Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakið. Viðvörun til Stcingríms Morgunblaðið vakti at- hygli á því á dögunum, að ljós hefði kviknað innan Framsóknarflokksins, ef marka mætti samþykkt efna- hagsmálanefndar þingflokks framsóknarmanna, þar sem mælt er með auknum fjár- málatengslum okkar við er- lenda aðila. Nú hefur verið skýrt frá því, að aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavík- ur hafi samþykkt á fundi sínum 30. október síðastliðinn að beina þeim tilmælum til þingmanna og ráðherra flokksins að sparnaður al- mennings verði ekki nýttur sem skattstofn, umfram það sem verið hefur. Af þessu tilefni sér Morg- unblaðið ástæðu til að senda viðvörun til Steingríms Her- mannssonar, forsætisráð- herra og formanns Fram- sóknarflokksins. Hún er ein- faldlega á þá leið, að innan flokks hans séu nú famar að heyrast raddir sem halda fram skoðunum, sem hann hefur einna helst kennt við frjálshyggju á undanförnum misserum. Innan Framsókn- arflokksins eru mál í geijun með svipuðum hætti og menn verða varir við fyrir austan tjald, þegar hópar utan hinnar innmúmðu valdastéttar gera sér grein fyrir því, að öllu verði siglt í strand, verði ekki breytt um stefnu. Það er ekki einungis í Framsóknarflokknum, sem menn em hættir að ganga í takt við formanninn og for- sætisráðherrann. Hið sama er að gerast innan ríkisstjórn- arinnar og stjómarliðsins alls eins og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, benti á í þingræðu á mið- vikudag, þegar hann ræddi um fmmvörpin, sem komið hafa frá ríkisstjórninni og eiga að marka efnahags- rammann næsta ár. Sagði Þorsteinn réttilega, að sá galli væri á því þegar menn mætu þessi fmmvörp, að talsmenn stjórnarinnar lýstu þeim með ólíkum hætti. Sumir teldu að hér væri um hornsteina stjórnarstefnunnar að ræða, aðrir stjórnarsinnar vefengdu beinlínis mikilvægar forsend- ur fjárlagafmmvarpsins. í umræðum sem urðu í til- efni af ræðu Þorsteins Páls- sonar á þingi sagði Steingrím- ur Hermannsson, að ályktanir framsóknarmanna í Reykja- vík breyttu engu um það, að full samstaða væri meðal þingmanna Framsóknar- flokksins um skattlagningu á fjármagnstekjur. Á Alþingi er þannig komið fram, að inn- an Framsóknarflokksins er klofningur vegna hugmynd- anna um skattlagningu spari- fjár. Þá hefur Steingrímur gefið til kynna, að innan þing- flokks framsóknarmanna séu þeir í meirihluta, sem vilja ganga skemur en efnahags- nefnd sama þingflokks. Þann- ig hefur einnig komið í ljós, að um þetta mál er ágreining- ur innan Framsóknarflokks- ins. Það er nýmæli fyrir Steingrím Hermannsson að eiga með þessum hætti i deil- um við eigin flokksmenn. Er augljóst, að innan Framsókn- arflokksins rísa menn nú upp gegn þeirri stefnu, sem Steingrímur boðaði í stefnu- ræðu fyrir ári, þegar hann sagði að vestrænar aðferðir við stjórn efnahagsmála ættu ekki við hér á landi. Við þær aðstæður sem nú ríkja vegna óvinsælda ríkis- stjórnarinnar, falls Stein- gríms sjálfs í skoðanakönnun- um og dvínandi fylgis Fram- sóknarflokksins eru félagarn- ir í efnahagsmálanefnd þing- flokks framsóknar og félags- menn í Framsóknarfélagi Reykjavíkur að reyna að klóra í bakkann. Þeir nefna tvö mál, sem þeir vita að ekki njóta stuðnings meirihluta þingflokksins, og