Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
Sovétríkin:
Verkföll breiðast út
1 kolanámum Síberíu
Reuter
Rekin frá Hong Kong
Um eitt hundrað manns, sem flúið höfðu frá Kína til bresku nýlendunnar Hong Kong, voru í gær reknir á
ný aftur til síns heima. Síðastliðnar tvær vikur hafa yfirvöld í Peking neitað að taka við fólkinu vegna
deilna við yfirvöid í nýlendunni sem fer undir yfirráð kommúnistastjórnarinnar 1997. Hong Kong segist
ekki geta tekið við öllum sem þangað koma enda yrði þá þröngt fyrir dyrum. Á myndinni sjást nokkrir
flóttamannanna á leið út úr fióttamannabúðum í lögreglubíl sem flutti þá aftur yfir landamærin.
Heimílt að handtaka
óvini ríkisins erlendis
Títov hefur nú hershöfðingjatign
í KGB og að sögn Haugestads er
hann fús til að bera vitni ef aftur
verður réttað í máli Treholts sem
dæmdur var í 20 ára fangelsi árið
1985. Sannað þótti að Treholt hefði
átt leynilega fundi með Títov í
ýmsum löndum og fengið hjá hon-
um samtals 13.000 dollara (tæpa
milljón ísl.kr.). og alls sem svarar
rösklega 30 milljónum ísl.kr. fyrir
upplýsingar til handa Sovétmönn-
um og írönum.
Norska lögreglan telur að Títov,
sem vann við sovéska sendiráðið í
Ósló frá 1971 til 1977, hafi verið
yfirmaður allrar njósnastarfsemi
Nikósíu. Reutcr.
ÍRANSKA þingið samþykkti á
miðvikudag lög sem kveða á um
að írönskum leyniþjónustumönn-
um skuli framvegis vera heimilt
að handtaka bandaríska ríkis-
borgara, sem gerst hafa brotleg-
ir við írönsk lög og flyja þá til
íran. í síðasta mánuði lýstu
stjórnvöld i Bandaríkjunum yfir
þvi að sendimenn bandarisku
alríkislögreglunnar erlendis
gætu handtekið menn sem eftir-
lýstir væru í Bandaríkjunum án
þess að leita eftir samþykki
stjórnvalda í viðkomandi landi.
A laugardag verða tíu ár liðin
frá því að fylgismenn Khomeinis
erkiklerks tóku bandaríska sendi-
ráðið í Teheran á sitt vald. Verður
þessa minnst með ýmsum hætti en
talið er að lögin sem samþykkt voru
í gær séu ekki síst til þess fallin
að efla byltingarmóðinn og hatur á
Bandaríkjamönnum fyrir hátíða-
höldin sem ráðgerð eru í íran.
Blaðamaður Observer sakaður um njósnir:
A
Moskvu. Reuter.
ÞÚSUNDIR kolanámamanna í Vorkuta í norðurhluta Síberíu sló-
gust í hóp með verkfallsmönnum á miðvikudag, þrátt fyrir áskor-
un Kremlarherra um að brjóta ekki nýsett lög gegn verkfollum
í námum. Af 13 námum á svæðinu var vinna lögð niður í 10. Verk-
fallsmenn kreijast þess að stjórnvöld efhi loforð um bætt vöruúr-
val og fleiri umbætur sem gefin voru í sumar er verkföll í kolanám-
um Síberíu og Úkraínu lömuðu kolavinnslu í Sovétríkjunum í
nokkra daga. Um 26 þúsund manns vinna í Vorkuta-námunum.
verkföíl á miðvikudag. Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétforseti hefur sagt
að frekari verkföll í kolanámum
geti stefnt umbótastefnunni í hættu
og á þeim forsendum samþykkti
þingið í síðasta mánuði að banna
verkföll í orkufyrirtækjum.
Dagblaðið Komsomolskaja Prav-
da segir almenning í Vorkuta á
barmi örvæntingar. „Hvers vegna
fóru námamennirnir í verkfall?
Vegna þess að lífskjör, sem þegar
voru óþolandi, versnuðu enn, þeir
hafa glatað allri von, þeim er ekki
bætt heilsutjón eða umbunað á ann-
an hátt því að launin eru peningar
sem verða æ gagnslausari og duga
ekki til að fólk geti átt þak yfir
höfuðið," sagði í blaðinu. Einnig
sagði að Vorkuta drægi dám af því
að borgin var byggð upp í nánd við
einhverjar stærstu þrælabúðir Jó-
sefs Stalíns. „Hugarfar hinnar
óbrúanlegu gjáar milli hópanna
tveggja, varðanna og hinna föngnu,
er enn við lýði hjá flestum íbúum
Vorkuta."
Fyrsti aðstoðarforsætisráðherra
Sovétríkjanna, Lev Voronín, ávarp-
aði verkfallsmenn í sjónvarpi á mið-
vikudag og hvatti þá til að hefja
aftur störf. Sagði hann að stjórn-
völd hefðu þegar varið milljarði
rúblna til að fullnægja kröfum
námamanna og verkföllin myndu
skaða smábændur og verkamenn
um allt landið. Verkfallsnefndin í
Vorkuta segir að námamenn hafi
ekki fengið þær matvörur sem þeim
var heitið. „Við teljum að um
skemmdarverk hafi verið að ræða,“
sagði talsmaður nefndarinnar.
I Úkraínu hófu námamenn í Don-
etsk aftur störf í gær eftir skyndi-
Noregur:
KGB-foringi tilbúinn til að
vitna um sakleysi Treholts
Ósló. Frá Rune Timberlid, íréttaritara Morgfunblaðains.
