Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
Minning:
Siguijón Kristjáns
son skipstjóri
Fæddur 25. ágúst 1902
Dáinn 27. október 1989
Siguijón Kristjánsson skipstjóri
lést á Hrafnistu í Reykjavík 27.
október sl., áttatíu og sjö ára gam-
all, og verður hann í dag kvaddur
hinstu kveðju frá Dómkirkjunni.
Með Siguijóni er genginn stór-
merkur góður sómamaður sem gott
er að minnast og hafa umgengist.
Hann átti að baki langan, góðan
og farsælan starfsdag og gat með
ánægju og gleði litið yfir farinn veg
því miklu og góðu verki hafði verið
komið í höfn.
Hann var af aldamótakynslóð-
inni, fæddur á Bíldudal 25. ágúst
1902. Foreldrar hans voru Kristján
Siguijón Kristjánsson, f. 9. nóvem-
ber 1877 að Traðarbúð í Staðar-
sveit, Snæfellsnesi, og Stefanía
Stefánsdóttir, f. 24. febrúar 1879 á
Hellissandi.
Siguijón missti föður sinn árið
sem hann fæddist. Móðir hans, Ste-
fanía, fluttist þá með son sinn og
dóttur.til Hellissands þar sem hún
átti athvarf með börnin ungu og
ólst Siguijón þar upp. Svo sem al-
gengt var þá með unga menn
hneigðist hugur hans til sjó-
mennsku og á fermingardaginn
sinn fór hann á skútuna Elísu frá
Dýrafirði.
Hann byijaði formennsku innan
tvítugs á áraskipum. Hann reyndist
þá sem og síðar hinn besti aflamað-
ur, gætinn, góður sjómaður og skip-
stjórnarmaður.
Árið 1924 lærir hann siglinga-
fræði á ísafirði og gerðist eftir það
skipstjóri á bátum frá ísafirði og
skútum frá Stykkishólmi. Siguijón
var einnig formaður og útgerðar-
maður á Hellissandi en þar átti
hann heima í 34 ár.
Þann 11. desember 1926 kvænt-
ist hann Sigríði Ólafsdóttur frá
Hellissandi, fæddri 6. maí 1904,
myndarlegri dugnaðarkonu og
bjuggu þau í farsælu hjónabandi í
61 ár, þar til Sigríður lést 22. maí
1987 sátt við tilveruna.
Börn þeirra urðu 5 talsins, öll
hinir myndarlegustu borgarar. Þau
eru, Steinar rithöfundur í Reykja-
vík, Oddný Ólafía húsmóðir á Ákur-
eyri, Hreiðar Hafberg búsettur í
Ameríku, Sævar en hann fórst með
mb. Val frá Akranesi 5. janúar
1952, Kristján Stefán trésmíða-
meistari í Kópavogi.
Einnig ólu þau hjónin upp tvö
barnabörn sín, Sigríði Steinars-
dóttur sem býr á Selfossi og Sigur-
jón Guðmundsson sem býr í Reykja-
vík.
Frá Hellissandi fluttu þau hjón
árið 1936 til Akraness og var Sigur-
jón skipstjóri þar á ýmsum bátum
í 26 ár. Eg sem þessar línur rita
átti því láni að fagna að kynnast
Siguijóni þegar ég kom fyrst á
vertíð til Akraness 1944, ekki hafði
ég þekkt hann neitt að ráði áður,
þótt við séum báðir frá Hellissandi.
Þau kynni urðu til þess að ég var
ráðinn í skiprúm hjá honum á mb.
Höfrung sem var 21 smálest og
þótti gott skip til sjósóknar. Við
vorum allir mjög ungir hásetar hans
þessa vertíð og hafði hann orð á
því við mig að samt hefði sér geng-
ið afar vel að fiska, því að þið strák-
arnir voruð svo samhentir til þess
að þetta gengi vel.
Eg leigði svo herbergi hjá þeim
Sigríði og Siguijóni á Heiðarbraut
11 og kynntist þeim þá betur, þau
kynni snerust upp í vináttu milli
þeirra og okkar hjónanna sem aldr-
ei hefur borið skugga á. Siguijón
var skipstjóri hjá mörgum góðum
útgerðarmönnum á Akranesi svo
sem Haraldi Böðvarssyni o.fl. Hann
fór vel með veiðarfæri og bar hag
útgerðarinnar fyrir bijósti eins og
hann gat best gert, sýndi hann þar
eins og svo oft trúmennsku sína í
verki. Gestrisni þeirra hjóna var
viðbrugðið. Svo var til ætlast hjá
þeim að sem flestir Sandarar o.fl.
kæmu heim til þeirra og þægju
góðgjörðir og má segja að heimili
þeirra hefði verið eins og hótel eða
gistiheimili.
