Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NOVEMBER 1989 4fzm • | jn p <m MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAOUR 5. NÓVEMBER 1989 17 Jltofgtiiifytofrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Kommúnistar í A-Þýzkalandi á undanhaldi Kommúnistar í A-Þýzkalandi eru á hröðu undanhaldi. Fyrstu viðbrögð þeirra við stöðug- um straumi flóttamanna frá landinu til V-Þýzkalands um Ung- veijaland og Tékkóslóvakíu voru þau að loka landinu og gefa til kynna að engar breytingar yrðu á stjórnarháttum. Síðan hafa þeir neyðst til þess að fallast á brott- flutning fólks til V-Þýzkalands, Honecker var settur af og nú til- kynnir nýr leiðtogi kommúnista- flokksins í A-Þýzkalandi miklar breytingar í æðstu forystu komm- únistaflokksins. Öll er þessi þróun í A-Evrópu með ólíkindum fyrir þá, sem hafa fylgzt með atburðarás þar undan- farna áratugi. Sú var tíðin, að kommúnistar í A-Þýzkalandi gátu leyft sér að láta rússneska skrið- dreka drepa saklaust fólk á götum A-Berlínar. Sú var tíðin, að þeir gátu leyft sér að byggja Berlín- armúrinn og skjóta á alla þá, sem reyndu að flýja yfir múrinn. Sú var tíðin, að veldi þeirra í A- Þýzkalandi virtist óhagganlegt, þótt á ýmsu gengi í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungvéíjalandi. Nú er þetta allt breytt. Nú er augljóst, að veldi kommúnista- flokksins í A-Þýzkalandi er að hrynja eins og spilaborg. Ráða- menn þar geta ekkert annað gert en að láta undan kröfum almenn- ings í landinu og hafa ekki við vegna þess, að kröfumar um breytta stjórnarhætti verða stöð- ugt háværari. Eins og framvinda mála er nú í A-Þýzkalandi er alls ekki fráleitt að ætla, að svipaðir atburðir geti gerzt þar á næstu misserum og orðið hafa í Póllandi og Ungvetjalandi að undanförnu, að aðrir en kommúnistar komist til verulegra áhrifa í þessum lönd- um. Slík þróun í A-Þýzkalandi getur hins vegar haft mun víðtæk- ari áhrif í Evrópu vegna hinnar sérstöku stöðu þýzku ríkjanna. Ungveijar rifu niður gaddavírs- girðingar. Það er alls ekki fráleitt að ætla, að Berlínarmúrinn verði brotinn niður fyrr en varir. Enn er tiltölulega rólegt í Tékkósló- vakíu en þess er áreiðanlega ekki langt að bíða, að breytingar gangi í garð þar líka. Kommúnistar í Tékkóslóvakíu munu ekki getá haldið óbreyttu ástandi öllu lengur eftir það, sem gerzt hefur í lönd- unum í kringum þá. Við erum vitni að einhveijum sögulegustu atburðum okkar samtíma. Þeir, sem komnir eru yfir miðjan aldur hafa í raun aldr- ei trúað því, að það, sem nú er að gerast í A-Evrópulöndunum, ætti eftir að gerast í þeirra lífi. Veldi kommúnismans í þessum löndum er að hrynja. Það þýðir hins vegar ekki, að herveldi kommúnismans í Sovétríkjunum sé hrunið, þvert á móti. Það er enn öflugt og getur átt eftir að styrkjast enn meir í framtíðinni, ef Sovétmönnum tekst að ná tök- um á þeim efnahagsvanda, sem þeir eru nú að glíma við. En þrátt fyrir þá staðreynd, sem við megum aldrei gleyma hljótum við að fagna mjög þeim breytingum, sem standa yfir í þessum löndum. Þær kalla á breyttan hugsunarhátt og afstöðu okkar Vesturlandabúa. Það er auðvelt að sitja fastur í hugsunar- hætti fyrri tíma. Það er erfiðara að takast á við það verkefni að færa samskiptin við gömlu Mið- Evrópuríkin í nýjan farveg. En það er skemmtilegt viðfangsefni. ÞAÐ ER ÁKAF- • lega margt í nú- tímanum sem minnir á orð höfuðsmannsins í Föðurnum þegar hann segir við dóttur sína, Ég