Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 16
16 ■ím aaavuTíöM .1 auoAŒjTgöa Gie/uiavLUDHOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989 Islenzk orðsigabók kemur út; Uppruni 40.000 ís- lenzkra orða rakinn ÍSLENZK orðsifjabók, sem fjallar um uppruna íslenzkra orða, kom út í gær. Höfúndur er Asgeir Blöndal Magnússon, sem lézt fyrir tveimur árum. Orðabók Háskólans gefúr bók- ina út, og er þetta fyrsta meiri- háttar verkið, sem út kemur á vegum stofnunarinnar, en áætl- að er að fleiri fylgi í kjölfarið á næstu árum. Nærri lætur að uppruni um 40.000 íslenzkra orða sé rakinn í bókinni. Fjallað er um flest orð, sem koma fyrir í fomum textum og í eldra íslenzku máli, en einnig um fjölda orða úr yngra máli, bæði óprentuðum heimildum og úr talmáli. Höfundur tengir þau fornum orðaforða og bendir á að mörg eiga þau sér fornar rætur. Þá er Qallað um tökuorð í Islenzku og uppruni þeirra skýrður, og um allmörg örnefni og eiginnöfn. Ásgeir Blöndal Magnússon var starfsmaður Orðabókar Háskól- ans um þriggja áratuga skeið og forstöðumaður hennar í tvö ár áður en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. I bókinni leggur hann megináherzlu á tengsl íslenzku við Norðurlandamálin með dæmum bæði úr ritmáli og norrænum mállýzkum, en þann orðaforða tengir hann öðrum eldri og yngri germönskum málum. Einnig gerir hann sér far um að sýna venzl norræns orðaforða við önnur mál af indóevrópskri mála- ætt. í formála er gerð grein fyrir skyldleika íslenzku við önnur indóevrópsk mál og rakin helztu atriði íslenzkrar málsögu og orð- myndunar. í máli Jóns Friðjónssonar, Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jón Friðjónsson afhendir Njólu Jónsdóttur, ekkju Ásgeirs Blöndal Magnússonar, fyrsta __ eintakið af Islenzkri orðsifjabók. í gær, annan nóvember, hefði Ásgeir orðið átt- ræður. Á litlu myndinni má sjá hvernig orðið sifjar er skýrt í orð- sifjabókinni. ■ hefur guösifjar af e-m'. Sjá si/jar og sifji', -sifi eiginLJ I s.o. og siffi (j falliö brotl á undan i). sifjaOur I. ‘lengdur. mxgöur; skyldur’; Hkl. upp-1 I hafl. Ih.þt. af so. *sifja 'tengjast mzgöum eöa «tt- I arböndum'. sbr. nno. sivja 'mxgjast viö’, gotn. ga-1 sibjon 'sjettast viö’. fhþ. sibbðn 'vera («tt við’, frek- I ar en lo af sifjar, o: 'sifjum bundinn*. sifjar kv.ft. 'mágscmdtr. tengdir (viö giftinguý, I I tfrzndsemi. skyldleiki'; sbr. gotn. sibja, fe. sibb, I I fsax. sibbia. íhþ. (nhþ. sippe. ne. sib) < germ. I *stbjö. Lfkl. sk. rússn. soé ’séreöli'. lettn. stbrs 'vin- [ ur. félagi'. Vafasamara er um tcngsl viö fi. sabká I ‘samkoma'. Orö þessi viröast lcidd af fn.-stofninum I *st-, *syt- (abfn.) meÖ há-viðsk. og merkingin þá I ‘ciginn. okkur sjálfum tilheyrandi'. Af sama toga eru I j líkl. (lat.-germ.) þjóöflokkaheitin Stmnðnis (< *stb- I 1 aniz) og Suibl (Sváfar), sbr. víxlanina st-: swt 11 -sift og -svift. Af sifjar eru leidd samsett orö eins og I mm stjórnarformanns Orðabókar Há- skólans, á kynningarfundi um bókina, kom fram að höfundur hefði lagt sig fram um að gera bókina aðgengilega almenningi, en einnig hefði það verið eindreg- in ósk hans að verði bókarinnar yrði í hóf stillt, þannig að almenn- ingu^, réði við það. Bókin er seld á 8.700 krónur og verðinu haldið niðri með því að telja hvorki vinnu Ásgeirs við samningu bókarinnar né handritslestur til kostnaðar. Jón sagði að höfundur hefði ekki þegið laun fyrir áratugavinnu við samninguna og Orðabók Háskól- ans