur Jón
bætt trjáplöntum í skógræktarreit-
inn og stækkað hann í nær 4 hekt-
ara.
En Jón hefur ekki aðeins ræktað
garðinn sinn í eiginlegum skilningi,
hann hefur ræktað vel sinn andlega
garð. Sinnt mikið lestri og safnað
saman ýmiskonar fróðleik. Hann
hefur skrifað greinar um menn og
málefni í Heima er best. Grein um
feijur og vöð birtist eftir hann í
Suðra sem Bjarni Bjarnason á Laug-
arvatni gaf út. Fyrir þau skrif heim-
sótti Jón alla sögustaðina og tíndi
svo saman tiltækar heimildir um
feijur og feijustaði. Einnig hefur Jón
átt sæti_ í ritnefnd Sunnlenskra
byggða. í fyrsta bindi þess verks
ritaði hann kaflann um Skeið, sína
fæðingarsveit. Síðast en ekki síst
hefur Jón um árabil átt sæti á
Kirkjuþingi. „Mér hefur fundist
ávinningur að sitja þau þing,“ segir
Jón. „Þannig hef ég komist í kynni
við hin margvíslegustu málefni og
kynnst gáfuðu og skemmtilegu fólki
sem ég hefði ekki annars átt auð-
veldlega aðgang að. Ég hef hins
vegar ósköp lítið velt fyrir mér trú-
rnálum," segir hann. „Eg hef aldrei
átt í sálarstríði út af þeim né neinu
öðru. Ég hef verið allur hérna meg-
in, mitt fólk er þannig. Faðir minn
var mikill raunsæismaður og þar
svipar mér til hans. Hugur minn
hefur mikið snúist um ýmiskonar
fróðleik, jarðrækt, náttúruvernd og
landbúnaðinn. Ég tek ekki undir
neitt svartsýnistal um landbúnaðinn.
Ég tel hins vegar augljóst að ef þjóð-
in ætlar að lifa í þessu landi þá hlýt-
ur að verða að reka hér landbúnað,
annað er vonlaust."
Guðrún Guðlaugsdóttir
________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989___________________________II
Virðisaukaskattur:
Á að ryðja íslenskum tíma-
ritum úr vegi fyrir erlend?
eftir Steinar J.
Lúðvíksson
Um næstu áramót verður gerð
sú kerfisbreyting á skattheimtu á
íslandi að upp verður tekinn virðis-
aukaskattur í stað söluskatts. Vafa-
laust má endalaust deila um rétt-
mæti þeirrar ákvörðunar þar sem
virðisaukaskatturinn er í eðli sínu
mun flóknari en söluskatturinn,
skattgreiðendum ijölgar verulega
og þar með öll skriffinnska bæði
hjá skattyfirvöldum og skattgreið-
endum og mun þó mörgum þykja
hún ærin fyrir. Fyrir liggur að
kostnaður við þessa kerfísbreytingu
verður mjög mikill, ekki síst hjá
fyrirtækjum sem þurfa að umbylta
bókhalds- og tölvukerfum sínum.
Meginröksemd þess að upp skuli
tekinn virðisaukaskattur í stað sölu-
skatts er sú að virðisaukaskatturinn
sé í eðli sínu sanngjarnari skattur
en söluskatturinn. Þetta skattkerfi
muni styrkja íslenskan atvinnu-
rekstur í samkeppni hans við er-
lenda aðila og hver og einn þurfi
ekki að greiða skatt nema af virðis-
auka sínum. Þannig verði m.a. kom-
ið í veg fyrir þá tvísköttun sem við-
gengst í núgildandi söluskattskerfi.
Vissulega er ekkert nema gott um
það að segja ef íslensk fyrirtæki
standi betur að vígi eftir en áður.
Ekki mun af veita í þeirri deyfð sem
nú ríkir í íslenskum atvinnurekstri.