Frá Akranesi fluttu þau 1962 til
Reykjavíkur. Áttu þau fyrst heimili
á Ásvaljagötu 22, síðar keyptu þau
íbúð í Álftamýri 34 og svo aftur á
Rauðalæk. Þar áttu þau heima uns
þau fengu íbúð í Jökulgrunni við
Hrafnistu, þar bjuggu þau saman
þar til Sigríður dó en litlu síðar
fluttist Siguijón á Hrafnistu þar
sem hann dvaldist til hins síðasta
dags.
Eftir að hann flutti til Reykjavík-
ur vann hann hjá Áburðarverk-
smiðju ríkisins til 75 ára aldurs.
Hann vann einnig hjá Volta hf., við
innheimtu á reikningum og fór allt-
af í þær ferðir gangandi til þess
að fá hreyfingu. Honum líkaði vel
við húsbændurna þar. Hann var
orðinn sjóndapur síðustu árin en
reyndi þó að lesa blöð og bækur
eftir því sem hann gat.
Hann fylgdist vel með landsmál-
um og eins þeim er hann þekkti á
lífsleið sinni. Siguijón hafði söng-
rödd góða og söng í kirkjukórum
og við samkomur. Siguijón var
mjög kirkjurækinn maður og trúað-
ur. Trúin var hans leiðarljós á hans
löngu ævi, hann hafði ákveðnar
skoðanir og fastar, að eftir viðskiln-
að hér á jörðu væri annað tilveru-
stig. Hann andaðist við samkomu
á bænastund, tel ég að þar hafi
honum líkað og átt vel við hjá hon-
um að leiðarlokum.
Fyrir stuttu þurfti Siguijón að
leggjast inn á spítala, hann átti
vart orð til að þakka starfsfólki þar
fyrir alla þá umönnun og hjálpsemi
sem honum var þar veitt. Eins, og
ekki síður, var þessi hugljúfi maður
þakklátur starfsfólki Hrafnistu sem
hann sagði svo oft að allt vildi fyr-
ir sig gera og fannst hann standa
í þakkarskuld við.
Það er mikill ávinningur að hafa
fengið að kynnast og eiga samleið
með svo vel gerðum manni sem
Siguijón Kristjánsson var. Hann
var einn af þeim mönnum sem
nærgætnin við fólk sat í fyrirrúmi
hjá, og lagði öllum gott eitt til.
Við hjónin sendum öllum þeim
fjölmörgu vinum og aðstandendum
hans samúðarkveðjur og vonum að
fagurt líf hans verði þeim öllum
hvatning til að líkjast honum í lífi
og starfi.
Jón Júlíusson, kaupmaður
Siguijón Kristjánsson er lagður
upp í sína hinstu ferð. Þá ferð sem
bíður okkar allra er lífi lýkur. Menn
leggja upp í sína síðustu göngu eft-
ir misjafnlega langan starfsdag og
vinnustundirnar voru orðnar æði
margar hjá Siguijóni. Lengst af var
sjómennska sá vettvangur sem tók
tíma hans, skipstjóri á Skaganum,
þar sem hann og kona hans, Sigríð-
ur Olafsdóttir, bjuggu ásamt börn-
um sínum.
Mín kynni af Siguijóni hófust
fyrir um það bil 7 árum er ég kynnt-
ist sonardóttur hans, nú eiginkonu
minni. Siguijón vildi vita hvurskon-
ar strákur þetta væri sem var að
eltast við hana Jónínu. Honum var
það ekki að skapi að menn væru
latir til vinnu og gætu ekki skaffað
vel, og síst myndi hann óska barna-
barni sínu þess að mannsefnið væri
ekki reglumaður og vinnusamur.
Við Siguijón spjölluðum nokkr-
um sinnum um margvísleg efni sem
snertu land og þjóð og skiptust á
skoðunum um hvernig fólki væri
holiast að veija sínum jarðvistar-
dögum. I þessum samtölum fann
ég að hann var í og með að vega
mig og meta. Þegar hann hafði
sannfærst um að ég væri þokkalegt
mannsefni fyrir sonardótturina urð-
um við hinar ágætustu mátar.