stangast þar að auki á við hugmyndir sem eru innan ríkisstjórnar- innar. Forsætisráðherra held- ur enn fast við fyrri stefnu flokksins. Til þeirra sem eiga sam- starf við Steingrím Her- mannsson í ríkisstjórn má einnig sénda viðvörun af þessu tilefni: Það hefur gerst oftar en einu sinni á þeim 18 árum, sem framsóknarmenn hafa setið í ríkisstjórn, að þeir hafa gjörbreytt um stefnu til að halda í völdin. Erum við að verða vitni að slíkri kúvendingu? Hefiir gengið sinn æviveg með sj ónum Viðtal við Gunnar B. Guðmundsson, hafharstjóra í Reykjavík í aldarflórðung Reykjavíkurhöfn er stærsta höfn á íslandi. Um hana fer mestur hluti þess sem flutt er út og sem í landið kemur. Undanfarinn aldar- Qórðung hefur Gunnar B. Guðmundsson stjórnað þessari höfn og hætti störfum sem hafiiarstjóri 1. ágúst sl. A þessum tíma hafa orð- ið gífiirlegar breytingar á flutningum og halnaraðstöðu, t.d. teknir upp gámaflutningar og byggð inni í Sundum ný flutningahöfh, sem hentar nýrri tækni. Fróðlegt er því að fá viðtal við Gunnar B. Guð- mundsson á þessum tímamótum. Hann hittum við því að máli einn haustdaginn á heimili hans og konu hans, Guðrúnar J. Þorsteins- dóttur, vestur á Ásvallagötu. Mor^unblaðið/Bjami Gunnar B. Guðmundsson um það leyti sem hann lét af störfum sem hafharstjóri í Reykjavík. Gunnar B. Guðmundsson hefur frá því fyrsta gengið sinn æviveg með sjónum. Hann er fæddur á ystu strönd, í Breiðavík, sem opn- ast mót hafi á vestasta kjálka ís- lands. Þar var útgerð og þangað sóttu menn í verið austan úr sýsl- um. Gunnar segir mér að þarna sé enn merkur verbúðargafl, sem Hörður Ágústsson hefur vakið at- hygli á, og þangað fer hann stund- um sjálfur í fríum. Faðir hans, sem þar var útvegsbóndi, drukknaði í róðri frá Vestmannaeyjum þegar Gunnar var á fyrsta ári. Hann hafði ætlað að koma til aðstoðar bróður sínum, sem var að kaupa þar bát og ætiaði að róa eina vertíð áður en hann kæmi heim. Og móður sína, Maríu Torfadóttur frá Kollsvík í Rauðasandshreppi, missti Gunnar svo áður en hann var orðinn fimm ára gamall. Þetta varð til þess að hann ólst upp hjá einhleypum kútt- erskipstjóra á Patreksfírði, Jóni Guðjónssyni, skipstjóra á mótor- bátnum Þresti frá útgerð Ólafs Jó- harfnessonar á Vatneyri. „Fóstri minn var auðvitað oft á sjónum. Við borðuðum úti í bæ, ekki einu sinni á sama staðnum," segir Gunn- ar, þegar hann er spurður nánar um æskuárin með einhleypum fóstra. „Þarna ætluðu flestir strákar að verða sjómenn. Og ég fór stöku sinnum með bátnum út í flóa. Pat- reksfjörður var heilmikill útgerðar- staður, komnir tveir togarar. Hluti af útgerðinni var frá Geirseyri þeg- ar Pétur Ólafsson var þar. En ég var alltaf sjóveikur og fóstri minn ákvað að ég skyldi fara í skóla. Á sumrin hafði ég sem strákur verið í sveit í Rauðasandshreppnum. En fyrsta námsferðin að heiman var í skólann á Núpi í Dýrafirði. Þá varð að sæta strandferðum til að komast í skólann og alltof erfitt að komast á milli til þess að nokkrum manni dytti í hug að fara heim í jólafrí. Við fórum saman í hóp í skólann, strákarnir. Ég man eftir ævintýra- legri ferð með strandferðaskipinu, þegar við lágum í vitlausu veðri inni á Bíldudal í heilan sólarhring. Við vorum þá saman, Ólafur bróðir minn sem var aðeins eldri en