Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/IIMNLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NOVEMBER ]989 Skarðsvíkin kemur með fyrstu loðnuna til Sigluflarðar. Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Lágt fituhlutfall loðnunnar Siglufírði. LOÐNAN sem komið hefur til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglu- firði er smá og er fituhlutfallið aðeins 13%. Að sjign Þórhalls Jónassonar rekstrarstjóra er eðlilegt fituhlutfall á þessum árstíma 16—17%. Mun minna lýsi fæst því úr loðnunni og þar af leiðandi minni verðmæti. Aðfaranótt laugardags komu tveir bátar með loðnu, Hilmir II. með 650 tonn og Harpa með 30 tonn og í gær kom Höfrungur III. með rúm 100 tonn. Fyrsta loðnan á þessari vertið kom á fimmtudagskvöld, þegar Skarðsvík kom með 600 tonn og á föstudag kom Albert með 500 tonn. Loðnuna veiddu bátarnir 5-6 mílur vestur af Kolbeinsey. Guðjón Bergþórsson skipstjóri á Höfrungi sagði að þetta væri tómur barningur hjá bátunum og loðnan léleg. Loðnan væri smá og dreifð og erfitt að ná henni. Sagði Guðjón nauðsynlegt að finna meira af loðnu. Matthías Fjárlagairumvarp ársins 1990: 466 millj. vantar til LÍN að gefiium óbreyttum reglum SAMKVÆMT útreikningum Lánasjóðs íslenskra námsmanna vantar tæpan hálfan milljarð króna í Qárlagafrumvarp ársins 1990 til þess að sjóðurinn geti lánað allt næsta ár í samræmi við núgildandi reglur. Að sögn Sigur- björns Magnússonar, stjórnar- formanns LIN, er ástæðan einkum Ijölgun námsmanna og minni tekj- ur þeirra á þessu ári en búist hafði verið við. Ef reiknað er með hækkun þeirri sem Svavar Gests- son menntamálaráðherra hafði gefíð námsmönnum fyrirheit um í janúar næstkomandi vantar 650-680 milljónir upp á fjárlaga- frumvarpið samkvæmt útreikn- ingum LIN. Nú þegar Ijóst er hver fjöldi láns- umsækjenda er á þessu skóla- ári og hveijar eru tekjur námsmanna reiknast okkur til að það sem LÍN er ætlað í lánveitingar á næsta ári, þ.e.a.s. 2,8 milljarðar, sé a.m.k. 466 milljónum króna of lág tala miðað Þyrla sæk- ir slasaðan sjómann ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar sótti í gærmorgun slasaðan sjó- mann um borð í Hjalteyrina, sem stödd var um 100 mílur undan Reykjanesi. Maðurinn var að vinnu á dekki þegar vír slóst í hann og hann féll harkalega á höfúðið. Landhelgisgæzlunni barst hjálp- arbeiðni frá skipinu um hálf- átta. Klukkan tíu var búið að ná manninum um borð og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Maðurinn hafði fengið heilahristing, en við fyrstu myndatöku virtist höf- uðkúpan óbrotin. við þær reglur sem gilda nú. Þetta stafar af því að lánþegum hefur fjölgað um 5%, þeir eru 300 fleiri nú í haust en gert var ráð fyrir við smíði fjárlagafrumvaipsins. Einnig er rauntekjulækkun námsmanna frá því sumarið 1988 18,5% en við reikn- uðum með 15%. Þetta veldur hækk- un lána því minni tekjur dragast frá en gert var ráð fyrir. Skýringin á fjölgun námsmanna er náttúrulega bágt atvinnuástand og það hversu námslánin eru orðin há og hagstæð. Ég held að útreikn- ingar okkar sem lagðir voru fram á stjórnarfundi á fimmtudag séu meira að segja hófsamir því búast má við enn meiri fjölgun námsmanna eftir jól og næsta haust ef