Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 5, NÓVEMBER 1989 Einar S. Jósefson Fæddur 14. október 1902 Dáinn 25. september 1989 Það var hátíð í bæ, þegar leiðir okkar Einars Jósefssonar lágu fyrst saman. Það var vorið 1954, við fermingu dóttur systursonar hans í Keflavík. Ekki gat hjá því farið, að þau vektu sérstaka eftiitekt, þessi glæsilegu hjón, Einar og kona hans, Stefanía Ottesen. Þau áttu svo vel saman, að unun var á þau að horfa. Það duidist engum, að þar voru á ferðinni hjón, sem voru óvenju sam- stiga í lífinu. Eitthvað ræddum við Einar sam- an þenrian dag, það man ég, þótt umræðuefnið sé nú horfið úr huga mínum. Ég fann þá þegar, að harin var viðræðugóður, ljúfur í viðmóti og einstaklega furidvís á þau um- ræðuefni, sem beindu huganum á hærri svið. Svo var hann líka alveg bráðskemmtilegur. Oft áttum við Einar .Jósefsson eftir að hittast eftir þennan fyrsta fund. Stundum í önn dagsins, en oftar þó á gleði- og sorgarstundum. Og alltaf vakti návist hans sömu kenndina í huga mínum. Það var alltaf hátíð, þegar hann var nær- staddur. Það var eitthvað í fari hans sem olli því, að þannig hlaut það að vera. Og slíkt hið sama má einnig um Stefaníu konu hans að segja. Það er ekki á hveiju strái fólk, sem gætt er slíkum persónu- töfrum. Einar Sigurður Jósefsson hét hann fullu nafni og fæddist í Haust- húsum í Leiru í Gerðahreppi 14. október 1902. Foreldrar hans voru hjónin Jósef Oddsson sjómaður og Gróa Jónsdóttir, búendur þar. Hann var næstyngstur 5 alsystkina, sem öll komust til fullorðinsára. Þau eru- nú öll látin og kveður Einar þennan heim síðastur systkina sinna. Syst- urnar voru Halldóra, húsmóðir í Keflavík, Oddný, húsmóðir í Reykjavík og Þorgerður, húsmóðir í Keflavík. Bróðir þeirra var Ólafur, sem átti heima í Keflavík. Þá eru ótalin þrjú hálfsystkini. Móðir Einars átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi, er Halldóra hét. Þann 28. október barst okkur sú frétt að Sigríður Amalía Njálsdóttir hefði látist í sjúkrahúsi Hvamms- tanga þar sem hún dvaldist síðustu árin. Við þessa frétt reikaði hugur- inn aftur um nokkur ár. Það var fyrir rúmum tuttugu árum að Sigríður kom inn á okkar heimili og var okkur ómetanleg hjálparhella. Móðir okkar var þá nýorðin ekkja og hafði fyrir þremur strákum að sjá. Hún fékk vinnu við kennslu á kvöldin. En böggull fylgdi skammrifi. Einhver þurfti að gæta okkar á meðan hún var í vinnu og leitaði hún því til Sigríðar sem bjó Hún andaðist í bernsku, vart eldri en fjögurra ára. Hin tvö, sem bæði voru börn Jósefs, hétu Jósefína og Árni Pétur. Þau bjuggu í Reykjavík og éru nú bæði látin. Einar var enn í frumbernsku þegar hann flutti með foreldrum sínum til Keflavíkur og þar ólst hann upp. Ungur var hann að árum, þegar hann komst í kynni við þá hörðu og miskunnarlausu lífsbaráttu, sem öll alþýða manna varð að heyja hér á landi á þeim árum. Svo mikil var ■fátæktin víða, að þau heimili, sem vildu fá sínum biýnustu nauðþurft- um borgið, urðu oft að leggja nótt við dag í þrotlausu stríði. Svo mun hafa verið háttað um bernskuheimili Einars. Það lætur því að líkum, að fljótt hafi nokkrar kröfur verið gerðar til hans ungu krafta. En hitt er jafn víst, að hann brást ekki í þeim verkefnum, sem honum vom í hendur fengin, þótt hvorki væri hann hár í lofti eða aldinn að árum. Hann var gæddur þeim viljastyrk, sem veittu honum sigur í mörgum vandasömum við- fangsefnum, sem vart gátu talist við barna eða unglinga hæfi. En í höndum Einars virðist allt svo auð- velt og leikandi létt, hvort sem beita þurfti hugkvæmni, handlagni eða líkamskröftum. Það orð fór líka af honum ungum, að fáir kæmust í fótspor hans á vettvangi starfsins. Hann fór að stunda sjóinn innan við fermingaraldur og starfaði sem fullgildur háseti þegar eftir ferm- ingu. I nokkur ár var hann á togur- um frá Hafnarfirði og reyndist hans rúm jafnan svo vel skipað, að þar varð vart á betra kosið. Árið 1925 hætti Einar á sjónum. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og hóf störf hjá mági sínum, Friðrik Gunnarssyni í Smjörlíkisgerðinni Ásgarði. Vann hann þar við út- keyrslu um 14 ára skeið, til ársins 1939. Það ár stofnaði hann ásamt öðrum, Harðfiskssöluna og nokkru seinna Reykhúsið við Grettisgötu 50B. Þar hafði hann einnig verslun. Þá stofnaði hann efnagerðina Ilmu og innflutningsfyrirtækið Skipholt hf. í Skipholti 1 í Reykjavík. þá í nágrenninu um að gæta okk- ar. Tók hún þeirri beiðni okkar mjög vel. Hún var í okkar huga eins og amma okkar því umhyggja hennar til okkar var einstök. Hún eldaði fyrir hópinn, tefldi við okk- ur, spilaði við okkur og var það sem hægt var að halla sér að þegar eitt- hvað bjátaði á. Verður hennar að- stoð aldrei fullþökkuð en minningin um Sigríði lifir í hjörtum okkar. Eftiriifandi dóttur Sigríðar, Rósu Jensdóttur, og öðrum aðstandend- um vottum við samúð okkar og megi Guð styrkja ykkur í sorg ykk- al' Stefán Eyjólfsson, Gaukur Eyjólfsson, Páll Eyjólfsson. Hann vann svo að rekstri þessara fyrirtækja fram á miðjan 7. áratug- inn. Þá hvarf hann til annarra starfa. Fór hannn þá að vinna bæði við fasteignasölu og tryggingar. Og starfandi var hann sem umboðs- maður Almennra trygginga allt þar til hann veiktist fyrri hluta þessa árs. Hinn 10. des. árið 1927 gekk Einar að eiga eftirlifandi konu sína, Stefaníu Ottesen. Hún var fóstur- dóttir þeirra góðu hjóna Stefáns Guðmundssonar, verkamanns í Reykjavík og Sigríðar Þorsteins- dóttur. Hálfsystur hennar af móður voru þær Guðbjörg Pálsdóttir, kona sr. Bergs Björnssonar fyrrum sókn- arprests í Stafholti, .móðurbróður míns og Lilja Pálsdóttir, tengda- móðir mín. Hún var gift sr. Jóni M. Guðjónssyni, fyrrverandi sókn- arpresti á Akranesi. Móðir þeirra systra var Pálína Jónsdóttir, ættuð af Suðurnesjum. Það var ekki síst fyrir þessi fjölskyldutengdir, sem mér fannst þau Einar og Stefanía standa mér nær frá fyrstu kynnum en ella hefði verið. Þau hjónin eignuðust 5 börn. Tveir synir létust í frumbernsku, en þijár dætur eru á lífi. Elst þeirra er Erla, gjaldkeri á Landakotsspít- ala. Þá er Sigríður Gróa, gift Jóni Þórhallssyni og yngst Þorgerður, sálfræðingur. Þær eru allar búsett- ar í Reykjavík. Barnabörnin eru 5 og langafabörnin 3 talsins. Eins og áður er að vikið voru þau Einar og Stefanía glæsileg hjón, er vöktu eftirtekt hvár sem þau fóru. En við nánari kynni varð þó hin ytri glæsileiki ekki aðalatriðið, heldur hitt, að þau voru gædd þeim góðleika og hlýju, sem gerði alltaf notalegt og bjart í návist þeirra. Þau voru hamingjusöm í hinni feg- urstu merkingú þess orðs. Á meðan annríkið var mest og umsvifin á vettvangi starfsins, þá þurfti Einar oft að vera meira en lengur fjarverandi frá heimili sínu en hann sjálfur hefði kosið. Og víst er um það, að heimilið og ástvinirn- ir, eiginkonan og dæturnar voru gimsteinarnir, sem brugðu lit og ljóma yfir líf hans allt og gáfu því hið æðsta gildi. Lengst bjó fjölskyldan á Ásvalla- götu 2 í Reykjavík. Heimilið var þeim öllum hið helga vé kærleikans. Einar. var mikill náttúrunnandi og hafði hið mesta yndi af hvers konar útivist. Hann var laxveiði- maður af list og hugsjón og lagði mikla stund á þá