Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 25
MORGUN^LAÐIÐ MIIMNINGARvSUNNUPAfiUR 5. NOVEMBER 1989 25 Minning: Jenný Agústa Guðbrandsdóttir Hún Jenný Ágústa Guðbrands- dóttir, Nenna, elskuleg föðursystir mín er látiri. Þetta eru einföld orð og segja ekki mikið. Ekki hve mikið hefur horfið burtu með henni, hve söknuðurinn er sár og minningarnar ljúfar sem streyma fram. Minningar um góða og vandaða man'neskju sem alla sína ævi lifði fyrir aðra og hugs- aði ekki um sjálfa sig. Það kom fram í erfiðum veikind- um hennar undangengin tvö ár, hún kvartaði ekki um eigin líðan en spurði þegar heilsan leyfði hvernig vinum og vandamönnum vegnaði. Hún sá það góða í fari hvers manns og ailt baktal var henni fjarri. Látlaus og hógvær í framgöngu og tali, en þó va_r tekið eftir því sem hún sagði. Hun kunni að gleðjast með öðrum í meðlæti og þjáðist ef öðrum leið illa. Foreldrar Jennýjar voru Sigríður Jónasdóttir og Guðbrandur Magnús- son. Þau hófu búskap í Arabæjar- hjáieigu í Flóa þar sem Jenný fædd- ist 17. ágúst 1902. Bjuggu þau síðan í nokkur ár í Ölfusi við kröpp kjör en fluttu svo til Reykjavíkur í von um betra líf. Guðbrandur vann almenna verka- mannavinnu og eins og gerðist á þeim tíma var stopul vinnan og laun- in lág. Samt tókst þeim hjónum að mennta börn sín. Jenný lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og hóf síðan störf við ritsímann og á símstöðinni starfaði hún í hálfa öld. Hún byggði hús með bróður sínum og konu hans, foreldrum Minning: Kveðja frá Félagi sérkennslufræðinga Það er með söknuði og trega sem við félagar í Félagi sérkennslufræð- inga kveðjum vin okkar og læriföð- ur,_ Magnús Magnússon. í sögunni „í túninu heima“ segir Halldór Laxness eftirfarandi um vin sinn og velgjörðarmann, vinnukon- una í Laxnesi, Halldóru Álfsdóttur: „Þó ég ætli mér stundum að setja eitthvað saman um fólk eins og Halldóru Álfsdóttur, fallast mér ævinlega hendur og því veldur fá- tækt þeirra orða sem ég hef á valdi mínu; kannski einnig vanmáttur orðsins sjálfs til að skilgreina hluti sem eru ekki að einhveiju leyti tákn og stórmerki." Ég ætla mér ekki þá dul að halda að ég, í litlu greinarkorni, geti kom- ið til skila, hver Magnús Magnússon var, eða hvað hann var mér og öllum öðrum sem vinna við sérkennslu á íslandi. Til þess var hann of stór og ég of lítill í orðsins list. Ég kynntist Magnúsi fyrst þegar ég var nemandi í sérkennslufræðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla íslandi. Mér eru enn minnisstæðar kennslustundirnar hjá Magnúsi, innihaldsríkar, skemmtilegar og gefandi. Hann fyllti kennslustund- irnar mannúð og mannvirðingu en krafðist jafnframt skipulagðra vinnubragða, góðs undirbúnings og reglu. I mínum huga er minningin um Magnús fyrst og fremst minning um mannvin og eldhuga sem aldrei unni sér hvíldar né lét undan ef beijast þurfti fyrir rétti þeirra sem á aðstoð þurftu að halda. Magnús var svarinn óvinur sýndarmennsku og fláttskapar og sýndi þá enga miskunn hvorki í orðum eða gjörð- um. Hann vissi sem var að þeir sem þykjast og sýnast og fyrst og