ég, Magnús Torfi Ólafsson, fyrrv. ráð- herra, og Torfi Ólafsson, en við erum allir systrasynir, og svo Ing- ólfur Arason, kaupmaður á Pat- reksfirði, og Ingibjartur Þorsteins- son, pípulagningameistari frá Tálknafirði. Eftir Núpsskólann fór ég í Menntaskólann á Akureyri. Ég hafði hug á fískifræði. Þarna voru menn eins og Þórður Þorbjarnarson frá Bíldudal, síðar forstöðumaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, og Finnbogi Rútur Valdimars- son úr Rauðasandshreppnum, svo og Vatneyrarbræður, Friðþjófur og Garðar, sem voru að taka við út- gerðinni af Ólafi föður sínum. Svo það var auðvitað mikið talað um fisk og útgerð. Ég var því að velta fyrir mér námi í fiskifræði eða haf- fræði, jafnvel eftir að ég lauk stúd- entsprófí vorið T945. En þá var verkfræðideild éinmitt að byija í Háskólanum. Trausti Einarsson frændi minn var kennari þar og taldi að þar skyldi ég reyna fyrir mér. Þá fékk ég allt í einu skilaboð frá Árna Friðrikssyni, fiskifræð- ingi, sem var að leita eftir manni í einhveija grein fiskifræðinnar. En ég var byijaður í verkfræðideild og lét slag standa." Hin nýja verkfræðideild við Há- skóla íslands bauð enn aðeins upp á fyrrihlutanám í verkfræði og Gunnar fór til Kaupmannahafnar, þar sem hann tók síðari hluta náms- ins við Hafnarháskóla með hafnar- gerð sem sérgrein. Eftir að hann kom heim starfaði hann fyrst hjá vita- og hafnamálastjóra við hafnir víðs vegar um iandið, síðan í fjögur ár hjá bæjarverkfræðingi í Reykjavík í 4 ár og rak svo sjálf- stæða verkfræðistofu með Stefáni Ólafssyni, verkfræðingi. Þannig stundaði hann verkfræðistörf í 10 ár og virtist búinn að finna sér samastað í lífinu. í hinu blauta Hollandi „Þá frétti ég af námskeiði í strandverkfræði í Hollandi og ég venti mínu kvæði í kross og fór til Hollands. Hollendingar standa mjög framarlega í þessari grein vegna sérstöðu sinnar, þar sem land þeirra er víða neðan sjávarmáls, og ég vissi að þeir starfa við slíkt um all- an heim. Engin viðfangsefni í þeirri grein eru þeim óviðkomandi. Þegar ég fór út vorum við Stefán að vinna fyrir Reykjavíkurborg, m.a. að Ráð- húsinu sem þá átti að byggja úti í Tjörninni. Vorum að kanna hvort og hvernig hægt væri að byggja það þar. Ég var með Ráðhúsáætlan- irnar í töskunni og bar þetta undir færustu menn úti í Hollandi. Við unnum á þeim árum heilmikið með ráðhúsnefndinni.“ „Það var stór ákvörðun og mikið fyrirtæki fyrir fjölskyldu, hjón með þijú börn, að taka sig upp og setj- ast að í nýju umhverfí. Krakkarnir fóru beint í hollenska skóla. Það var ekki létt, en þau stóðu sig með prýði, voru farin að tala reiprenn- andi hollensku fyrir áramót," segir Gunnar. „Okkur þótti alveg sjálf- sagt að setja þau í kaþólskan skóla, sem var þama rétt hjá, en það var ekki til siðs í Hollandi að börn mótmælenda gengju í kaþólska skóla. Fólkinu sem við bjuggum hjá, sem var kalvínistar, líkaði það hreint ekki. Sagði að kaþólsku kirkjuna sækti jafnvel fólk, sem væri svo ósiðsamlegt að það færi til að striplast út á baðströndina á sunnudögum." Ný höfii inni við Sund Gunnar B. Guðmundsson var nýkominn heim með próf í sjávar- falla- og strandverkfræði þegar starf hafnarstjóra í Reykjavík var auglýst laust til umsóknar og hann var skipaður hafnarstjóri 1965. „Þá var aðalskipulag Reykjavíkur í vinnslu og hafði að undanförnu verið unnið að staðarvali fyrir nýja höfn, sem féll inn í ramma aðal- skipulagsins," útskýrir Gunnar. „Þegar ég var að taka við hafnar- stjórastöðunni af Valgeiri Björns- syni, var lögð fram tillaga um Sundahöfn og hún samþykkt. Og á mínu fyrsta ári var tekin ákvörðun um að hefja fyrsta áfanga hafnar- framkvæmda í Vatnagörðum á ár- inu 1966.