Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 11 I HALLDOR STEINSEN LÆKNIR Það er búið að slíta sjúkr asamlögin úrtengslum við tilgang sinn og nú á að leggja þau niður. I son. „Hinsvegar ber að líta á að þetta er gert að kröfu sveitarstjórn- armanna sjálfra og enginn ágrein- ingur meðal þeirra, að mér skilst, um þessa framkvæmd." í máli Ólafs kemur fram að hann telur að heilbrigðisþjónusta geti því aðeins verið góð og þjónað tiigangi sínum að hún skjóti rótum í heima- héraði þeirra sem hennar þarfnast. Að stjórn heilbrigðisþjónustu sé flutt undir einn hatt í Reykjavík geti gert það að verkum að forgangsröð verk- efna til sveita á þessum vettvangi taki ekki nægilega mið af raun- veruleikanum. að almenningur átti sig á því á því hvað það þýði að þau verði lögð nið- ur . ..“ Fólk hefur haft sjúkrasamlög í flestum bæjarfélögum eða sveitar- félögum þangað sem það hefur get- að snúið sér með vandamál sín varð- andi tryggingar og annað. Með þessu móti hefur oft myndast per- sónulegt samband neytendans og starfsfólks samtaganna og jafnframt verið ákveðin valddreifing í heil- brigðiskerfinu. Þá hafa trúnaðar- læknar samlaganna getað fylgst með útlögðum kostnaði varðandi meðferð einstakra sjúklinga og þannig myndast verðskyn, sem leitt það 1973 að ákveðið var að slíta þetta samhengi þannig að sjúkling- urinn borgaði ekki lengur ákveðna prósentu heldur fasta upphæð. Þar með var búið að ijúfa tryggingar- hugtakið. Þá var þetta ekki lengur trygging heldur ölmusa. Og með þessu hvarf verðskyn sjúklingsins og þar með það aðhald sem hann gat veitt kerfinu. Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því mikla skemmdarverki sem þarna var unnið,“ segir Halldór. „Það var sem sagt búið að slíta sjúkrasamlögin úr tengslum við raunverulegan til- gang sinn og nú á að leggja þau endanlega niður. Við erum orðin háð ákvörðunum misvitra stjórnmála- manna um hvernig heilbrigðiskerfið á íslandi á að vera uppbyggt." „Ekki aukin miðstýring“ Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra er ósammála þeim Sig- urði og Halldóri um að aflagning sjúkrasamlaganna þýði aukna mið- stýringu og aukið vald ráðuneytisins og Tryggingastofnunar. „Hugmynd- ir þær sem uppi eru tel ég síður en svo fela í sér að um aukna miðstýr- Aukin miðstýring Morgunblaðið ræddi við tvo lækna um þessa breytingu og aðrar. sem fyrirhugað er að gera á heilbrigði- skerfinu, þá Sigurð Björnsson og Halldór Steinsen á Landakotsspítala. Sigurður segir að það sem þeir hafa séð gerast á undanförnum vikum og mánuðum séu tilraunir til að gera meiriháttar kerfisbyltingu í heilbrigðiskerfinu „Núverandi kerfi hefur hefur þróast í samvinnu hins opinbera, tiyggingafélaga, lækna og sjúklinga í að vera mjög virkt og opið kerfi þar sem sjúklingarnir eiga greiðan aðgang að þeim læknum sem þeir vilja og í mörgum tilfellum þeim sjúkrahúsum sem þeir vilja. Mér sýnist að nú sé stefnt að því að hefta frelsi fólksins til þessa, gera tilraunir til að miðstýra hvert fólkið leiti þessarar þjónustu og hverslags þjónustu það fái,“ segir hann. Hvað varðar sjúkrasamlögin segir Sigurður að hann sé ekki viss um getur til