Siguijón gerði kröfur til fólks um
að það stæði sig, en hann gerði
ekki síður kröfur til sjálfs sín. Hann
hafði reynt bæði mótbyr og meðbyr
og oft var lífsbaráttan hörð á þess-
um 87 árum sem hann lifði. Okkur
sem yngri erum væri eflaust hollt
að taka okkur til fyrirmyndar menn
eins og Siguijón Kristjánsson, vera
vinnusöm og sýna æðruleysi í mót-
byr og hófsemi í meðbyr.
Það kom á óvart þegar ég frétti
á föstudaginn að Siguijón væri dá-
inn. Hann hafði veikst í ágúst, feng-
ið hjartaáfall, en þá var hann ekk-
ert á því að gefast upp og náði sér
furðu fljótt. Okkur Jónínu var það
því mikið gleðiefni að Siguijón var
viðstáddur brúðkaup okkar 2. sept-
ember síðastliðinn, en nokkrat'
áhyggjur höfðum við haft að sökum
veikinda kæmist hann ekki. Þann
dag sagði hann að nú væri hann
ánægður og gæti dáið glaður. Og
það er von mín að hann hafi dáið
glaður þegar hann leið út af á söng-
æfingu á Hrafnistu í Reykjavík.
Siguijón var alltaf mikill söngmað-
ur og að leggja á djúpið með óm
af söng vina sinna vona ég að hafi
verið gleðiefni á vissan hátt. Það er
í söngnum sem gleðin býr. Eins og
stendur á minnisvarða Jóns frá Ljár-
skógum.
Fegurð fyrstu lífsins helgidóma
fann ég hér í ríki sðngs og hljóma.
Siguijón var örlátur maður og
margir eru þeir sem hafa af honum
þegið góðan greiða eða stórgjafír.
Oft kom það fyrir að hann rétti
okkur Jónínu góða gjöf. Siguijóni
fannst þó varla taka því að við
værum að þakka það, helst ekkert
að vera að nefna þetta. En í dag
vil ég bæði nefna það og þakka
þegar ég kveð Siguijón Kristjáns-
son í hinsta sinn. Þakka góðar gjaf-
ir, holl ráð og ágæta viðkynningu.
Ég sé helst eftir því að við skyldum
ekki spjalla oftar saman. En
kannski verður Siguijón afi sá sem
tekur á móti okkur þegar við leggj-
um land undir fót í síðasta sinn,
hvenær svo sem það verður. Ég
veit það þó með vissu að móttökurn-
ar yrðu rausnarlegar.
Svo veri dauðinn velkominn, vér vitum,
Jesú, dauði þinn frá dauðans valdi
leysti lýð, þér lof og dýrð sé fyrr og síð.
(Vald. Briem)
Magnús E. Kristjánsson
Oft skipast veður í lofti hér við
Faxaflóann. Stundum skartar hann
sínu fegursta, með sindrandi rauð-
um geislum, í annatíma faldar hann
hvítu og ef hann bætir í hann geisa
vond vetrarveður með þungum sjó-
um.
í fjarska frá Akranesi séð gnæf-
ir konungur konunganna, Snæfells-
jökull, ógleymanlegur öllum sæför-
um. Vestast á norðanverðu Snæ-
fellsnesi er Neshreppur utan Ennis.
Þar kúra Hellissandur og Rif í sínu
fallega og dulúðlega umhverfi. Þar
var æskuvettvangur gamla hvít-
hærða öðlingsins, sem hélt tryggð
og vináttu við foreldra mína og fjöl-
skyldur þeim tengdar í ein 60 ár.
Mig undrar það alls ekki að fráfall
þessara tryggðavina skyldi bera upp
á sama ár. En alltaf kemur það
jafn óvænt, þegar tíðindi um enda-
lok náinna vina berast í þessu jarð-
neska lífi.
Hann hét fullu nafni Kristján
Siguijón Kristjánsson, fæddur á
Bíldudal 25. ágúst 1902. Faðir Sig-
utjóns, Kristján Kristjánsson, varð
úti skömmu áður en Siguijón fædd-
ist og var Siguijón látinn heita eftir
honum.
Móðir Siguijóns, Stefanía Stef-
ánsdóttir, fói' með son sinn og
tveggja ára dóttur frá Bíldudal til
Hellissands er hann var aðeins
þriggja vikna gamall. Þar tók móð-
uramma hans, Steinunn Jóhannes-
dóttir, opnum örmum á.móti þeim.
