Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 13
f- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989 13 —T;S hafa sagt: “Ætlarðu að láta soninn forpokast úti á landi?“ “Menn halda alltaf að þeir sem starfa úti á landi forpokist við það,“ segir Jón. “Staðreyndin er hinsveg- ar sú að ekkert starf er jafnlifandi og það sem ég hef með höndum." í laganámi Jón ísberg nam lögfræði á árun- um 1946-50. Hann tók virkan þátt í félagslífi skólans, var kosinn í stúdentaráð og síðar formaður Or- ators félags laganema 1948-49. Sat í stjóm Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta 1947-49. Meðal sam- stúdenta hans í skólanum má nefna þau Geir Hallgrímsson, Ragnhildi Helgadóttur og Magnús Torfason. “Eg hafði það framyfir marga aðra stúdenta að ég kom frá lög- fræðingsheimili. Þannig var ýmis- legt af fræðunum sem kom beint inn hjá mér,“ segir Jón. “Það var siður þá að menn voru teknir upp í tímum í Háskólanum og sá sem vildi koma upp settist á fremsta bekk. Hinir sátu aftarlega. í einum fyrsta tíma mínum í réttarfari hjá Olafi 'neitnum Jóhannessyni próf- essor og síðar forsætisráðherra sat ég á 3ja eða 4ja bekk ásamt fleirum en einn maður sat á fremsta bekk. Heldurðu ekki að Ólafur taki mig upp, hvernig sem á því stóð. Líklega hefur honum þótt ég svo myndar- legur.“ Þessum síðustu orðum fylg- ir mildur hlátur. “En hvað um það, þetta gekk vel. 0g það var ein- göngu vegna þess að fræðin höfðu síast inn í mig í samskiptunum við föður minn. Hlutir sem ég vissi ósjálfrátt. Og þetta endaði með því að þennan vetur ræddum við Ólafur nær eingöngu saman í tímum. Hann tók ekki aðra upp.“ Jón segir að honum hafi þótt Ólafur vera prýðismaður alla tíð þótt ekki væri Jón hrifinn af pólitík hans enda sjálfur sjálfstæðismaður fram í fingurgóma. Hann lætur þess getið að þegar atlagan var gerð að Ólafi í tengslum við Guð- mundar-og Geirfinnsmálin hafi hann verið fyrsti maðurinn sem skrifaði nafn sitt á yfirlýsingu Ól- afi til stuðnings. Úlfiir í sauðargæru I máli Jóns kemur fram að mikil harka var í pólitíkinni á þessum tíma, bæði í innanlandsmálum og alþjóðlegum. “Þetta var bæði hörð og ósvífin pólítík sem var rekin á þessum árum. Til dæmis var aðal- baráttan á kappræðufundum milli Heimdallar og Æskulýðsfylkingar- innar að komast í sætin á fremstu bekkjunum til að trufla ræðumen: andstæðinganna. Ég man að gitt sinn var haldinn kappræðufundur upp á lofti í gömlu Mjólkurstöð- inni. Við biðum í líklega eina fjóra tíma í hríðarveðri fyrir utan til að ná fremstu bekkjunum.“ Frá alþingiskosningunum í jan- úar 1950 á Jón eina skemmtilega sögu í fórum sínum. “Andstæðingar Birgis Kjaran höfðu búið til það slagorð gegn honum að hann væri úlfur í sauðargæru þar sem hann væri nasisti. Hann sagði þá á móti að eitt vseri sameiginlegt með sér og úlfinum: Okkur er nákvæmlega sama hve margar sauðkindur eru á móti okkur. Þetta gekk.“ Jón ísberg lauk laganáminu á fjórum árum. Hann segist hafa orð- ið nokkuð skúffaður yfir því að þegar Geir Hallgrímsson og Guð- mundur heitinn Asmundsson léku þann leik einnig fengu þeir frétt um það í Morgunblaðinu en ekkert var minnst á þetta afrek Jóns. “Það er svo annað mál að Rann- veig Þorsteinsdóttir tók námið á þremur árum. Hún var mjög þekkt kona. Hún var mikil kvenréttinda- kona og henni gramdist launamis- réttið milli karla og kvenna. Hún dreif sig því fertug í menntaskóla og síðan í lögfræði," segir Jón. “Hún var svoldið feimin í fyrstu en við tókum henni strax sem einni úr okkar hóp og spjölluðum alltaf við hana þannig.“ Að loknu náminu í Háskólanum dvaldi Jón einn vetur í London við framhaldsnám í þjóðarrétti. “Fyrir utan námið var maður líka að reyna að sjá sig um í heiminum. Maður komst ekkert því engir peningar voru til staðar, því jafnvel þótt þeir væru til hér heima fékk maður þá ekki yfírfærða. Ég brá þá á það ráð að selja frímerki, í samkeppni við Póst og síma og það gekk ágæt- lega,“ segir Jón. “London var þá heimsborgin sem allir vildu koma til og í mínum huga er hún það enn. Síðan finnst mér ég alltaf að vissu ieyti kominn heim þegar ég heimsæki þessa borg og mér líkar hún ákaflega vel.