ákveðins aðhalds. Mun skynsamlegra hefði verið að fækka eitthvað sjúkrasamlögunum með sameiningu og hagræðingu en flytja þau öll með húð og hári til Reykjavíkur. Raunar er það svo að hvorki samlögin né Tryggingastofn- un ríkisins eru undir þessa breytingu búin enda veit starfsfólkið ekki hvað muni taka við 1. janúar. Sennilega verður starfsmönnum Trygginga- stofnunar fjölgað um nokkra tugi og ríkisgeirinn margumtalaði heldur áfram að stækka." Halldór Steinsen segir að áður fyrr hefðum við haft eitt besta al- mannatryggingakerfi í heimi, það er skyldutryggingar fólks gegn sjúk- dómum þar sem hver maður greiddi iðgjöld sín í gegnum sjúkrasamlögin. Samlögin voru staðbundin þannig að fólk gat haft áhrif á starfsemi þeirra, og það sem meira var pening- arnir sem greiddir voru samlögunum héldust heima í héraði. Kerfið greiddi ákveðinn hluta af lyfja- og lækniskostnaði..Síðan gerðist ingu sé að ræða,“ segir Guðmundur. „Við viljum að umboðsmenn Trygg- ingastofnunar séu eins sjálfstæðir og þeim er unnt en reyrislan verður svo að skera úr um hvernig til tekst.‘ I máli ráðherra kemur fram að enginn kostnaðarauki eigi að fylgja þessum breytingum utan sá að ríkið tekur að sér þau 15% af rekstri sam- laganna sem verið hafa í höndum sveitarfélaganna. Raunar ætti að draga úr kostnaðinum þar sem starfsfólkinu, sem unnið hefur að þessum málaflokk, mun fækka nokkuð. „Erfiðasta verkefnið í þessari breytingu hefur verið hér í Reykjavík enda er starfsemi sjúkrasamlags borgarinnar sú umfangsmesta og starfsfólkið flest,“ segir Guðmundur. „í Reykjavík eru uppi hugmyndir af hálfu Tryggingastofnunar um að samlagið verði sameinað sjúkra- tryggingadeild stofnunarinnar. Nú er verið að vinna að því að finna sameiginlegt húsnæði fyrir starf- semi deildarinnar og jafnframt er unnið að því að létta óvissunni af starfsfólki samlagsins um framtíð þess.“ Landið eitt sjúkrasamlag Ólafur Björgúlfsson deildarstjóri hjá Tryggingastofnun hefur haft hönd í bagga með þeim breytingum 'sem verða um áramótin. Hann segir að framkvæmdin verði í stuttu máli sú að landið verður að einu sjúkra- samlagi. „Þetta hefur í raun enga breytingu í för með sér hjá almenn- ingi hvað varðar þá þjónustu sem hann hefur sótt til sjúkrasamlag- anna. Hún verður áfram veitt eftir sem áður en nú í gegnum umboðs- menn Tryggingastofnunar út á landi, og í stofnuninni sjálfri hér í Reykjavík," segir Ólafur. Ef Hafnarijörður er tekinn sem dæmi þá leggst sjúkrasamlagið þar niður en bæjarbúar munu sækja þjónustuna sem það veitti til bæjar- fógetans í Hafnarfirði sem verið hefur umboðsmaður Trygginga- stofnunar. Bæjarfógetinn hefur ann- ast bæði lífeyris-og atvinnutrygg- ingar fyrir stofnunina en bætir nú á sig sjúkratryggingunum sem verið hafa í höndum samlagsins. Þorvaldur Lúðvíksson forstöðu- maður Sjúkrasamlags Reykjavíkur segir að hann telji að margir þing- menn hafi ekki vitað hvað þeir voru að samþykkja með frumvarpinu síðasta dag þingsins í vor. Hann á ekki von á að þetta þýði miklar breytingar hjá fólki á fjölmennum þéttbýlisstöðum utan að þjónustan verði mun ópersónulegri með þessu nýja fyrirkomulagi en var í hinu