Siguijón hleypir heimdraganum
19 ára gamall og fer gangandi frá
Hellissandi, ásamt þremur félögum
sínum. Ferðinni var heitið suður á
vetrarvertíð. Upp á vasann hafði
þessi ungi maður eitt hundrað krón-
ur, sem hann hafði sparað saman,
því eljan og dugnaðurinn voru hon-
um í blóð borin.
Siguijón fór í skiprúm á 12 tonna
bát sem hét Gunnar Hámundarson,
er var gerður út frá Sandgerði.
Eftirtekjan af vertíðinni, frá ára-
mótum til vertíðarloka, 11. maí,
varð 500 krónur, sem þótti allgott
í þá daga. Eftir viðkomu í Reykja-
vík var svo haldið heim á Hellissand
með mjölpoka, kaffi og sykur og
eitthvað annað lítilræði fyrir heimil-
ið. Ekki hafði Siguijón eytt nema
um eitt hundrað krónum fyrir sjálf-
an sig og lýsir það vel þeim eigin-
leika Siguijóns að viðhafa nægju-
semi og hugsa fyrst um aðra en
sjálfan sig,
Árin líða, Siguijón stundar sjóinn
grimmt. Á ísafirði öðlast hann skip-
stjórnarréttindi árið 1924. Árið
1936 flyst Siguijón frá Hellissandi
til Akraness. Siguijón er þá giftur
maðui' og börnin orðin 5.
Siguijón kvæntist Sigríði V. Ól-
afsdóttur 11. des. 1926. Sigríður
var ættuð frá Hellissandi, f. 6. maí
1904. Hún lést 22. maí 1987.
Sigríðut' var sérlega skemmtileg
kona, víðlesin og ljóðelsk.
Þau Sigríðui' og Siguijón áttu
heima á Akranesi til ársins 1962,
er þau fluttu til Reykjavíkur.
Lengst af áttu þau heima í Heiðar-
gerði 11.
Börn Sigríðar og Siguijóns eru:
Steinai', f. 1928, Oddný Ólafía, f.
1929, Hreiðar, f. 1931, Sævar, f.
1932, og Kristján Stefán, f. 1933.
Auk þess ólu þau upp tvö barna-
börn sín, Siguijón Guðmundsson og
Sigríði Steinarsdóttur. Sævar, sonur
þeirra, fórst með mb. Val AK í
mannskaðaveðri 5. janúar 1952.
Varla verður svo á Siguijón
Kristjánsson minnst að ekki hijóti
nafn föður míns, Elíasar, í sömu
andránni úr pennanum. Svo sam-
tengdir eru þeir í minningunni hjá
okkur strákunum, sem voru hinir
eiginlegu fíörulallar. A.m.k. er
minningin sterk um bátana, sem
lágu á legunni á Lambhúsasundi
hér á áratugnum þijátíu til fjörutíu
og minningin um sjómennina er
okkur afar eðlileg og kær.
Stundum mætti maður þeim,
ábúðarmiklum, í þykkum peysum
með sixpensara og seltu í augum.
Stundum voru þeir léttir á fæti, það
gekk mikið á, fiskur á hveiju járni
og þeir þurftu að komast strax á
sjóinn aftur, þegar matarkassinn
var klár og búið var að „gleypa í
sig“.
Stundum gafst stund milli stríða
og man ég Siguijón og föður minn
sitja í gömlu eikarstólunum í stofu-
horninu heima og rabba saman um
hugðarefni sín. En þau voru fiskur,
útgerð og allt sem tengdist starfi
þeirra. Stundum töluðu þeir hátt og
hlógu mikið, öðru hvoru lækkuðu
þeir róminn og voru alvarlegir.
Svona gekk þetta.
Siguijón stundaði sjóinn fram á
efri ár. Lengst var hann með mb.
Bangsa og mb. Jakob. Á sínum
yngri árum var hann um tíma með
seglskútu frá Stykkishólmi. Annars
var hann lengst hjá útgerð Harald-
ar Böðvarssonar og Heimaskaga.
Sigutjón gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum hjá sínu stéttárfélagi,
sem var skipstjóra- og stýrimanna-
fél. Hafþór á Ákranesi og var með-
al annars gjaldkeri í mörg ár. Sigur-
jón var heilsteyptur í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur og leysti öll sín
störf af hendi af stakri trú-
mennsku. Þáttur hans í félagsmál-
um vai' þar engin undantekning og
var Siguijón gerður að heiðurs-
félaga Hafþói's.
Á sjómannadaginn 1962 var Sig-
uijón heiðraður af sjómanr.asam-
tökunum.