“ Deilurnar við Björn Fyrstu ár Jóns ísberg í starfi voru án sviðsljóss íjölmiðla en síðan kom Löngumýrar-Skjóna til sög- unnar. Hestur sem enn mun til uppstoppaður austur á Selfossi. Bjöi-n á Löngumýri átti í miklum deilum við Jón vegna þessarar mer- ar og endaði málið fyrir Hæstarétti sem dæmdi Bimi í hag. “Málið er að Björn, frekar en HAMSAGDIÞAA MÓTIAÐEITTVÆRI SAMEIGIALEGT MED SÉR OG ÍILEIAEM: OKRIIR ERVÁ- KVÆMLEGA SAMA HVEMARGAR SAl DKIVDl R ERI 4 MÓTIOKKLR EMBÆTTIÐ HEFLR ÞVÍ VERID í HÖAD- LMFJÖLSKYLDLM- ARÍRLMAHÁLFA JÖI aðrir Húnvetningar, var ekkert gef- inn fyrir að láta hlut sinn,“ segir Jón. “Ég kann vel við Björn. Ég kann ekki við þá sem lúffa. Menn geta sagt sína meiningu og ég kann betur við það heldur en þá sem skríða um og baknaga mann síðan.“ Jón segir að Hæstaréttardómur- inn sem kveðinn var upp í máttfiu hafi verið hrein og klár della. “Ég ætla nú að skrifa um hann og fleiri dómá ef mér endist líf en ekki fyrr en ég læt af störfum. Raunar er ég búinn að skrifa megnið af text- anum, gerði það er ég dvaldi um þriggja vikna skeið í Marokkó einu sinni.“ Til upprifjunar má í stuttu máli segja að málið snérist um eign- arrétt- Björns á Löngumýri yfir Skjónu. Senr tryppi gekk hún með hrossum Björns en síðar þótti sann- að að hún væri ekki undan neinum þeirra. Hinsvegar var dæmt á þá leið að Björn hefði eignast hana samkvæmt hefð. Um þetta segir Jón: “Það er ekki-hægt að vinna hefð á lifandi skepnu,_slíkt er útilok- að. Mesti glæpur á íslandi fyrrum var að stela sauðkind eða hrossi og var skylda þeirra sem höfðu skepnu undir höndum sem ekki var með þeirra marki að leita uppi réttan eiganda. Ef þú leitaðir að skepnum hjá öðrum var það hið sama og að þjófkenna viðkomandi. Slíkt var mesta mannorðsrán sem hægt var að fremja. Þessvegna er dómurinn bull út frá hugsun þjóðarsálarinn- ar.“ Leitað að brugg-i í Qóshaugnum A þeim tæpu þijátíu árum sem liðin eru frá því að Jón tók við embætti sýslumanns hafa skapast um hann aragrúi sagna. Og sjálfur mun hann hafa hina bestu skemmt- un af því að segja tvíræðar sögur. Þegar hann er inntur eftir þessu kemur glampinn góðkunni fram í augunum um leið og hann lætur þess getið að sögurnar séu allar upp til hópa haugalygi. “Það er ekkert að marka sögurnar en ég skal segja þér eina helvíti góða sem er sönn. Einhveiju sinni, fyrir löngu síðan, var ég að koma akandi eftir malar- veginum vestan frá Hvammstanga. Ég átti þá Volkswagen bifreið. Allt í einu heyri ég mikinn gný fyrir aftan mig og sé þar bíl koma á geysihraða. Nú ég jók hraðann hjá mér og komst í 115 km á klukku- stund. Þá fór hinn bíllinn að gefa mér merki en mér leist ekkert á það því ég kom druslunni minni ekki hraðar. Ég stoppaði því bílinn á miðjum veginum og hugðist taka ökumann hans fyrir ofhraðan akst- ur og ræða jafnframt við hann um afhveiju honum lægi svona lífið á.- Þá kom í ljós að þetta var lög- reglubíll úr bænum með séra Gunn- ar Gíslason alþingismann á heim- leið. Með þeim var sonur Bjarna Benediktssonar þáverandi dóms- málaráðherra, á leið í sveit hjá Gunnari. Uppúr kafinu ko.m að lög- reglumaðurinn sem keyrði ætlaði að taka mig fyrir ofhraðan akstur og var að gefa mér merki um að stoppa." Og nú er komið stuð á Jón. Hann ekur sér öllum í sætinu og nýr sam- an höndunum. “Jú og eina skondna sögu kann ég enn frá þeim tíma að ég var ungur maður og vann ekki við embættið. Ég hafði verið sendur sem aðstoðarmaður, með lögreglumönnum til að leita að bruggi sem var þá aðalglæpurinn. Við komum að bæ, eða raunar tveimur bæjum sem stóðu saman og var stutt á milli þeirra. Bæimir hétu svipuðum nöfnum þannig að villast mátti á þeim. Við komum á annan bæinn og verður bóndinn þar mjög vandræðalegur. Hann segist ekkert skilja í erindi okkar en lætur þess getið að við mættum leita alls- staðar hjá sér. Síðan spyr hann okkur hvort það geti ekki verið að við hefðum átt að fara á efri bæ- inn; Þdnnig vildi svo til að bóndinn á efri bænum var að labba á milli bæjarins og fjóshaugsins. Viðmæl- andi okkar sagði að sennilega væri hann að fela tækin sín í haugnum. Það gat svo sem vel staðist og við drifum okkur á hinn bæinn. Bónd- inn þar var nokkuð kindugur á svip- inn en leyfði okkur að leita hátt og lágt, meðal annars í haugnum. A meðan kom bóndinn sem við hittum upphaflega öllum sínum bruggtækj- um fyrir á öruggum stað.