Morgunblaðið - 05.11.1989, Side 1

Morgunblaðið - 05.11.1989, Side 1
96 SIÐUR B/C/D 253. tbl. 77. árg. Suður-Kórea: Brotið á höfimdarrétti skólastúlku Seoul. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Suður-Kóreu hefur úrskurðað að menntamálaráðuneyti landsins beri að greiða tvítugri konu, Yun Chong Ah, upphæð sem nemur 4,3 milljónum ísl. kr., vegna þess að ritgerð sem hún skrifaði í skóla var birt án leyfis í lestrarbók. Yun var nemandi við barnaskóla í Seoul árið 1980 þegar hún fékk verðlaun í rit- gerðarsamkeppni. Verðlaunaritgerð- in var um afa hennar, sem flúið hafði frá heimabæ sínum í Norður-Kóreu. „Líkið“ andaði París. Reuter. NÍTJÁN ára gamall Frakki var á batavegi á fdstudag eftir að hafa ver- ið úrskurðaður látinn vegna lyjjaáfs. Maðurinn hafði fyrir nokkrum dögum ekið út í skóg og hellt í sig ókjörum af barbítúrötum til að granda sér. Veiðimenn rákust á hann daginn eftir en læknar fundu ekkert lífsmark með honum. Maðurinn var þá vafinn líkklæði og starfsmaður í líkhúsi var að koma honum fyrir í frystigeymslu þegar hann tók eftir því að „líkið“ andaði enn. Frumbyggjar Ástralíu: Stjórnvöld ábyrg fyrir ofdrykkjunni Sydney. Reuter. ÞRÍR ástralskir frum- byggjar hafa höfðað mál gegn stjórnvöldum og tveimur stærstu ölgerð- arhúsum Ástralíu og sak- að þau um að hafa stuðl- að að ofdrykkju inn- fæddra í Eyjaálfu. Tveir mannanna eru í fangelsi vegna afbrota sem þeir frömdu í ölvímu. Verjendur þeirra ætla að byggja vörnina á því að menn- irnir hafi verið „varnarlausir vegna arfleifðar sinnar" þar sem áfengi hafi ekki verið til í Ástralíu fyrr en hvíti maðurinn nam þar land. SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ein milljón manna á mót- mælafimdi í Austur-Berlín Flokksbroddum tekið með þrumandi mótmælaöskrum á Alexander-torgi Austur-Berlín, Prag. Reuter. MEIRA en milljón manna safnaðist sainan á Alexander-torgi í Austur-Berlín í gær, laugardag, og krafðist frjálsra kosninga í landinu. Fólkið hrópaði: „Egon, við erum á leiðinni! og átti við Egon Krenz, leiðtoga ríkisins. Gífurlegur fógnuður braust út þegar ræðumenn lieimtuðu að komið yrði á fjölllokkakerfi og tjáningarfrelsi, rétt- indi almennings gagnvart ríkisvaldinu tryggð og stjórnarandstöðuhópum leyft að starfa þegar í stað. Krenz hefur heitið lýðræðisumbótum af ýmsu tagi og nokkrir harðlínumenn hafa þegar verið reknir úr forystunni. Yfirvöld höfðu gefið hóp forystumanna í menningarmálum leyfi til að halda fundinn og öryggislögregla var hvergi ná- læg. Sjálfboðaliðar héldu uppi lögum og reglu og báru spjöld með áletruninni:„Ekk- ert ofbeldi! Er tveir flokksbroddar úr stjórn- málaráðinu gengu í ræðustól dundu þrum- andi mótmælaöskur yfir torgið. Þetta eru fjölmennustu mótmæli í landinu frá 1953 er uppreisn gegn kommúnistum var kæfð í blóði. ■ Tékknesk yfirvöld leyfðu í gær Austur- Þjóðveijum, sem hópast höfðu til landsins í von um ferðaleyfi til Vestur-Þýskalands, að fara umyrðalaust vestur á bóginn. Mörg þúsund austur-þýskir flóttamenn eru nú í landinu. Tékkneska fréttastofan CTK sagði yfirvöld í kommúnistaríkjunum tveim hafa ákveðið í sameiningu að veita flóttafólkinu fullt ferðaleyfi. Fyrsta lestin af tólf, sem ætlað er að flytja á brott u.þ.b. 5.000 Aust- ur-Þjóðveija frá vestur-þýska sendiráðinu í Prag, hélt þaðan um hálf níu-leytið á laugar- dagsmorgun. Fólkið veifaði og fagnaði ákaft. Margir voru þegar komnir yfir landa- mærin í eigin bílum og bílstjórar nokkurra vestur-þýskra langferðabíla, sem voru í Prag, buðu flóttamönnum far yfir landa- mærin til vesturs. Starfsmenn Rauða krossins í Prag töldu að landamærum Tékkóslóvakíu og Vestur- Þýskalands yrði ekki lokað aftur. Tékknesku landamæraverðirnir slepptu öllum forms- atriðum og könnuðu ekki einu sinni skilríki fólksins. Stöðugur straumur fólks var frá Austur-Þýskalandi til Tékkóslóvakíu í gær. Að sögn fólksins veifuðu austur-þýskir landamæraverðir til þess og hrópuðu að- eins: „Sjáumst á ný! SJUKRASAMLOGIN ÖR SÖGUNNI/70 YFIR- VALDIÐ Jón Isberg sýslumaöur Húnvetninga 12 FRÆrWTO I I LYSÍ I HÖLLIWI MANNSMYND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.