fremst leita eftir upphefð fyrir eigin metn- að, eiga ekkert erindi í þennan málaflokk. í „Heimsljósi" Halldórs Laxness er skáldið Ulfar Örn á einum stað að segja vini sínum Ólafi Kárasyni frá meðferð yfirvalda Sviðinsvíkur á „krepta nakta aumingjanum" Hólsbúðardísu. Ljósvíkingu rinn, veikgeðja og viðkvæmur, kveinkar sér undan lýsingunni og segist þrá fegurð. Ulfur Örn svarar og segir: „En hver sem heldur að fegurðin sé eitthvað sem hann geti notið sér- staklega fyrir sig sjálfan með því að yfirgefa aðra menn og loká aug- unum fyrir því mannlífi sem hann er samþættur, — hann er ekki vinur fegurðarinnar ... Sá sem ekki berst sérhvern dag ævi sinnar til hinsta andartaks gegn þeim fulltrúum hins illa, gegn þeim lifandi ímyndum þess ljóta, sem stjórna Sviðinsvíkur- eign, hann guðlastar með því að taka sér nafn fegurðarinnar í munn.“ Allt fram á síðasta dag var Magn- úsi hugleikin velferð skjólstæðinga sinna. Fáum dögum áður en hann lést fórum við í stjórn Félags sér- kennslufræðinga að heimsækja Magnús og héldum stjórnarfund í herbergi lians, á heilsuhælinu í Hveragerði. Á þessum síðasta fundi með Magnúsi varð okkur ljóst að Magnús var mikið veikur og ætti skammt ólifað. Þrátt fyrir mikil veikindi og sárar kvalir vildi Magnús fá að vita allt um nýjustu drög að reglugerð um sérkennslu og ræddi af festu og einurð ýmis atriði er honum sýndust vafasöm og óljós. Fyrir ári var Magnús Magnússon gerður að heiðursfélaga í okkar fá- menna félagi. í dag erum við einum félagsmanni færri. Við höfum misst okkar bestu fyrirmynd og iæriföður sem stöðugt gat minnt okkur á að það á aldrei að linna látum fyrr en öllu óréttlæti er útrýmt, það er hin sanna fegurð. Fyrir hönd Félags sérkennslt fræðinga, G.Ól. Ættírædiþjónustan Kynnið ykkur þjónustuna: Ættfraeðinámskeið, ættrakning (ættartölur og niðjatöl), leit að týndum ættmennum og önnur upplýsingaöflun, sala ættfræði- bóka og hjálpargagna í ættfræði. Sími27101 Magnús Magnússon fv. sérkennslufulltrúi undirritaðrar, og þar af leiðandi bjuggum við Nenna undir sama þaki öll mín bernsku- og unglings- ár. Hún var mér sem önnur móðir og seinna börnunum mínum sem amma. Nenna var mér ímynd alls þess besta sem býr með manninum. Blessuð sé minning hennar. Sigga Hún elsku Nenna mín er dáin. Það er ótrúlegt því mér finnst hún alltaf hafa verið til. Hún var afasyst- ir mín og var við mig eins og önnur amma. Ég var oft hjá henni og átti mitt eigið herbergi þar líka. Álltaf fannst mér gaman að gista hjá henni en það gerði ég mjög oft. Hún las mikið fyrir mig, uppáhaldsbækurnar rnínar eða við spiluðum eitthvert spil. Ég man að alltaf var hún jafn blíð og góð og vildi alltaf allt fyrir mig gera. Hún hlustaði á allan barnaskapinn í tnér og gaf mér ráð. Ófáar voru sögurnar sem hún sagði mér frá lífinu í sveitinni þegar hún var stelpa. Það þóttu mér skemmti- legar sögur. Mikið mun ég sakna hennar Nennu. Sigrún Gunnar E. nuddari — Fæddur 8. ágúst 1959 Dáinn 8. október 1989 Tíminn flýgur og ekki verður rás hans stöðvuð, tímarnir krefjast fórna og oft þannig fórna að ekki verður skilið