Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NOVEMBER 1989 OLAFUR OLAFSSOIM LANDLÆKNIR Engin launung að ég hef verið mótfallinn því að f lytja heil- brigðisþjónustu úr sveitunum. GUÐMUIMDUR BJARIMASOIM HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Á ekki að hafa í för með sér aukna mið- stýringu. SIGURÐUR BJORIMSSOIM LÆKNIR Það er í raun búið að leggja almannatrygg- ingakerfið niður. SJUKRASAMLOGIH IIR SOGUNNIH TRYGGINGASTOFNUH RlKISINS TEKIIR VID REKSTRISJÚKRA- SAMLAGANHA. LANDLJEKNIR SEGIR ÞETTA SKAMMSÝNA RÁÐSTÖFDN. OLLU STARFSFÓLKISJÚKRA- SAMLAGANNA, HÁTT1200 MANNS, SAGT UPP STÖRFUM. eftir^ Friðrik Jndriðason/myndinÁrni Sæberg „ JÓN JÓNSSON“ á Húsavík hefur hingað til farið á bæjar- stjórnarskrifstofiirnar við Ketilsbraut ef hann hefiir þurft að sækja eitthvað til sjúkrasamlagsins. Þar hefiir Sverrir Jónsson liðsinnt honum. Sverrir er vel látinn í bænum enda viðræðugóður maður. Eftir áramótin verður „Jón“ að sækja þessa þjónustu til sýslumannsembættisins við Utgarða, nyrst í bænum. Þar mun fulltrúi Tryggingastofhunar ríkis- ins hafa starf Sverris á sinni könnu. Þetta eru kannski minniháttar óþægindi fyrir „Jón“ en kerfisbreytingin, sem þarna er um að ræða, er umfangsmikil. BREYTINGIN GERD AD KRÖFU SVEITARFÉLAGANNA SEM MÖRG HVER VORU AD SLIG- AST UNDAN KOSTNADINUM. 011 sjúkrasamlög landsins verða lögð niður um næstu áramót í samræmi við lög sem samþykkt voru á síðasta degi Alþingis í vor. Hér er um viðamikla kerf- isbreytingu að ræða og nokkuð undarlegt hve hljótt hefur verið um hana í fjölmiðl- um. Samkvæmt lögunum verður starfsemi sjúkrasamlaganna flutt til Tryggingastofnunar ríkisins. Þeir sem unnið hafa að framgangi þessa máls segja að breytingin eigi ekki að skipta neinu máli fyrir hinn al- menna borgara, hagur hans verði jafnvel tryggður með hinu nýja fyrir- komulagi og hann er í núverandi kerfi. Margir læknar hafa hinsvegar þungar áhyggjur af þeirri þróun sem nú er í átt til aukinnar miðstýringar í heilbrigðiskerfinu og segja þessa kerfisbreytingu aðeins einn anga þess máls. Raunar taka þeir svo djúpt í árinni að segja þetta stórslys sem muni leiða af sér mikið óhag- ræði og erfiðleika fyrir fólk á lands- byggðinni. Sigurður Björnsson læknir á Landakotsspítala segir m.a.: „Það er í raun búið að leggja niður almannatryggingakerfið og gera greiðslur sjúkrakostnaðar að einhvers konar ölmusu hjá hinu opin- bera. Sjúkrasamlögin hafa verið svipt tekjustofni sínum, það er ið- gjaldagreiðslum almennings í landinu, en þess í stað sett á fjárveit- ingar frá ríki og sveitarfélögum og gengur misvel að innheimta þær. Þannig haí'a mörg sjúkrasamlög komist á heljarþröm og eins og vant er sjá stjórnmálamenn og löggjafinn enga aðra lausn en að fullkomna miðstýringuna og láta Tiygginga- stofnun gleypa öll samlögin." Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra segir hinsvegar að með þessu sé ekki verið að auka miðstýringu og vald ráðuneytisins í heilbrigðis- málum. Hann vonar að breytingin hafi þveröfug áhrif og að umboðs- menn Tryggingastofnunar verði eins sjálfstæðir og þeim er unnt að vera. Breytingin sem verður um áramót þýðir að öllu starfsfólki sjúkrasam- laganna hefur verið sagt upp störf- um. Hér er um hátt á annað hundr- að manns að ræða, þar af 30-35 hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Alls eru 40 sjúkrasamlög í landinu, annað hvort í kaupstöðum eða svokölluð sýslusamlög og skiptast þau nær til helminga þar á milli. Breytingin á aðallega við um sjúkrasamlög í kaupstöðum þar sem starfsemi þeirra flyst til umboðsmanna Trygg- ingastofnunar, það er sýslumanna- og bæjarfógetaembættanna. Starf- semi sýslusamlaganna er þegar í höndum sýslumanna. Þessi breyting hefur einnig í för með sér að þeim kostnaði sem sveit- arfélögin hafa haft af sjúkrasamlög- unum er velt yfir á ríkissjóð. Raunar munu sveitarfélögin hafa knúið mjög á um að þetta yrði úr í gegnum „Verkaskiptingarnefnd ríkis og sveitarfélaga". Sú nefnd vann að því frumvarpi sem samþykkt var í vor. Kostnaðarhlutfall sveitarfélaganna af rekstri samlaganna var 15% á móti 85% frá ríkinu. Hér er að vísu um nokkuð breytilega tölu að ræða því kostnaðarhlutfall sveitarfélag- anna var hærra þar sem sjúkrahús eru til staðar. Og rökin fyrir þessum þrýstingi sveitarfélaganna voru einföld, mörg þeirra voru að sligast undan kostn- aðinum. Og sum raunar í þannig vanskilum að viðkomandi sjúkra- samlag gat ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sigurði Hermundarsyni hjá Ríkisendurskoðun er þetta vandamál ekkert áberandi bundið við ákveðna landsfjórðunga en segja megi að það sé einna verst á Vest- fjörðum. En lausn eins vandamáls kallar á fleiri. Ríkinu er skylt að sjá því starfsfólki sem sagt hefur verið upp hjá sjúkrasamlögunum fyrir annarri sambærilegri vinnu. Það liggur því Spurningin er hvort sjúklingur- inn er ein- hvers virði sem persóna eða ekki. beinast við að koma því fyrir hjá Tryggingastofnun eða umboðs- mönnum hennar út á landi. Það er hinsvegar ekki auðvelt mál, til dæm- is, hvað Sjúkrasamlag Reykjavíkur varðar. Starfsfólk þar er á umtal- svert hærra kaupi en starfsfólk Tryggingastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun er verið að vinna að lausn þess máls en það sagt á „viðkvæmu stigi". Ríkisvaldið mun víst fljótlega hafa hafnað þeirri hugmynd að færa starfsfólk Tryggingastofnunar upp í sama kaup og samlagið borgar. Landlæknir mótfallinn breytingnnni Ólafur Ólafsson landlæknir segir að hann sé mótfallinn því að leggja niður sjúkrasamlögin og færa þjón- ustu þeirra í hendur Tryggingastofn- unar. Hann segir það skammsýna ráðstöfun að láta meint íjárlagsleg sjónarmið, eða hagkvæmni, ráða í málum sem þessum. „Það er ekkert launungarmál að ég hefur verið mótfallinn því að taka ábyrgð af heilsugæslu úr höndum sveitarfélaga því þar sem annarstað- ar gildir sjónarmiðið að sjálfs er höndin hollust," segir Ólafur Ólafs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.