NORSKA öryggislögreglan reyndi að fá sovéska njósnarann
Gennadý' Títov til að slíta sambandi við yfirboðara sína árið 1984
og ganga Vesturveldunum á hönd. Agnið var hálf milljón Banda-
ríkjadollara (um 30 milljónir ísl.kr.), að sögn lögmannsins Arne
Haugestads. A þetta að hafa gerst daginn eftir að norski njósnar-
inn Arne Treholt var handtekinn.
Haugestad ræddi síðastliðinn
miðvikudag við Títov í Moskvu en
lögmaðurinn berst fyrir því að mál
Treholts verði tekið upp á ný. Títov
er talinn hafa verið sambandsfor-
ingi Treholts fyrir hönd sovésku
leyniþjónustunnar, KGB.
sendiráðsins. Honum var vísað úr
landi 1977 eftir að upp komst um
njósnir Gunvor Haltung Haavik sem
lést í fangelsi áður en réttarhöld
voru hafin í máli hennar. Haugestad
hefur eftir Títov að Treholt hafi
alls ekki verið njósnari og þeir hafi
aðeins rabbað saman um daginn
og veginn á fundum sínum. Enn-
fremur segir hann að dr. Jens
Evensen, sem gegndi stöðu ráð-
herra hafréttarmála, og Knut Fryd-
enlund utanríkisráðherra hafi báðir
vitað um fundi þeirra Treholts sem
var háttsettur embættismaður og
einn nánasti ráðgjafi Evensens.
Veijendur Treholts hafa oft reynt
að fá málið tekið upp að nýju en
það verður ekki gert nema rétturinn
telji að ný gögn geti valdið því að
sakborningur verði sýknaður eða
refsing gerð vægari. Lögspekingar
telja ólíklegt að svo fari.
Iran:
Svíþjóð:
Pettersson
sýknaður
í hofrétti
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
HOFRÉTTURINN í Svíþjóð
sýknaði i gær Christer Pett-
ersson af ákæru um morðið á
Olof Palme forsætisráðherra.
Rétturinn úrskurðaði sam-
hljóða að ekki væru nægar sann-
anir fyrir sekt Petterssons. Vitn-
isburður ekkju forsætisráðher-
rans, Lisbets Palme, sem var sú
eina er vitnaði gegn ákærða, var
dreginn í efa.
Forseti hofréttarins, Birgitta
Blom, vildi ekki tjá sig um hvort
málinu yrði áfrýjað til æðsta
dómstóls landsins. Sænskur
lagaprófessor, Carl Magnus EI-
wing, taldi líklegt að svo yrði.
Áfrýjunarfresturinn rennur út
eftir þijár vikur.
Lögregluyfirvöld hétu því að
halda rannsókninni áfram.
„Pettersson liggur enn undir
grun á meðan enn er hægt að
áfrýja málinu," sagði Ingemar
Krussel, talsmaður lögreglunn-
ar.
Talið að Irakar hafi
neytt firam játningu
London. Bagdað. Reuter.
DONALD Trelford, ritstjóri breska sunnudagsblaðsins The Obser-
ver, sagðist á miðvikudag telja að írakar hefðu neytt starfsmann
blaðsins, Farza Bazoft, til að játa á sig njósnir fyrir Israela. Minnt-
ist Trelford þess að fyrir tveimur vikum hefðu írakar sakað Baz-
oft um njósnir fyrir Breta.
Blaðamaðurinn, Farza Bazoft,
kom á þriðjudagskvöld fram í íraska
sjónvarpinu og játaði að hann hefði
njósnað fyrir leyniþjónustu ísraela
er hann var á fcrð í írak á vegum
The Observer. Hann var handtekinn
í írak í september.
Bazoft kvaðst hafa kynnst ísra-
elskum leyniþjónustumönnum í
Lundúnum og hefði þeim verið
kunnugt um að fjárhagur hans
væri bágborinn. Árið 1987 hefði
hann samþykkt að gerast njósnari
og hefði hann jafnframt safnað
upplýsingum um breska ríkisborg-
ara, sem hann nafngreindi ekki,
eftir að hann tók að starfa fyrir
breska blaðið.
Lögin sem samþykkt voru nefn-
ast fullu nafni „Lög um herta bar-
áttu gegn hryðjuverkum ríkisstjórn-
ar Bandaríkjanna". Dagblað eitt
sem gefið er út í Teheran lagði til
að skipstjóri bandaríska herskipsins
Vincennes yrði fyrstur manna dreg-
inn fyrir dómstól í íran í samræmi
við lög þessi en eldflaug frá skipinu
grandaði íranskri farþegaþotu yfir
Persaflóa í júlí á síðasta ári. Allir
þeir sem um borð voru, 290 manns,
týndu lífi í árásinni.
Útvarpið í Teheran skýrði frá því
að lögin hefðu verið samþykkt með
miklum meirihluta atkvæða. Sagði
í tilkynningu þess að framvegis
yrði unnt að draga bæði óbreytta
borgara og njósnara Bandaríkja-
manna og annarra landa sem með
þeim störfuðu fyrir dómstóla í íran
fyrir mannrán og ráðabrugg gegn
lýðveldinu.
Flutt á brott vegna flóðahættu
Jarðskjálfti sem mældist 7,1 stig á Richter-kvarða varð í gær undan
norðurströnd Japans. Vegna flóðahættu var fólk flutt á brott frá
bæjum við ströndina en skemmdir urðu ekki á mannvirkjum.