Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NOVEMBER 1989 7 Byrjað á nýbyggingu við Lágmúla HAFIN er vinna við byggingu tæplega 2.400 fermetra skrif- stofu- og verslunarhúsnæðis á tveimur hæðum við Lágmúla 6-8. Bræðurnir Ormsson eiga annað húsið, Lágmúla 6, en Olafur H. Jónsson og Júlíus Hafstein eiga Lágmúla 8. úsin tvö eru samtengd og er gert ráð fyrir því að á neðri hæðum húsanna verði verslanir. Bygging er hafin við Lágmúla 6 og er stefnt að því að húsið verði gert fokhelt fyrir áramót. Ekki er víst hvenær framkvæmdir hefjast við Lágmúla 8. Teiknistofa Gunnars Hanssonar teiknaði húsin. Framkvæmdir eru hafnar við nýbygginguna við Lágmúla. Ríkissljórnin: Aukafram- lag til að leysa vanda Freyju OLAFUR Ragnar Grímsson íjármálaráðherra hefúr tilkynnt Byggðastofnun að ríkisstjórnin muni gera það að tillögu sinni, að framlag til Byggðastofiiunar á næsta ári verði aukið um 10 milljónir króna, sem veittar yrðu til Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins vantar enn 10 milljón- ir upp á að stjórn Freyju hafi tek- ist að afla 55 milljóna króna hluta- fjár, sem Hlutafjársjóðurgaf fyrir- tækinu frest til 6. nóvember að útvega, og er ætlunin að auka- framlagið til Byggðastofnunar verði til þess að brúa það bil. Húsnæðismála- stjorn: Lánveitingar innan heim- ilda og í sam- ræmi við lög HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN hefúr sent írá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem vakin er athygli á því að lánveitingar húsnæðis- málastjórnar á þessu ári verði innan heimilda endurskoðaðra áætlana stjórnvalda fyrir bygg- ingarsjóðina, og þær séu í sam- ræmi við þau lög sem gilda um Húsnæðisstofiiun ríkisins. A Ifréttatilkynningunni segir að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1990 séu birtar endurskoðaðar áætlanir fyrir byggingarsjóðina vegna ársins 1989, og samkvæmt þaim hafi Byggingarsjóður ríkisins 8.630 milljónir króna til ráðstöfun- ar í útlán á árinu 1989, og Bygg- ingarsjóður verkamanna 2.990 milljónir króna. Ljóst hafi verið að þó nokkru fjármagni hafi verið óráðstafað hjá báðum sjóðunum, og því hafi húsnæðismálastjórn tekið ákvörðun um það á fundi 13. október síðastliðinn að flýta greiðslum til ákveðins forgangs- hóps og framkvæmdaaðila. Allt tal um að húsnæðismálastjórn sé að auka lánveitingar sínar umfram heimildir sé því ekki rétt. Sdagaferðtil á 19.760 kr. Vegna stórkostlegs tilboðs Burlington hótelsins í Dublin geta Samvinnuferðir- Landsýn nú boðið landsmönnum upp á þriggja daga ferðir til Dublinar áverði sem á sér enga hliðstæðu -19.760 kr. SLÍKT TÆKIFÆRl BÝDST BCKl AFTUR Á ÞESSU ÁRI. Ekki þarf að fjölyrða um hve gott er og gaman að sækja íra heim. Þeir eru allra þjóða gestrisnastir og engin þjóð skilur Frónbúann jafn vel enda eru taktar landans í ættvið sveifluna á eyjunni grænu. HAGSTÆTT VBtÐLAG, FRÁBÆR STEMMNING Farið verður í skoðunarferðir um Dublin og í versl- unum borgarinnar má gera reyfarakaup. Kvöldin bjóða síðan uppá frábær tækifæri til að kynnast hinni frægu kráarstemmningu íra. Gist verður á hinu margrómaða Burlington hóteli en þetta vel staðsetta og skemmtilega hótel er velþekkt meðal íslendinga. INNIFAUD í VERDI í verðinu er innifalið flug til og frá Dublin, gisting, morgunverður, akstur til og fró hóteli og íslensk far- arstjórn. BROTTFARARDAGAR Brottfarardagar verða 15. nóvember og 19. nóvemb- er. Tíminn verður nýttur til hins ítrasta því lagt verð- ur af stað snemma morguns brottfarardag og komið heim seint að kvöldi síðasta daginn. Ferðirnar standa í 3 daga hvor, sú fyrri 15.-17. nóv. oghin séinni 19.-21. nóv. VERÐ, 19.760 kr, miðastvið staðgreiðslu Þessa dagana heldur SAMKORT upp á ársafmæli sitt. Af því tilefni hefur fyrir- tækið afráðið að gefa korthöfum kost á að komast í þessa ferð fyrir aðeins Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12■ «91-69-10-10 • HótelSöguviðHagatorg• a91 -62-22 77 SuðOrlandsbraut 18 • S 91 -68-91 91 • Akureyri: Skipagölu 14 •* 96-2-72 00 INGAPjQNUSTAN / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.