“ Sú ákvörðun að byggja nýja höfn inni við Sund var á sínum tíma mikið hitamál og við rifjum það upp með Gunnari. „Mín tillaga var að hefja framkvæmdir þá þegar, því ' ég taldi mig hafa lært að flutninga- tækni væri í örri þróun og þóttist sjá að Reykjavíkurhöfn gæti ekki, eins og hún var, mætt þeirri nýju tækni. Einingaflutningakerfíð var komið, var afleiðing heimsstyijald- arinnar. Fyrst kom brettaflutning- urinn og svo í kjölfarið gámaflutn- ingar, sem þurfa allt aðra aðstöðu og þjónustu. Gámaflutningar voru byijaðir í Rotterdam og þar var verið að breyta hafnaraðstöðunni, gera þessi stóru svæði við höfnina, þar sem hægt yrði að meðhöndla svo stórar einingar." En hvað var það sem menn höfðu á móti Sundahöfn? „ Sú skoðun var ofarlega á baugi, m.a. hjá ráðgjöf- um skipafélaganna, að hér yrðu aldrei neinir gámaflutningar. Þeir fóru eftir þeirri meginreglu, að til þess yrði að vera fyrir hendi jöfnuð- ur á inn- og útflutningi. Svo var þá ekki hér. Saltfiskur, frystur físk- ur o.fl. var flutt út með sérstökum skipum, sem komu svo gjarnan tóm til baka. Önnur skip, venjuleg áætl- unarskip, komu til landsins með stykkjavöru á brettum. En þróunin hefur orðið sú, að flutningarnir tengdust flutningakerfi umheims- ins. Varan kemur í flutningahöfn í gámum og við erum nauðbeygð til þess að taka við henni þannig. Hér hafa orðið gífurlegar breytingar, nánast bylting, því að nú er farið að flytja ferskan fisk út í gámum og frystan fisk í frystigámum. Svo að öll rök í þá átt að gámaflutning- ar myndu ekki ryðja sér til rúms reyndust röng. Þó verð ég að segja, að nokkur tími leið eftir að land- svæðið var tilbúið í Sundahöfn, þar til skipafélögin vildu fara að nýta sér þá aðstöðu. Það voru viss von- brigði." „Þegar við vorum að byija fram- kvæmdir í Vatnagörðum, skrifaði Árni Óla í Morgunblaðið að við værum að sprengja þann merka Köllunarklett. Þetta þótti mér slæmt að heyra og leitaði til Krist- jáns Eldjáms, sem þá var þjóð- minjavörður. Kom í ljós að Köllun- arklettur var óskemmdur og er þarna enn. Mér þótti vænt um þetta, því ekki hefði ég viljað eyði- leggja Köllunarklett. Raunar sá ég í gær, þegar ég ók þarna um, að kletturinn sem var sprengdur er nú orðinn grænn og ummerki eftir sárið, sem gert var í hann, sjást vart lengur. Fyrsta byggingin við Sundahöfn var kornturninn. Það var fyrsti samningurinn um kornflutninga með nýrri aðferð,“ heldur Gunnar B. Guðmundsson áfam. „Svo fékk Eimskipafélagið þarna fyrstu skemmurnar, en þessar skemmur eru nú mest notaðar við bretta- flutninga. Þá töldu Eimskipafélags- menn að brettaflutningar yrðu framgangsmátinn í flutningum, enda var það í takt við það sem Norðmenn voru að koma upp hjá sér. Nú leggja skipafélögin, sem halda uppi siglingum til og frá landinu, mesta áherslu á gáma- flutninga með sérhæfðum gáma- skipum. Þau þurfa því allt aðra hafnaraðstöðu heldur en þegar mest áhersla var lögð á að byggja sem næst búðinni, svo hægt væri að fara með varninginn beint þar inn. Nú má heita að allur flutningur til og frá landinu um Reykjavík fari um Sundahöfn. Þar er Vatna- garðssvæðið, sem Eimskipafélagið hefur til afnota, og Kleppsvíkin fyr- ir skipadeild Sambandsins.