Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 24
24 em MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD HAÍ SUNNUDM UR NÖVEMBEÍi 19S'9 Á valdi letinnar STUNDUM VERÐ ég svo hneykslaður, svo yfir mig hneykslaður, að mér blöskrar. Mig skortir einfaldlega nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa hneykslan minni á sænska velferðarþjóðfélaginu, en þar el ég nú mann- inn við nám þessa mánuðina. Fró Þorsteini Gunnarssyni í GAUTABORG að er ekki hægt annað en að hneykslast þegar velferð- in er að verða slík að nú á að stytta vinnuvikuna í 32 tíma, lengja sumarfrí Svía með lögboði í sex vikur, meðal-Svíinn er for- fallaður frá vinnu vegna „veik- inda“ að meðaltali einn mánuð á ári (sem er heimsmet), glæpa- og misyndismenn fá helgarleyfi að því er virðist þegar þeim dett- ur í hug, nýbakaðir feður fá nokkurra mánaða pabbaleyfi á fullum launum og þar fram eftir götunum. Nú gætu margir spurt, sér- staklega kunningjar mínir og vinir: Er drengurinn endanlega genginn af göflunum? Eru þetta ekki sjálfsögð mannréttindi? Má fólk ekki lifa í vellystingum, njóta velferðarinnar og hafa svo mikinn frítíma að það getur gef- ið sig á vald letinnar og notið slælegrar afþreyingar sjónvarps- ins? Ég skal segja þér sögu, les- andi góður, um meðaljóninn Janne Nilsson, sem leiddi öðru fremur til þess að ég fór að veita því eftirtekt hvernig velferðin getur í raun og veru snúist upp í andhverfu sína. Þannig var það að ég vann hjá borginni í sumar (Gautaborg) og gerðist fyrir vikið „áskrifandi að launaumslagi mínu“. Ekki að skilja að það hafi verið óþarfi að mæta í vinnuna. Hins vegar voru rólegheitin slík að bæjar- vinnan í Vestmannaeyjum, þar sem ég vann ávallt á sumrin, var eins og þrælkunarbúðir í saman- burði við borgarvinnuna í Gauta- borg. Nú, ég veitti því fljótlega eftir- tekt hve mikil forföll voru hjá vinnufélögum mínum og get nú upplýst að það var aldrei full mæting í okkar 10 manna vinnu- hópi allt sumarið. Svo var það að einn vinnufé- lagi minn, meðaljóninn Janne Nilsson, hringdi í vinnuna á mánudagsmorgni og tilkynnti veikindi sín. Sagðist vera svo fjári slæmur í bakinu. Ekkert við því að segja, og hann lét ekki sjá sig alla vikuná. Nú víkur sögunni til föstu- dagsins. Ég fæ heimsókn af góð- um félaga mínum frá Eyjum og við hæfi þá um kvöldið að fara með hann í kynningarferð um helstu öldurhús Gautaborgar. í anddyrinu á því fyrsta sem við heimsækjum verður á vegi okkar enginn annar en Janne Nilsson, vinnufélagi minn. Svo sannar- lega leit hann ekki vel út, allur skakkur og skældur, ógirtur og órakaður, og á skítugri skyrtunni hans mátti sjá matseðil dagsins. En ekki mátti rekja þetta slæma ásigkomulag Janne Nils- sons til þess hve slæmur hann var í baki. Ó nei. Hann hafði haft vín um hönd og ekki eitt og ekki tvö eða þtjú glös, heldur virtist hann hafa drukkið heila ámu af einhveijum miður góðum miði. Seinna sagði hann mér frá því að hann hefði lent á fylleríi í Danmörku (auðvitað á fullum launum) og tilkynnt verkstjóran- um að hann væri alveg ómögu- legur í bakinu. Með öðrum orðum: Lítið sann- sögulegt dæmi um það hvernig Svíar misnota kerfið. Þessi spilling er á allra vit- orði, en enginn þorir að segja neitt opinberlega. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn þegja þunnu hljóði og verður maður að draga þá ályktun að þeir séu líka sokknir í spillinguna, eða hvað? En þrátt fyrir velmegun Svía, á kratastjórn Ingvars Carlssonar á brattann að sækja, ef marka má síðustu skoðanakannanir. Og er þá nema von að maður spyiji: HNfóJo- \ LE6FJ HELÖ, HERRR TOKTHöS v LIMORf . Til hvers ætlast sænska þjóðin eiginlega af stjórnvöldum í framtíðinni? Niðurlagningu tekjuskatta? Þriggja daga vinnu- viku? Eins árs pabbaleyfis? Þriggja mánaða sumarleyfis? Forstjóralaun yfir línuna? Eða sumar- og jólafrí til handa glæpamönnum? Með fullri virðingu fyrir Svíum finnst mér þeir á hættulegri braut hvað varðar þróun þeirra á velferðarþjóðfélaginu. En líklega hitti Frakkinn Ma- jolin Pierre naglann á höfuðið þegar hann sagði: Þegar nógu margir eru sammála um ein- hveija vitfirru, telst hún ofureðli- leg að lokum. HÚSGAHGAR okkar á milli ... ■ Ólympíumannvirkin í borg- inni Miinchen í Vestur-Þýska- landi, sem tekin voru í notkun 11. september 1975, eru nú saulj- án árum siðan orðin að mikilli gróðalind fyrir borgina. 