Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 10
10
MOKGL'NBLAÐIÐ F()STLUAGLR- 3.- NÖVLMBEk'Í989
áhuga á fornfræði og hef lesið
margt uro þau efni, m.a. allar
árbækur Fornleifafélagsins. Faðir
minn var einnig áhugasamur um
fornfræði. Kánnski hefur löngun
mín til ferðalaga verið fyrir áhrif frá
föður mínum sem hafði heilmikinn
áhuga á tungumálum. Hann var
bæði læs á dönsku og ensku, sem
hann lærði hjá Jóni Ólafssyni í
Reykjavík. Það er ekki langt síðan
ég fann stílabækur sem hann notaði
við enskunámið. Eftir að Þorsteinn
afabróðir minn kom frá Danmörku
fóru skyldmenni hans í Hlíð að hafa
áhuga á tungumálanámi. Þessir
karlar þar spekúleruðu í mörgu sem
almenningur ekki hugsaði um. Þeir
voru mjög vel lesnir á þeirra tíma
mælikvarða. Lásu t.d. stjörnufræði
Úrsins sem Jónas Hallgrímsson
þýddi 1852. Sjálfur hef ég keypt
talsvert af bókum. Ég á t.d. megin
hluta þess sem hér hefur verið gefið
út af ættfræðibókum. Lítið á ég hins
vegar af gömlum bókum, eina á ég
þó sem frænka mín í Kanada sendi
mér.“ Nú fer Jón og sækir litla bók
bundna inn í skinn. Fremst í bókinni
stendur: Einn ljtill iðrunarspegill
eður tvennar söngvísur um eins
syndara yfirbóta umvöndun. Fyrstu
samanteknar af Sigvarði Lyse. Sama
frænkan sendi Jóni einnig biblíu föð-
ur síns sem einnig hefur orðið svo
víðförul að komast til Kanada. A
titilsíðu stendur: Vilborg Guðmunds-
dóttir frá Hlíð átti þessa bók og gaf
Trausta Vigfússyni hana eftir sinn
dag. Biblía þessi á að fara á safn á
Selfossi.
Við Jón fáum kaffi hjá Sigríði
niðri í eldhúsinu í kjallaranum. Þar
er allt í fremur gömlum stíl og ekki
langt síðan gamla koksvélin fékk
reisupassann. Þau systkinin þurfa
þó ekki að sakna hitans frá henni
því hitaveitan frá Húsatóftum stend-
ur vel fyrir sínu. Ég er ódugleg við
kaffi og fæ mér vatnsbland í ábót.
Hef aldrei átt
í sálarstríði
Rætt við Jón Guðmundsson bónda í Fjalli á Skeiðum
Hið gamla höfuðból Fjall stendur undir Vörðiifelli á Skeiðum.
Eitt sinn bjó í Fjalli Ofeigur Vigfusson sem nefndur var hinn ríki.
Nú býr í Fjalli Jón Guðmundsson sonur Guðmundar Lýðssonar,
þess er keypti meiri hluta Fjalls af erfingjum Ófeigs ríka. Einn
Ijórði jarðarinnar komst þó aldrei í hans eigu. Nú býr á þeim
hluta systursonur Jóns, Bjarni Ófeigur Valdimarsson, sem einnig
er afkomandi Ófeigs ríka. í æðum hans blandast því blóð beggja
þessara fyrrum stórbænda í Fjalli.
Það þarf að krækja fyrir hlíð eina
til þess að komast að bænum Fjalli.
Þegar ég renni í hlað er Jón bóndi
úti við og saman göngum við inn í
bæ. Faðir Jóns reisti þetta hús fyrir
60 árum og þar búa nú tvö börn
hans Jón og Sigríður. Guðfinna syst-
ir þeirra reisti hitt íbúðarhúsið _sem
stendur á bæjarhlaðinu í Fjalli. í bæ
Jóns háttar svo til að eldhúsið er
niðri að gömlum sið, en stofur uppi.