er mannæta og ég ætla að éta þig! Samskipti einstakl- inga og þjóða eni oft með þessum hætti, þótt tíminn hafi úrelt margt í þessu fræga leikriti Strindbergs. Annar þáttur Föðurins er í fullu gildi og mikilvægur dramatískur skáldskapur. Þar segir höfuðsinað- urinn enn og nú við útsmogna konu sína, Láru, Þú gazt rétt mér hráa kartöflu og talið mér trú um að hún væri plóma(!) Þetta er sígild lýsing á því sem margir hafa kynnzt í einhverri mynd, ekki einungis í hjónaböndum, heldur miklu fremur í öðrum mannlegum samskiptum, og þá ekki sízt í stjórn- málum. Það er alltaf verið að rétta okkur hráar kartöflur og fullyrða að þær séu plómur. I biflíunni er talað um steina fyr- ir brauð, það er sama hugsunin. Þær era orðnar óendanlega marg- ar þessar hráu kartöflur sem fólk tekur úr hendi stjórnmálamanna. Einræðið í heild sinni er slík kart- afla, illa spíruð úr raka og myrkri. Lýðræðið nær plómunni. Við þekkjum þessar kartöflur einnig í listinni. Þær gera mikla kröfu til athygli. Og fólk hefur lítinn sem engan viðnámsþrótt. 6AUDEN SAGÐI í FRÆGU • kvæði um ísland að það væri ekki gróft og óheflað — ekki enn! Við skulum halda í það hálmstrá. Kannski er það jafnsterkt og hvann- njólinn sem bjargaði Þorgeiri Há- varssyni í Þorgeirstó, þar sem hann hélt í hann dauðahaldi yfir sextugu dýpi. Kannski ekki. Það er ekki alveg víst við höfum Þormóð til að kippa okkur uppá brúnina. Þorgeir var ólífhræddur, segir sagan. Víð eigurn að vera þó nokkuð ugg- andi. En hann var drep- inn og hausnum þann- ig fyrir komið að hetj- an gengi ekki aftur. 71 JANÚAR OG FEBRÚAR • 1987 skrifaði ég í menningar- blað Morgunblaðsins greinaflokkinn Bréf til vinar og fjallaði nokkuð um reynslu mína á löngum blaðamanns- ferli. Þessar greinar voru einskbnar framhald af bréfum sem ég hafði skrifað Herdísi Þorgeirsdóttur í Heimsmynd, að ósk hennar. í einni þessara Morgunblaðsgreina kemst ég svo að orði að samkeppni í stjórn- málum geri engan að betra manni. Og það er kannski ekkert undar- legt. Þetta er samkeppni forgengi- leikans. Hann kallar á hégóma og tildur. Hann hegðar sér oft ósæmi- lega.'Hann leitar síns eigip. Hann er sjaldnast langlyndur. Hann er einstaklega öfundsjúkur og rauþ- samur. Steinn afgreiddi allt þetta í einni setningu, 0, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán... Samt eru stjórnmálamenn stund- um merkilegt fólk. En sumir yfir- borðslegir páfagaukar eða kotroskn- ir þúfutittlingar, einsog þeir blasa við í fjölmiðlunum sem eru sérfræð- ingar í hráum kartöflum. Slíkir fogl- ar eru einnig ailaðsópsmiklir í listum. Þess vegna hefur mér ávallt þótt því meira til Haydns koma sem ég hef kynnzt honum og verkum haruf betur. Hann var afkastamikill snill- ingur einsog Mozart og kannski ein- mitt þess vegna hafði hann efni á að segja um þennan yngra starfs- bróður sinn, að hann væri mestur tónskálda. Svona komast öryggis- lausir aukvisar aldrei að orði; ein- ungis þeir sem þurfa ekki að oln- boga sig áfram; og trúa á verk sín og náðargáfu. Hinir ruglast á 5. serenöðunni og venjulegum hávaða. En serenaða forgengileikans er ekki til. Haydn er sjaldséður fugi; ólíkur Rousseau og Ibsen sem misnotuðu vini sína og nærðust á aumkunar- verðu vanþakklæti, ef marka má Intellectuals eftir Paul Johnson. Kannski þeir hafi trúað meir á þjóð- félagsbrasið en skáldskapinn. Samt mun snilli þeirra lifa í listinni. Hitt hverfur og gleymist einsog forgengi- leikinn. 