“ Við víkjum talinu að fískihöfninni eða gömlu höfninni svonefndu. „Fyrstu framkvæmdirnar við hana, eftir að ég tók við þessu starfi, voru vörugeymslur í Austurhöfninni fyrir Eimskipafélagið. Eimskip hafði þá líka aðstöðu í Vesturhöfn- inni,“ heldur Gunnar B. Guðmunds- son áfram. „Kol & salt var fyrir í Austurhöfninni. Það verk, sem mér hefur þótt sorglegast að þurfa að framkvæma, var að láta rífa gamla kolakranann. Kol & salt hafði þetta hafnarsvæði, sem var illa nýtt. Því var það tekið og leigt Eimskipafé- laginu. Þá var unnið að skipulagi fyrir sjávarútveginn og ákveðnar upp- fyllingarnar í Örfirisey, sem voru raunar í gangi allan minn starfs- tíma. Allt var fyllt upp með efni, sem dælt er upp af hafsbotni, og svo sett stórgrýti til að veija upp- fyllinguna. Þama er mikið land- svæði og mest af því fullnýtt, og svo hefur verið komið þarna fyrir stórri olíustöð, sem var afleiðing þess að skipin fóru stækkandi og Skeljungur gat ekki nýtt aðstöðu sína í Skeijafirði. Þegar er komin þarna aðstaða fyrir strandferða- skipin og miklar líkur til þess að fyrr eða síðar verði gerð viðlega fyrir stóru olíuskipin." Einstök hafiiaraðstaða í framhaldi af þessum miklu breytingum og öru framkvæmdum berst talið að framtíðinni og Gunn- ar segir: „Þegar við vomm að vinna að stefnumörkun fyrir Reykjavíkur- höfn á sl. ári, fletti ég m.a. upp nefndaráliti, sem undirritað var 30. desember 1910 af þeim Jóni Þor- lákssyni, Páli Einarssyni og Tryggva Gunnarssyni. Þar em þeir að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif hafnarbyggingin muni hafa á búsetu í landinu, flutninga til og frá því, fískiveiðar o.fl. Álit þeirra var að hún mundi gera Reykjavík að enn meiri miðstöð flutninga til og frá landinu en verið hafði fram að þeim tíma. Við komumst að sömu niðurstöðu nú, 80 ámm síðar, að Reykjavík hafi verið og sé enn flutn- ingamiðstöð landsins, tengiliður fyrir flutninga út á landsbyggðina á sjó og landi. Það sé hennar hlut- verk og beri að efla hana í þeim tilgangi. Það er ljóst að þessir flutn- ingar til og frá landinu bjóða ekki upp á að margar hafnir verði byggð- ar þannig að þær geti tekið við þessum stóm flutningaeiningum. Þegar hugsað er til flutningahafnar til framtíðar, þá er talið að í Viðeyj- arsundi sé hægt að byggja aðstöðu, sem endist nokkuð fram á næstu öld. Reykjavíkurhöfn hefur líka verið ein aðalfiskihöfn landsins. Eftir heimsstyijöldina síðari höfðu flestir vertíðarbátar á Suðvesturlandi að- stöðu í Reykjavík yfir vetrarvertíð- ina. Hafnaraðstaðan var víðast það slæm í heimahöfn þeirra, að stærri bátarnir höfðu aðstöðu þar. Þótt hafnaraðstaða hafi batnað á þess- um stöðum og jafnvel Reykjavíkur- bátar farið að landa þar til að losna við langa siglingu, þá er Reykjavík enn ein allra mesta fískihöfnin á iandinu, ef frá er talin loðna og síld. Reykjavík hefur frá upphafi verið miðstöð togaraútgerðar og er enn. Og jafnvel stóm nótabátarnir