Þótt það sé ætlun stjórnvalda að
veita sem allra fæstar undanþágur
frá virðisaukaskattinum verður ekki
hjá því komist að hafa þær nokkrar
og er gert ráð fyrir undanþágum í
gildandi lögum og einnig í þeim
hugmyndum sem fjármálaráðherra
hefur nú lagt fram vegna endur-
skoðunar laganna. Sjálfsagt sækja
margir það fast að fá undanþágu
frá skattgreiðslunni enda er hér um
mjög háa prósentutölu að ræða sem
breyta mun verðmyndun mjög veru-
lega sérstaklega hjá þeim sem voru
áður undanþegnir söluskatti.
Skattur á Qölmiðla
í gildandi lögum um virðisauka-
skatt er gert ráð fyrir því að flestir
ijölmiðlar verði undanþegnir skatt-
inum, en þeir hafa til þessa verið
undanþegnir söluskatti. Ekki gera
þó lögin ráð fyrir því að allir fjöl-
miðlar sitji við sama borð, því tíma-
ritaútgáfa er skattskyld að hluta.
Nú hefur fjármálaráðherra hins
vegar sett fram þær hugmyndir að
leggja skuli virðisaukaskatt á ijöl-
miðlana en stofna síðan marga sjóði
sem eiga að úthluta fjölmiðlunum
styrkjum eftir ákveðnum formerkj-
um. Satt að segja hélt maður að
slíkur forsjónarhugsunarháttur
væri úr sögunni á því herrans ári
1989 — væri eitthvað sem. aðeins
væri til í löndum sem eru lýðræðis-
lega vanþróuð, eða þá í sögum Or-
wells. En kannski á maður eftir að
lifa þá daga að opinber nefnd sitji
á rökstólum og ákveði hvaða fjöl-
miðlaefni er gott og styrkhæft og
hvaða efni er vont og óstyrkhæft.
Nú má út af fyrir sig spyija að
því hvaða rök séu fyrir því að leggja
ekki virðisaukaskatt á ijölmiðla á
sama tíma og slíkur skattur er t.d.
á flestum matvælum. Því má svara
á þann hátt að maðurinn lifir ekki
á brauðinu einu saman, hvort sem
það er gróft eða fínt, og ijölmiðla-
neysla, ef nota má það orð, er orð-
inn snar þáttur í lífi nútímamanna.
Þeir íslendingar eru sennilega fáir
sem gætu hugsað sér að vera án
útvarps, sjónvarps, dagblaða og
tímarita. Gildustu rökin eru eigi að
síður það að það eru fjölmiðlarnir
sem eiga nú ríkastan þátt í að við-
halda tungu okkar og þar með þjóð-
menningu. Það þótti öllum gild rök
fyrir því að undanþiggja fjölmiðlana
söluskatti og hin sömu rök eru fyr-
ir því að setja ekki á þá virðisaúka-
skatt. Það gæti kannski gerst í
löndum Suður-Ameríku að 26%
skattur væri settur á eitt og annað
án nokkurs aðlögunartíma, en ólík-
legt er að slíkt gerðist í löndum sem
búa við þróað efnahagskerfi.
Því verður raunar ekki trúað að
óreyndu að ráðamenn þjóðarinnar
samþykki eða taki undir tillögur
ijármálaráðherra í þessu efni. Slíkt
væri í raun aðför að skoðanatján-
ingu í landinu. Þvert á móti verður
að ætla að alþingismenn geri sér
ljósa grein fyrir þeim hættum sem
boðið er heim með því kerfi sem
ijármálaráðherra er að stinga upp
á að tekið verði upp og hafni því
hugmyndum hans. Það kann líka
vel að vera að ráðherra hafi. ekki
sett þessar tillögur fram í fullri al-
vöru, heldur fremur til þess að kalla
á viðbrögð og fá fram aðrar tillögur.
