Morgunblaðið - 05.11.1989, Side 18

Morgunblaðið - 05.11.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 FRANfOIS MITTERRAAD FRAKIiLAADSFORSETI Frændliin ■ Elysée- höllinni I # € > FRANQOIS MITTERRAND, Frakklandsforseti sem kemur hingað til lands á þriðjudag, er einn af reyndustu stjórnmálamönnum Evrópu. Stjórnmálaferill hans hófst upp úr síðari hcimsstyrjöldinni, hann hefur gegnt ellefú ráðherraembættum, verið í forsetaframboði árið 1965 gegn de Gaulle hershöfðingja, árið 1974 gegn Giscard d’Estaing árið 1981 er hann vár loks kjörinn forscti Frakklands og árið 1988 er hann var endurkjörinn forseti til ársins 1995. En þrátt fyrir fjögurra áratuga stjórnmálaþátttöku er Mitterrand enn þann dag í dag gáta í augum flestra. Hann er samtímis tonton, frændi frönsku þjóðarinnar, og Dieu, guð, þjóðhöfðinginn sem stjórnar á konunglegan hátt, hafínn yfír dægu rþras og smámál og þéraður afjafnvel nánustu samstarfsmönnum. Mitterrand, eða Frangois Maurice Adrien Marie Mitterrand, eins og hann heitir fullu nafni, fæddist þann 26. október árið 1916 í Jarnac, um fimm þúsund manna bæ í Suðuvestur-Frakklandi, skammt frá borginni Cognac. Faðir hans, Jósef, var stöðvarstjóri á lest- arstöðinni í nágrannaborginni Angouleme og tók síðar við rekstri ediksverksmiðju tengdaföður síns. Frangois Mitterrand ólst upp í ka- þólsku millistéttarumhverfi. Móðir hans, Yvonne, vaknaði upp eld- snemma á morgnana til að sækja messu, heimsækja fátæka fólkið í bænum og sjá um heimilið og börn- in átta. Franc;ois Mitterrand hefur lýst æsku sinni sem mjög jákvæðri. Lífið var mjög rólegt í sveitinni og tímanum var varið í langar göngu- ferðir og skákir við afa. Við kvöld- verðarborðið voru sjaldnast við- staddir færri en tólf manns og var þar bannað að tala illa um aðra eða ræða peningamál. Einstaka sinnum voru rædd stjórnmál en þátttaka fjölskyldunnar í stjórnmálum var sama sem engin. Þegar Mitter- ^I rand var níu ára gamall var hann sendur í heima- vistarskóla, rek- inn af prestum, í Angouleme. Hann var einfari á skólaárunum, tók ekki þátt í félags- starfi í skólanum, en var þó um tíma markvörður fótboltaliðsins. Honum gekk vel í námi, sérstaklega frönsku, latínu og heimspeki, en átti í mestum vandræðum með ensku, stærðfræði og eðlisfræði. Hann var mjög kaþólskur á þessum árum og hugleiddi um skeið að verða prestur. Árið 1934 hélt Frangois Mitter- rand til háskólanáms í París. Þetta var á þeim tíma er kreppan var í algleymingi óg hið pólitíska and- rúmsloft var mjög rafmagnað. Öfgahreyfingar spruttu upp bæði til vinstri og hægri og mótmæli og bardagar hinna mismunandi stjórn- máiahreyfinga, eihs og kommúnista og fasista, settu svip sinn á hið daglega líf. Háskólaár Mitterrands voru ekki mjög viðburðarík, fjár- hagurinn leyfði einungis tvær bíó- ferðir á mánuði, og mestur tíminn fór í rölt um latínuhverfið og lang- ar samræður um bókmenntir yfir kaffibolla. Mitterrand lauk prófum í lög- fræði og stjórnmálafræði árið 1938. í september sama ár var hann kall- aður til herþjónustu, þar sem hann neitaði að þjálfa sig til yfirmanns, bg hóf því herþjónustu sem óbreytt- ur hermaður. í maí 1940 særðist Mitterrand alvarlega er Þjóðveijar brutust í gegnum varnir Frakka. Félagar hans báru hann um á bör- um í tvo daga áður en hann komst á herspítala. Að spítalavistinni lok- inni var hann tekinn til fanga af Þjóðveijum og fluttur í fangabúðir í Þýskalandi. Þar hóf hann grísku- nám og byijaði að skrifa skáldsögu er hann lauk aldrei við. í mars 1941 flúði Mitterrand ásamt presti úr fangabúðunum. Þeir héldu fót- gangandi í átt til svissnesku landa- mæranna í um sex hundruð