Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 21
sumrin var hann með skútur, sem gerðar voru út frá Stykkishólmi. Hann var áreiðanlega meðal þeirra síðustu sem kynntust slíkum at- vinnuháttum. Sjósóknin frá Sandi á fyrstu áratugum aldarinnar var hörkuleg, afar erfið lendingaskil- yrði og hættur vofðu yfir. Sjómenn lentu nær því á hverri vertíð í mann- raunum, slys voru tíð. Um slíka viðburði og þátttöku Siguijóns í þeim má lesa í frásögn vinar hans Karvels Ögmundssonar í endur- minningabókum hans, Sjómanns- ævi. Siguijón tók próf í skipstjórn- arfræðum á ísafirði 1924 og hélt áfram að stunda sjöinn bæði frá Snæfellsnesi og víðar. Siguijón giftist Sigríði Ólafs- dóttur 11. desember 1926. Þau bjuggu í hamingjusömu hjónabandi í rúmiega sextíu ár, en Sigríður lést árið 1987. Þau eignuðust fimm börn, en þau eru: Steinar rithöfund- ur f. 1928, Oddný Ólafía f. 1929 g. Benedikt Hermannssyni á Akur- eyri, Heiðar Hafberg f. 1931 g. Trennu Mulligan í Bandaríkjunum, Sævar f. 1932 d. í janúar 1952 og Kristján Stefán húsgagnasmiður f. 1933 g. Helgu Kristjánsdóttur í Kópavogi. Auk þess ólu þau Sigur- jón og Sigríður upp tvö barnabörn sín; Siguijón Guðmundsson og Sigríði Steinarsdóttur. Siguijón og fjölskylda hans fluttu til Akraness árið 1936, þar var Sig- uijón skipstjóri á ýmsum bátum, þar til hann hætti sjómennsku árið 1959. Heimili þeirra var annálað fyrir gestrisni og hlýju húsbænd- anna. Siguijón vann í Sementsverk- smiðjunni frá 1960 þar til hann flutti suður til Reykjavíkur 1963. Þá hóf hann störf hjá Áburðarverk- smiðjunni þar sem hann- vann þar til starfsævinni lauk. Um það leyti fluttu þau heimili sitt í þjónust- íbúðir aldraðra við Hrafnistu þar sem heitir Jökulgrunnur. Þegar- Sigríður dó, flutti Siguijón inn á gömlu Hrafnistu þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk. Þegar fjölskyldan bjó á Akranesi urðu hjónin fyrir þeirri þungbæru raun að Sævar sonur þeirra fórst í sjóferð í janúarbyijun 1952. Hann var þá við nám í sjómannaskóla, var í orlofi heima hjá sér og ætlaði að leysa föður sinn af í þessari ferð. Það varð hans hinsta ferð. Þessi viðburður setti mjög mark sitt á Siguijón og fjölskylduna. Siguijón Kristjánsson .var heit- trúaður maður, trú hans stóð djúp- um rótum. í viðtali við blað starfs- manna í Sementsverksmiðjunni um 1960 sagðist honum svo frá: „Ég varð oft, eins og gefur að skilja að sækja undir stjúpa minn með eitt og annað á mínum bernskuárum, en þá var hans venjulega svar þetta: Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar guð þér! Þetta heilræði stjúpa míns, sem alltaf var sett fram af hlýleik og án alls þótta, kunni ég vel og kannski fyrst að meta þegar ég Kveðja frá Knattspyrnufélagi IA Pálmi Ólafsson verkamaður verð- ur jarðsettur í Reykjavík á morgun, mánudag. Með Pálma er fallinn í valinn einn dyggasti stuðningsmað- ur okkar Skagamanna undanfarna áratugi. Pálmi fylgdist af áhuga með knattspyrnu frá 1914. Þegar gull- aldarlið okkar Skagamanna varð til uppúr 1950 hreifst Pálmi af liðinu eins og svo margir fleiri. Eftir það fylgdi hann ÍA að málum. Hann mætti á alla leiki sem hann gat hvort sem var í Reykjavík eða á Akranesi. Allir þekktu Pálma í bláu kakinfötunum með sixpensarann á höfði. Ef mikið stóð til á Akranesi kom hann uppáklæddur með Akra- borginni. Það fyllti leikmenn bar- áttumóði er þeir sáu að Pálmi var mættur á völlinn. Ég vil fyrir hönd allra knatt- spyrnumanna á Akranesi færa Pálma hinstu þakkir fyrir stuðning- inn og tryggðina við lið okkar. Það verður svipminna á íþróttavellinum nú þegar Pálmi er fallinn frá. Blessuð sé minning vinar okkar Pálma Ólafssonar. Gunnar Sigurðsson, forniaður. M0RGUNBLÁÐIÐ MI l\l NIMG Aft PlóvfcM&R .wkf [^ 21 - ið hafði hann ritað minningarorð um vin sinn og fósturbi'óður, en þeir voru báðir skipstjórar á Akra- nesi og bjuggu þar hlið við hlið. Sigurjón lá.