75. millj- ónasti gesturinn greiddi sig þar nýlega inn en það samsvarar öll- um íbúum Vestur-Þýskalands, Austurríkis og Sviss. Inní þessari tölu eru einungis þeir sem greitt hafa aðgangseyri að einhveijum viðburðum, sem þarna hafa farið fram. Ef einnig eru taldir með ferðamenn og aðrir sem komið hafa til að skoða mannvirkin hafa alls um 250 milljónir manna átt leið um þessar slóðir. — sts. ■ Rúmlega þrítugum Þjóðveija brá heldur betur í brún er hann teygði sig eftir kók-glasinu sínu á gólfinu þar sem hann sat og horfði á sjónvarpið. Við hliðina á glasinu stóð heljarinnar sporð- dreki. Fyrst í stað hélt maðurinn að dýrið væri úr plasti og að þetta væri einungis konan hans sem væri að reyna að stríða hon- um. Hann komst hins vegar fljót- lega að öðru er sporðdrekinn fór að hreyfa sig. Maðurinn, sem er hermaður að atvinnu, steypti glasi yfir aðkomugestinn og hringdi í slökkviliðið. Ekki er ljóst hvernig á ferðum dýrsins stóð. — sts. Höfundar: LÁRA STEFÁNSDÓTTIR ■ INGÓLFUR BJÖRN SIGURÐSSON HANY HADAYA ■ SYLVIA VON KOSPOTH gestahöfundur. 3. sýníng: Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20:30. 4. sýning: Föstudaginn 10. nóvember kl. 20:30. 5. sýning: Laugardaginn 11. nóvember ki. 20:30. Athugið! Sýningum lýkur 25. nóvember. Miðapantanir í síma 13191 allan sólarhringinn. Miðasalan opin í Iðnó frá kl. 5-7. 3ÞFJÖGUR DANSVERK« I IÐNÓ Nokkrar sögur að vestan ÞETTA VAR óskastaða sem alla stjórnmálamenn dreymir um: Mark Johnston, repúblikani, var einn í framboði í forkosningum til embættis borgarstjóra í Saco, sem er bær á stærð við Akureyri i Maine í Bandaríkjunum. En draumurinn breyttist í martröð. Mark tapaði. Samkvæmt kosningareglum í Saco verður frambjóðandi að fá að minnsta kosti 255 atkvæði eða 5% af greiddum atkvæðum í síðustu kosningum. Mark fékk 253 at- kvæði. Og bróðir hans mætti ekki á kjörstað þar sem hann hafði of mikið að gera í vinnunni og taldi að Mark væri öruggur. Vegna þessa er enginn formlega í framboði til borgarstjórnar- embættisins. íbúar Saco geta kosið þann sem þeir vilja — þurfa aðeins að skrifa nafn og heimilisfang við- komandi rétt á kjörseðilinn í nóvem- ber næstkomandi, þegar kosning- arnar fara fram. Og nú gengur Mark á milli manna til að ganga úr skugga um að allir geti stafað nafnið hans rétt og viti hvar hann á heima. Höfnin í Boston vinsæl Þeir íslendingar, sem hafa heim- sótt Boston, þekkjá líklega Faneuil Hall og Hai-vard-torg í Cambridge. Fáir koma til Boston án þess að koma á þessa staði og margir fara einnig að sjá Bunker Hill-minnis- merkið. En nú hefur nýr áfanga- staður bæst á lista ferðamanna: Höfnin í Boston, sem margir lieima- menn kalla drullupytt, enda sögð mengaðasta höfnin í Bandaríkjun- um og er þá mikið sagt. Áhugasamtök um hreinsun hafn- arinnar hafa skipulagt skoðunar- ferðir um höfnina frá 1987, en ferð- irnar urðu ekki vinsælar fyrr en Ge- oi'ge Bush gerði hana að kosningamáli í baráttunni við Dukakis, ríkisstjóra Massachu- setts, á síðasta ári. Og nú þykir enginn hafa komið til Boston fyrr en hann hef- ur skoðað höfnina og farið í skoð- unarferðir þar sem aðal- aðdráttaraf- lið er úrgang- ur og frá- rennslisrör. FBI auglýsir Banda- ríska alríkis- lögreglan, FBI, auglýsti fyrir skömmu eftir innflytj- endum frá Sovétríkjun- um sem þekkja af eig- in • raun starfsaðferð- ir sovésku leyniþjónustunnar, KGB. Auglýs- ingarnar biitust í nokkrum blöðum sem gefin eru út á rússnesku í Bandaríkjunum. FBI er sérstaklega að leila eftir upplýsingum um störf KGB í Bandaríkjunum en einnig í öðrum löndum. Þetta mun vera í fyrsta skipti mönnum inn í Bandaríkin með sov- éskum innflytjendum. Frá 1975 hafa liðlega 150 þúsund sovéskir i'íkisborgarar fengið að yfirgefa fóstuijörðina og sest að í Banda- ríkjunum. Og ein að lokum Ein að lokum fyrir þá sem eru kunnugir Bandaríkjunum, þekkja forsetahjónin í sjón og vanir að hafa doilaraseðla í höndunum: George Bush hefur aðeins verið forseti Bandaríkjanna í tæplega 10 mánuði, en hann hefur afrekað nokkuð sem enginn annar Banda- ríkjaforseti getur státað af: Hann hefur komið mynd af eiginkonu sinni á eins doilaraseðilinn, eða svo ségja gárungarnir!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.