kíló- metra fjarlægð. Er þeir áttu nokkra kílómetra eftir slökuðu þeir á og gengu í dagsbirtu fram hjá þorpi. Þorpsbúar urðu þeirra varir og létu lögregluna vita. Mitterrand var handtekinn og færður til búðanna á ný. Hann gafst þó ekki upp við þetta og átti eftir að flýja fangabúð- ir Þjóðveija oftar MANNSMYNP eftir Steingrím Sigurgeirsson en einu sinm. Frakklandi var að lokum skipt í tvennt. Norðurhlutinn var hernuminn Hann vareinfari á skólaárun- um, tók ekki þátt ífélagsstarfi í skólanum, en var þó um tíma markvörður fótboltaliðsins. Honum gekk vel í námi, sér- staklega frönsku, latínu og heimspeki, en átti í mestum vandræðum með ensku, stærðfræði og eðlisfræði. Hann var mjög kaþólskur á þessum árum og hugleiddi um skeið að verða prestur. De Gaulle vildi sameina hreyf- ingu Mitterrands hreyfingu sem var undir stjórn frænda hans en Mitterrand neitaði slíkum samruna. Átti óvinátta þessara tveggja manna eftir að setja svip sinn á frönsk stjórnmál næstu áratugina. Stuttu síðar ekur vagn „tilræð- ismanna" fram hjá og er skotið á bifreið Mitterrands með vél- byssu. Hann hlaut ífyrstu mikla samúð almennings eftir þetta „tilræði" en nokkrum dögum síðar hélt Pesquet blaðamannafund þar sem hann skýrði frá öllu. Var þetta mikill álitshnekkir fyrir Mitter- rand. af Þjóðveijum en suðurhlutanum var stjórnað af leppstjórn með að- setur í börginni Vichy, sem laut forystu Pétains, marskálks. Jarnac var í hinum hernumda hluta lands- ins og ef Mitterrand hefði verið handtekinn þar hefði það þýtt nán- ast örugga aftöku. Hann fór því yfir til þess hluta er laut Vichy- stjórinni og hafðist þar við næstu árin. Vann hann um skeið fyrir þá deild Vichy-stjórnarinnar er sá um samskipti við stríðsfanga, samhliða og hann starfaði fyrir andspyrnu- hreyfinguna. í nóvember 1942 hernámu Þjóðveijar allt Frakkland og Mitterrand hætti störfum fyrir stjórnina. Hann stofnaði félag sem að forminu til átti vinna störf fyrir stríðsfanga en undir því yfirskini byggði hann upp net andspyrnu- hreyfinga um allt Frakkland. Störf hans fyrir andspyrnuhreyfinguna báru hann til London og Norður- Afríku. í Alsír hitti hann Charles de Gaulle, forystumann hinna fijálsu frakka, í fyrsta sinn. Andaði köldu á milli þeirra frá upphafi. De Gaulle vildi sameina hreyfingu Mitterrands hreyfingu sem var und- ir stjórn frænda hans en Mitterrand neitaði slíkum samruna. Átti óvin- átta þessara tveggja manna eftir að setja svip sinn á frönsk stjórn- mál næstu áratugina. Árið 1944 voru hinar þijár helstu andspyrnu- hreyfingar, er höfðu það hlutverk að hjálpa stríðsföngum að flýja, sameinaðar og laut hin nýja hreyf- ing forystu Mitterrands. Stríðsárin eru líklega eitthvert mikilvægasta tímabil í ævi Mitterr- ands. Á þeim árum hófust kynni hans og de Gaulles, hann lærði að starfa með kommúnistum en samtímis halda þeim í vissri ijar- lægð, og síðast en ekki síst þróaði hann stjórnunarhæfileika sína og lærði að treysta á eigin dómgreind. Þá kynntist hann á stríðsárunum verðandi eiginkonu sinni, Danielle. Hefur þeim kynnum verið lýst þann- ig að Mitterrand var staddur í íbúð systur Danielle, sem starfaði sem boðberi fyrir andspyrnuhreyfing- una, er hann rak augun í ljósmynd af henni. Hann spurði hver stúlkan væri, hversu gömul hún væri og hvað hún væri að sýsla þessa stund- ina. Eftir að hafa fengið svör við þessum spurningum sagði Mitterr- and: „Ég ætla að giftast henni.