Sérstaða tímaritanna
Sem fyrr greinir gera núgildandi
lög ekki ráð fyrir því að tímarit séu
undanþegin virðisaukaskatti nema
að hluta og sitja þau því ekki við
sama borð og t.d. dagblöðin. Á
undanförnum áratug hefur orðið
gífurleg breyting á tímaritaútgáfu
á íslandi. Hún hefur þróast úr því
að vera fremur fátæídegt áhuga-
starf manna í það að verða atvinnu-
grein sem veitir fjölda fólks atvinnu
og styrkir einnig verulega stoðir
prentiðnaðarins her á landi. Um
langan aldur hafa íslendingar keypt
og lesið tímarit. Lengi vel var meg-
inhluti þeirra tímarita á erlendum
málum og gengu þau gjaman undir
samheitinu „dönsku blöðin“. Með
auknum metnaði og öflugra og
markvissara starfi tímaritaútgef-
enda hefur hins vegar orðið veraleg
breyting á. íslensk tímarit hafa náð
æ stærri hluta markaðarins hér-
lendis og með bætti afkomu og
útbreiðslu er ekkert vafamál að
tímaritin hafa batnað veralega bæði
hvað varðar efni og aðra vinnslu
og standa erlendu tímaritunum
fyllilega jafnfætis.
En samkeppnisaðstaða íslenskra
tímarita er vitanlega veik. íslensk
tímarit eru gefin út fyrir mjög lítið
málsvæði en hin erlendu er í flestum
tilvikum gefin út fyrir samfélög
milljóna manna og eru mörg hver
í raun á alþjóðlegum auglýsinga-
markaði. Þetta leiðir vitanlega til
þess að erlendu útgefendurnir geta
Ólafur sagði að mjög ítarleg
skýrsla frá Útflutningsráði íslands
um tólf íslensk fyrirtæki hefði
verið send til sjávarútvegsráðu-
neytisins og viðskiptaráðneytisins
í Mexíkó fyrir þremur eða fjórum
vikum. Þar hefðu íslensku fyrir-
tækin lagt fram ítarleg tilboð um
sölu á vörum og þjónustu inn á
þennan markað í fyrsta skipti í
sögu íslenskra utanríkisviðskipta.
Ólafur sagði ráðuneytin og ýmis
fyrirtæki í Mexíkó hafa skýrsluna
til meðferðar. „Eftir nokkrar vikur
verður skilað niðurstöðu og ákveð-
ið frekar um meðferð málsins.
Sjávarútvegsráðherra Mexíkó ætl-
ar koma í heimsókn til íslands á
næsta ári til þess að ræða nánar
um þessa viðskiptasamninga og
Steinar J. Lúðvíksson
„Menntamálaráðherra
hefur sýnt mikinn
áhuga á eflingu mál-
ræktar og íslenskrar
tungu og raunar að-
hafst sitt hvað jákvætt
áþeim vettvangi. Von-
andi sýnir hann einnig
þennan áhuga í verki
með stuðningi við
íslensk tímarit í sam-
keppnisbaráttu þeirra
við erlend tímarit."
deilt kostnaði við útgáfu tímarita
sinna á miklu fleiri eintök{; en
íslensku útgefendumir geta og þar
af leiðandi boðið þau á lægra verði.
| þeirra augum er markaðurinn á
íslandi sjálfsagt ekkert annað en
svolítið en ánægjuleg viðbót. Og
framboðið er mikið. Það sér fólk
best þegar það kemur inn í bóka-
verslanir á Islandi þar sem jafnan
eru stórar hillur hlaðnar erlendum
tímaritum og þótt gróska hafi verið
í íslenskri tímaritaútgáfu að und-
anförnu virðast íslensku tímaritin
ósköp fyrirferðarlítil innan um öll
erlendu tímaritin.
Samkeppni íslenskra og erlendra
tímarita hefur verið mjög hörð. Hun
hefur leitt til þess að íslenskir tíma-
ritaútgefendur hafa orðið að halda
verði á tímaritum sínum eins lágu
ganga frá þeim. Ég held sem bet-
ur fer, að þessi ferð muni opna
íslenskum útflutningsfyrirtækjum
margvísleg tækifæri sem þau hafa
ekki haft áður. Menn geta svo
gert grín að því að við stjórn-
málamennirnir séu sölumenn og
séum að reyna afla markaða. Það
er ánægjulegt fyrir mig hins vegar
að íjórum vikum eftir að ég var í
Mexíkó fór Paul Schlúter þangað
í heimsókn mjög svipaðra erinda
og ég, til að afla markaða fyrir
danskan innflutning til Mexíkó.