8ÞEGAR VIÐ HUGSUM UM • hráu kartöflurnar er ástæða til að þakka fyrir það skuli ekki vera til sjónvaipssamtöl við helgimyndir og heilaga menn einsog Jónas Hall- grímsson; t.a.m. karpandi um Tristr- ansrímur; eða alþingismenn sem „sitja á hrosshaus tveir og tveir.“ Þetta orti hann í Soro á Sjálandi þar sem hann dvaldist í góðu yfirlæti hjá Steenstrup vini sínum, niður- sokkinn í rannsóknir á náttúru ís- lands, en þó öðrum þræði með hug- ann við þjóðfélagsbaráttuna og lízt ekki almennilega á Alþingi. Þetta er annar tónn en í Gunnarshólma sem er sprottinn úr fögnuði nýrra kynna þegar Jónas hverfur til ís- lands 1837, eða sex árum áður, og dvelst um stund á söguslóðum Njálu sem hann les þar syðra „til að búa mig undir alþingiskomuna" einsog hann segir í bréfi til Konráðs Gísla- sonar, dags. 8. ág. Um þetta hef ég fjallað í Njálu í íslenzkum skáldskap og vísa til þess. Eða þá Jón Sigurðsson(I) Hvernig ætli við hefðum litið á forsetann, ef við hefðum átt sjón- varpsmyndir af honum kaipandi um fjárkláðann? Þá væri enginn Jón forseti. Það er svosem í Iagi að hafa þessa karla í Hljómskálagarðinum og á Austurvelli. En þeir lifa ekki þar, heldur í verkum sínum. Þangað sækjum við innblásturinn. Og í stytt- urnar; einungis ef þær eru listaverk. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Fyrir tæpum hálf- um • mánuði spmttu að nýju upp umræður um endurvinnslustöð kjarn- orkuúrgangs í Dounreay nyrst á Skotlandi við Pentlandsfjörðinn. Um- ræðurnar nú eiga rætur að rekja til þess að Skotlandsmálaráðherrann í ríkisstjórn Margaret Thatcher, Malcolm Rifkind, ákvað að heimila byggingu evrópskrar endurvinnslustöðvar á kjarnorkuúrgangi þarna svo framarlega sem samkomulag tækist um það í samningum kjarnorkuráð- anna í Bretlandi, Frakklandi og Vestur- Þýskalandi. Gerir þessi ákvörðun Bretum kleift að ganga til slíkra samninga á jafn- réttisgmndvelli. Í breska blaðinu The Guardian föstudaginn 27. október sl. segir að evrópsku kjamorkuveldin sem á árinu 1984 hafi rætt um nokkrar endurvinnslu- stöðvar á kjamorkuúrgangi telji að þau geti nú aðeins ráðið við eina slíka stöð og verði hún reist á fyrstu ámm næstu aldar og geti aldrei orðið arðbær. Verði ráðist í smíði hennar muni Frakkland verða fyrir valinu en það sé eina landið þar sem menn hafi enn áhuga á slíkum stöðvum þrátt fyrir tæknilega erfiðleika og vaxandi áhyggjur almennings. Allt á þetta eftir að koma í ljós en íslend- ingar hafa eins og aðrar þjóðir sem eiga land að Norður-Atlantshafi verið gagnrýn- ir á hugmyndir um að stækka kjamorku- verið og endurvinnslustöðina í Dounreay. í desember 1986 gáfu Geislavarnir ríkis- ins, Hafrannsóknastofnun, Siglingamála- stofnun ríkisins og Magnús Magnússon prófessor út greinargerð um stöðina og stækkun hennar. Þar segir svo í útdrætti: „Áætlanir eru um að reisa stóra endur- vinnslustöð fyrir brennsluefni kjamofna í Dounreay á norðurströnd Skotlands við Pentlandsfjörð. Afköst stöðvarinnar mun verða 60-80 tonn á ári af brennsluefni. í dag er rekin kjamorkustöð í Dounreay með þrenns konar starfsemi: 1. Raforkuframleiðsla í kjamofni með hröðum nifteindum (Fast Reactor) (250 MW) (e). 