“ Danielle var færð frá heimili sínu í Búrgund-héraði til leynilegs fund- ar við Mitterrand í París. Hún kunni lítið við hann í fyrstu en skipti fljót- lega um skoðun. Þau giftust nokkr- um mánuðum síðar eftir að hafa hist einungis þrisvar sinnum. Þau eiga saman tvo syni. Tímabilið 1946-1958, sem kennt er við lýðveldið, var tímabil mikils óstöðugleika í frönskum stjórn- málum. Forseti lýðveldisins hafði sama sem engin völd og kosninga- kerfið byggði á hlutfallskosningu sem gaf alls konar flokkabrotum og smáflokkum óeðlilega mikil völd. Það var daglegt brauð að ríkis- stjórnir kæmu og færu. I þessu andrúmslofti hófst hin raunveru- lega stjórnmálaþátttaka FranQois Mitterrands. Hann fór í framboð fyrir lítil stjórnmálasamtök á vinstri vængnum í júní 1946 en náði ekki kjöri. Kosningar voru þó haldnar aftur nokkrum mánuðum síðar og náði hann þá kjöri sem þingmaður fyrir kjördæmið Niévre, sveitahérað í Mið-Frakklandi, sem átti eftir að verða kjördæmi hans allt þar til hann var kjörinn forseti. Árið 1947 tók Mitterrand við sínu fyrsta ráðherraembætti, einungis þrítugur að aldri. Var hann þá yngsti ráðherra Frakklands um hundrað ára skeið. Alls átti Mitterr- and eftir að gegna ráðherraemb- ætti í ellefu ríkisstjórnum á tímum fjórða lýðveldisins. Á þessum árum starfaði hann aðallega að málefnum nýlendna Frakka sem um þetta leyti voru að öðlast sjálfstæði hver af annarri. Hann öðlaðist gífurlega stjórnmálareynslu á þessu tímabili og í lok þess hafði hann öðlast sess sem einn af leiðtogum vinstrimanna í Frakklandi. í maí 1958 var komin upp mjög varasöm staða í frönskum stjórnmálum. Franska herliðið í Alsír, sem þá var enn hluti af Frakklandi, hætti að taka við skip- unum af stjórnvöldum og tók völdin í sínar eigin hendur. Þann 24. maí færðu sig fallhlífarhermenn frá Alsír yfir til Korsíku. Frakkland virtist ramba á barmi borgarastyij- aldar. Forsætisráðherrann, Guy Mollet, bað de Gaulle, hershöfð- ingja, að taka við völdum, til að afstýra slíkri styijöld, og forsetinn, René Coty, hótaði að segja af sér ef þingmenn kysu ekki de Gaulle sem forsætisráðherra. Mitterrand var einn af .fáum þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn de Gaulle. I þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fylgdi í kjölfarið um afnám fjórða lýðveldisins barðist hann harðlega gegn hershöfðingjanum. De Gaulle hlaut 78% atkvæða í kjördæmi Mit- terrands og í þingkosningum sem fylgdu í kjölfarið tapaði Mitterrand sæti sínu. Hann hélt þó áfram að starfa í kjördæminu og í mars 1958 var hann kjörinn bæjarstjóri í Chateau-Chinon, en því embætti gegndi hann afram allt fram til ársins 1981. í apríl sama ár var hann svo kjörinn öldungadeildar- þingmaður fyrir kjördæmið. Þó öld- ungadeildin hefði ekki mikil völd var hún tilvalinn vettvangur fyrir stjórnmálamenn til að koma skoð- unum sínum á framfæri. Allt virtist sem sagt vera farið að ganga Mitterrand í haginn á ný er mesta hneykslismál stjórnmála- ferils hans skall á. Leyndardóms- fullur maður að nafni Pesquet heim- sótti hann í október 1959 og skýrði Mitterrand frá því að honum hefði verið falið af öfgaVnönnum frá Alsír að taka hann af lífi. Þetta gæti hann þó ekki gert samvisku sinnar vegná. Hann væri hins vegar sjálfur í lífshættu ef hann framkvæmdi ekki verknaðinn og lagði hann því tii við Mitterrand að þeir myndu setja á svið banatilræði. Aðfaranótt 16. október, er Mitterrand var á leið heim frá veitingastað, tekur hann eftir því að honum er fylgt eftir af bifreið með slökkt ljós. Eft- ir eltingaleik um götur Parísar legg- ur Mitterrand bíl sínum fyrir utan de l’Observatoire og hleypur í skjól. Stuttu síðar ekur vagn „tilræðis- manna“ fram hjá og er skotið á bifreið Mitterrands með vélbyssu. Hann hlaut í fyrstu mikla samúð almennings eftir þetta „tilræði" en 4 4 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.