Við setjumst við stórt borðstofuborð
í miðri stofu á efri hæðinni og tökum
tal saman.
Jón Guðmundsson er ekki í hópi
þeirra sem fljótir eru til kynna en
hann gefur sér góðan tíma til þess
að ræða við mig. Hann segir mér
af forfeðrum sínum sem hann kann
margar sögur af. Þorsteinn Hall-
dórsson í Skarfanesi, langalangafi
hans var þekktur maður á sinni tíð.
Hann þótti skrifa mjög vel og afrit-
aði margar bækur, þar á meðal fal-
legt eintak af biskupasögum sem til
voru á bernskuheimili föður Jóns og
mikið var lesið I. Samtíðarmenn
Þorsteins sögðu hann hafa verið svo
iðinn við skriftirnar að hann hefði
stundum setið í bæjargöngunum
með vettlinga og notað tunglsijósið.
Guðmundi syni Þorsteins og lang-
afa Jóns var svo lýst: „Hann var
stór maður, mikilleitur í andliti, bú-
maður góður. Bókavin og átti stórt
bókasafn, hann stofnaði jarðræktar-
félag Gnúpveijahrepps, sem er elsta
búnaðarfélag á Suðurlandi utan
Reykjavíkur. Hann var forgangs og
fyrirmaður hreppsbúa sinna um
allt.“ Guðmundur hrökk undan
sandinum frá Skarfanesi að Hlíð í
Gnúpverjahreppi. Eftir hann tók við
búi í Hlíð Lýður afi Jóns í Fjalli.
Lýður var líka ákaflega bókelskur
og tókst honum og Guðmundi föður
hans að eignast nálega allt sem
gefið var út af bókum á íslandi á
nítjándu öldinni. Þeir feðgar voru
báðir hreppstjórar og virðingar-
menn. Bróðir Lýðs, Þorsteinn Guð-
mundsson, fór ekki troðnar slóðir
þeirra tíma. Hann var einn fyrsti
lærði listmálarinn sem íslendingar
eignuðust. Hann lærði í íjögur ár í
Kaupmannahöfn en ekki tókst hon-
um að lifa á list sinni á íslandi.
Eftir hann hafa þó varðveist m.a.
nokkrar altaristöflur t.d. í kirkjunum
í Bræðratungu, á Ólafsvöllum, á
Búrfelli og í Árbæ í Holtum. Áuk
þess eru til altaristöflur eftir hann
á Þjóðminjasafninu. Jón gerir hlé á
máli sínu til þess að sýna mér mynd
eftir þennan löngu liðna frænda
sinn. Myndin er af Guðmundi föður
Þorsteins og sýnir mann með gráan
skeggkraga umhverfis alvöruþrung-
ið andlit. Dökkur jakkinn virðist
þröngur í handveginn og tölurnar
ganga hátt upp í hálsmálið. Mynd
þessi hefur nú lifað skapara sinn í
rösk hundrað og þijátíu ár. Þor-
steinn lést árið 1864 úr meinsemd
í baki, þá 47 ára gamall.
Einar Jónsson myndhöggvari var
í miklu vinfengi við afa og föður
Jóns í Fjalli. Hann varð að eigin
sögn fyrir miklum áhrifum af mynd-
um Þorsteins, enda voru það fyrstu
myndverkin sem hann leit augum.
„Ég fór stundum með föður mínum
í heimsókn til Einars í Reykjavík og
man hvað mér þótti mikið varið í
að hlusta á þá tala saman, Einar
og föður minn,“ segir Jón. Hann
mihnist einnig í sömu andrá á dr.
Helga Fjeturs jarðfræðing og dul-
speking. Hann er honum ekki síður
eftirminnilegur. „Hann var einnig
tryggur vinur afa míns og föður,
þeir fóru oft með honum í ýmsar
jarðfræðiferðir," heldur Jón áfram.