eru héðan og þurfa hér hafnarað- stöðu, þótt þeir landi annars stað- ar. Eitt af því, sem hefur verið ánægja að vinna að' var að koma á fót Faxamarkaðinum, sem nú er orðinn stærsti fískmarkaður lands- insog hefur sannað tilverurétt sinn. I þessari framtíðarspá okkar, sem við höfum verið að vinna að, bendum við á að í landi þar sem fé liggur ekki á lausu, þá teljum við að nýta beri þá miklu staðar- kosti sem hér eru. Það er merkilegt að hægt skuli vera að byggja þessa miklu höfn án þess að gera brim- varnargarð. Slíkur garður er venju- lega það aldýrasta og það sem oft- ast verður að byija á. Þetta er al- veg óvenjuleg aðstaða. Og vegna þessarar aðstöðu hefur kostnaður- inn orðið minni hér í Reykjavík.“ Skipin hafa stækkað gríðarlega Við spyijum Gunnar B. Guð- mundsson hvort ekki hafi verið skemmtilegt að vinna að þessum stórframkvæmdum. „Jú, það hafa verið stigin‘*býsna stór skref inn á milli. Má nefna Faxaskála, Sunda- höfn, fyrsta kornturninn, uppbygg- ingu fyrir gámaflutninga og nú í síðasta áfanganum að taka á móti þessum stóru Eimskipafélagsskip- um, sem komu í fyrra. Skipin hafa stækkað gríðarlega mikið. Áður voru þau rúmlega 100 metrar á lengd. Þegar við skipulögðum Kleppsbakkann, sem duga átti fram yfír aldamót, var talað um að stærstu skip yrðu ekki lengri en 140 metrar. Við vorum búnir að hanna hafnarmannvirkin með þetta í huga, þegar við fréttum að Eim- skip væri búið að kaupa 170 metra löng skip. Við þurftum því að breyta hönnuninni og tókst að gera hana svo. úr garði að þessi stóru skip geta athafnað sig. Nei, við vissum það ekki fyrr. En það er gjaman þannig í öilum höfnum, að hafnar- stjórn fær upplýsingar um svona breytingar eftir að ákvarðanir eru teknar. Helst á þá öll aðstaða að vera tilbúin á morgun. Þrátt fyrir allt hefur samstarfið verið ánægju- legt og menn unnið saman að lausn- um. Það er óhætt að segja, að ekki hefur verið mikið um dauðan tíma þessi 25 ár.“ Viðtal: Elín Pálmadóttir Tónlistardagar Dómkirkjunnar: Tvö kórverk Jónasar Tómas- sonar frumflutt Tónlistardagar Dómkirkjunnar verða haldnir í 8. sinn 8.-12. nóvem- ber. Á efiiisskránni er m.a. frumflutningur á tveimur kórverkum eftir Jónas Tómasson. Þá verður hátíðarmessa, þar sem frumflutt verður verk fyrir barnakór, blásara og orgel eftir Guðmund Haf- steinsson. Hrun fískistofha í Barentshafi: OfVeiði og röskun vistkerf- isins líklegasta skýringin - segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastoftiunar „ÉG tel ofveiði og röskun á vistkerfinu miklu líklegri orsakir hruns fiskistofha í Barentshafí en sprengingar I rannsóknaskyni. Af þessum sprengingum koma smáhvellir og menn hafa talið til þessa að fiskur- inn forðaði sér einfaldlega við þá. Ég vil þó ekkert fiillyrða um þenn- an möguleika,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafirannsóknastofh- unar, í samtali við Morgunblaðið. Kór Dómkirkjunnar og stjómandi hans, Marteinn H. Friðriksson, sjá um framkvæmd Tónlistardaganna. Á þessu ári eru 150 ár liðin frá því að Dómkirkjan eignaðist skírnar- font sinn, sem er eftir myndhöggv- arann Bertel Thorvaldsen og teng- ist skírnarfonturinn að nokkru Tón- listardögunum. Þrír slíkir fontar eru til og einn þeirra er í Helligaands- kirkju í Kaupmannahöfn. Hingað