Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 12
12 "MORGUNBtAÐlÐ- SUNNUDAGUR -5vNOVEMBER 1989' JÓA ÍSBERG sýslumaður Húnvelnlnga er liéraðs höfóingi af gamla skólanum og lendir því slundum upp á kanl viö yfirboöara sína í ráöuneytunum í Reykjavík. En er hann í raun “Hrói höttur í Húnaþingi“? eftir Friðrik indriðason/mynd Þorkell Þorkelsson I útvarpið var ekki seinn engin reyndist syndin Upp úr stendur ísberg einn alltaf blæs um tindinn Tveggja ára gamall dökk- hærður strákur situr í fangi ungrar frænku sinnar undir fjárhús- veggnum á Möðrufelli í Hrafnagilshreppi. Hann er að hlusta á frænku sína tala. Hún talar við rauðan ljósfextan hest sem hún á og heitir Faxi. Hesturinn stendur í girðingu nokkuð frá þeim tveimur. Það er bjart og stillt veður svo tal frænkunnar heyrist vel. Strákurinn horfir á frænku sína og veltir því fyrir sér hvort Faxí heyri það sem hún segir. Þetta er ein af skýrari æsku- minningum Jóns Isberg sýslumanns Húnvetninga af fæðingarstað sínum í Eyjafirði. Nú rúmlega sextíu árum seinna hefur dökka hárið vikið fyrir koilvikum allt aftur að hnakka og hárkraginn sem eftir stendur er orðinn dökkgrár. En spurult augnaráðið er enn til stað- ar, nú á bak við gleraugu í svartri virðulegri umgjörð. Jón Isberg er tæplega meðalmað- ur á hæð, samsvarar sér vel en er örlítið farinn að þykkna um miðj- una. Andlitið er nokkuð holdmikið en samt skarpleitt. Hann er bros- gjarn og kvikur, raunar eru hendur hans stöðugt á hreyfingu þegar hann talar. Hann segir sjálfur að hann sé bæði fyrirmanniegur og valdsmannslegur, en hlær við um leið og bætir því að að sú lýsing eigi viðum yfir helming íslendinga. Jón ísberg er sennilega þekktasti sýslumaður landsins því þær ákúrur sem hann hefur fengið frá bók- haldsriddurum fjármálaráðuneytis- ins nú eru langt í frá hið fyrsta sem komið hefur honum í kastljós fjöl- miðlanna. Hann hefur verið kallað- ur ýmsum nöfnum í kjölfar þessarar uppákomu eins og til dæmis “dæg- urhetja dagsins" og í heita pottinum í Laugardalslauginni er talað um hann sem “Hróa hött í Húnavatns- sýslu“. Málið snýst um fijálslega meðferð hans á fé úr sjóðum emb- ættisins en það notaði .hann m.a. til að bjarga íjárhag dvalarheimilis aldraðra á Skagaströnd. Upp til hópa er Jón mjög vel lát- inn af sveitungum sínum, einkum vegna þess að honum er “annt um sitt fólk“ eins og einn þeirra segir. Ef finna á góða samlíkingu við Jón má segja að þar fari héraðshöfðingi af gamla skólanum, maður sem lætur lagabókstafinn og reglugerðir ekki flækjast um of fyrir sér í mál- um sem þarfnast skjótra úrlausna. Hann er spaugsamur með afbrigð- um og segir sjálfur að hann sé grobbinn og skammist sín ekkert fyrir það. Þessari yfirlýsingu fylgir að vísu ákveðinn glampi í augnaráð- inu, svona svipaður og stundum má sjá í augum laungraðra hesta. Jón er nokkuð vanafastur í hátt- um. Hann vaknar á hverjum morgni um sex-leytið og notar fyrstu mínútur dagsins til ýmissa smá- verka eins og til dæmis bréfskrifta. Á hvetjum degi rétt fyrir klukkan sjö er hann mættur í sundlaugina á Blöndósi ásamt þremur vinum sínum og þar svamla þeir næsta hálftímann eða svo. Þremenning- arnir eru þeir Einar Þorláksson kaupmaður, Guðjón Ragnarsson starfsmaður hjá RARIK og Björn Kristjánsson sem er kominn á eftir- laun. Á þessum morgunstundum ræða þeir félagar um landsins gagn og nauðsynjar og rífast oft heiftar- lega um pólitík. Að sundinu loknu fer hann aftur heim og býr til morg- unkaffið handa konu sinni. Þeim hefur orðið sex barna auðið, fimm sona og einnar dóttur. Um níu-leytið er hann svo mætt- ur á sýsluskrifstofuna. “Dagurinn líður því miður oftast nær í enda- lausum heimsóknum og símtölum. Það er allt mögulegt sem kemur inn á borð til okkar þar sem lögfræðing- ur er ekki til staðar á Blöndósi. En á móti kynnist maður fjölda fólks og er ég síður en svo óánægður með það.“ segir Jón. Jón ísberg hefur unnið við embætti sýslu- manns Húnavatnssýslu allt frá því hann útskrifaðist úr lagadeild Há- skólans 1950. Og meðan á náminu stóð vann hann þar á sumrin. Sýslu- maður varð hann svo 1960. Tók hann við embættinu af föður sínum Guðbrandi ísberg sem hafði gegnt því frá árinu 1932. Embættið hefur því verið í höndum fjölskyldunnar í rúma hálfa öld. Jón segir að þeg- ar faðir hans hafi farið fram á það við Gústaf Jónasson þáverandi skrifstofustjóra dómsmálaráðu- neytisins að hann fengi Jón sem fulltrúa við embættið ku Gústaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.