Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NOVEMBER 1989____CKbCll Um 200 sjómanna saknað eftir fellibyl á Tælandsflóa q flAQnnm í Uy*io qrofnm Samkvæmt óstaðfestum fréttum ERLENT INMLENT Starfsfólki í skipasmíði sagt upp Öllu starfsfólki Slippstöðvar- innar 'hf. á Akureyri, 210 manns, var sagt upp störfum síðastliðinn mánudag. Að sögn forstjóra Slippstöðvarinnar eru uppsagn- irnar varúðarráðstöfun vegna fyr- irsjáanlegs verkefnaskorts. Ný- lega var öllu starfsfólki annarrar skipasmíðastöðvar, Skipavíkur hf. í Stykkishólmi, 35 manns, sagt upp störfum. Rafmagnslaust í Reykjavík Rafmagn fór af Reykjavíkur- svæðinu í röska klukkustund og í um það bil hálftíma á Suðurnesj- á 2-3 árum. um undir miðnætti á þriðjudags- kvöld íj þrumuveðri sem miklar eldingar fylgdu. Fellt að hækka vexti húsnæðislána Tillaga sem borin var upp að ósk félagsmálaráðherra, um 1% hækkun vaxta á öllum lánaflokk- um Byggingarsjóðs ríkisins var felld með jöfnum atkvæðum á fundi húsnæðigmálastjórnar á fimmtudag. Samþykkt var tillaga sem felur það í sér að vextirnir verði óbreyttir. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra seg- ir að með þessari ákvörðun sé Byggingarsjóði stefnt í gjaldþrot Minni líkur á stækkun álversins Ásgeir og Arnór áfram Stuttgart og Anderlecht, liðin sem Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen leika með, eru komin í þriðju umferð Evrópu- móta í knattspyrnu. Ásgeir átti stjörnuleik og skoraði tvö mörk þegar vestur-þýska liðið Stuttgart sigraði sovéska félagið Zenit 5:0 á miðvikudagskvöld. Anderlecht, lið Arnórs, tapaði 1:2 á móti Barc- elona á Spáni en kemst áfram þar sem Anderlecht vann fyrri leik liðanna 2:0. Alþingi lánaði Guðrúnu fé Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, fékk í nóvember í fyrra lán frá Alþingi, að upphæð 200 þúsund krónur og hefur hún nýverið greitt lánið upp með full- um útlánsvöxtum. Guðrún segist hafa tekið lánið vegna þess hve snöggt það hafi borið að að hún varð forseti Alþingis, en því hafi fylgt óvænt útgjöld. Líkur á viðræðum um nýtt ál- ver en ekki stækkun álvers ÍSAL í Straumsvík hafa aukist eftir fundi fyrirtækjanna í Atlantal- hópnum og ráðgjafarnefndar iðn- aðarráðuneytisins í Amsterdam á mánudag og þriðjudag. Þar kom fram að álfyrirtækin höfðu ekki náð samkomulagi um mál sem varða stækkunina. Starfinu í Atl- antal-hópnum um álframleiðslu á íslandi verður haldið áfram. Handtekinn vegna fölsunar á dollurum íslendingurinn Jósafat Arn- grímsson, sem einnig hefurgeng- ið undir nafninu Joe Grimson er- lendis, hefur verið handtekinn í Lundúnum, grunaður um að reyna ásamt fjórum öðrum að svíkja stórfé út úr breskum banka. Eru þeir grunaðir um aðild að fölsun bandarískra dollaraseðla, upp á allt að 20 milljónum dollara eða 1,2, milljörðum íslenskra króna. ERLENT Spænskir sósíalistar héldu þing- meirihluta Felipe Gonza- les, forsætisráð- herra Spánar, og Sósíalistaflokkur hans héldu naumum meiri- hluta í þingkosn- ipgunum um síðustu helgi, fengu 176 þing- sætið af 350. Flokkurinn missti um milljón atkvæða en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóð- arflokkur hægrimanna, sem spáð hafði verið tapi, bætti við sig nokkru fylgi. Kommúnistar juku þingmannatölu sína úr sjö í 17. Stærsta blað Spánar, E1 País, sem yfirleitt styður sósíalista, sagði Spánverja greinilega vilja að flokkurinn héldi áfram um stjórn- vöiinn en jafnframt að stjórnin tæki upp nýja og betri siði. Hreinsanir í Austur-Þýskalandi Fjórum háttsett- um valdamönn- um í Austur- Þýskalandi og skjólstæðingum Erichs Honec- kers, fyrrum leiðtoga lands- ins, var vikið frá á fimmtudag. Eiginkona Honeckers, sem verið hafði menntamálaráðherra frá 1963, var einnig látin víkja. Embættis- menn gáfu í skyn að samtök stjórnarandstæðinga, Nýr vett- vangur, fengju innan skamms leyfi til að starfa og 21 árs þögn var rofin er vikurit birti lofgrein um „Vorið í Prag.