til lands kemur orgelleikari þeirrar kirkju, Flemming Dreisig. Dómkór- inn söng við messu í kirkjunni fyrir fjórum árum og þá kviknaði hug- myndin að bjóða orgelleikaranum að leika á tónleikum hér. Tónleik- arnir verða í Dómkirkjunni miðviku- daginn 8. nóvember klukkan 20.30. Flemming Dreisig leikur verk eftir Bach, Reger og fyrri orgelleikara Heiligaandskirkju. Laugardaginn 11. nóvember klukkan 17 heldur Dómkórinn tón- Jónas Tómasson, tónskáld. leika í Dómkirkjunni og á efnis- skránni verða verk sem kórinn flutti í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu í sumar. Þar á með- al eru „Credo“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson og „Adore te“ eftir Knut Nystedt. Á hveiju ári hefur tónskáld verið fengið til að semja verk fyrir Dóm- kórinn og að þessu sinni er það Jónas Tómasson frá ísafirði. Annað verkið, sem heitir „Faðir vor“, gaf hann Dómkirkjunni í tilefni afmælis Flemming Dreisig orgelleikari. skímarfontsins, en hitt verkið er „Úr Opinberunarbók Jóhannesar". Inntak verksins er: Drottinn mun eyða þeim sem jörðinni eyða. Þessi verk verða flutt á tónleikum sunnu- daginn 12. nóvember klukkan 17. Flytjendur eru, auk Dómkórsins, Margrét Bóasdóttir einsöngvari, Árni Arinbjamar orgelleikari og Joseph Ognibene hornleikari. Hátíðarmessan verður sunnu- daginn 12. nóvember, klukkan 11. Auk Dómkórsins syngur barnakór Dómkórinn i Reykjavík við Dóm- kirkjuna. Kársnesskóla, undir sljóm Þómnn- ar Bjömsdóttur. Þar verður m.a. fmmflutt verk fyrir barnakór, blás- ara og orgel eftir Guðmund Haf- steinsson. Guðmundur hlaut styrk úr tónmenntasjóði þjóðkirkjunnar til að semja verkið. Flytjendur auk kóranna em Elín Sigurvinsdóttir einsöngvari og blásarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Stjórnandi Tónlistardaga Dóm- kirkjunnar er Marteinn H. Friðriks- son. Morgunblaðið skýrði frá því í gær, að sovézkur vísindamaður hefði á ráðstefnu í Noregi lýst því yfir að ofveiði og sprengingar á hafsbotni hafi eyðilagt fiskistofn- ana í Barentshafi. Jakob flutti á Fiskiþingi, sem nú stendur yfir erindi, þar sem hann fjallar meðal annars um hrun fiski- stofnanna í Barentshafinu. Hann segir að venjulega hafí þorskstofn- inn þar verið talinn _sá stærsti í Norður-Atlantshafi. Árin 1969 til 1977 hafi þorskaflinn þar verið rúmlega ein milljón tonna, en síðan farið ört minnkandi og sé kominn niður fyrir 300.000 tonn. Mestur varð loðnuaflinn í Bar- entshafínu tæplega 3 milljónir tonna árið 1977. Fram til ársins 1984 var aflinn 1,5 til 2,3 milljónir tonna, en síðan hmndi stofninn og hefur engin loðnuveiði verið þar síðan 1987. „Aðalfæða þorsksins í Barentshafi hefur löngum verið smásíld og loðna. Síldin hvarf eins og allir vita fyrir 20 árum, hrun loðnustofnsins fyrir 4 til 5 ámm þætti gráu ofan á svart. Þá virðast göngur vöðusels hafa aukizt mjög á þessu hafsvæði hin síðari ár. Niðurstaðan er sú, að mikil ofveiði á uppsjávarfiskum, loðnu og sfld, svo og ef til vill friðun selastofna, hafi valdið því að vistkerfi Barents- hafsins rakaðist með þessum skelfi- legum afleiðingum," segir Jakob Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (03.11.1989)
https://timarit.is/issue/122855

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (03.11.1989)

Aðgerðir: