Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVÁRP fjfl n\ SUNNUDAGUÍl 5. NÓVEMBER 1989 31 Artúr Björvin Bollason. Sjónvarpið: LJtróf Lítróf í umsjá Aitúrs Björgvins Bollasonar er á dagskrá QA 35 Sjónvarps í kvöld. Fjallað verður um sýningu Leikfélags uU — Akureyrar á Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca og rætt við leikstjórann, Þói-unni Sigurðardóttur. Síðan verður rætt við Thor Vilhjálmsson um nýja bók sem hann sendir frá sér um þessar mundir og mun Thor lesa stuttan kafla úr henni. Þá verðr litið inn á sýningu ungra myndlistarmanna í húsakynnum Borgarspítalans en sýningin þar er framlag þeirra í baráttu gegn sjúkdómnum alnæmi. Farið verður í heimsókn að Korpúlfsstöðum þar sem unnið er að upptökum á verki Ólafs Hauks Símonai'sonar, Bílaverstæði Badda. Þá verður rætt við rithöfundinn Birgir Sigurðsson um nýja bók hans er hann hyggst nefna Svartur sjór af síld. Loks verður litið inn hjá Leikfélagi Reykjavíkur og spjallað við Kjartan Ragnarsson um sýn- ingu á Ljósi heimsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Um daginn og veginn. Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur talar. 20.00 Litli barnatíminn • Loksins kom litli bróðir eftir Guðjón Sveinssori. Höfundur byrjar lestur sögu sinnar. 20.15 Óratorían Athalia eftir Georg Frierich Hándel. Annar þáttur. Joan Sutherland, Emma Kirkby, David Thomas, Aled Jones og James Bowman syngja ásamt New College kórnum i Oxford. Hljómsveitin Academy of Ancient music leikur; Chri- stopher Hogwood stjórnar. 21.00 Og þannig gerðist það. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöðum.) 21.30 Útvarpssagan: Haust í Skírisskógi eftir Þorstein frá Hamri. Höfundur les (6). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi.) 22.15 Veðurfregnir. Órð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Samantekt um innviði þjóðkirkjunnar. Siðari þáttur. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. (Einnig utvarpað á miðvikudag kl. 15.03.) 23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Bergljót Har- aldsdóttir. (Endurtekinn frá morgni.) 1.00. Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn i Ijósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir - Bibba í málhreinsun. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Alberts- dóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Stóra spuningin kl. 9.30, hvunndagshetjan kl. 9.50, neytendahorn kl. 10.03 og af- mæliskveðjur kl. 10.30. Bibba í mál- hreinsun kl. 10.55. (Endurtekinn úrmorg- unútvarpi.) Þarfaþing með Jóhönnu Harð- ardóttur ki. 11.03. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatiu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akureyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnif allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjölmiðlum. 14.06 Milli mála Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurninga- keppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Flosi Eiríksson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir, Sig- urður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóöarsálin og málið. Ólína Þon/arð- ardóttir fær þjóðarsálina til liðsinnis í málrækt. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Blítt og létt... Gyða Dröfn Tryggva- dóttir rabbar við sjómenn og leikur óska- lög. (Einnig útvarpað kl. 3.00 næstu nótt á nýrri vakt.) 20.30 Útvarp unga fólksins. Sigrún Sigurð- ardóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Jón Atli ■ Jónasson og Sigríður Arnardóttir. 21.30 Fræðsluvarp: Lyt og lær. Fjórði þátt- urdönskukennslu á vegum Bréfaskólans. (Einnig útvarpað nk. fimmtudagskvöld á sama tíma.) 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. (Úrvali útvarpað aðfara- nótt laugardags að loknum fréttum kl. 5.00.) 00.10 i háttinn 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00/19.00,22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram (sland. Dægurlög flutt af islenskum tónlistarmönnum. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftiriætislögin. Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Magnús Þór Jónsson, Megas, sem velur eftirlætislögin sin. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi á Rás 1.) 3.00 Blítt og létt... Endurtekinn sjómanna- þáttur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánu- dagsins. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur- tekinn þáttur f rá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veöri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Lisa var það, heillin. Lisa Pálsdóttir fjallar um konur i tónlist. (Endurtekið úr- val frá miðvikudagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmískóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. NÆTURÚTVARPIÐ LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.03-19.00Útvarp Norðurland. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Páll Þorsteinsson með morgunþátt. Fréttir og ýmsar upplýsingar fyrir hlust- endur, í bland við tónlist. Fréttir kl. 8.00, 9.00 og 10.00. 10.00 Valdis Gunnarsdóttir. Bibba i heims- reisu kl. 10.30. Fréttir kl. 10.00, 12.00 og 13.00 og 14.00. 14.00 Bjarni Olafur Guðmundsson. Gömlu lögin, nýju lögin og allt þar á milli. Óska- lög og afmæliskveðjur. Fréttir 16.00 og 18.Q0. Bibba í heimsreisu kl. 17.30. 18.00 Reykjavik síðdegis. 20.00 Þorsteinn Ásgeirsson. íþróttadeildin kemur við sögu, talsmálsliðir og tónlist. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 7.00 Morgunmenn taka á málefnum liðandj.stundar. Fréttir og fréttatengt efni. Fólk lítur inn. Tónlist. Umsjónarmenn: Þorgeir Ástsvaldsson og Ásgeir Tómas- son. 9.00 Margrét Hrafnsdóttir tekur fyrir ýmis málefni sem henta í dagsins önn. Létt tónlist. 12.00 Hádegisútvarp. Umsjónarmenn: Þor- geir Ástvaldsson og Ásgeir Tómasson. 13.00 Jón Axel Ólafsson og Bjarni Dagur Jónsson. Sveitatónlist og létt tónlist. Umræður. 16.00 Fréttir með Eiríki Jónssyni. 18.00 Plötuskápurinn minn. islensk tónlist. Umræðuþáttur um máléfni sem eru ofar- lega á baugi. 19.00 Darri Ólason. Tónlist í bland við fróð- leik. 22.00 „Undir fjögur augu. Hlustendur taka virkan þátt. Umsjón: Bjarni Dagur Jóns- son. 24.00 Dagskrárlok SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.10— 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Rás 1u Innvidir Þjóðkirkjunnar UmmWM í kvöld heldur Sigrún Björnsdóttir áfram að fjalla um inn- 99 30 viði íslensku þjóðkirkjunnar. í fyrra þættinum var forvitn- ~~ ast um ytri starfshætti þjóðkirkjunnar. í þessum þætti verður fjallað um innra starf kirkjunnar og hvað hún telur sig varða. Með það að-markmiði var litið inn á nýliðið kirkjuþing og klerkar teknir tali urn einstök mál er bar hátt á þinginu. Einnig var rætt við biskup Íslands, sem jafnframt er forseti þingsins. I þættinum verður rætt við Helga K. Hjálmarsson um starf leikmanna innan kirkjunnar. & Ármúla 29 simar 38640 - 686100 £ þorgrímsson & co Armstrong LOFTAPLÖTUR KORkOPLASST GÓLFFLÍSAR Warmíplist einangrun GLERULL STEINULL GARUR eftir Elínu Pálmadóttur Nú er það svart, maður! Oskaplega getur myrkrið verið svart! Það rann á mánudagskvöldið upp fyrir hálfri þjóðinni, þeirri sem býr í ljósadýrðinni í þéttbýlinu á suð- vesturhorninu. Hver man nú þá tíð er rafmagnsleysi í vetrarveð- rum var árviss viðburður og allir höfðu við hendina kerti og jafnvel hitunaráhald? Það er orðið langt síðan. Nú standa menn eins og glópar, sjónvarpið slokknað, út- varpið þagnað, ljósið farið og þeir sjá hvorki daginn né veginn. Sem undirrituð fálm- aði sig að fata- hengi á opin- berum veislu- stað, þreifaði sig niður marga stiga, ók gegn um myrka borg- ina og staulaðist upp á áttundu hæð, komst ein hugsun að: Hve myrkrið getur verið kol, bika svart á íslensku hausti. Inn á milli birtist draumsýn. Ef það hefðu nú verið stjörnur á himni og kannski tindrandi norður- ljós! Þá hefði nú verið gaman, myrkvunin nýst til þess að upplifa þá dýrð, sem maður fær aldrei lengur í þessu skellibjarta rafljósaumhverfi. Þarf raunar ekki rafmagnsbilun til