Þegar ég nú að leiðarlokum
minnist Siguijóns er mér þakklæti
efst í huga fyrir allt það góða sém
hann og hans góða kona, Sigríður,
létu okkur krökkunum í Heiðar-
gerði 9 í té og ekki síst móður
minni og föður.
Við vottum börnum hans,
tengdabörnum og barnabörnum og
öðrum þeim sem sakna hans í
hjarta sínu innilegustu samúð.
Guð blessi minningu mætra
hjóna, Sigríðar og Siguijóns.
Ólafur Tr. Elíasson
Ég vil með fáeinum orðum
kveðja elskulegan afa minn, Sigur-
jón Kristjánsson, sem lést á Hrafn-
istu 27. október sl., 87 ára að
aldri. Mörg hin síðari ár hafði hann
dvalist á Hrafnistu ásamt ömmu
minni, Sigríði Ólafsdóttur, en hún
lést 22. maí 1987 á áttugasta og
ijórða aldursári. Fráfall hennar var
afa, sem okkur öllum, mjög þung-
bært. Hún sem var svo full af lífi,
gleði og söng. Ég sé hana fyrir
mér, raulandi með brosið sitt blíða,
létt á æti, nánast tilbúna að stíga
dansspor. Hún elskaði dansinn og
hafði á orði oftar en einu sinni að
hún gæti hugsað sér að deyja í
dansi. Sá góði eiginleiki ömmu, að
sjá ætíð björtu hliðarnar á hveiju
máli var hornsteinninn í þeirra far-
sæla hjónabandi. Hún var perlan
hans afa, eins og hann sjálfur
komst svo fallega að orði.
Það féll í hlut ömmu og afa að
ala mig upp. Þá höfðu þau aðeins
eitt barna sinna fimm eftir í föður-
húsum. Það var ekki létt hlutskipti
fyrir fullorðnar manneskjur að axla
þá ábyrgð að taka upp á arma sína
ungbarn, ekki síst með tilliti til
þess að þau höfðu þá þegar tekið
að sér eitt barnabarna sinna, sem
átti við mikil veikindi að stríða allt
frá fæðingu. Þá upphófst erfiður
kafli í lífi þeirra ömmu og afa. Ég
var fyrirferðarmikið barn og var |
þeim oft þung í skauti. En með
vizku og vexti vonast ég til að ég
hafi orðið þeim til einhverrar gleði
og ánægju. Hin síðari ár höfum við
afi haft mikla ánægju af því að
rifja upp gamla tíma frá uppvaxt-
arárum minum á Akranesi. Við
bundumst fljótt sterkum böndum.
Mér þótti takmarkalaust vænt um
hann afa, hann var sú persóna sem
ég leit upp til, elskaði og dáði frá
því ég man eftir mér. Ég var
„hjartadrottningin hans_ afa“ eins
og hann komst að orði. í huganum
á ég skýra mynd af okkur afa, þar
sem hann situr með mig i rökkrinu
í djúpum stól, undir stóru klukk-
unni í stofunni og syngur fyrir mig
„lagið um skeiðina", sem ég riefndi
svo. En það var sálmurinn „Ó, fað-
ir gjör mig lítið ljós um lífs míns
stutta skeið“ o.s.frv.
Það var skemmtilegt og fræðandi
að sitja hjá afa og hlusta á frásagn- ‘
ir hans frá gömlum tímum. Minni
hans var hreint með ólíkindum og
hann sagði_ svo lifandi og skemmti-
lega frá. Ég held að ég tali fyrir
munn okkar allra barnabarnanna,
þegar ég segi að það hafi gefið
okkur ákveðið lífsgildi að háfa feng-
ið að hlusta á afa greina frá ævi-
skeiði sínu. Andrúmsloftið varð
nánast heilagt þegar hann sagði frá
sjósókn, atburðirnir urðu svo ljóslif-
andi fyrir manni að hrein imun var
að hlusta á. Þessar stundir með afa
munu lifa í minningunni.
Ég bjó hjá ömmu og afa allt þar
til ég var orðin liðlega tvítug, en
þá fluttist ég til tengdaforeldra |
minna um sinn. Svo kom að því að
ég gifti mig og þótti afa tilhlýðilegt
.að ég gifti mig með tilheyrandi |
hátíðleika, en á þeim tíma leit ég
á giftinguna meira sem forms-
atriðij þar sem börnin voru orðin (
tvö. Ég verð afa ævinlega þakklát
fyrir að hafa talað um fyrir mér,
og það var stór dagur í lífi okkar
beggja þegar hann leiddi mig upp