þá veikur á spítala og gat ekki fylgt vini sínum til grafar. Eftir samræður okkar stóð hann upp og sagði við mig, að nú væri hans stund komin, þetta vár sér- stakt augnablik, þar sem einkenni- leg ró var í hans fari. Ég hafði á orði að áður hafi hann nú fengið á sig slagsíðu í lífinu og myndi hann áreiðanlega rétta af aftur, eins og svo oft áður. Þessu fylgdi þéttings- fast handtak og föðurlegt klapp á öxl mína, um þijúleytið þennan dag var Siguijón allur. Þær eru margar hlýju minningarnar sem við Sigui'- jón áttum saman hér á Hrafnistu. Hann var maður trúaður og kirkju- rækinn, hann tók virkan þátt. í öllum helgistundum og messum á heimil- inu ásamt sóknarprestinum okkar. Ha.nn vai' hér formaður vistmanna- ráðs og naut mikils trausts bæði vistmanna og starfsfólks Hrafnistu og lét sér annt um hag og heill' þessa litla samfélags okkar, en Sig- uijón tók mikinn þátt í félagsmálum sjómanna í sínum heimabyggðum og undi hag sínum hér ásamt eigin- konu sinni Sigríði Ólafsdóttur sem lést í maí 1987. Við sem á Hrafnistu störfum sjáum á eftir góðum vini og þökkum fyrir að hafa kynnst þessum öðlingi. Blessuð sé minning Sigurjóns Kristjánssonar. Rafn Sigurðsson Námskeiðið er verklegt og ætlað fagfólki í kennslu-, uppeldis- og heilbrigðisstéttum svo og öðrum, sem áhuga hafa á að kynnast myndþerapíu af eigin raun. Aðalmarkmið námskeiðsins er að efla sjálfsþekk- ingu og sjálfstraust út frá eigin skapandi ferli, sjálfs- skoðun og hópumræðum. Nánari upplýsingar og innritun í síma 17114 eftir kl. 20.30 næstu kvöld. Sigríður Björnsdóttir, löggiltur myndþerapisti í „The Brithish Association of Art Therapists". * NAMSKEIÐ w" * l í MYNDÞERAPÍUM + Móðir okkar, amma og systir, JÓHANNA BJÖRG JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést 29. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Rósa Jónína Benediktsdóttir,Magnús Guðmundsson, Jóhanna Björg Pálsdóttir, Erika Magnúsdóttir, Markús Magnússon, Haftiði Jónsson, Magnús Jónsson. t Móðurbróðir minn, PÁLMI ÓLAFSSON, til heimilis að Droplaugarstöðum, áður Vitastig 11 b, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Knattspyrnufélag Akra- ness eða minningarsjóð Karlakórs Reykjavíkur, pósthólf 8484. Jón Sveinsson* + Eiginmaður minn, CARROLL BALDWIN FOSTER, fyrrv. forstjóri Menningarstofnunar Bandaríkjanna, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Helga Weisshappel Foster. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, STEINUNNAR GUNNARSSON, Sólvallagötu 14, Rútur Halldórsson, Guðrún St. H. Dodsworth, Brynjólfur H. Halldórsson. Brian Dodsworth, + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, HARALDAR HANNESSONAR hagfræðings, Hávallagötu 18, Ragnheiður Hannesdóttir, Hannes Haraldsson, Rósa Ármannsdóttir, Haraldur Hannesson, Sigurlaug Jónsdóttir, Helgi Ármann Hannesson, Ragnar ÞórHannesson. DANFOSS SKAPftR VEIIÍÐftN Á HEIMIUNU! Mikil útbreiðsla DANFOSS ofnhitastilla á Islandi sýnir að þeir eru í senn nákvæmir og öruggir. Æ fleiri gera nú sömu kröfur til baðblöndun- artækja og velja hitastilltan búnað frá DANFOSS. Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu Þú stillir þægilegasta hitann i hveiju herbergi og DANFOSS varðveitir hann ná- kvæmlega, hvernig sem viðrar. Og í baðinu ertu alltaf viss um réttan vatnshita. Það er ekki sístöryggi fyrir þá eldri. Aukirt vetlíðan, lœgri orkukostnaður. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER byijaði formennsku mína átján ára gamall og hefur það að miklu leyti markað lífsskoðun mína æ síðan.“ Siguijón var mikill söngmaður og söng fram á síðustu stund með söngfélagi Hrafnistufólks. Síðustu árin var hann í bræðrafélagi Dóm- kirkjunnaí. Siguijón aðhylltist já- kvætt viðhorf til lífsins og tilverunn- ar. Hann var alla jafnan glaðlyndur og höfðingsskapur hans var ein- stæður. Siguijón var ættrækinn og hjálpsamur eins og fjölskylda rnín' reyndi oftar en einu sinni þegar á bjátaði. Vinir hans og ættingjar minnast hlýju og alúðar þessa lífsreynda manns. Hann var góður maður. Að leiðarlokum er Sigurjón Kristjánsson kvaddur með innilegu þakklæti og virðingu. Oskar Guðmundsson Föstudaginn 27. október var óvenjufagur haustdagur, haustsól sem tók upp nýfallna snjóföl, þenn- an morgun kom að venju til mín vinur og gamall sveitungi Siguijón Kristjánsson, en hér á Hrafnistu hafa leiðir okkar legið saman nú á annan áratug, Siguijón sem íbúi og ég sem starfsmaður. Þær eru búnar að vera margar samveru- stundirnar sem við höfum rætt sam- an um sjómennsku og um trúmál, hann lagði mér og Hrafnistuheimil- inu alltaf sínar bestu óskir og vildi allt gera af sínum sérstaka alhug svo að fólki mætti líða vel. Þennan morgun sýndi hann mér bæjarblaðið frá Akranesi, en í blað- WordPerfect 5.0 (Nýútgéf.) Námskeið fyrir byrjendur (ný útgáfa). Grundvallaratriði MS-DOS stýrikerfisins. Farið í allar helstu skipanir í WordPerfect. Æfingar með áherslu á uppsetningu og útlit texta, leiðréttingar með notkun íslenska orðasafnsins, breytingar og afritun. ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur á Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. f Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.