2. Endurvinnslustöð með hámarksafköst 4 toiyi á ári af brennsluefni kjarnofna og 3. Kjarnorkutilraunastöð breska flotans, þar sem gerðar eru prófanir með kjarn- orkuknúnar vélar. Hinni nýju endui'vinnslustöð er ætlað að endui'vinna brennsluefni kjarnofna frá Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, Ítalíu og Belgíu auk Bretlands. Er fyrirhugað að flytja efnið sjóleið og landleið til endurvinnslustöðvarinnar en flugleið, sjóleið og landleið ti! baka. Nokkur ríki hafa þegar lýst opinberlega áhyggjum sínum yfir aukinni hættu á mengun hafsins vegna þessara áforma. Nýlega er lokið opinberri rannsókn (Public Inquiry), sem fram fór í Skotlandi vegna þessa máls. Von er á skýrslum um þá rannsókn í byijun næsta árs. Vegna ríkjandi hafstrauma munu geislavirk efni sem losuð verða í sjó frá stöðinni berast á hafsvæðið umhverfis ís- land, m.a. fiskislóðina milli Jan Mayen og íslands. Má ætla að það taki geislavirk efni frá Dounreay fjögur til sex ár að berast þang- að. Líklegt er, að vegna þynningar í hafinu muni styrkur geislavirkra efna á hafsvæð- inu umhverfis ísland, er þau berast hing- að, vera um einn þúsundasti af styrk efn- anna í sjó við Dounreay. Mat á geislunaráhrifum eðlilegrar og áfallalausrar vinnslu á Iífríki hafsins hér við land bendir til þess, að áhrifin verði óveruleg. Engu að síður verður að telja þessi áhrif óæskileg og íslendingum í hag að tekið verði fyrir þessa losun í hafið. Bygging endurvinnslustöðvar í Doun- reay mun auka mengunarhættu fyrir Norður-Atlantshaf ekki hvað síst af völd- um slysa, sem orðið geta bæði við flutning á geislavirkum efnum með skipum á erfið- um siglingaleiðum og vegna óhappa sem ekki er hægt að útiloka að geti orðið í endurvinnslustöðinni. Staðsetning stöðvar- innar í Dounreay orkar rnjög tvímælis. Mengun og mengunarhætta frá væntan- legri stöð í Dounreay snertir frekar hags- muni ríkja sem Hafa ekki beinan hag af vinnslunni en hagsmuni þeirra ríkja sem að byggingu stöðvarinnar munu standa.“ Mótmæli ís- HINN 8. FEBRÚ- ar 1988 samþykkti Alþingi samhljóða lendinga eftirfarandi þings- ályktun um mótmæli gegn stækkun endur- vinnslustoðvar í Dounreay fyrir úrgang frá kjamorkuverum: „Alþingi ályktar að mótmæla stækkun endurvinnslustöðvar fyrir úrgang frá kjarnorkuverum í Dounreay í Skotlandi og felur ríkisstjórninni að vinna áfram að þessum áformum." í umræðum um þessa tillögu sagði Frið- rik Sophusson, þáverandi iðnaðarráðherra, meðal annars: „Þannig er mál með vexti að fyrir skömmu átti ég tal við orkuráðherra Bret- lands, Cecil Parkinson, og lýsti þá áhyggj- um íslenskra stjómvalda vegna stækkunar endurvinnslustöðvarinnar í Dounreay og reyndar einnig vegna uppbyggingar kjam- orkuraforkiivera í Bretlandi. Núna um þetta leyti er verið að opna nýja stöð ná- lægt Edinborg og lítið lát virðist vera á því að Bretar munu framleiða raforku í kjamorkuverum þótt segja megi að Frakk- ar séu kannski ennþá harðari í hom að taka, ef svo má að orði komast, því að andstaða í Frakklandi virðist vera mun minni en f Bretlandi gegn kjarnorkuverun- um. Það er kannski athyglisvert vegna þess fréttaflutnings sem kemur hingað til ís- lands að átta sig á því að norður í Skot- landi virðist vera mun minni andstaða gegn kjamorkuverunum en í Englandi og gagnrýnin virðist vera meiri eftir því sem sunnar dregur í landinu." Friðrik Sophusson sagði að í viðræðum sínum við Parkinson hefði hann minnt á að íslendingar hefðu haft forgöngu um það undir forystu Matthíasar Bjarnasonar þáverandi samgönguráðherra að ræða málið á vettvangi Parísarsamningsins um varnir gegn mengun sjávar frá landsstöðv- um. Var það Siglingamálastofnun ríkisins sem beitti sér fyrir þessu og var tilgangur- inn að reyna til þrautar að hafa áhrif á endanlega staðsetningu nýrrar endur- vinnslustöðvar. Á ársfundi samningsaðila 1.