Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
37
VEL\AKANDI
SVAR/R í SÍMA
691282KL. 10-12
FRÁ NÁNUDEGI
TIL FCSTUDAGS
i UáXUá~\ m'MW
cWíiíV,
^ /sy^c^-oc/yM cje*~t sOckqcti :
(ATH01
Hreppsneftid Presthólahrepps:
Lýst yfir stuðningi við
Flugfélag Norðurlands
Á fundi hreppsnefndar Prest-
hólahrepps nýlega var svohljóð-
andi ályktun gerð:
„Flugfélag Norðurlands hefur um
alllangt skeið annast áætlunarflug
til Kópaskers og er það álit hrepps-
nefndar að þjónusta félagsins sé með
V
miklum ágætum og lýsir fyllsta vilja
til að Flugfélag Norðurlands haldi
þeim flugleiðum sem þeir nú hafa.
Hreppsnefnd bendir á nauðsyn
þess að hlú að þeirri atvinnustarfsemi
sem þegar hefur fest rætur á lands-
byggðinni og sannað hefur getu sína
og gildi."
MÍR - Opið hús
í tilefni þjóðhátíðardags Sovétríkjanna og 72 ára af-
mælis Októberbyltingarinnar verður OPIÐ HÚS í fé-
lagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 4. nóv.
kl. 14-18. Þar verður sitthvað á dagskrá fram eftir
degi. M.a. spjallar Leoníd Vakhtin, fulltrúi í sovéska
sendiráðinu, á íslensku um pererstrojku og nýjustu
viðhorf, kvikmyndir verða sýndar, hlutavelta, basar,
kaffiveitingar.
Allir velkomnir. - MÍR.
Kurteisi kostar ekkert
Kæri Velvakandi.
Fyrir nokkru fór ég í Reykjavíkur
Apótek til þess að ná í lyf sem ég
þarf nauðsynlega að taka inn. Ég
er 75 prósent öryrki og þess vegna
fékk það mjög á mig þegar af-
greiðslukonan sem afgreiddi mig í
fyrra skiptið tók ekki undir þegar
ég bauð góðan dag heldur hrifsaði
af mér lyfseðilinn og spurði mig
með þjósti hvort ég ætlaði að bíða
eftir lyfjunum. Ég sagðist ekki ætla
að bíða neitt, ég myndi koma
seinna, vegan þess að ég var orðinn
mjög spenntur út af framkomu
þessarar afgreiðslukonu. Ég var
orðinn það spenntur að þegar ég
opnaði útgöngudyrnar reif ég þær
upp svo harkalega að gamall mað-
ur, sem ég mætti í dyrunum, hrökk
við. Eftir þetta fór ég í Sundhöllina
við Barónstíg og fór þar í heitu
pottana og tókst að ná þessari
spennu úr mér.
Eftir að ég var búinn að vera í
Sundhöllinni fór ég aftur í
Reykjavíkur Apótek til þess að ná
í lyfin mín. Og þá afgreiddi mig
önnur kona, sem var mjög kurteis
og almennileg og kann ég henni
miklar þakkir fyrir það. En það
þyrfti svo sannarlega að taka okkur
Islendinga í kennslustund í kurteisi
og mannasiðum, því það er víða
pottur brotinn hér hvað það varðar
og væri auðvelt að gera betur.
Það voru einhverjir sem gerðu
það í sumar að mála töluna 666
utan á eina steinsúlu húsnæðis
Hjartaverndar og sé ekki enn búið
að afmá þetta væri mjög ánægju-
legt að það yrði gert sem fyrst. En
þeir sem máluðu töluna 666 utan
á steinsúluna ættu að gæta sín, því
þeir gætu lent á valdi hans sem
mun bera töluna 666.
Björn Hjaltason
BREIDHYLTINGAR!
Ásgeir Hannes Eirikssen,
alþingismaóur Borgaraflokksins
og eini þingmaður Reykvíkinga,
sem er búsettur í Breióholti,
verður með viðtalstíma í dag
föstudag, ó veitingastaðnum A
alþingi í göngugötunni í Mjódd-
inni milli kl. 12.00 og 14.00.
Ættfræðiþjonustan
KynniÓ ykkur þjónustuna:
Ættfræðinámskeið, ættrakning
(ættartölur og niðjatöl), leit að
týndum ættmennum og önnur
upplýsingaöflun, sala ættfræði-
bóka og hjálpargagna í ættfræði.
Sími27101
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisilokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum í vetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
ogábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 4. nóvember verða til viðtals Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgarstjórn-
ar, í borgarráði og formaður heilbrigðisráðs, og Hulda Valtýsdóttir, formaður menning-
armálanefndar.
V V V V V V V V V’ V v w
Bakveikir og gigtieikir bylta sér
oftar í rúminu hverja nótt og hafa órólegri svefn en þeir
sem eru verkjalausir í skrokknum. Samt sýna rannsóknir
að heilbrigð manneskja snýr sér 60-80 sinnum í svefni
hverja nótt. Stífír hálsliðir, verkir í gömlum meiðslum,
verkir í liðamótum og vöðvum, og annað slíkt eykur
vanlíðan í svefni sem hugsanlegt er að laga mikið með
góðri dýnu.
Kannast þú við það að vakna á morgnana einhvern-
veginn ónóg(ur) sjálfri(um) þér, stirð(ur), já þreytt(ur)
eftir 7-8 tíma svefn og þurfa tvo kaffibolla minnst til að
koma þér í gang? Eða ertu kannski búin(n) að gleyma
því hvað það er að líða vel í skrokknum?
I Húsgagnahöllinni er sérstök útstilling fyrir þá sem vilja
gera eitthvað í þessum málum. Þar getur þú séð hvernig
dýnurnar eru byggðar upp mismunandi stífar og mismun-
andi mjúkar og þar getur þú valið þér dýnu og skipt við
pkkur þangað til þú finnur dýnuna sem þér líður best á.
í samanburði við margt annað sem við þurfum að kaupa
í búið okkar er ódýrt að láta eftir sér það besta sem völ er
á í rúmdýnum. Þannig kostar hjónasett iðulega minna
en einn hægindastóll.
Við höfum upplýsingar um það frá Norðurlöndum að
sala á vatnsdýnum hefur hrunið, t.d. í Danmörku, en
sala á sænsku fjaðradýnunum, sem við eigum fullkomið
úrval af, frá SCAPA hefur meira en tvöfaldast á þessu ári.
Vertu góð(ur) við sjálfa(n) þig og gefðu þér gjöf sem gef-
ur þér til baka góðan væran svefn.
Fáóu þér
íilvöru
dýuu!
JU
X
':v.
íí.
Húsgagna*höllin
REYKJAVÍK