Morgunblaðið - 03.11.1989, Page 30

Morgunblaðið - 03.11.1989, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVBMBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag er það umfjöllun um ástarlíf hins dæmigerða Hrúts (20. riiars — 19. apríl) og Nauts (20. apríl — 20. maí). Þessi umfjöllun á ekki síður við um stöðu Venusar og Mars í merkjum. Veiðimennska Hinn dæmigerði Hrútur er veiðimaður í ást og hefur sér- stakan áhuga á tilhugalífinu og spennunni sem fylgir því að keppa að hylli ástvinarins. Keppni og spenna æsir hann upp og kyndir undir elda ástríðunnar. Fjör Hrúturinn vill hafa líf og fjör í ástamálunum. „Bless elsk- an“ og koss á kinnina af göml- um vana á morgnana og kvöldin er lítt til þes fallin að halda glóðinni lifandi. Vana- binding á ekki við. Hjónaband vegna öiyggis, t.d. af fjár- hagsástæðum, er einnig sjald- gæft þegar Hrútur er annars vegar. Sprengingar Ef Hrúturinn er leiður í sam- bandi verður hann óþolin- móður og uppstökkur. Hann á þá til að skella hurðum og ijúka upp af minnsta tilefni eða vera hvass í orðum og æði. Þá er ráðlegt að fitja upp á nýjum athöfnum og reyna að hleypa nýju lífí í samband- ið. Hreinskilni Helsti styrkur Hrútsins er , fólginn í hreinskilni hans og einlægni. Hinn dæmigerði Hrútur á ekki til í sér undir- ferli eða óheiðarleika. Ef hon- um mislíkar segir hann það beint og umbúðalaust út. Andrúmsloftið er hreinsað og hægt er að byija upp á nýtt. Það góða við Hrútinn er að við vitum hvar við höfum hann. Ástríðuhiti Sem elskhugi er hinn dæmi- gerði Hrútur heitur, kraftmik- ill og ástríðufullur. Hann tek- ur frumkvæði í ástarleikjum og er óheftur, fijálslegur og laus við stress og bælingar. Yfírleitt þarf lítið til að kveikja Þ funann. Nautiö Nautið er líkamlegt merki og laðast að fólki vegna líkam- legs aðdráttarafls, en síður vegna t.d. samræðuhæfni við- komandi. Líkamleg snerting er Nautinu mikilvæg. Þar sem Nautið lifir sterkt í heimi skynfæranna skiptir t.d. Iykt töluverðu máli í ástarleikjum. Rétt ilmvatn er því mikilvægt sem og að umhverfíð sé þægi- legt. Líkamlegur næmleiki Almennt má segja að hið dæmigerða Naut sé trygglynt og vilji varanleika í ástum. Það er líkamlega næmt, en að öllu jöfnu þolandi og gam- aldags, þ.e. Nautið tekur ekki frumkvæði eða breytir oft um aðferðir. Það leggur áherslu á gæði skynjunar frekar en fjölbreytni. Þetta er gott í sjálfu sér en stundum má Nautið vera ævintýragjarn- ara, sérstaklega ef makinn er í eirðarlausara merki. Rómantík Hvað varðar rómatík er talað um tvær gerðir, venusarnaut- ið og jaraðrnautið. Það síðar- nefnda á til að vera þumbara- legt og órómantískt, er jarð- bundið og raunsætt og ekki mikið fyrir að láta tilfínning- amar hlaupa með sig. Venus- arnautið er rómantískt, gefur ástinni sinni blóm og á jafn- vel til að yrkja eins og eina eða tvær stökur þegar ást- arbálið er sem heitast. GARPUR V/Ð HÖFOM VER.K AÐ VtNNA - TÍMI T/L KOMtNN AÐ HBFJA HZFDBONDNAR ORŒUSJV4ÐFE HÐli SVO ADHEFJhst^—. oe> bloss/áin Leseut? a£> landi . VIÐ BWUNA AAAKADA , HtNNt 'A MtNNSTU AF~NOF£>U!?EV7UA4 GRETTIR BRENDA STARR 5] HvaNÆA EZNÆST1 7/MtHjJh þé/g? ^ ^HHVÖLD. HVÍ . -JA SFytZDU? LJOSKA FERDINAND SMAFOLK ir. Þeir verða uppnæmir þegar þeir detta niður um ísinn. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar spilað er út í rangri hendi á sagnhafi um þrjá kosti að velja, samkvæmt bridslögun- um: (1) hann getur tekið útspilið gilt, (2) krafist eða bannað út- spil í viðkomandi lit frá réttri hendi, eða (3) gefíð útspilið fijálst og gert hið uppljóstraða spil að refsispili. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ KDG97 V52 ♦ Á ♦ 108762 Norður ♦ Á ¥ D98 ♦ G10543 ♦ ÁDG3 Austur ♦ 86543 ¥643 ♦ D9762 ♦ - Suður ♦ 102 ¥ ÁKG107 ♦ K8 ♦ K954 i Vestur Norður Austur Suður — ' — — 1 hjarta 1 spaði 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass 5 hjörtu Pass Pass Utspil: spaðaátta. Vestur var búinn að klemma spaðakónginn milli þumals og vísifingurs þegar austur kom öllum við borðið á óvart með því að spila út spaðaáttunni. Keppn- isstjóri var kallaður til og hann skýrði frá réttindum sagnhafa. Með tvo hunda í spaða kaus suður að meina útspil í þeim lit. Vestur setti upp fýlusvip og kom út með lauf. Samningurinn fór þá snarlega þijá niður, því vöm- in náði svikamyllu með því að stinga lauf og tígul á víxl. En með spaða út fást 11-12 slagir. Bandaríski keppnisstjórinn Harry Goldwater ráðleggur spil- urum að taka alltaf útspil frá rangri hendi gilt. Ástæðan? Ef spilari er svo utan við sig að hann viti ekki hver á út, má gera ráð fyrir að hann viti ekki heldur liverju hann eigi að spila út. Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í ungversku deildakeppninni í ár í viðureign stórmeistarans Joszef Pinter (2.500), sem hafði hvítt og átti leik, og dr. Vigh. (2.335). 29. Bxg7+! og svartur gafst upp, eftir 29. — Hxg7, 30. He8+ — Hg8, 31. Dd4+ verður hann mát og sama verður uppi á teningnum eftir 29. - Kxg7, 30. Dd4+ - Kh6, 31. Bf3 og næst g5 mát. Félag Pinter og Sax, Honved, var slegið út úr Evrópukeppni fé- laga af v-þýzka félaginu Solingen. Hitt ungverska liðið í keppninni, MTK Búdapest (Portisch, Polgar- systurnar þijár, Benkö, Forintos o.fl.) mætii hins vegar Taflfélagi Reykjavíkur dagana 8. og 9. nóv- ember, í næstu viku. Einni keppni í átta liða úrslitun- um er lokið. Solingen (Short, Spassky, Hiibner o.fl.) vann ör- uggah sigur á júgóslavneska lið- inu Gosa frá Smederevska Pal- anka. Tvö sovézk lið, Vektor og CSKA Moskva, mætast innbyrðis í átta liða úrslitunum og Petrosjan frá Moskvu mætir Wasa, Stokk- hólmi. Keppni MTK Budapest og TR fer fram í Búdapest og er búist við að bæði félögin stilli upp sínum Öflugustu liðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.