-3. júní 1987 var, að frumkvæði Islend- inga, samþykkt ályktun um mengunar- vamir við nýjar endurvinnslustöðvar fyrir brennsluefni kjarnofna. í febrúar 1987 samþykktu umhverfis- málaráðherrar Norðurlanda á fundi sínum í Finnlandi að lýsa áhyggjum sínum við bresk stjómvöld vegna staðsetningar end- urvinnslustöðvar í Dounreay. í ályktun fundarins var einnig tekið fram, að stöðin gæti ógnað fiskimiðum Noregs, íslands og Færeyja. Þessi ályktun var send þáver- andi umhverfismálaráherra Breta, Nicolas Ridley. Fulltrúi íslands á fyrrgreindum fundi var Ragnhildur Helgadóttir þáver- andi heilbrigðismálaráðherra og á þingi Norðurlandaráðs 1987 kom það einnig í hennar hlut að svara fyrirspurnum um Dounreay fyrir hönd umhverfismálaráð- herra. í þingræðu 3. nóvember 1987 sagði Ragnhildur Helgadóttir að það hafi verið mikill alvöruþungi í þessum formlegu mót- mælum umhverfismálaráðherra Norður- landanna sem samþykkt voru á fundi þeirra í Finnlandi. Ástæða er t.il þess að riija þetta allt upp nú þegar íslenskir ráðherrar mótmæla í tilefni af því að Skotlandsmálaráðherrann hefur veitt það leyfi sem áður er getið varðandi framtíð Dounreay. Síðast á þriðjudag ræddi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra þetta mál við Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, sem stað- festi að Bretum væri vel kunnugt um sjón- armið og áhyggjur íslendinga og sagði mál þetta enn eiga langt í land. Þegar rætt er um kjamorkuver og mengun nú á tímum togast á í hugum margra óttinn við úrgangsefnin og sú stað- reynd að kjarnorkuverin valda mun minni skaða á ósonlaginu en aðrir orkugjafar. REYKJAVTKURBRÉF Laugardagur 4. nóvember Þjóðarbókhlaðan. Þegar þetta er haft í huga og ótti margra við kjamorkuverin ættum við sem ráðum yfir hreinum orkugjöfum í vatnsföllum og hveram að hafa sérstakt aðdráttarafl fyrir umhverfissinnaðá orkuneytendur og er rétt að minnast þess að í ferð sinni til Englands og Skotlands 1987 ræddi Friðrik Sophusson við ráðamenn í Bretlandi um flutning á raforku frá Islandi þangað og má sá þráður ekki slitna. Hinn 5. febrúar 1988 birtist í Morgun- blaðinu viðtal við Jóhannes Vigfússon eðl- isfræðing sem starfar hjá Kjarnorkueftir- litsstofnun svissneska ríkisins. Hann sagði meðal annars: „Afstaða mín til kjamorku hefur ávallt verið blendin. Ég óttast kjamorkuslys ekki svo mjög, þrátt fyrir Tsjemobyl. Það er vitað hvaða hætta stafar af kjarnorkuver- um og það er leysanlegur vandi að veijast henni, eins og til dæmis er gert með því að byggja hjúpa yfir verin svo geislavirk efni berist ekki út í umhverfið þótt slys eigi sér stað. En ég hef alltaf álitið að það væri ekki fundin nein endanleg lausn á úrgangsvandanum og ég er enn á þeirri skoðun. Það á eftir að sannfæra mig um að staður finnist þar sem hægt er að geyma hágeislavirkan úrgang í eina til tvær millj- ónir ára án þess að hann komist út í umhverfið.