hefði heldur ekki þegið laun fyrir verk sitt, enda mætti segja að stofnunin skuldaði þjóðinni það að leggja sitt af mörkum í verkið. Mál og menning sér um dreif- ingu og kynningg á bókinni, sem er prentuð í Odda. Bókin er 1231 blaðsíða, auk formála og ýmissa skráa. Rút Ingólfsdóttir, fíðluleikari, Hörður Áskelsson, orgelleikari. Tónleikar í kirkj- um Arnessýslu I HAUST hafa hljóðfæraleikar- arnir Rut Ingólfsdóttir fiðluleik- ari og Hörður Áskelsson orgel- leikari heimsótt kirkjur, skóla og vinnustaði í uppsveitum Ár- nessýslu og flutt tónlist eftir meistara barokktímans, þá Bach og Hándel svo og nokkur þekkt smáverk. Næstu tónleikar verða sem hér segir: Laugardaginn 4. nóvember klukkan 16 í Ólafsvallakirkju, sunnudaginn 5. nóvember klukkan 16 í Hrepphólakirkju, sama dag klukkan 21 í Stóra-Núpskirkju og mánudaginn 6. nóvember klukkan 21 í Hrunakirkju. Á efnisskránni eru sónötur eftir Bach og Handel, Maríuvers Páls ísólfssonar, Ave María eftir Schu- bert o.fl. Rut og Hörður hafa þegar haldið tónleika í sjö kirkjum í Skálholts- prestakalli og Mosfellsprestakalli og haldið kynningar í skólunum á Laugarvatni, á Sólheimum í Grímsnesi og í Búrellsvirkjpn. Þau hafa meðferðis nýtt og vandað pípu- orgel, en sá kostagripur var gefinn til Skálholtskirkju sl. sumar til minningar um frú Önnu Magnús- dóttur prestsfrú í Skálholti. Aðgangur að tónleikunum er öll- um heimill og ókeypis, en þau Rut og Hörður hafa notið stuðnings sóknarnefndanna, svo og Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT) sem greiðir fyrir listflutningi á lands- byggðinni. Eitt verka Sigríðar. Gallerí einn einn: ísland í brennidepli á Bok och Bibliotek ’90 Forseti Islands opnar bókahátíðina ÍSLENSKUM rithöfundum og útgáíúfyrirtækjum verða gerð sérstök skil á sænska bóka- og menningarþinginu „Bok och Bibliotek" sem haldið verður í sjötta sinn í Gautaborg dagana 13.-16. september 1990. Bókaþingið, sem er hið þriðja stærsta í heiminum, er haldið árlega og hefúr eitt Norðurlandanna verið kynnt sérstaklega á hverju ári. Hefúr forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, þekkst boð Bok och Bibliotek og mun opna hátíðina á næsta ári. Tveir af skipuleggjendum bókahátíðarinnar Bok og Bibliotek '90, Bertil Falck (t.h.) og Conny Jacobsson í Norræna húsinu. Á þinginu, sem lauk 10. septem- ber sl., skipaði Danmörk heiðurs- sess en ákveðið hefur verið að ís- land geri það á næsta ári. 60.000 manns sóttu nýafstaðið bókaþing þá fjóra daga sem það stóð yfir. 850 aðilar frá 27 löndum sýndu og var ísland í fyrsta sinn með sinn eigin sýningarbás á hátíðinni. Með- Hring'urinn með árleg- an basar KVENFÉLAGIÐ Hringurinn heldur sinn árlega handa- vinnu- og kökubasar sunnu- daginn 5. nóvember klukkan 14 í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg. Þar verður til sölu mikið úr- val af ágætum jólagjöfum og allskonar kökum á góðu verði. Einnig verða seld þar ný og mjög falleg jólakort félagsins. Svo sem jafnan áður rennur allur ágóði til Iíknarmála barna. Félagskonur vilja hvetja borg- arbúa til að ljá þessu málefni lið, svo að enn megi bæta að- búnað sjúkra barna. (Fréttatilkynning) al gesta voru Ingvar Carlsson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, og Svavar Gestsson menntamálaráðherra, sem kynnti norræna bókmenntadagskrá þar sem Einar Kárason frá íslandi og fleiri norrænir rithöfundar lásu upp úr verkum sínum. Auk rithöfunda og útgefanda frá Norðurlöndum