“ Egon Krenz, nýr leiðtogi landsins, sótti Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- toga heim í vikunni og lýsti ein- dregnum stuðningi við umbóta- stefnuna. Sagðist hann aldrei hafa verið harðlínumaður. Mótmæli héldu áfram í Austur-Þýskalandi og mörg þúsund manns héldu yfir landamærin til Tékkóslóvakíu í von um ferðaleyfi þaðan til Vest- ur-Þýskalands. Rányrkja á Barentsliafi Sovéskur sjávar- dýralíffræðing- ur, Gúennadíj Matísjov, sagði á ráðstefnu í Björgvin að ekk- ert væri að marka upplýsingar Sovétmanna um fiskveiðar þeirra á Barents- hafi undanfarin ár og gífurleg rányrkja hefði átt sér stað. Einnig sagði hann neðansjávarspreng- ingar vegna olíuleitar hafa stór- skaðað hrygningarsvæði auk þess sem geislun vegna kjarnorku- sprenginga neðanjarðar á Novaja Zemlja og sjávarmengun frá her- bækistöðvum á Kolaskaga yllu miklu tjóni. Leiðtogafúndur á Miðjarðarhafí Ákveðið hefur verið að leiðtogar risaveldanna, þeir George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti eigi óformlegan fund á Miðjarðarhafi dagana 2. og 3. desember nk. Viðræðurnar fara fram til skiptis um borð í sovésku og bandarísku herskipi. Þetta verður fyrsti fund- ur leiðtoganna frá því Bush tók við embætti forseta í janúar. Versta óveður á flóanum í þrjá áratugi Baiigkok. Reuter. BANDARÍSKA borskipinu Sea- crest hvolfdi með 97 manna áhöfn innanborðs í fellibyl á Tælands- flóa seint á fostudagskvöld. Auk •þess var tveggja fraktskipa og 14 tælenskra báta með alls um 100 sjómenn innanborðs saknað á fló- anum í gær. Er þetta mesti felli- bylur sem geisað hefúr á svæðinu í 35 ár, að sögn veðurfræðinga. Fjórir bátar og tvær þyrlur eru nú að leita á svæðinu. Enginn úr áhöfn Seacrest hefur fundist," sagði talsmaður eigenda borskipsins. Hann sagði að fjarstýrður kafbátur hefði verið sendur til að kanna skips- skrokkinn og leita að skipveijum. Ennfremur tóku tælenskir kafarar þátt í leitinni. Skipið er 4.400 tonn að stærð og var að bora eftir gasi austan við eyjuna Koh Samui. Að minnsta kosti tveggja frakt- skipa frá Tælandi og Víetnam auk 14 tælenskra fiskibáta var saknað eftir að fellibylurinn hafði farið yfir flóann. Vindhraðinn var um 160 km á klukkustund. Talið er að um 200 sjómenn hafi verið um borð í öllum skipunum. Þar af var vitað um 64 Tælendinga, auk nokkurra Singa- pore-búa, Bandaríkjamanna, Ástra- líumanna, Breta og Kanadamanna, auk manna af fleiri þjóðernum, með- al annars tveggja Dana. Samkvæmt óstaðfestum fréttum fann tælensk leitarflugvél níu menn, að öllum líkindum tælenska sjó- menn, í sjónum skammt frá borskip- inu. Þótt dregið hefði úr vindhraðan- um í gær var mikill sjógangur á fló- anum og torveldaði það björgunar- starfið. Pólland: Allir styrkir til sljórn- málaflokka aftiumdir Varsjá. Rcutcr. STJÓRN Póllands lýsti því yfír á fostudag að hún hygðist leggja af alla styrki til starfsemi stjórnmálaflokka, þ. á m. kommúnista- flokksins, um næstu áramót. Jafhframt var því heitið að skattaí- vilnanir og aðrar sporslur til flokkanna yrðu lagðar á hilluna. Við erum þeirrar trúar að þar sem raunverulegt lýðræði og frelsi ríki muni stuðningur almennings skera úr um áhrif flokkanna," sagði Aleksander Hall ráðherra. Hann bætti því við að ríkið yrði að spara en gert er ráð fyrir að hallinn á ríkis- búskapnum verði allt að tveir milljarðar Bandaríkjadollara (um 120 milljarðar ísl.kr.) áþessu ári. Alls munu pólskir kommúnist- ar fá sem svarar 1.600 milljónum ísl.kr. í beina og óbeina styrki á þessu ári. Þingkosningar í Grikklandi: Líklegt að kommúnistar komist í oddaaðstöðu