Morgunblaðið - 03.11.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 03.11.1989, Síða 1
56 SIÐUR B/C mrgmilitiifrifr STOFNAÐ 1913 251. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 3. NOVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kambódía: Bardagar ógna lífi tug’þúsunda manna Bangkok. Reuter. Tugþúsundir óbreyttra borgara eru í lífshættu vegna bardaga sem geisað hafa í Norðvestur-Kambódíu frá því framrás skæruliða hófst þar fyrir fímm vikum, að því er sjónarvottar sögðu í gær. Reuter Þessi Austur-Þjóðverji beið í gær fyrir utan vestur-þýska sendiráðið í Prag í Tékkóslóvakíu með börnin sín tvö en 1.300 landar hans voru þá í húsinu eða á sendiráðslóðinni. Var búist við, að flóttafólkinu ætti eftir að fjiilga mikið enda liefur bannið við feröum Austur-Þjóðverja til Tékkóslóvakíu verið afnumið. Hreinsanir samfara aukn- um kröfum um umbætur Vesturlandabúar, sem verið hafa á svæðinu, sögðu að fjölmargir íbúar þorpa, sem setið er um, hefðu beðið bana í stórskotaárásum stjórnar- hersins og skæruliða. Skrifstofa fylgismanna Norodoms Sihanouks prins í Bangkok gaf í gær út yfirlýs- ingu þar sem fordæmdar voru árás- ir stjórnarhersins á bæinn Thma Pouk, sem skæruliðar Rauðra khmera náðu á sitt vald í byijun Ungverjaland: Vilja ger- astjafii- aðarmenn Búdapest. Reuter. Ungverski sósíalistaflokkurinn (HSP), sem stofnaður var á flokks- þingi Kommúnistaflokks Ung- veijalands 7. október síðastliðinn, um leið og starfsemi kommúnista- flokksins var lögð niður, hefúr sótt um aðild að Alþjóðasambandi jafhaðarmanna. „Ég á von á því, að HSP fái inn- an skamms aðild að Alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna," var haft eftir Rezso Nyers, formanni flokksins, áður en hann hélt til Danmerkur í boði danskra jafnaðarmanna; í al- þjóðasambandinu eru flokkar úr öll- um heimsálfum, en enginn austur- evrópskur. október. Er haft eftir bæjarbúum að 15 óbreyttir borgarar hefðu látist í árásunum en þar og víðar hafast óbreyttir borgarar við í gryfjum, sem grafnar hafa verið í jörðina. Þeim óbreyttu borgurum fjölgar sífellt sem eru fengnir til að gerast burðarmenn fyrir stjórnarherinn og skæruliða og þurfa þeir oft að bera þungar byrðar yfir jarðsprengna- svæði til vígstöðvanna. Börnin í þorpunum leika sér að rifflum sem ekki eru minni en þau sjálf. Mikil harka hefur færst í bardag- ana frá því Kínveijar, Sovétmenn, Víetnamar, Bandaríkjamenn, Tæ- lendingar og Singapore-búar byij- uðu að dæla vopnum í stríðsaðiljana en sókn skæruliða gegn stjórnar- hernum hófst af fullum þunga fyrir fimm vikum. Austur-Þýskaland: Austur-Berlín, Varsjá, Prag. Reuter. FJÓRIR háttsettir valdanienn og skjólstæðingar Erichs Honeck- ers, fyrrum leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins, sögðu af sér embætti í gær og eiginkonu Honeckers var vikið frá sem menntamálaráðherra. Virðast miklar hreinsanir eiga sér stað í stjórnkerfinu og er búist við veru- legum breytingum á sljórnmála- ráðinu í næstu viku. Egon Krenz, leiðtogi kommúnistaflokksins, er nú í opinberri heimsókn í Póll- andi en á sama tíma flykkjast landar hans enn á ný í vestur- þýska sendiráðið í Prag í von um að fá að flytjast vestur. Þá efridu tugþúsundir manna til mótmæla í Austur-Berlín í gærkvöld. Margot Honecker, eiginkonu Erichs Honeckers, var í gær vikið frá sem menntamálaráðherra en í því embætti hafði hún setið allt frá árinu 1963. Þá sögðu af sér þeir Gerald Götting og Heinrich Ho- mann, formenn Kristilega demó- krataflokksins og Þjóðlega demó- kratafiokksins, tveggja fylgiflokka kommúnista, og Herbert Ziegen- hahn og Hans Albrecht, formenn flokksins í Gera og Suhl, tveimur af 15 héruðum Austur-Þýskalands. Virðist vefa að því stefnt að víkja burt sem flestum skjólstæðingum Honeckers og búist er við, að veru- leg uppstokkun verði gerð á