að svipta mann þeirri dýrðarskynjun. Nútímamaðurinn hefur a.m.k. allt- af bílljósin með sér, ef ekkúvill betur, til að trufla áhrifin af stjörnubjörtum himni. En svona eru draumsýnir. Rafmagnið fer víst ekki af í góðviðri og undir heiðskírum himni. En hvað gerir fólk nútímans þegar allt í einu og óvænt ríkir alger þögn og ekki ljósglæta neins staðar? Stendur eins og þvara. Veit ekkert hvað skal taka til bragðs. í ofboðinu er bytjað að leita að kertum. Og öll vandamál má leysa. (Sbr. meðfylgjandi mynd). Dagfinnur kollega Gáru- höfundar sagði frá samtali við konuna sína í myrkrinu. Spurði sjálfan sig hvað fólk hefði eigin- lega gert áður en rafmagnið kom með öll þessi undratæki, sem gera manni tilveruna svo undur létta. Þarna kom eyða í frásögnina, þar til næsta morgun er rafmagnið var komið á nýjan leik og fór um hann fagnaðarylur. En það sagði hann ekki við konuna sína. Þegar hér var komið lestrinum á blaðinu læddist að lúmsk og vísast synd- samleg hugsun, þýðing Auðuns Braga á grúkku eftirlætiskálds Gáruhöfundar, Piets Heins - sem lesendum hefur um skeið verið hlíft við. Vísan sú vildi endilega á prent í penu blaði: Er Guð vildi finna upp eitthvað sem eigi var íþrótt né spil eða matur og drykkur, en ljúfan heim þeirrar leikandi hvíldar, er lætur sálina bráðna og hlýna, hann skipti mannkyni í skvísur og peyja og skóp þeim þann leik, sem bæði þreyja. Ekki meira um það. Víkjum að því sem framið er í myrkri — en þó aðeins við rafmagn, kvikntynd- unum. Á þessu hausti hefur verið mikið veisluborð fyrir þá sem unna góðri kvikmynd. Þá er ég ekki að tala um kvikmyndahátíðina, þar sem fólk kemur að veisluborðinu og keppist við að bragða á sem flestum réttum áður en veislan er búin. Nei, veisluborðið sem hér er vikið að, er standandi borðhald, þeirrar náttúru að hægt er að koma að því hvenær sem löngun og tími gefast. Þar bíða þessar frábæru myndir, sem búnar eru að ganga í langan tíma. Þessi nýja aðferð, að færa góða mynd í lítinn sal eftir fyrstu aðsóknina er mikill lúxus. Þá þarf hún ekki að fara fram hjá vinnusjúklingum, ferðalöngum eða öðrum með sér- þarfir. Fremst í þessurn flokki er vitan- lega danska myndin Gestaboð Babettu, sem hefur gengið í Regn- boganum á tólfta mánuð og slegið öll met. Þessa frábæru mynd hafa séð ungir sem aldnir. I einhveijum útvarpsþætti var bíóstjórinn spurður hvers konar fólk sækti hana og hann sagði eitthvað á þá leið, að fyrst hefði unga fólkið fiykkst á myndina, þá kom biand- aður hópur og síðan eldri konur, sem kaupa konfektpoka í ltléinu í staðinn fyrir popkornið, og nú væri aftur blandaður hópur. Kannski þeir sem eru að sjá þessa mynd um listakokkinn frá París og smábæjarfólkið í Danmörku í annað eða þriðja sinn. Henni ætti enginn ^ð sleppa. En þær eru fleiri ógleymanlegar frá þessu hausti, sem enn ganga. Pelle sigurvegari eftir sögu Ander- sens Nexö, önnur dönsk mynd sem fer sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið Óskarsverðlaun. Kannski danskar myndir séu aftur að koma og sigra heiminn? Ógleymanlegar voru myndir Drý- ers á sínum tíma og teljast til sígiidra kvikntynda safnanna. Ekki tjóar að nefna myndirnar sem þegar eru hornar. En Björninn eftir Bille August er hér enn á borðum, frábær mynd fyrir alla fjölskylduna um bjarnarungann og stóra sterka björninn. Enginn óhugnaður til að hræða börn. Því hefur þessi kvikmyndastjóri, sem iíka gerði Leitina að eldinum, haft vit á. Ætli þessar háværu óhugn- aðarmyndir með veltandi bílum og eilífum barsmíðum séu ekki að syngja sitt síðasta? Aðsóknin að svona myndum kynni að gefa það til kynna. Enda einhæfni látanna ósköp leiðigjörn. Og ekki má gleyma íslensku myndinni Magnúsi eftir Þráin Bertelsson, sem enn er á borðum í Stjörnubíói. Hún hefur nú komist í úrslit tii Evrópuverðlauna. Hér er hún okkur íslendingum svo fjarska nálæg — og hún hefur þann kost að vera á ómengaðri íslensku. í menningarannríki haustmánaða ættu menn ekki að láta hana hverfa óséða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.