voru rithöfundarnir E.L. Doctorow, Alberto Moravia, Friedrich Durrenmatt, Nadine Gordimer, Yasar Kemal og margir fleiri gestir hátíðarinnar. Alls sóttu um 1.200 blaðamenn hvaðanæva úr heiminum hátíðina. Bertil Falck, einn af skipuleggj- endum bókaþingsins, sem staddur er hér á landi ásamt fleiri erindrek- um Bok och Bibliotek, sagði í sam- tali við Mprgunblaðið að í ráði væri að hlutur íslands á menningarhátíð- inni á næsta ári verði sem vegleg- astur og efli um leið hinn norræna svip bóka- og menningarhátíðarinn- ar. Bertil sagði að sú hugmynd hefði komið upp að fleiri aðilar en rithöf- undar og bókaútgefendur tækju þátt í næsta bókaþingi og yrði meðal annars leitað til Útflutningsr- áðs íslands og því boðið að koma útflutningsvörum íslendinga á framfæri í tengslum við bókahátí- ðina. Einnig væri í ráði að efna til alhliða kynningar á menningu ís- lands á þeim tíma sem bókaþingið er haldið. Conny Jacobsson, starfsmaður Bok och Bibliotek, sagði að íslen- skar bókmenntir væru ómissandi í bókahátíð sem þessari ef efla ætti hinn norræna svip hennar. Hann kvaðst hafa spurnir af því að um 300 manns væru í Rithöfundarsam- bandi íslands og að helst vildi hann fá þá alla til að taka þátt í næstu bókahátíð. Hann gat þess einnig að verk fárra íslenskra rithöfunda hefðu verið þýdd yfir á sænsku, einkum barnabókahöfunda. Hann sagði jafnframt að skömmu áður en bókahátíðin hefst á næsta ári kæmi út sænsk þýðing á vegum Nordset-forlagsins á skáldsögu Svövu Jakobsdóttur, Gunnlaðar- sögu. Anna Einarsdóttir hjá Bókasam- bandi íslands sagði að á bókahátíð- inni gæfíst einstætt tækifæri til að kynna bókmenntir og menningu íslands fyrir fjölda áhugasamra gesta. ney, sem Brúarfoss rakst á í Vestmanneyjahöfn á mánudag er mun meira skemmt en álitið var í fyrstu. Öll yfírbygging skipsins er nán- ast ónýt og ekki er talið að svari kostnaði að gera við spil þess. Rekk- verk er skemmt og rifa og dældir eru á og skrokk þess. Þá er dælu- rör skipsins saman klesst. Auk skemmdanna sem urðu á dýpkunarskipinu skemmdist Sigríður As- geirsdóttir sýnir SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir opnar í dag sýningu á verkum sinum í sýningarsalnum Galleríi einn einn, Skólavörðustíg 4a í Reykjavík. Á sýningunni eru teikningar unnar í Edinborg árið 1985 og nokkrar grafíkmyndir sem Sigríður vann í Printmakers Workshop í Edinborg í sumar. Sigríður stundaði nám við Edin- burgh College of Art 1979-1984 og í Þyskalandi 1984. Þetta er fjórða einkasýning hennar, en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Steint gler eftir Sigríði er að finna m.a. í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, kapellu Kvennafangelsins í Cornton Vale í Stirling í Skotlandi, í Iðnaðarbanka íslands við Lækjargötu og í kapellu sjúkrahússins á Isafirði. Sýningin í Galleríi einn einn stendur frá 3.-16. nóvember og er opin alla daga kl. 14-18. skrokkur sandpramma skipsins einnig nokkuð. Dýpkunarskipið er óstarfhæft sökum skemmdanna. Er búist við að lagfæringar taki vikur eða mán- uði og verði kostnaðurinn við þær nokkrar milljónir. Þegar Brúarfoss rakst á Vest- mannaey var áhöfn dýpkunarskips- ins við vinnu um borð i því. Sáu þeir hvað verða vildi og náðu naum- lega að forða sér upp á bryggju áður en Bakkafoss skall utan í skip- ið. Grimur V estmannaeyj ar: Dýpkunarskipið mikið skemmt Vestmannaeyjum. DÝPKUNARSKIPIÐ Vestmana-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.