Morgunblaðið - 03.11.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
17
Tveggja vikna átak:
„Unglingar gegn ofbeldi“
„UNGLINGAR gegn olbeldi" er yfirsknft ataks, sem hrint verður i
framkvæmd þann 6. nóvember. Samstarf um átak þetta hafa Iþrótta-
og tómstundaráð Reykjavíkur, Rauði kross Islands, Tómstundaráð
Kópavogs, Útideild unglinga í Reykjavík og Æskulýðsráð Hafnarfjarð-
ar. Markmið átaksins er að vinna gegn ofbeldi í hverri mynd sem það
birtist og skapa umræðu meðal almennings, ekki síst unglinga, um
ofbeldi. Opnunarskemmtun verður
inu lýkur tveimur vikum síðar.
Kynningarfundur um átakið var
haldinn í félagsmiðstöðinni Tónabæ.
Þar kom fram, að starfsfólk í æsku-
lýðs- og félagsstarfi hefur orðið vart
við sívaxandi ofbeldi meðal unglinga,
þar sem líkamsmeiðingar hafa auk-
ist, sem og einelti, áníðsla og
skemmdarverk. Því var ákveðið að
hrinda átaki þessu í framkvæmd.
Þórarinn Eyijörð, starfsmaður undir-
búningsnefndar, sagði að lítill hluti
unglinga, um 1-2%, tengdist hörðu
ofbeldi, en fleiri tækju þátt í félags-
legu ofbeldi og andlegu, til dæmis
gegn skólafélögum. „Við viljum
vekja fólk til umhugsunar og stuðla
að því að umræða, fræðsla og að-
gerðir haldi áfram að átakinu loknu,“
sagði hann.
Sveinn Ottósson, sem einnig er
starfsmaður undirbúningsnefndar,
sagði að unglingar þyrftu að gera
sér grein fyrir að það væri líka af-
staða fólgin í því að standa aðgerðar-
laus hjá þegar ofbeldi væri framið
eða einhver lagður í einelti. „Við
vonum að unglingar myndi þrýstihóp
á þessi 1-2% sem taka virkan þátt í
ofbeldinu," sagði hann.
Félagsmiðstöðvar, félags- og tóm-
stundastarf í skólum, íþrótta- og
æskulýðsfélög og fleiri munu leggja
sitt af mörkum á meðan á átakinu
stendur, svo sem með því að skipu-
leggja umræður og þemaverkefni um
ofbeldi. Þá hefur verið gert sérstakt
veggspjald og barmmerki til að vekja
athygli á málinu. Aðstandendur
átaksins segja, að þeir telji vænleg-
ast til árangurs að leita beint til
unglinganna sjálfra, til dæmis nem-
endafélaga í skólum, til að ná ár-
angri.
Sem fyrr segir hefst átakið með
opnunarskemmtun í Háskólabíói, þar
sem meðal annars koma fram þeir
Valgeir Guðjónsson, Bjartmar Guð-
laugsson, Bubbi Morthens og hljóm-
sveitirnar Risaeðlan og Bootlegs.
Daginn eftir, þann 7. nóvember, sýn-
ir sjónvarpið leikna heimildaiTnynd
í Háskólabíói 6. nóvember og átak-
um pilt, sem var stunginn til bana á
götu í Stokkhólmi árið 1981. Átakinu
lýkur með menningarhátíð þann 16.
nóvember í húsi Reykjavíkur í Mjódd-
inni-, þar sem áður hét Broadway.
Þar sýna unglingar leikþætti og
ýmis verk sem þeir hafa unnið þær
vikur sem átakið sténdur og lýkur
kvöldinu á dansleik.
uniiji>ciBnu)lqÝt ujni.Ttmt go ’iit/iiiui>ui Ennv>
Merrild
-hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi.
Forsvarsmenn átaksins, frá vinstri Ólafur Oddsson, Rauða krossi íslands, Hildigunnur Gunnarsdóttir,
forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar, Sveinn Ottósson, starfsmaður undirbúningsnefindar,
Árni Stefán Jónsson, unglingafulltrúi Kópavogs, Árni Guðmundsson, æskulýðsfúlltrúi Hafnarfjarðar og
Gísli Árni Eggertsson, hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, með veggspjald átaksins „Unglingar
gegn oíbeldi".
Almanak fyrir
ísland 1990:
Þú getur valið um þijár mismunandi
tegundir af Merrild-kaffi.
103 — Millibrennt
304—Dökkbrennt
104 — Mjög dökkbrennt
Merrild-ilmandi og ljúffengt kaffi,
sem bragð er af.
Samfelld út-
gáfafrá 1837
Út er komið Almanak fyrir
Island 1990 sem Háskóli íslands
gefúr út. Þetta er 154. árgangur
ritsins, sem komið heíúr út sam-
fellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn
Sæmundsson stjarnfræðingur
hjá Raunvísindastofnun Háskól-
ans hefúr reiknað almanakið út
og búið til prentunar. Auk daga-
tals með upplýsingum um flóð
og gang himintungla flytur al-
manakið margvíslegan fróðleik,
s.s. yfirlit um hnetti himingeims-
ins, mælieiningar, skrá um veð-
urnet og töflu sem sýnir sólarátt
og sólarhæð á mismunandi
tímum.
í Almanaki Háskólans fyrir árið
1990, sem er 96 bláðsíður að stærð,
er einnig að finna sjörnukort, kort
sem sýnir áttavitastefnur á íslandi
og kort sem sýnir hvað klukkan er
hvar sem er á jörðinni, ásamt yfir-
liti sem lýsir þeim Qölbrejttu regl-
um sem gilda um sumartíma.
Almannakið kemur út í 7.500
eintökum, en auk þess eru prentuð
2.500 eintök, sem Þjóðvinafélagið
gefur út sem hluta af sínu alman-
aki með leyfi Háskólans. Háskólinn
annast dreifíngu almanaksins til
bóksala.
iiii-abiij laibniii í