„Helgi var sendur sem drengur til
frændfólks síns á Hæli. Þar bjó þá
móðursystir hans Steinunn. Amma
hans, Ragnheiður, var einnig á heim-
ilinu. Einhvern veginn æxluðust mál
þannig að hann fór síðar að verá í
Hlíð hjá afa mínum. Nokkru seinna
spyr Ragnheiður amma hans Lýð
afa minn: „Er hann greindur, strák-
urinn?“ og Lýður afi svarar: „Hann
er meira en greindur, hann er vitur.“
„Lýður afi minn var mikill smiður
eins og fleiri ættmenn mínir, en ég
er ekki smiður," segir Jón við mig
og hverfur inn í herbergi innaf stof-
unni og sækir þangað bók um
Víkingslækjarætt. í þeirri bók eru
samankomnar myndir af mörgum
ættmennum Jóns. Hann bendir mér
á mynd af föður sínum og segir:
„Faðir minn var mikill jarðræktar-
áhugamaður og hafði mikinn áhuga
á að koma Skeiðaáveitunni á. Þær
framkvæmdir voru risavaxnar á
þeirra tíma mælikvarða. Fyrir for-
göngu föður míns og annarra góðra
manna var byijað á þessari áveitu
árið 1917 og henni var Iokið árið
1923. Aðalskurðurinn var grafinn
með skurðgröfu, hinni fyrstu senr
tekin var í notkun hér á landi. Geir
Zoega vegamálastjóri fór gagngert
til New York til þess að kaupa vél-
ina. Á því tímabili sem áveitan var
notuð fjölgaði nautgripum verulega
hér og voru bændur fyrir það mun
betur undirbúnir til þess að selja
mjólk, þegar að því kom. Síðast
heyjuðu menn á áveitum árið 1951.
Eftir það var áveitan lögð af vegna
þess að í Ijós kom að ekki var hægt
að rækta tún í miklum mæli og nota
áveituna jafnframt. Áveitan hlaut
því að víkja. Hér í Fjalli var ekki
eins brýn þörf fyrir áveituna og
annars staðar vegna þess að árflóðin
í Hvítá bera með sér dýrmæt fijó-
efni fyrir gróður. í árflóðum getur
Fjall á Skeiðum.
vatnsborð Hvítár hækkað um nær
fjóra metra. Þá kemur vel í ljós að
staðsetning ellefu bæja hér á Skeið-
um er gerð með tilliti til árflóðanna
því þá eru þeir umflotnir. Þegar
Búrfellslínan var lögð þá var það
gert með tilliti til þess að stólparnir
stæðu uppúr flóðunum. Við hér í
sveitinni vissum nákvæmlega hvar
Hvítá færi hæst á hveijum stað.
' Það var ekki feija á'Hvítá hjá
Fjalli nema í tíð Ófeigs ríka, hann
hafði einkafeiju sem hann sendi
jafnan vinnumenn sína í með ullina
sem átti að fara suður til Reykjavík-
ur. Skeiðavegurinn var lagður árið
1906, líklega í tengslum við kon-
ungskomuna. Árið 1917 var fyrst
ekið bíl uppá Húsatóftaholt, það
gerði sveitungi minn Kristinn Guðn-
ason bílasali og kaupmaður. Fyrsta
farartækið sem ég eignaðist var
reiðhjól. Ég keypti það þegar ég var
17 ára af manni sem verið hafði
vinnumaður I Fjalli. Það kostaði 50
krónur og mér fannst frelsi mitt
mikið þegar ég hjólaði af stað niður
veg á því. Lengi var enginn bíll í
sveitinni nema tólf manna rútubíll
sem Haraldur Ingvarsson átti og
hafði til ferða, m.a. héðan til Reykja-
víkur. Áður en bítar komu fóru flest-
ir ríðandi suður. Það tók tíu eða
tólf klukkustundir og var oftast far-
ið á einum degi.“
Sautján ára gamall fór Jón í Hér-
aðsskólann á Laugarvatni og var þar
við nám í tvo vetur. „Það var mikil
bylting þegar skólinn á Laugarvatni
kom. Sá skóli var í miklu afhaldi
hjá Hriflu-Jónasi, skólinn fékk því
meira fé en gerðist yfirleitt og að-
búnaður var þar allur mun betri en
þekktist í öðrum skólum. Haustið
eftir að ég lauk námi á Laugarvatni
fór ég í Samvinnuskólann og var
þar í tvo vetur undir handleiðslu
Jónasar frá Hriflu. Hann var eftir-
minnilegur skólamaður ekki síður
en Bjarni Bjarnason á Laugarvatni.