af hveiju og fyrir hvern. Gunnar E. Júlíusson, sá ágæti drengur er allur, horfinn enn einn af hinum heiðarlegu ungu íslend- ingum, sem áttu að vera í varasjóði hins nýja og hlýja þjóðfélags, sem hlýtur að vera í sköpun. Við áttum ekki mikil samskipti, en hittumst þó á förnum vegi og tókum tal saman, síðast í flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir rúmu ári. Jákvæðni og lífsgleði geislaði ávallt af Gunnari og var ég feginn í þetta sinn þegar auglýst var seinkr un á báðum þeim flugleiðum, sem við ætluðum að fara, Gunnar að þvi er mig minnir til Danmerkur og ég til Bandaríkjanna. Við ræddum því saman þangað til kallað var til brottferðar. Ég geymi myndina af Gunnari er hann stóð upp og hress í bragði skellti hliðartösku sinni yfir hægri öxl og hélt út brottfararganginn, sneri við á hæl, veifaði og sagði um leið: „Við sjáumst síðar, vertu blessað- ur.“ Ekki varð úr endurfundum, því miður. Öllum aðstandendum Gunn- ars heitins sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur og bið góðan Guð um styrk ykkar til handa. Friðrik Ásmundsson Brekkan Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég minnast míns kæra vin- ar, hans Gunna, sem var kallaður á brott, frá unnustu sinni, börnum og ástvinum svo alltof, alltof fljótt. Mikið er sárt að kveðja og erfitt Julíusson Minning að skilja svo ótímabært kall, en hlutverk Gunna hinum megin hlýtur að vera bæði stórt og mikilvægt. Ég kynntist Gunna fyrst fyrir nokkrum árum þegar ég kom til hans í Paradís, en mér var bent á að þar færi góður sjúkranuddari, sem hann reyndist svo sannarlega vera, enda vár ég hjá honum síðan. Milli okkar skópst falleg vinátta sem ég mun ávallt muna og varð- veita í hjarta mínu. Gunni var einstaklega jákvæður maður með bjarta sál. Það bjarta að hvort sem ég var glöð eða leið þegar ég kom til hans, leið mér alltaf betur þegar ég fór heldur en þegar ég kom. Þar fóru saman hlát- ursgusur, góðar samræður og hann sjálfur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gunna og eignast vináttu hans. Ástvinum hans, börnum, foreldr- um, systkinum og öðrum aðstand- endum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Lúlú ÞARFNAST HÚSIÐ VIÐGERÐA NÆSTA SUMAR? NÚ ER TÍMINN TIL AÐ SKOÐA HÚSIÐ OG AFLA HAGSTÆÐRA TILBOÐA. VERKVANGUR HF. ER ÞJÓNUSTU- OG RÁÐGJAFAFYRIRTÆKI SEM BÝÐUR UPP Á TÆKNILEGA SÉRÞEKKINGU OG REYNSLU Á SVIÐI, VIÐHALDS OG ENDURNÝJUNAR Á ELDRI HÚSUM. isaíii^KsWsftSiis KOMDU VIÐ EÐA HRINGDU. VIÐ MUNUM AÐSTOÐA ÞJG VIÐ UNDIRBÚNING FRAMKVÆMDA. V VERKVANGUR h.f ÞJÓNUSTU - 0 G RÁÐGJAFAFYRIRTÆKI ÞÓRSGÖTU 24, 101 REYKJAVÍK, SÍMI: 622680 GRUNN I 13. nóv. kl. 9-16 Fyrir byrjendur í tölvunotkun. Fjallað verður um Victor PC-tölvuna, MS-DOS stýrikerfið kynnt ásamt ýmsum jaðartækjum, t.d. prentara, mús, módemi o.fl. Framhaldsnámskeið Grunn II verður 15.-16. nóv. kl. 9-13. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur, Einari J. Skúlasyni hf., Grensásvegi 10, sími 686933 ATH: Vfí og fleiri stéttarfélög styrkja féiaga sina til þátttöku. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.