GRIKKIR ganga að kjörborðinu í dag, sunnudag, í annað skiptið á (jórum mánuð- um. Ef marka má skoðanakannanir heldur sósíalistaflokkur Andreas Papandreous, fyrrum forsætisráðherra, fylgi sínu og kemur það vafalítið mörgum á óvart ekki síst sökum þess að Papandreou og fímm fyrrum ráðherrar í ríkisstjórn hans munu brátt þurfa að svara til saka frammi fyrir sérstökum dómstóli vegna ótrúlegrar spillingar í átta ára valdatíð forsætisráð- herrans fyrrverandi. Hægri menn í Nýja lýðræðisflokknum stefna að hreinum meirihluta á þingi en vafasamt er hvort þeir ná því marki. Líklegra virðist að kommúnistar komist í oddaaðstöðu líkt og gerðist eftir kosningarnar í júnimánuði en niðurstaðan kann að verða stjórnar- kreppa. Aðdáendurnir eru enn ótrúlega margir. Samsteypustjórn Hægri manna og kommúnista sem mynduð var eftir síðustu kosningar hefur nú lokið því hlutverki sínu að rannsaka spillingu í valdatíð Pap- andreous. Rannsóknir hafa leitt i Ijós að siðleysið var jafnvel enn meira en ein- dregnustu hat- ■■■■■■■ ursmenn hans höfðu látið sér koma til hugar og engu er líkara- en stjórnarhætt- irnir hafi verið sóttir í smiðju til einræðisherra og herforingja- stjórna. I kosningabaráttunni hefur Papandreou ákaft biðlað til kommúnista þó svo flestir stuðn- ingsmenn Sósíalistaflokksins hafi tæpast enn fyrirgefið þeim svikin er þeir gengu til samstarfs við hægri menn og mynduðu sam- steypustjómina sögulegu. Komm- únistar töldu fyrir sitt Ieyti að flokkur Papandreous hefði vikið frá flestum grundvallarhugmynd- um sósíalismans auk þess sem brýna pólitíska nauðsyn bæri til að uppræta spillinguna. Gangi kommúnistar til samstarfs við Papandreou eftir kosningarnar í dag munu þeir eiga í erfiðleikum BAKSVID Asgeir Sverrisson með að réttlæta það fyrir stuðn- ingsmönnum sínum. Að auki verð- ur stefna sú sem flokkurinn hefur fylgt og spillingarherferðin stór- brotna nánast fáránleg komi þeir Papandreou aftur til valda. Hægri menn hafa á hinn bóginn sagt að aðeins hreinn ■■■■■■■ meirihluti Nýja lýðræðisflokks- ins á þingi geti tryggt stöðug- leika í grískum stjórnmálum. Nái þeir ekki völdum blasi stjórn- arkreppa og nýjar kosningar við. I kosningunum í júnímánuði fékk Sósíalistaflokkurinn 39% at- kvæða og 125 menn kjörna. Flokkurinn tapaði 36 mönnum og missti meirihluta á þingi en þar sitja 300 fulltrúar. Nýi lýðræðis- flokkurinn fékk 44% atkvæða og 145 menn kjörna en kommúnistar um 13% og 28 þingsæti. Skoðana- kannanir gefa til kynna að litlar breytingar verði á fylgi flokk- anna. Kommúnistar virðast hafa tapað um þremur prósentum til smáflokka ýmissa en fylgi sósía- lista er óbreytt. Hægri menn virð- ast bæta örlitlu við sig, tæpast nógu miklu til að ná meirihluta auk þess sem kosningareglur eru flokknum óhagstæðar. Gangi þetta eftir munu kommúnistar aftur komast í oddaaðstöðu, sem er einsdæmi í ■ Evrópu nú um stundir. Næsta ríkisstjórn Grikklands mun þurfa að takast á við alvar- legan efnahagsvanda. Ríkisum- svif jukust gríðarlega í tíð Pap- andreous án þess að forsendur væri fyrir stórauknum útgjöldum á þessu sviði. Líklegt er talið að Evrópubandalagið neyðist til að hlaupa undir bagga til að bjarga ríkissjóði frá gjaldþroti. Mennta- og heilbrigðismál eru í miklum ólestri og mengunin hroðaleg. Viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð herstöðva þeirra í Grikk- landi hafa legið niðri og sú töf hefur ekki orðið til þess að styrkja samningsstöðu grískra stjórn- valda. Þá er mikilvægt að Grikkj- um takist að vinna sér traust inn- an Evrópubandalagsins en í höf- uðstöðvum þess í Brussel munu menn hugsa með hryllingi til þátt- töku Grikkja í hinum sameigin- lega markaði bandalagsríkjanna árið 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.