Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 32
MORGVNBLADID. ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 6H1S11, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTIH5 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Bitinn í andlitið af hundi HUNDUR beit mann í andlitið upp úr miðnætti aðfaranótt laug- ardags í Skeifunni í Reykjavík. Maðurinn var fluttur í slysadeild, þar serti hann gekkst undir að- gerð í gærmorgun. * Igærpiorgun var ekki ljóst hvernig atvikið bar að höndum. Lögreglan náði hundinum, og kom honum í 'geymslu á Dýraspítalanum í Víði- dal. Á Dýraspítalanum fengust þær upplýsingar að þetta væri stór og illúðlegur Coliie'-hundur og greini- lega grimmur. Enginn hafði vitjað hans um hádegið í gær. Norðurlandaráð: Þingið haldið í Há- skólabíói ÞING Norðurlandaráðs, sem haldið verður hér á landi 27. febr- úar til 2. mars á næsta ári, fer fram í Háskólabíói, að sögn Snjó- laugar Olafsdóttur, framkvæmda- stjóra íslandsdeildar Norðurland- aráðs. Sagði Snjólaug að nokkur hús hefðu komið til greina sem fund- arstaðir, þar á meðal Borgarleik- húsið. í ljós hefði komið að mikill verðmunur var á Borgarleikhúsi annars vegar og Háskólabíói hins vegar. Taldi hún eðlilegt að dýrara væri að taka Borgarleikhúsið á leigu þar sem leggja þyrfti niður fjölda leiksýninga í húsinu til að rýma fyr- ir Norðuriandaráðsþinginu. Snjólaug sagði að auk aðalsalar Háskólabíós yrðu fundir í tveimur kvikmyndasölum sem verið er að byggja við bíóið. Einnig yrðu fundar- salir á Hótel Sögu. Yerkfall í Boeing-verksmiðjunum: Sex vikna töf á afgreiðslu þriggja Flugleiðavéla NÚ ÞEGAR er ljóst að afgreiðsla á þremur flugvélum til Flugleiða tefst um tæpar sex vikur vegna verkfalls vélsmiða í Boeing-verk- smiðjunum í Seattle í Banda- ríkjunum. „Ennþá erum við þokkalega settir en ef verkfallið fer eitthvað yfir eina viku í viðbót gæti það valdið okkur einliverjum erfiðleikum,“ segir Leifur Magn- Enginn íslending- ur í fískifræðinámi ENGINN Islendingur hefur lokið námi í almennri fiskifræði í tæpan áratug og enginn mun vera í slíku námi nú. Síðast útskrif- uðust þrír fiskifræðingar sneinma á þessum áratug og komu til starfa hjá Hafrannsóknastofnun, en nokkrir líffræðingar hafa komið til starfa þar síðan. Engu að síður er skortur á eiginlegum fiskifræðingum farinn að há stofnuninni. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið, að hjá stofnuninni sé skarð fyrir skildi. Hann viti að auki ekki um neinn, sem sé í beinu fiskifræðinámi og líkleg skýring sé sú, að undanfar- in ár hafi sú stefna ríkt hjá stofn- uninni, vegna takmarkaðs ráð- stöfunarfjár, að ekki hafi verið ráðið í nýjar stöður. Það virðist hafa fælt menn frá námi og nú sé staðan orðin sú, að. Hafrann- sóknastofnun vanti til datmis sár- lega sérfræðing í stofnmælingum með bergmálsmælingum. Hins vegar hafi komið nokkrir lífræð- ingar til starfa hjá stofnuninni undanfarin ár og sé það vissulega gott, en eiginlega fiskifræðinga vanti engu að síður. Það sé ein- kennileg staða hjá þjóð, sem stæri sig af því að véra meðal mestu fiskveiðiþjóða heims og sé liáðari fiskveiðum og rannsóknum á því sviði en flestir, að enginn sjái sér fært að mennta sig í þessum fræð- um, Þetta sé vissulega slæm ný- liðun, eins og það heiti á máli fiskifræðinnar. ússon, framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs Flugleiða. Vélsmiðir, sem sjá um samsetningu flugvélanna í verksmiðjunum í Seattle, hafa ver- ið í verkfalli síðan 4. október. Að sögn breska vikuritsins The Ec- onomist hefur vinna fallið niður hjá rúmum helmingi starfsmanna verk- smiðjanna vegna verkfallsink, eða 57.000 manns. Á yfirstandandi árs- fjórðungi átti Boeing að afhenda 93 flugvéiar. Þar af hefur tekist að afgreiða 9 vélar sem voru nær full- kláraðar þegar verkfallið hófst. Fyr- irsjáanlegt er að afhending stöðvist á næstunni vegna verkfallsins. „Af- greiðsla á flugvélum til okkar tefst jafn lengi og verkfallið stendur. Reyndar var gefið í skyn við okkur núna í vikunni að það verði við- bótartöf vegna þess tíma sem það tekur að koma verksmiðjunni aftu’. í gang. Við gerum ráð fyrir að sá tími verði um það bil ein vika,“ seg- ir Leifur Magnússon. Flugleiðir hafa pantað þijár flug- vélar frá Boeing-verksmiðjunum, tvær Boeing 757 og eina Boeing 737, sem afgreiða á í vetur. „Af- greiðsla úr verksmiðju á fyrri Boeing 757-vélinni átti að vera í lok febrúar- og hinum tveimur í kringum miðjan mars. Um miðja næstu viku má miða við að 6 vikna töf verði á af- greiðslu vélánna. Eins og er hefur þetta ekki stór áhrif á rekstur Flug- leiða. Við þurfum ekki að afhenda tvær DC-8-vélar, sem við erum bún- ir að selja, fyrr en í lok maí. Við eigum svo að skila Boeing 727-vél- inni, sem við erum með á leigu, í byijun maí,“ segir Leifur Magnús- son. Að sögn The Economist er mikil harka hlaupin í vinnudeiluna hjá Boeing. Frank Shrontz, forstjóri fyr- irtækisins, bauð fyrir skömmu 4% kauphækkun á næsta ári og 6% á tímabilinu 1991-92. Vélsmiðir höfn- uðu því og krefjast mun meiri hækk- ana og að dregið verði úr yfirvinnu. Tekið hefur verið á móti 750 nýjum pöntunum á þessu ári og tekur rúm fimm ár að framleiða svo margar flugvélar. Mikill munur á endur- heimt eftir fjölskyldum FYRSTU niðurstöður hafbeitar- tilraunar, sem liófst árið 1987 í Kollafirði, staðfesta að inikill munur er milli fjölskyldna lax- fiska livað varðar endurheimt úr hafí. Þá benda niðurstöður einnig til nninar á milli laxastofna í aflöll- um og vaxtarhraða á seiðastigi, og einnig í vaxtarhraða milli fjöl- skyldna innan sömu stofna. Kom jietta fram í erindi Jónasar Jónas- sonar, fiskeldisft-æðings hjá Veiði- málastoftiun, á ráðstefnu Líffi-æði- félagsins um fiskeldi, sem lauk í Norræna húsiiiu í gær. Frá því tiiraunin hófst hafa í allt um 300 fjölskyldur af ólíkum stofnum laxfiska úr tvemur ár- göngum verið teknar í eldi í Kolla- firði. Jónas sagði, að þær niðurstöð- ur tilraunarinnar sem þegar lægju fyrir, bentu til þess að verulega sé „hægt að auka vaxtarhraða á gpiða- stigi með kynbótum, þar sem geysi- legur breytileiki milli afkvæma feðr- anna í tilrauninni hefði komð i ljós. 1 efindi Jónasar kom fram, að mikill munur hefði komið í ljós milli fjölskyldna í endurheimtarprósentu. Mestar hefðu heimturnar verið um 4% úr einni íjölskyldu, en úr tveimur fjölskyldum hefðu engar heimtur orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.