Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT j iiaaMavófri .a jiodauumwij^ ■u.jn.iawa.aio.^ MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 Sjaldnast sagt frá þegar lögreglumenn slasast - segir Grétar Norðflörð varðstjóri, sem slasaðist illa í átökum við aflbrotamann GRÉTAR Norðfjörð, varðstjóri á stjórnstöð lögreglunnar, slas- aðist við skyldustörf fyrir skömmu. Grétar, sem verið hefur í lögreglunni í þrjátíu ár, liljóp á eftir manni sem grunað- ur var um töskuþjófnað. Maður- inn sneri sér við og rak Grétari þrjú bylmingshögg í andlitið með þeim afleiðingum að Grét- ar nefbrotnaði. G ein- Irétar segir að þetta mál sé langt frá því að vera einsdæmi. „Á síðustu fimm árum hafa á þriðja tug lögreglumanna slasast við skyldustörf og sumir þeirra munu aldrei ná sér að fullu. Þessi mál verða einhverra hluta vegna útundan í fjölmiðlum. Það er sjaldnast sagt frá því þegar lög- reglumenn slasast en blásið út þegar lögreglumenn slasa hvern,“ segir Grétar. Hann bætti því við að lögreglu- menn í Reykjavík væru stundum óhressir með hvernig íjallað er um mál þeirra. „Vissulega kemur það fyrir að lögreglumenn slasa einhvern. En það er án undan- tekningar óvart, og yfirleitt þegar þeim er veitt veruleg mótspyrna. Lögreglumenn gæta ávallt fyllstu varúðar en ef þeir telja sig í hættu þá neyðast þeir til að beita afli. Grétar Norðfjörð. Þegar svo óheppilega vill til að einhver meiðist gleymist sjónar- mið lögreglunnar,“segir Grétar. Margt breyst á 30 árum Grétar hóf störf árið 1959 og hann segir að margt hafi breyst á þijátíu árum. „Við getum tekið dæmi. Þegar ég var nýliði, fyrir þijátíu árum, fengum við stundum tilkynningar um slagsmál við BSR. Þá fóru tveir gangandi lögreglumenn á staðinn og þegar þeir birtust hættu allir að slást. Ef þetta gerð- ist í dag þyrftum við að senda bíl og þijá til fjóra lögreglumenn. Og þegar þeir birtust myndu allir fara að slást, jafnvel við lögregl- una. Hvert föstudags og laugar- dagskvöld er í raun eins og gaml- árskvöld. Ástandið í miðbænum er mjög alvarlegt og það verður að finna lausn á því.“ Grétar hefur þurft að ganga í ýmis störf á þeim þijátíu árum sem hann hefur verið í lögregl- unni. En hvað skyidi vera ánægju- legast við starfið? „Það er að finna þakklæti fyrir veitta aðstoð og þegar tekist hef- ur að bjarga mannslífum en það hefur gerst oftar en einu sinni. Það versta er aftur á móti þegar manni er sýnt vanþakklæti fyrir góðan greiða en það gerist mjög oft.“ En hvaða hug ber Grétar til samborgara sinna? „Mér þykir vænt um þá. Ég haf ánægju af því að þjóna þeim og það er líklega ástæðan fyrir því að ég er enn í lögreglunni,“ segir Grétar. Flugmálastjórn; Lausn kjaradeilu flug- virkja ekki í sjónmáli FORSVARSMENN Flugvirkjafélags íslands og launaskrifstofu íjár- málaráðuneytisins íúnduðu í fyrradag í samgönguráðuneytinu vegna kjaradeilu flugvirkja hjá flugmálasfjórn. Þar voru lagðar fram óformlegar tillögur til lausnar deilunnar, og var fjallað um þær innan Flugvirkjafélagsins siðdegis. Sámkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru tillögurnar taldar óaðgengilegar, og virðist því lausn á kjaradeilunni ekki vera í sjónmáli. Flugvirkjarnir sjá um tæknilegt eftirlit með flugflota lands- manna og hafa auk þess séð um viðhald flugvélar Flugmálastjórn- ar. Flugvirkjafélagið lagði bann við því og hefur það bann verið í gildi í tæpa tvo mánuði. Af þeim sökum hefur ekki verið hægt að nota flugvél Flugmálastjórnar til að stilla blindflugstæki á flugvöll- um hérlendis, en það þarf að gera með ákveðnu millibili. Síðasti dagur til þess að stilla blindflugstæki vegna aðalbrautar- innar á Reykjavíkurflugvellli var í gær. Þess vegna hafa Flugleiðir hækkað lægstu flughæð í skýjum úr 200 fetum í 590 fet. Flugmála- stjórn sendi út tilkynningu um þetta fyrir viku síðan, þar sem flugmenn eru varaðir við þessu ástandi. Næ-st jiarf að stilla blind- flugstæki í Isafjarðardjúpi 10. nóvember, á Húsavík 13. nóvemb- er, á Sauðárkróki 15. nóv., og á Akureyri 16. nóvember. Stillaþarf V erðlagsstofnun: Spurningaleikur brýtur í bága við verðlagslög VERÐLAGSSTOFNUN hefur komist aðþeirri niðurstöðu að spurn- ingaleikur á vegum Bylgjunnar og Sjóvá-Almennra, sem auglýstur hefur verið undanfarið, brjóti í bága við verðlagslög. Hefur stofnun- in sent viðkomandi aðilum bréf, þar sem þess er krafist að leiknum verði þegar hætt. Samkvæmt upplýsingum Verð- lagsstofnunar brýtur spurn- ingaleikurinn ótvírætt í bága við 33. grein verðlagslaga, en þar seg- ir að í því skyni að öiva sölu á vöru, þjónustu eða öðru því sem í té er látið, sé óheimilt að úthluta vinningum með hlutkesti, í formi verðlaunasamkeppni eða á annan hliðstæðan hátt, þár sem tilviljun ræður að öllu leyti, eða að hluta, hver niðurstaðan verður. blindflugstæki á Keflavíkurflug- velli 6. desember, en Flugmála- stjórn sér um það samkvæmt samningi við varnarliðið. Samn- ingurinn er upp á 70 þúsund Bandaríkjadali á ári eða sem jafn- gildir rúmum fjórum milljónum íslenskra króna. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Feðgarnir Ármann Árnason og Einar Ármannsson að landa. Góður afli hjá trillunum Neskaupstað. MJÖG góður afli hefur verið á línu hjá smábátum hér undanfarið, þegar gefið hefur á sjó. Um síðustu helgi koniu þeir með samtals 120 lestir að landi. Ul 40 trillur og smábátar stunda róðra héðan um þessar mundir, en nú er farið að þrengja að um kvóta hjá þeim og einhveijir þegar búnir með hann. - Ágúst V erðlagsstofiiun gerir athugasemdir við taxta dagmæðra VERÐLAGSSTOFNUN liefur gei-t athugasemd við hækkuu taxta dagmæðra sem tók gildi 1. október síðastliðinn. Þá hækkaði launalið- ur taxanna um 20%. Samtök dagmæðra hafa ákveðið að breyta ekki gjaldskránni, þar sein taxtarnir hafi verið orðnir of lágir og þörf á leiðréttingu. Hefúr forysta samtakanna verið boðuð á fund í Verðlags- stofnun eftir helgi og að sögn Olafs Gunnarssonar, fulltrúa á Verð- lagsstofnun, kemur til greina að fara með inálið fyrir verðlagsráð og setja þessa þjónustu undir verðlagsákvæði. Olafur sagði að Verðlagssfofnun hefði fengið ábendingar um þessa hækkun taxta dagmæðra í byijun október. Taxtarnir eru leið- beinandi en mikið miðað við þá. Sagðist hann þá hafa fengið þær skýringar hjá Samtökum dag- mæðra að mistök hefðu orðið við útreikninginn og taxtarnir yrðu leiðréttir. Þær hefðu síðar haft sam- band til að segja frá þeirri ákvörðun að taka inn leiðréttingu á töxtunum en lækka þá ekki. Selma Júlíusdóttir, formaður Samtaka dagmæðra, sagði að taxt- arnir væru miðaðir við laun Sóknar- kvenna og við athugun á þeim nú í framhaldi af athugasemd Verð- lagsstofnunar hefði komið í ljós að taxtarnir hefðu dregist aftur úr og hefðu verið orðnir það lágir að dag- mæður sæu sér ekki fært að vinna eftir þeim. Því hefði verið ákveðið að lækka þá ekki en ákveðið að reyna að halda launaliðnum óbreyttum í vetur. Sagði Selma að tímakaupið við gæslu á einu barni væri 80—100 krónur og innifalið í því væri viðhaldskostnaður og leik- föng. Þá benti hún á að taxtar dagvistarstofnana hefðu hækkað yfir 20% í haust. Ólafsvík: Tillögur bæjarstjórans um sparnað samþykktar Ólafsvík. SPARNAÐARTILLÖGUR sem Kristján Pálsson, bæjarstjóri í ÓI- afsvík, lagði fram í bæjarstjórn Ólafsvíkur í sumar liafa nú hlotið samþykki í bæjarstjórninni í lítið breyttri mynd. I sumar var tillögun- um mjög þunglega tekið, ekki síst af félögum Kristjáns í meirihluta bæjarstjórnarinnar. Nú voru tillögur þessar hins vegar lagðar fram í nafni alls meirihlutans, lítt breyttar eins og fyrr segir, og hlutu að auki samþykki sjálfstæðismanna sem fengu fram nokkrar breyting- ar. Þessar sparnaðar- og hagræð- ingaaðgerðir bæjarstjórnar ei'u í fjórum aðalliðum: 1. Lækkun reksturskostnaðar, sem með nýrri verkaskiptingu ríkis- og sveitarfé- laga á að nema 13,3 milljónum. 2. Hækkaðar tekjur bæjarsjóðs sem með nýjum tekjústofnalögum munu nema samtals 10,8 milljónum. 3. Frestur útgjalda samkvæmt fjár- hagsáætlun 1989 kr. 2870 þúsund og sala eigna 3 milljónir, samtals þessi liður 5870 þúsundir. 4. Að- ráðning í hlutastarf. Endanleg sam- staða um þessar tillögur varð því góð og það er von bæjarstjórnar- manna að með þessum aðgerðum verði komist fyrir vind og staða bæjarsjóðs batni til frambúðar. - Helgi. gerðir sem hafa óbein áhrif svo sem lengingar lána, færsia reksturs fé- lagsheimilisins á Klifi út úr bæjar- reikningunum. Einnig er fyrirhugað að færa umsvif vegna verkamanna- bústaða á sérstakan reikning og fleira mætti teija. Helsta breyting frá upphaflegum tillöbum bæjarstjóra er sú, að bæj- arstjórn fellst ekki á að fresta ráðn- ingu bæjarritara. Starfi byggingar- fulltrúa verður hins vegar breytt þannig, að þar eigi sér stað laus- Digranes- prestakall í messutilkynningum í gær féll niður hluti tilkynngar frá Digranesprestakalli. Guðsþjón- usta er í dag, sunnudag kl. 11 í Kópavogskirkju. Prestur er sr. Þorbei'gur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.