íþrótt um árabil. Skíðamaður var hann góður og notaði hvert tækifæri sem gafst til skíðaiðkana fram á síðustu ár. Fleiri íþróttir stundaði hann og leit- aðist við að lifa sem mest í sam- ræmi við hina fornu hugsjón um heilbrigða sál í hraustum líkama. Annars var hann heilsuveill um langt skeið á miðbik ævinnar, en tókst að ná sér yfir það með Guðs hjálp og góðra manna. Þar má sér- staklega minnast konu hans, sem með þrotlausri umhyggju og elsku lagði ástvini sínum allt það lið, er í hennar valdi stóð. Síðar, þegar Stefanía átti við veikindi að stríða um árabil, þá var skipt um hlut- verk. Þá var Einar hin styrka stoð, sem ailtaf var öruggt að treysta, óþreytandi í umhyggju hins fórn- andi kærleika. Þau voru hvort öðru svo ósegjan- lega mikils virði. Einar var félagslyndur maður. Hann mun hafa verið mjög virkur í Frímúrarareglunni og mikils met- Legsteinar MARGAR GERÐIR Marmorex/Granít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034 222 Hafnarfjörður MINNINGARKQRT STYRKTAR- OG MINNINGARSJÓÐS BORGARSPÍTALANS Minningarkort eru til sölu í aðalanddyri Borgarspítalans frá kl. 8-20 virka daga og kl. 13-19 um helgar. Kortin má einnig panta símleiðis í síma 696510, og verður minningargjöfin þá innheimt með gíróseðli. Sigríður Amalía Njálsdóttir - Minning Fædd 18. október 1900 Dáin 28. október 1989 inn í þeim röðum. Hann var einlæg- ur trúmaður, tók virkan þátt í kirkjulegu starfi og var einn hinna trúföstu kirkjugesta í sóknarkirkju sinni, Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar átti hann og um skeið sæti í sóknarnefnd. En Stefanía kona hans var í stjórri kirkjunefndar kvenna í Dómkirkjunni, þannig að á vettvangi kristilegs starfs og trú- ar áttu þau hjónin samleið eins og víðast annars staðar. Tryggðin og ræktarsemin voru meðal þeirra eiginleika, sem Einar var í ríkum mæli gæddur. Þeirri staðhæfingu til stuðnings mætti nefna mörg dæmi. Ég læt mér nægja að minnast á þann einlæga vinarhug, sem hann ávallt sýndi áðurnefndum svilum slnum, þeim sr. Bergi og sr. Jóni og heimilum þeirra. Sr. Bergur hefir verið far- lama sjúklingur síðastliðin 11 ár. En alltaf mundi Einar eftir honum. Oftastnær komu þau hjónin í heim- sókn annan hvern sunnudag til sr. Bergs og Guðbjargar og gáfu þeim þannig margar góðar stundir, sem ekki gleymast. Og oft var hugurinn hjá sr. Jóni, þó að ferðir á hans fund væru stijálli þar sem Flóinn skilur á milli. En tryggðar og hlýhugar Einars minnast þeir svilarnir nú með miklu og einlægu þakklæti. Síðustu árin virtist Einar mjög heilsugóður. Hann var alltaf ljúfur í geði og léttur i lund, oftast bros- hýr og grunnt var jafnan á græsku- lausri gamansemi hjá honum. Það var oft haft á orði við hann, bæði gamni og alvöru, að þó að árunum fjölgaði, þá væri hann alltaf að yngjast. Og reyndar hafði sú fullyrðing við talsverð rök að styðjast. En svo var það í byijun þessa árs, að hann fór að kenna þess sjúk- dóms, sem nú hefir ieitt hann til lokadægurs, tæplega 87 ára að aldri. Hann gekkst undir mikla skurð- aðgerð á Landakotsspítala í mars- mánuði síðastliðnum og lá þar um 6 vikna skeið. Um tíma komst hann til nokkurs bata og fór þá allra sinna ferða, þó af veikum mætti væri. Þá naut hann í ríkum mæli stuðn- ings, hjálpar og styrks eiginkonunn- ar og dætranna allra, sem lögðu allt af mörkum, sem mannlegur máttur, knúinn af kærleika, megnar að veita. Síðustu 5 vikurnar dvaldi hann svo aftur á Landakoti og andaðist þar. Utför Einars var gerð frá hans kæru sóknarkirkju, Dómkirkjurini, 2. okt. síðastliðinn. Það var hátíðleg stund. I fyllsta og