“ Það er þessi ótti við kjarnorkuúrganginn sem sækir að mörgum og ekki síst þjóð sem á allt sitt undir hreinu og ómenguðu umhverfi eins og við íslendingar. Við hljót- um því að standa fast gegn öllum áformum sem við teljum að geti ógnað þessu um- hverfi og ekki síst hafinu í kringum landið. Raunasaga Þjóðarbók- hlöðu í ÞÆTTINUM UM daginn og veginn í útvarpinu sl. mánu- dagskvöld ræddi Reynir Axelsson stærðfræðingur um þau áform Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra að ganga á fé Háskóla Is- lands í því skyni að fjármagna smíði Þjóð- arbpkhlöðunnar. Af því tilefni rakti Reyn- ir i-aunalegá byggingarsögu Þjóðarbók- hlöðunnar og sagði meðal annars: „Nú hefur íslenska ríkið ekki verið sér- lega athafnasamt við að reisa fagrar bygg- ingar ... það lætur að vísu byggja ósköp- in öll — skóla, sjúkrahús, hafnir, íþrótta- mannvirki, skrifstofuhúsnæði fyrir ýmsa starfsemi — en það hefur lítið hirt um að láta reisa hús af því tagi sem setja svip á borgir. Kannski er það einkum þess vegna sem Reykjavík líkist fremur smábæ en höfuðborg. Það blasir við öllum sem sjá vilja að á síðustu árum hefur Reykjavíkur- borg tekið allt frumkvæði af ríkisvaldinu í þessum efnum. Meðan Reykjavíkurborg reísir nýtt Borgarleikhús lætur ríkið Þjóð- leikhús og Þjóðminjasafn grotna niður áratug eftir áratug, vegna þess að það getur ekki séð af fé í nauðsynlegasta við- hald húsanna. Meðan Reykjavíkurborg reisir nýtt ráðhús getur Alþingi ekki einu sinni komið sér saman um að byggja yfir sjálft sig, og virðist nú einna helst ætla að koma sér fyrir á hóteli. Stjómarráðinu er dreift í meira og minna sviplaust skrif- stofuhúsnæði. Ekki er byggt yfir Hæsta- rétt. Á síðustu áratugum hefur ríkið ekki reynt að byggja nema eitt hús í höfuð- borginni sem einhver bragur er að. Það er Þjóðarbókhlaðan, og er af henni löng sorgarsaga. Þótt flestir þekki þessa sögu gefa ný- liðnir atburðir ástæðu til að rifja hana upp enn einu sinni, en ég ætla að láta nægja að stikla á stóra. Árið 1957 samþykkti Alþingi að koma Landsbókasafni og Há- skólabókasafni fyrir undir einu þaki. Á 150 ára afmæli Landsbókasafnsins árið 1968 var gert kunnugt að reist skyldi bókasafnshús við Birkimel og Hringbraut. Hinn 30. apríl 1970 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um „að í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974 skuli reist Þjóðarbókhlaða, er rúmi Lands- bókasafn og Háskólabókasafn." Árið 1973 var gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætl- un sem gerði ráð fyrir að húsið yrði tekið í notkun árið 1977. Afmælisárið 1974 leið án þess að hafist væri handa við bygging- una. Það var ekki fyrr en í janúar 1978 að fyrsta skóflustungan var tekin að hús- inu. Síðan hefur áætlun tekið við af áætl- un, en engin þeirra hefur staðist. Nú, 15 áram eftir 1100 ára afmæli íslandsbyggð- ar, er ennþá alveg óljóst hvenær verkinu verður lokið. Ástæðan er flestum kunnug: Þótt Alþingi hafi fyrir meira en 19 árum lofað þjóðinni þessari veglegu afmælisgjöf hefur það ekki tímt að láta nægilegt fé af hendi rakna til að standa við loforðið. Pjármögnunarsaga Þjóðarbókhlöðunnar er hneyksli á hneyksli ofan. 12 árum eftir afmælið, þegar verkið hafði dregist og dregist vegna fjárskorts, virðist Alþingi hafa rankað eitthvað við sér. Ekki treysti það sér þó til að hraða byggingunni með því að veita fé af venjulegum tekjustofn- um, heldur samþykkti það lög vorið 1986 um sérstakan eignaskattsauka. Skyldi bæta 0,25% skatti á eignaskattsstofn landsmanna árið 1987, 1988 og 1989 og þær tekjur sem þannig fengjust renna óskiptar til byggingar Þjóðarbókhlöðu. Þessi lög hafa svo verið þverbrotin aftur og aftur. Tekjur af eignaskattsaukanum árið 1987 vora rúmar 177 milljónir króna; af þeim var 74 milljónum varið til bók- hlöðunnar, en 103 milljónum var stungið