stjórn- málaráðinu í næstu viku. Önnur tíðindi frá Austur-Þýska- landi benda til, að kröfunni um lýð- ræðislegar umbætur vaxi ásmegin dag frá degi. Markus Wolf, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar, krafð- ist þess í gær, að þingið hefði beint eftirlit með stofnuninni og í vikurit- inu Wochenpost var 21 árs gömul þögn rofin með lofgrein um „Vorið í Prag“. Þá sagði öll stjórnin í tón- skáldafélaginu af sér vegna kröfu almennra félagsmanna og er búist við svipuðum atburdum í félögum annarra lista- og menntamanna. Egon Krenz, leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins, kom í- gær í tveggja daga heimsókn til. Póllands og sagði að loknum viðræð- um við Tadeusz Mazowiecki forsæt- isráðherra, að hann gæti margt lært af þeim breytingum, sem nú ættu sér stað í Póllandi. Ríkisvaldið býður kennurum að mánaðarlaun allra verði 17.200 sænskar krónur (162.000 ísl.kr.) en þau eru nú 14.500 s.kr. Kennslu- skylda verði 26 stundir á viku og viðveruskyldan verði notuð til und- irbúnings og viðræðna við nemend- ur. Háskólamenntaðir kennarar hafa mótmælt þessum tillögum af mik- illi heift en þeir hafa haft lægri Um 1.300 Austur-Þjóðveijar höfðu um miðjan dag í gær leitað hælis í vestur-þýska sendiráðinu í Prag og fjölgaði stöðugt. Banni við ferðum þeirra til Tékkóslóvakíu var aflétt á miðnætti aðfaranótt mið- vikudagsins og fyrsta sólarhringinn fóru 8.000 manns yfir landamærin. Samtímis þessu efndu um 50.000 manns til mótmæla í Austur-Berlín þar sem krafist var hreinskilinna viðræðna um kreppuna í austur- þýsku samfélagi. kennsluskyldu en aðrir kennarar og hærri laun eftir ákveðinn starfsald- ur. Tillögur ríkisins eru í andstöðu við þróun á vinnumarkaði í Svíþjóð að undanförnu sem hefur verið í þá átt að auka launamun og bjóða ólík atvinnuskilyrði á ýmsum svið- um. Háskólamenntaðir kennarar segjast hafa efni á að vera í verk- falli þar til kröfur þeirra um sérstök kjör verða samþykktar. Nýja Sjáland: Sir Muldoon í nýju hlutverki Wejlington. Reuter. SIR Robert Muldoon, fyrrverandi forsætisráðherra á Nýja Sjá- landi, er kunnur fyrir að binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir en nú hefur hann þó brugðið sér í gervi, sem flestum stjórnmálamönnum fyndist líklega best að sneiða hjá. Sem „Robula greifí", kríthvítur í framan, með svart slá og allur hinn blóðsugulegasti, ætlar hann að taka að sér að kynna sígildar hryllingsmyndir í sjónvarpinu. Muldoon, sem er 68 ára gamall, varð að sjá á bak for- sætisráðherra- embættinu eft- ir kosningaó- sigur árið 1984 en síðan hefur hann gert hos- Sir Muldoon ur sínar grænar fyrir leiklistar- gyðjunni og með ágætum árangri að sögn. Hann hefur komið fram í hryllingsmynd og í nýsjálenska sjónvaipsþættinum „Terry og vopnasmyglararnir“ fór hann með hlutverk leyniþjónustufor- ingja. Þar að auki hefur hann sést í sjónvarpsauglýsingum og einkum þar sem kynnt eru garð- verkfæri hvers konar en ofan á allt annað er Muldoon heims- kunnur sérfræðingur í liljurækt. Svo má ekki gleyma því, að Muldoon situr enn á þingi fyrir Þjóðarflokkinn. „Ég er kominn á þann aldur, að ég leyfi mér að gera það, sem ég hef gaman af,“ segir Muldoon, „og ég held, að flestum líki það bara vel, sérstaklega þó barna- börnunum mínum.“ Sænskir kennar- ar boða verkfall Slokkliólmi. Frá Erik Lidcn, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLT bendir nú til þessa að 250 þúsund sænskir nemendur verði af kennslu á miðvikudag í næstu viku. Háskólamenntaðir kennarar hafa ákveðið að hefja þá verkfall til að mótmæla tilboði ríkisins um nýjan samning þar sem kveðið er á um sömu laun til handa öllum kennurum, háskólamenntuðum sem öðrum. Einnig vill ríkið að við- veruskylda verði samanlagt átta stundir á viku í skólunum, auk kennslunnar sjálfrar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.