Ég hef séð þykkan bunka af blaða-
skrifum í Danmörku um þá ferð
sem sýnir að fjölmiðlakerfið í Dan-
mörku er nú á aðeins hærra
þroskastigi heldur en fjölmiðla-
kerfið hér.“
Sjávarútvegsráðherra
Mexíkó Hingað til lands
VON er á sjávarútvegsráðherra Mexíkó hingað til lands á næsta
ári til að ræða og ganga firá viðskiptasamningum við íslensk fyrir-
tæki. Heimsókn ráðherrans er árangur af ferð Ólafs Ragnars
Grímssonar, Qármálaráðherra til Mexícó fyrir skömmu. Olafiir
upplýsti þetta á fundi Kaupmannasamtaka íslands um virðisauka-
skatt.
og frekast hefur verið kostur. Má
nefna sem dæmi að frá miðju ári
1987 til miðs árs 1989 hækkuðu
íslensk tímarit nálega um 33% en
á sama tíam hækkuðu árskriftar-
gjöld dagblaða um rösk 80% og
afnotagjald RÚV um meira en 60%.
Reynsla útgefenda er sú að verð á
íslenskum tímaritum má ekki fara
hátt upp fyrir verðið á erlendu tíma-
ritunum.
íslenska fyrir íslendinga
Tímaritaútgefendur á íslandi
hafa leitað stuðnings stjórnmála-
manna við það meginsjónarmið að
þeim sé gert kleift að sitja við sama
borð og dagblöðin og að tímaritin
verði undanþegin virðisaukaskatti.
Þeir hafa bent á að 26% skattur
sem lagður yrði á timarit án nokk-
urrar aðlögunar myndi veikja sam-
keppnisstöðu þeirra veralega og þá
væri andi virðisaukaskattslaganna
um að efla íslensk fyrirtæki að litlu
hafður. íslendingar munu áreiðan-
lega halda áfram að kaupa og lesa
tímarit. Þróunin verður öragglega
hin sama hér og erlendis að tímarit-
in eru þeir fjölmiðlar sem eru í
mestri sókn. Spurningin er fyrst og
fremst um það hvort það verða
íslensk eða erlend tímarit, tímarit
á erlendu máli eða íslensku, sem
fólk hér á landi kaupir og les.
Menntamálaráðherra hefur sýnt
mikinn áhuga á eflingu málræktar
og íslenskrar tungu og raunar að-
hafst sitt hvað jákvætt á þeim vett-
vangi. Vonandi sýnir hann einnig
þennan áhuga í verki með stuðningi
við íslensk tímarit í samkeppnis-
baráttu þeirra við erlend tímarit.
Því má ekki gleyma að stór hluti
tímaritakaupenda er ungt fólk sem
flest er Iæst á fleira en eitt erlent
tungumál og á því auðvelt með að
velja sér erlenda tímaritið til kaups
ef það er mun ódýrara en hið
íslenska. Við sem störfum við tíma-
ritáútgáfu teljum að það sé affara-
sælla að íslendingar gefi út tímarit
á íslensku fyrir íslendinga og skapi
þannig atvinnu bæði blaðafólks og
prentvinnslufólks en að tímaritasal-
an færist i æ ríkara mæli til er-
lendra aðila og við stígum aftur
skrefin til tímabils „dönsku blað-
anna“.
Höfundur er aðalritstjórí Frjáls
framtaks.
Kirkja Óháða safhaðarins.
Basar Kvenfé-
lags Oháða
saftiaðarins
HINN árlegi basar Kvenfélags
Óháða safhaðarins er á laugar-
daginn, þann 4. nóvember, í
Kirkjubæ og hefst hann kl. 14.00.
Margt eigulegra muna verður til
sölu, bæði ýmiss konar fatnaður og
margvíslegir hlutir, sem prýði er af.
Ýmislegt góðgæti verður einnig
til sölu á vægu verði, s.s. kökur og
fl. Einnig verður happdrætti með
góðum vinningum.
Áhugafólk um kjarakaup er hvatt
til að auka kaupgetuna og styðja
um leið gott málefni.
Þórsteinn Ragnarsson
safnaðarprestur.