gamla. Haraldur Jónsson forstöðumaður sjúkrasamlagsins á ísafirði segir að þetta mál sé allt í fremur lausu lofti hjá embættinu. Þeim hafí borist tvö bréf í vor, annarsvegar var um að ræða tilkynningu um uppsögn starfsfólks og hinsvegar hafi komið bréf til bæjarfógeta og sýslumanna þar sem þeir voru beðnir að taka rekstur samlaganna að sér. Meira hefur Haraldur ekki heyrt af málinu. Erfitt að innheimta vanskil Sigurður Hermundarson skrif- stofustjóri Ríkisendurskoðunar segir að á undanförnum árum hafi van- skil sveitarfélaga við sjúkrasamlögin farið mjög í vöxt. Sjúkrasamlögin eigi ekkert eigið fé og rekstur þeirra því byggst á að báðir aðilar, það er ríki og sveitarfélög, hafi staðið í skilum með greiðslur sínar til þeirra. Þegar svo sveitarfélögin hafi lent í vanskiium með sínar greiðslur hafi það bitnað á starfsemi samlaganna. „Það sem hefur gerst er að ekki hefur farið saman stjórnun og fjár- hagsleg ábyrgð hjá sjúkrasamlögun- um. Fimm menn sitja í stjórn þeirra og er formaður skipaður af heil- brigðisráðherra en meirihluti í stjóm er frá sveitarfélaginu. Hinsvegar er kostnaðarskiptingin milli ríkis og sveitarfélaga yfirleitt 85% á móti 15%. Ef vel átti að vera hefði þessi kostnaðarskipting þurft að vera 50/50 og ábyrgð þar af leiðandi í sömu hlutföllum," segir Sigurður Hermundarson. í máli hans kemur fram að vegna vanskila sveitarfélaga við samlögin hafi skapast mikil vandræði víða þar sem samlögin hafi ekki getað staðið við skuldbindingar sínar sökum þessa. Fram á síðasta ár, það er áður en staðgreiðsla skatta kom til, hafi sveitarfélögin getað notfært sér ónýttan persónuafslátt seinni hluta ársins til að gera upp skuldir sínar við samlögin en nú sé slíkt ekki hægt. „Samlögin hafa verið í mjög þröngri stöðu með að innheimta .skuldir sínar hjá sveitarfélögunum. Ef sveitarfélögin standa ekki í skil- um geta samlögin sótt útistandandi skuldir sínar með lögtaki en það að gera lögtak hjá sveitarfélagi er mjög seinvirk aðgerð," segir Sigurður. Tekist á um tvennt Læknar þeir sem Morgunblaðið ræddi við um þessi mál hafa auknar áhyggjur af því sem þeir telja aukna miðstýringu í heilbrigðiskerfinu og kemur fram í þeim tillögum sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í fjölmiðlum. Fyrir utan sjúkrasam- lögin eru það áform á borð við sam- einingu sjúkrahúsa og að sérfræð- ingar vinni eingöngu á sjúkrahúsum eða eigin stofum en ekki báðum stöð- um í einu. Halldór Steinsen segir að nú sé tekist á um tvennt. Annarsvegar ríkisrekið framkvæmdakerfi og hins- vegar einstaklingsbundið. Og á bak við þetta liggi mun dýpri ágreining- ur, það sé raunverulega spurningin hvort sjúklingurinn eigi sjálfur að fá að ráða því til hvaða læknis hann leitar eða á kerfið að ráða því fyrir hann ....“ Við getum stillt upp tvenns konar kerfurn og við höfum þau fyrir augunum i nágrannalönd- unum. Annarsvegar er um að ræða kerfi þar sem við höfum heilsugæslu- stöðvar með heilsugæslulæknum og tilheyrandi starfsfólki. Þangað leitar sjúklingurinn ef hann býr í ákveðnu hverfi eins og upphaflega var ætlun- in hér í Reykjavík. Ef hann af ein- hvetjum orsökum telur sig ekki fá bót meina sinna þarna eða vill leita annað er hann raunverulega læstur inni. Hann kemst ekki til annars læknis nema með leyfi heilsugæslu- læknisins og þar með er vald þess læknis yfir þessari persónu orðið mjög mikið. Hann getur ráðið því hvort viðkomandi fær_að leita sér áframhaldandi lækninga eða ekki. Segjum svo að heilsugæslulæknirinn samþykki að viðkomandi fái að leita áfram. Samkvæmt þeim hugmynd- um sem á lofti eru yrði honum vísað áfram í kerfinu, annaðhvort til göngudeildar þar sem sérfræðingar starfa, eða til innlagningar á sjúkra- hús þar sem aðrir sérfræðingar starfa. í hugmyndunum er gert ráð fyrir að sérstakir sérfræðingar vinni á göngudeildum og aðrir inni á sjúkrahúsum. Enn leitar sjúklingur- inn til læknis sem hann þekkir ekki og hefur ekki beðið um að vera send- ur til. Þurfi að leggja hann inn er hann svo enn í höndum læknis sem hann þekkir ekki eða hefur beðið um. Þetta er spurningin um hvort sjúklingurinn sé raunverulega ein- hvers virði sem persóna eða ekki. Gegn þessu kerfi teljum við að sjúkl- ingurinn sé betur kominn með virkar almannatryggingar sem borgi að hluta, eða öllu leyti, þá læknishjálp og lyf sem hann þarfnast. Og hann ráði því sjálfur til hvaða læknis hanri leitar. Hann hafi sinn heimilislækni en það sé enginn sem geti bannað honum, ef honum finnst þörf á, að leita álits annars læknis. Við viljum að þeir menn sem stunda lækningar séu fijálsir að taka hvaða sjúkling sem er. Og að það sé samhengi í meðferð. Koma ber tryggingakerfinu í lag aftur í máli þeirra Sigurðar Björnssonar og Halldórs Steinsen kemur fram að þeir telja brýnt að tryggingakerf- inu verði komið í lag aftur. Koma hér upp almannatryggingum þar sem hver maður í eigin nafni borgi lágmarksiðgjald og helst nái þessar tryggingar til sem flestra af læknis- fræðilegum þörfum mannsins. Jafn- framt þarf að virkja verðskyn sjúkl- inga bæði á lyf og læknisþjónustu þannig að hann borgi ákveðinn hluta af því sem þjónustan kostar. Hlut- fallið þarf ekki að vera hátt en sjúkl- ingurinn þarf að vita heildarupphæð- ina og hvaða hlut af henni hann greiðir. í máli Sigurðar kemur frain að í raun sé ekki við nein meiriháttar vandamál að glíma í íslenska heil- brigðiskerfinu. „Hinsvegar er verið að búa til vandamál með ýmsum til- lögum sem nú liggja fyrir um breyt- ingar á kerfinu. Vangaveltur, sem virðast runnar undan rifjum ungra stjórnmálamanna á framabraut, um að sameina stjórn stóru sjúkrahú- súnna í Reykjavík undir eina stjórn og þá sennilega ríkisins, bann við virinu sérfræðinga utan sjúkrahúsa og afnám frelsis fóiks til að leita þess læknis, sem það kýs munu skapa glundroða og upplausn. Af- nám sjúkratrygginga og tilfærsla greiðslu sjúkrakostnaðar inn á hið pólitíska leiksvið eru stór skref aftur á bak. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að reka okkur harkalega á margt í því sambandi," segir Sig- urður. Og trúlega á „Jón Jónsson" á Húsavík einnig eftir að reka sig á margt i samskiptum sínum við hið nýja skipulag á heilbrigðisþjón- ustunni. Ér hann þar með úr þess- ari sögu. Eins og sjúkrasamlögin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.