Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 26
KARLAR Heilsupinn- inn greiddur með vísa „Oft er örsnauð kona auðsmanns prýði“ Svo virðist sem konur giftist til fjár frekar en karlmenn. Auð- ugir menn af auðugum ættum þurfa varla að hafa upp á neitt annað að bjóða en peninga til þess að ná í föngulega konu. Konur hins- vegar þurfa miklu heldur að framv- ísa ýmiskonar andlegum/likam- legum hæfileik- um til þess að verða eftirsóttar. Svo var það einn- ig með Frú Gold. Fátæk, gullfalleg stúlka giftist rikum Wall Street- gyðingi. Hr. Gold gaf henni visa- kort í morgungjöf og taldi að annað þyrfti hún ekki. Frú Gold átti hins- vegar oft erfitt. Hún fór í gegnum öll stig og skeið sem kortlögð hafa verið fyrir konur af svokölluðum visinda-mönnum. Hún var teymd að sálarspeglinum og niðurstaðan var að hún hefði sleppt nauðsyn- legu þroskaþrepi í uppeldinu og því væri hún í sálarklemmu. Eftir að frúin hafði veið kortlögð var hún send til meðferðar. Niður- staðan kom fljótt — kreditkorta- syndróm. Er hér komið nýtt skeið sem flestar konur virðast fara á — ein- hvern tíma. Skjálftinn byrjar svona 25. hvers mánaðar með ,nákvæmri skoðun á póstinum. Hvar er reikningurinn? (Óttinn.) Reikningurinn kemur og þó svo að vitað sé upp á hár hvað hann er hár er umslagið það seigasta sem til er. Jú, jú, þarna fara mán- aðarlaunin, yfirdráttarheimildin, víxillinn og restina verður að framlengja. Þetta gat verið verra. (Afneitun.) Reikningurinn er fal- inn — liggur ekkert á. (Flóttinn.) Eiginmaðurinn fær iljanudd, straujaða skyrtu og morgunmat- inn í rúmið. Fær að heyra sögur um konur sem fóru til Parisar í saumaklúbb, til Glasgow til að versla o.s.frv. (Sektarkennd.) Greiðsludagurinn rennur upp. „Þú ert með fatadellu, kaupæði" og nöldrið heldur áfram. (Taugaá- fall.) „Mamma saumaði upp úr ' gömlu, tók slátur, bakaði brauð, fór í heimapermanent, gekk í vinnuna." da da da. Frú Goíd trúir nú ekki öllu sem hún heyrir. Kreditkortasyndrómið er sam- kvæmt kenningu Pavlovs um svörun við áreitni. Lærður tauga- titringur við anddyri fjárkúgunar karlmanna. Þeirra sem vilja kon- una sina —já sína — í samajóla- kjólnum ár eftir ár. Sumar konur svara vel og losa sig við kreditkor- tið. þær sauma jólakjólinn upp úr gardinuvæng, allt i stíl i stofunni (og ekki rnunar um einn væng frá glugganum). En aðrar halda sínum vana. enda hvaða hljómur er yndislegri en klik-klik. Það fer um mann slíkur straumur að það hálfa væri nóg. (Fullnæging frum- þarfarinnar. þeirrar að versla.) Frú Gold fór hinsvegar ótroðnar slóðir. Hún flaug nefniiega frá New York til Parisar að versla. Á frönsku er það klok-klok. Þar bauðst henni Heilsupinni. Heilsu- pinnar eru karldýr sem leggja nöldur ekki í vana sinn og sjá um hina þörf konunnar. þ.e.a.s. sitja undir kertaljósi og síðar taka snúning á virtum næturklúbbum. Málið varð Frú Gold dýrkeypt. Heilsupinninn rændi vísakortinu. Hr. Gold nejtar að tilkynna þjófn- aðinn. Heilsupinninn eyðir ekki eins miklu og frúin gerði. Nú svo sér, Hr. Gold nákvæmlega að Heilsupinninn kann að spara. Hann er nefnilega ekki kona og frumþörf hans er önnur en að versla. Ræfils frúin situr nú lieima og Ies kennslubók um nytjasaum. Nú fær hún iljanudd og morgunmat i rúmið og auðvitað er það gott, en ekki eins og klik-klik. Hún ráð- leggur öllum: „Borgið aldrei Heil- supinnanum með vísa." eftir Jónínu Benediktsdóttur MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 BRÚÐHJÓN VIKUNNAR: „Var líklega ást við fyrstu sýn“ Brúðhjón vikunnar að þessu sinni eru þau Ileiðrún Hlín Guðlaugsdóttir og Hannes Sigga- son, hún 29 ára gömul, gjaldkeri hjá innflutningsfyrirtæki, hann starfandi rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík, en þau búa ásamt syni sínum Guðlaugi Sigga, í Kópavoginum. Litli snáðinn er 17 mánaða. Þau hittust fyrst í mars árið 1985, á dansleik í Þórskaffi, en þau komu hvort úr sinni átt- inni, þau vissu ekki hvort af öðru og reyndust ekki eiga sameigin- lega kunningja eða vini. Hannes segir í samtali við Morgunblaðið að þegar litið sé til baka virðist sem hér hafi verið um ást við fyrstu sýn að ræða, þau hafi byrj- að að vera saman fljótlega eftir fyrsta fundinn í Þórskaffi og þau standi nú uppi samrýmd hjón. Þau Heiðrún og Hannes ákváðu reyndar að gifta sig þegar síðasta vor, en vegna almenns annríkis var því frestað til haustsins. „Við vildum að athöfnin og veislan rækjust ekki á sumarleyfi og aðr- ar fj'arvistir okkar nánustu og svo vildum við hafa nægan tíma upp á að hlaupa til