ástandið í þjóð- félaginu verður óbreytt. Þessar nýju tölur sýna náttúrulega best að sú stefna menntamálaráðherra að lofa námsmönnum hækkuðum lánum hefur beðið skipbrot og er svona eins og sagt er ekkert annað en „gaga-pólitík“,“ sagði Sigurbjörn. Patreksg ör ður: Hraðfrystihúsið til sölu FISKVEIÐASJÓÐUR hefúr ákveðið að auglýsa Hraðfrystihús Patreksfjarðar til sölu, svo og togskipið Patrek. Fiskveiðasjóður keypti Hrað- frystihúsið á 95 milljónir á nauð- ungarappboði þann 25. september. Aður hafði sjóðurinn eignast tog- skipið Patrek, sem var í eigu Odda hf. „Við höfum ákveðið að selja bæði húsið og skipið, en það er ekki skilyrði að sami aðili kaupi hvort tveggja," sagði Már Elísson, fram- kvæmdastjóri fiskveiðisjóðs. „Við höfum ekki rætt við neinn um hugs- anleg kaup, heldur ákváðum einfald- lega að auglýsa þetta til sölu og sjá hvaða tilboð bærust. Við áskiljum okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim.“ Siglufjörður: Nýr prest- ur kiörinn Siglufírði. ** BRAGI J. Ingibergsson guðlræð- ingur var kjörinn prestur Siglfirð- inga á kjörfúndi sóknarnefúdar í fyrradag. Bragi, sem er tæplega þrítugur, lauk guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands síðastliðið vor. Matthías Sjúkrasamlög lögð niður um áramót ÖLL sjúkrasamlög landsins verða lögð niður um næstu ára- mót í samræmi við lög sem sam- þykkt voru á síðasta degi Al- þingis í vor. Samkvæmt lögunum verður starfsemi samlaganna fiutt til Tryggingastofúunar ríkisins. Þeir sem unnið hafa að framgangi þessa máls segja að það eigi ekki að breyta neinu fyrir hinn almenna borgara. Landlæknir mun hinsvegar mót- fallinn því að leggja sjúkrasam- lögin niður og fleiri læknar gagn- rýna þessa ráðstöfún harðlega, í samtali við Morgunblaðið. Starfsfólki sjúkrasamlaganna, hátt á annað hundrað manns, hefur verið sagt upp störfum. Alls eru samlögin 40 talsins, annaðhvort í kaupstöðum eða svokölluð sýslu- samlög. Hið stærsta er í Reykjavík með um 30-35 starfsmenn. Það var vegna þrýstings frá sveitarfélögum að fyrrgreind lög voru samþykkt. Þau greiddu yfir- leitt um 15% af kostnaði við samlög- in og var sú fjárhagsbyrði að sliga mörg þeirra. Raunar voru vanskil sveitarfélaganria á sumum stöðum orðin þannig að viðkomandi sjúkra- samlag gat ekki lengur staðið við skuldbindingar sínar. Læknar þeir sem gagnrýna þessa ráðstöfun hafa einkum áhyggjur af því sem þeir telja aukna miðstýr- ingu í heilbrigðisþjónustunni og sé afnám sjúkrasamlaganna aðeins einn angi þess máls. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra segir aftur á móti að þessi ráðstöfun eigi ekki að auka miðstýringu heldur þvert á móti. Sjá nánar á bls. 10-11. Broadway verður Glymur GLYMUR er nýja nafnið á Broadway, sem Reykjavíkur- borg opnaði formlega í gær. Tillöguna átti Kristín Hlíf Andrésdóttir og hlaut hún að launum kr. 50.000 fyrir. Að sögn Ómars Einarsson- ar, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, bárust 500 tillögur í hug- myndasamkeppni um nýtt nafn á veitingahúsið. „Glymur er sterkt íslenskt nafn og merkir meðal annars bergmál," sagði Ómar. Aðrar merkingar eru drunur eða hávaði samkvæmt orðabók. Þorskurinn fær harðnandi sam- keppni frá öðrum fisktegundum