undir stól. Árið 1988 vora tekjurnar 230 milljónir króna, af þeim fóru nú aðeins 50 milljónir — ég endurtek, 50 milljónir — til bókhlöðunnar, en 180 milljónir vora notaðar í annað. Árið 1989 er áætlað að tekjumar verði 284,5 milljónir króna, og reiknað er með að 110 milljónum verði varið til bókhlöðunnar, en 174,5 milljónir fara í annað. Á síðustu árum hefur það öðru hvoru heyrst að alþingismenn hafi sumir hveijir áhyggjur af þverrandi virðingu Alþingis meðal þjóðarinnar. En hvernig getur Al- þingi vænst minnstu virðingar þegar það ber ekki meiri virðingu fyrir sjálfu sér en svo að það brýtur aftur og aftur þau lög sem það setur? Engin loforð virðast því heilög, engin lög virðast nógu friðhelg til að ekki megi víkja þeim við eftir duttl- ungum ríkisstjóma og ráðherra hveiju sinni.“ Síðan rifjar Reynir það upp að í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1990 komi fram að ríkisvaldið ætli að gefast upp við afmælis- gjöfina og láta annan borga hana, og þá þann sem síst skyldi, Háskóla íslands. REYNIR AXELS- son lauk erindi sínu um daginn og veg- leysi fyrir inn með þessum orðum: „Hin margum- talaða kreppa í efnahagsmálum er hégóm- leg og raunar ekki nema afleiðing af miklu alvarlegri kreppu í íslenskum stjórnmálum. Og sú kreppa felst í því að ráðamenn telja sig hafna yfir öll lög og allar reglur. Hugs- un ráðherra virðist vera sú að lögum megi alltaf breyta þegar þau era ekki í sam- ræmi við það sem þeim dettur í hug, og Alþingi snýst eins og spjald í vindi eftir óskum ráðherranna á hveijum tíma og undrast svo að virðing þess fari þverr- andi. Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafai'valds er varla til nema á pappím- um. Og nú virðist svo komið að ekki þurfi alltaf að breyta lögunum; það er miklu einfaldara að brjóta þau. Líður nokkur mánuður án þess að fréttir berist af at- hæfi ráðamanna sem þætti afsagnarsök í hveiju siðuðu landi? Við heyram forystu- menn í stjórnmálum hvern af öðram bera fram þá ósk að mega, eins og þeir orða það svo hreinskilnislega, „stjórna með handafli". Sjálfsagt er skemmtilegra að stjóma með handafli en með skynseminni, en afleiðingarnar blasa við. Óll stjórn- málaumræða í landinu snýst um efnahags- mál, og efnahagsmál virðast vera hið eina sem stjórnmálamenn hafa áhuga á, og allir vita hvernig þeim er komið. Atlagan gegn Þjóðarbókhlöðu og Há- skóla íslands er því aðeins enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðherra fyrir lögum og reglum. Hún er sjúkdómseinkenni um al- varlega meinsemd í íslenskum stjórn- málum. Þegar ráðamenn fótum troða þær reglur sem réttarríki byggist á og komast upp með það hvað eftir annað, þá riðar réttarríkið til falls og öryggi þegnanna er í hættu. Við getum ekki annað en vonað að Al- þingi láti ekki í þetta sinn undan fram- kvæmdavaldinu og éti ofan í sig aftur lög- in um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga sem það er nýbúið að samþykkja áður en þau koma til fram- kvæmda. Virðing þess, eða það sem eftir kann að vera af henni, má vart við slíku áfalli.“ Virðingar- „Það er þessi ótti við kjarnorkuúr- ganginn sem sæk- ir að mörgum og ekki síst þjóð sem á allt sitt undir hreinu og ómeng- uðu umhverfi eins og við íslending- ar. Við hljótum því að standa fast gegn öllum áformum sem við teljum að geti ógnað þessu um- hverfí og ekki síst hafinu í kringum landið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.