undirbúnings og þegar upp var staðið hafði aldeilis ekki veitt af,“ segja þau hjón. Leið svo að deginum stóra og þau Hannes og Heiðrún að hann hljóti að teljast hafa farið fram með hefðbundnum hætti. Heiðrún fór í hárgreiðslu og snyrtingu, en Hannes stóð í alls konar stússi, svo sem að sækja blómvöndin. En klukkan hálf tólf var það sem þau hjón ákváðu að sumar reglur væru til þess að bijóta. Til þess að lenda síður í tímahraki eftir athöfnina ákváðu þau að fara til ljósmyndarans fyrir hádegis og þar með hafði brúðguminn litið dýrðina augum áður en athöfnin hófst! Ljósmyndunin tók heila klukkustund og telja þau að tímanum hafi verið vel varið og myndatakan hefði verið óheppi- legri síðar um daginn. Klukkan kortér yfir eitt fóru þau svo til kirkju ásamt foreldrum hans og móður hennar. Athöfnin hófst á slaginum tvö. Fór athöfn- in fram í Langholtskirkju og það var sr. Kristján E. Þorvaldsson sóknarprestur við Hjallaprestakall í Kópavogi sem gaf þau saman. Athöfnin fór hið besta fram, segja þau, Jón Stefánsson organisti var mættur með sex manns úr Lang- holtskirkjukórnum og voru sungin m. a. tvö lög útsett af Gunnari Þórðarsyni, „Þitt fyrsta bros“ og „Leyndarmál". Að athöfninni lok- inni hélt öll hersingin í veitinga- húsið Norðurljós í Þórskaffi þar sem um 90 gestir skemmtu sér hið besta allt þar til klukkan sló sex eða svo, en þá héldu brúð- hjónin til síns heima ásamt for- eldrum hans, móður hennar, bróð- ur og eiginkonu hans. I þeim fé- lagsskap opnuðu brúðhjónin gjaf- irnar og var þar margt góðra og fallegra muna. Þegar búið var að skoða gjaf- irnar fór umræddur hópur á Hót- el Holt og snæddi þar „fyrsta flokks" kvöldverð og í fyllingu kvöldsins fóru hin nýbökuðu hjón til næturgistingar í brúðarsvít- unni. A sunnudaginn má síðan segja að þau Heiðrún og Hannes hafi haldið áfram þar sem frá var horfið, enda gengur lífið sinn gang. Brúðkaupsferð er ekki á döfinni, hvað svo sem síðar verð- ur. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Eigendur Betra Lífs, Guðrún og Snæíríður. NÝSTÁRLEG VERSLUN Hjálpar fólki 1 sjálfs- leit og teng- ingu við innri mann um kúnnahópinn áður, en við sáum Jjöldan allan af nýjum andlitum og allir voru jákvæðir og ánægðir, sagði Guðrún Guðjónsdóttir kaupmaður í samtali við Morgunblaðið, en hún opnaði í vikunni ásamt Snæfríði Jensdóttur verslunina „Betra Líf“, sem óhætt er að segja að eigi sér enga hliðstæðu hér á landi. Verslun- in er til húsa að Laugavegi 66 þar sem Stjörnuspekimiðstöðin var áður og ekki hefur verið með öllu horfið af því sviði. Þær Guðrún og Snæfríð- ur eru mjög áhugasamar um andleg málefni og hluti þeim tengdum. Snæfríður hefur að baki árs nám við Heilunarskólann og Guðrún hefur setið námskeið í andlegum fræðum hjá Erlu Stefánsdóttur. Um tilurð og tilgang segir Guð- rún: „Við Snæfríður höfum einsett okkur að reka fyrirtækið í anda hinn- ar Nýju Aldar Vatnsberans eða „New Age“ eins og Bandaríkjamenn kalla þessa bylgju. Hún er nokkurs konar samheiti á sjálfsleit og tengingu við hinn innri mann og munum við bjóða upp á ýmislegt sem hjálpar fólki í þeirri leit sinni. Þar fer fólk ýmsar leiðir, en þær mætast yfirleitt aliar á sama stað.“ í versluninni kennir margra grasa eins og nærri má geta, en Guðrún segir að eitt hafi öðru fremur vakið athygíi þeirra sem sótt hafa búðina fyrstu daganna. „Það em orkustein- arnir. Orkusteinar eru náttúrulegir steinar sem hafa verið slípaðir og hreinsaðir. Steinar hafa orku eins og aðrir hlutir í náttúrunni og orka þeirra er talin hafa áhrif á hina ýmsu líkamshluta okkar. Alls eru sjö orkustöðvar í líkamanum og við höf- um á boðstóJum steina fyrir þær all- ar. Móttökurnar voru svo stórkost- legar að þær fóru langt fram úr okkar björtustu vonum. Við þekkt- MYNDLIST Sjötta alþjóðlega viðurkenn- ing Ragnheiðar Ragnheiður Jónsdóttir grafík- listamaður hlaut verðlaun á 9. alþjóðlega Norska Þríæringn- um sem lauk í Frederikstad 5.okt- óber síðast liðinn. Er það í sjötta sinn sem Ragnheiður hlýtur al- þjóðlega viðurkenningu fyrir verk sín. Hún hlaut önnur verðlaun ásamt níu öðrum listamönnum, en fyrstu verðlaun hlaut póslk listakona. Ails sýndu 325 lista- menn frá 68 þjóðlöndum verk sín á sýningunni. Dómnefndin var alþjóðleg, skipuð sjö mönnum. Ragnheiður var einn af stofn- endum Gallerí Grjóts á sínum tíma. Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra grafíksýninga auk einkasýnigna sinna bæði hér heima sem og erlendis. Ragnheiður Jónsdóttir að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.