ÞORSKURINN sem veiddur er hér við land fær nú vaxandi sam- keppni frá öðrum fisktegundum á helstu mörkuðum íslendinga, einkum á markaði fyrir frystan fisk í Bandaríkjunum. Helstu keppinautarnir eru Alaskaþorskur og -ufsi og lýsingur veiddur við Suður-Afiríku. Vegna sívaxandi framboðs af þessum tegundum hefúr mikill samdráttur þorskafla í nágrannalöndunum, einkum Noregi og Kanada, ekki haft áhrif til verðhækkana á frystum fiski eins og annars hefði mátt búast við. Þorskurinn hefur þó enn sterka stöðu á saltfiskmörkuðum og vegna minnkandi fram- boðs er sá markaður að styrkjast. Þróunin í heild virðist vera í þá átt, að skil milli tegunda á botnfiskmarkaði verði ógleggri, neytendur velji í minna mæli ákveðna tegund, þeir biðji ekki um þorsk, heldur um fisk. Þorskveiði hefur dregist svo markaði mun fyrirsjáanlega saman í Barentshafi að kalla minnka. Ólíklegt er þó talið að má hnin. Þar var þorskveiði það hafi verðhækkanir í för með Norðmanna fyrir tveimur árum 342 þús- und tonn en stefnir í að verða 100 þús- und tonn eða minni á næsta ári. Sama hefur gerst í Kanada, veiðin við Ný- fundnaland hefur dregist veru- lega saman. Af þessu leiðir að framboð af þorski á Bandaríkja- BAKSVIÐ eftir Þórhall Jósepsson sér og er skýr- ingin meðal annars aukin samkeppni vegna meira framboðs af fyrrnefndum fisktegundum, sem eru að koma inn á markaðinn í sívaxandi mæli. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að viðbrögð við aukinni samkeppni annarra tegunda felist meðal annars í að halda sérein- kennum íslenska þorsksths og halda þess vegna því verðbili sem hann hefur umfram aðrar fiskteg- undir. „Þetta þýðir þó ekki að við þurfum ekki að fara að öllu með gát, því að við erum í mikilli sam- keppni við hinar tegundirnar. Séljendur þeirra hafa gert stór- átak í gæðamálum á síðustu árum og misserum." Friðrik segir þessa þróun ekki fyrirsjáanlega mynda betri mark- að fyrir aðrar íslenskar tegundir. Ekki hafi náðst mikill árangur til dæmis í sölu karfa, þar hefur verið mikil samkeppni við Kanadamenn. Sérunnin karfa- pakkning hefur gefið töluvert hærra verð, „en við höfum ekki treyst okkur í verðsamkeppni við Kanadamenn um venjulegan unn- inn karfa. í ufsa og grálúðu eru ákveðnar pakkningar sem ganga inn á markaðinn en ekki í miklu magni. Þær teguridir eru miklu betri í sölu á Evrópumarkaði.“ Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, segir að á botnfiskmarkaði í heild sé. mismunur á milli tegunda að minnka. Þó búi söltunin ennþá að meiri skiptingu á milli tegunda en frystingin, á mörkuðunum sé gerður greinarmunur á þorski og ufsa. Magnús segir að saltfisk- markaðurinn í heild sinni sé að styrkjast. „Og maður leyfii' sér örlítið meiri bjartsýni en undan- farna mánuði þegar liorft er fram á veginn, j)ví að það er ljóst að framboðið hlýtur að dragast tölu- vert saman miðað við núverandi forsendur vegna niðurskurðar á kvóta í nágrannalöndunum." íslendingar hafa um skeið haft forskot á mörkuðunum vegna gæðg. Nú hafa keppinautarnir tekið sig á og veita harða sam- .keppni á því sviði, auk þess sem ‘ þeir bjóða riýjár tegundir. A móti kemur að framboð af þorski hefur dregist saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.