fegursta samræmi við þann sér- staka hátíðleika, sem ávallt fylgdi Einari og Stefaníu hvar sem þau fóru á liðinni samleiðartíð. í nafni sr. Bergs og sr. Jóns og fjölskyldna þeirra flyt ég svo að lokum Stefaníu, dætrunum og öðr- um nánum ástvinum, innilegar sam- úðarkveðjur og bið þeim öllum blessunar Guðs í bráð og lengd. Björn Jónsson, Akranesi. Þegar við krakkarnir vorum að alast upp í sveitinni á íjórða ára- tugnum og fórum að skilja umræðu- efni eldra fólksins, heyrðum við oft talað um Stebbu systur. Stebba systir var systir hennar mömmu okkar og átti heima í Reykjavík, sem var ekki svo lítið mál í þá daga. Reykjavík var í hugum okkar eitthvert stórt ævintýri, þar sem merkilegir hlutir gerðust. Við meira að segja slógum svolítið um okkur við krakkana á bæjunum í kring í leikjum okkar við þau og rifumst um að „pant vera Stebba systir". Svo kom að því að systirin úr Reykjavík væri væntanleg, og þvílík tilhlökkun. Líkt og jólin sjálf kæmu í heimsókn um mitt sumar. En hún kom ekki ein, maðurinn hennar, hann Einar, kom með henni. Glæsileg birtust þau okkur með bros á vör og það var hátíð í bæ. Við urðum svolítið feimin og skrið- um bakvið svuntuna hennar mömmu, en Einar hafði lag á að lokka okkur til sín, setti okkur á hné sér og sagði sögur. Eftir þetta voru þau alltaf nefnd í sama orðinu, Stebba og Einar. Fjölskyldan flutti úr sveitinni á Skagann og þá urðu heimsóknir tíðari yfir Flóann og við, yngri kyn- Slóðin, fengum að kynnast þessum elskulegu hjónum meira. Oft var komið við, er þau fóru að renna • fyrir lax og alltaf var sama til- hlökkunanefnið að fá þau, eins og forðum daga. Seinna fórum við að líta inn á Ásvallagötunni, þar sem þau réðu t'íkjum ásamt dætrunum þrem. Þar sáum við hvað Einar vat' nærgætinn og umhyggjusamur faðir og eigin- maður þegar erfiðleikar steðjuðu að. Samt var hann ávallt léttur í lund, svo við unglingarnir heilluð- umst að honum. Hann var óspar á að gefa okkur góð ráð og miðla af eigin reynslu, við þau störf, sem hann hafði alist upp við. Árin liðu og unga fólkið stofnaði sín eigin heimili. Heimsóknir urðu stopulli á Ásvallagötuna, en af og til varð samt góðra vina fundur. Aldurinn fæi'ðist yfir Stebbu og Einar þótt við greindum það varla. Síung, létt á fæti og jafn glæsileg sem áður mættum við þeim og ávallt var slegið á létta strengi. En nú er Einar horfinn, brosið hans ljómar ekki lengur, en minn- ingin lifir um góðan dreng, sem gaf svo mikið af sjálfum sér. Elsku Stebba, við systkinin hugs- um til þín og dætranna með hlýju og einlægu þakklæti fyrir öll árin með ykkur Éinari. Fyrir hönd okkar allra. Sjöfn Benedikt Gísla- son frá Hofteigi Fæddur 21. desember 1894 Dáinn 1. október 1989 Andlát hans kom mér ékki á óvart. Hann hafði lengi átt við van- heilsu að stríða og dvaldist á sjúkra- húsi síðustu árin. Og nú er ég að kveðja látinn vin, fágætan merkismann, sem ég stend í mikilli þakkarskuld við. Hann fræddi mig um svo ótal margt varð- andi land okkar og þjóð. Benedikt Gíslason frá Hofteigi var löngu landskunnur fyrir fræði- störf sín, sem oft vöktu mikla at- hygli, og bók hans, íslenda, er í mínum augum minnisvarði, og mun verða talin meðal þess merkasta, sem um Vestmenn hefur verið ritað. Minningarnar, sem ég á um Benedikt, eru mai'gar, og ég tel hann meðal merkustu manna, sem ég hef kynrist á nokkuð langri ævi. Börnum hans, tengdabörnum og ástvinum öllum færum við Helga kona mín innilegar samúðarkveðj- ur. Nafn Benedikts ft'á Hofteigi mun lengi lifa í sögu þjóðar vorrar. Gísli Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.