í Samvinnuskólanum lærði ég nokk-
uð í tungumálum, m.a. sænsku hjá
Guðlaugi Rósinkrans. Eftir námið
átti ég ekki í erfiðleikum með að
ákveða hvað við tæki, ég ætlaði aldr-
ei að verða neitt annað en bóndi.
Að loknu prófi úr Samvinnuskólan-
um fór ég því heim og tók að
stunda búskap ásamt föður mínum
og fleira skylduliði.
Þegar ég var um þrítugt fór ég
til Bandaríkjanna ásamt nokkrum
öðrum íslendingum til þess að kynna
mér búskap þar. Þessar námsdvalir
voru á vegum stofnunarinnar ICA.
Ég lenti í Pennsylvaniu og var mjög
heppinn með stað. Bóndinn sem ég
var hjá var með mjólkurframleiðslu
Jón Guð-
mundsson í
Fjalli. Frum-
mynd að mál-
verki sem
Baltasar mál-
aði af Jóni
fyrir nokkr-
um árum.
og hafði 40 kýr. Bændurnir í Penn-
sylvaníu voru burgeisar á íslenskan
mælikvarða. Þeir litu ekki við að
keyra Buickana sína meira en tvö
ár. Það er ekki ofsagt að þeir hafí
haft til muna rýmri fjárráð en starfs-
félagar þeirra á íslandi. Fullorðinn
maður sem ég kynntist þar vestra
spurði mikið um iaunamál hér á ís-
landi. Ég sagði honum m.a. hvað
forsetinn okkar hefði í laun og
fannst honum lítið til koma. Sjálfur
var hann forstjóri tryggingafélags
og hafði mjög góð laun. Kynni mín
af bandarískum búskap breyttu ekki
að ráði sýn minni til búskapar hér
á landi. Vélarnar voru þá að byija
að flæða yfir landið. Traktor höfðum
við í Fjalli t.d. fengið vorið áður en
ég fór út. En það var auðvitað allt
fyrr á ferðinni og stórfenglegra í
Bandaríkjunum. Vegamálin þar voru
líka ekkert lík því sem hér var. Þar
voru allir vegir í sveitum malbikaðir
árið 1950 sem vantar töluvert uppá
enn í dag hér á landi. Ég hafði á
marga grein gott af þessari dvöl
vestra, m.a. komst ég betur niður í
ensku, en ég var samt mikið feginn
að komast heim aftur. Mér finnst
aldrei eins fallegt hér heima eins og
þegar ég kem úr ferðalögum utan-
lands frá.
Ég hef samt sótt í að komast til
útlanda. Nokkrum sinnum hef ég
farið til Kanaríeyja, m.a. um jólin,
og kunnað því vel, mér líður aldrei
betur en 1 miklum hita. Ég hef einn-
ig farið einum sex sinnum vestur
um haf, auk fyrstu ferðarinnar sem
auðvitað er lang eftirminnilegust,
enda langtum lengst. Þó margt hafi
ég merkilegt séð þar vestra held ég
að Kensington-steinninn rísi ekki
hvað síst hátt í minningunni. Þetta
er rúnasteinn sem karl einn fann út
á akri árið 1898. Á honum eru norr-
ænar rúnir sem sumir telja frá árinu
1362 en aðrir segja falsaðar af
umræddum karli. Eg hef mikinn