“ Lagabókstafiirinn ekki aðalmálið Jón ísberg hefur haft það orð á sér að hann fylgi oft ekki strön- gustu túlkun lagabókstafsins í dóm- um sínum og úrskurðum. Raunar hefur því verið fleygt að í lagadeild Háskólans sé talað um sérstakan bálk sem nefnist “Jónslög“ og geymi þá dóma Jóns sem ekki þykja falla nákvæmlega að ferli svipaðra mála frá öðrum sýslumönnum. Þegar forvitnast er um þessa hlið Jóns segir hann: “Ég get sagt þér eitt. Það var settur á söluskatt- ur einu sinni fyrir löngu. Þá var ein stór verslun, kaupfélagið, á Skagaströnd. Verslunin komst í söluskattsskuld. Þáverandi toll- stjóri, hinn ágæti Torfi Hjartarson, þi-ýsti mjög á um að þessi skuld yrði greidd. Hann sagði mér að loka versluninni en ég sagði honum að það væri ekki hægt, þetta væri eina verslunin á staðnum. Hann sagði á móti að það kæmi mér ekki við ég ætti ekki að hugsa um það. Ég sagði jú, ég ætti að hugsa um það og ég lokaði ekki versluninni. Hins- vegar þurfti ég að tryggja hags- muni ríkisins og ég talaði við stjórn kaupfélagsins og þeir létu mig hafa trygg veð fyrir skuldinni. Ef ég hefði lokað versluninni, hvar átti fólkið þá að kaupa í matinn? Það var rétt hjá Torfa að ég átti ekkert að hugsa um þetta en það þýðir ekkert að tala svona.“ Jón segir að aðalatriðið sé að Iögin séu framkvæmd eins fyrir alla. Ekki megi taka einn fram yfir ann- an og því hafi hann reynt að fram- fylgja. “Lögin eftir bókstafnum, sögðu Rómveijar, eru hin mestu ólög.“ Og fyrir þá sem eru að velta fyrir sér tilurð ferskeytlunnar hér í upphafi þessarar greinar skal upp- lýst að hún barst með telefaxi á skrifstofu Jóns þegar sýslusjóðs- málið kom upp. Undir henni stóð einfaldlega “Samheijar úr Rangár- þingi.“ nnaj Q 0 Vorum að fylla verslunina af glœsilegum haust- og vetrarfatnaði. VERSLUNARHUSINU MIÐBÆR HÁALEmSBRAUT 58-60 S:38050 105RVK. SJÓNVARPIÐ • • SONGVAKEPPNI SJÓNVARPSSTÖÐVA EVRÓPU 1990 Rfkisútvarpið-Sjónvarp auglýsir hér með eftir sönglagi til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1990, sem fram fer í Júgóslavíu 5. maí. Undankeppnin fer fram í Reykjavík í janúar og febrúar. ,Skilafrestur er tíl 15. desember 1989. Þótttökuskilyrii: Þátttaka er öllum opin. Laginu skal skila á nótum eða hljóðsnældu. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja. Lagið má ekki taka nema þrjár mínútur í flutningi. Lag- ið má ekki hafa komið út á nótum, hljómplötum, snæld- um eða myndböndum, og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi. Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dul- nefni höfunar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og íjimanúmer skulu fylgja með í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni. Sendi höfundur fleiri en eitt lag skulu þau send inn, hvert fyrir sig og hvert undir sínu dulnefni. Sjónvarpið leggur til útsetjara, hljómsveit og hljómsveitar- stjóra. Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt til flutnings laganna í útvarpi og sjónvarpi meðan á keppninni stendur. Kynning lognnna: Dómnefnd velur 12 lög til áframhaldandi þátttöku. Þegar þau hata verið valin, verða umslögin með dulnefn- um höfunda opnuð, og nöfn þeirra tilkynnt. Lögin 12 verða síðan útsett og flytjendur valdir i sam- ráði við höfunda og kynnt í tveimur sjónvarpsþáttum í lok janúar. Sex lög verða kynnt í hvorum þætti. Áhorfend- ur í sjónvarpssal velja þrjú lög úr hvorum þætti til áfram- haldandi keppni. Úrslit; Þau sex lög sem þannig hafa verið valin verða síðan flutt í beinni útsendingu úr sjónvarpssal, þar sem sigurlagið 1990 verður valið. Verðlaun verða 200 þúsund krónur tyrír sigurlagið og ferð tyrir höfund lags og texta til Júgóslavíu í úrslitakeppn- ina 5. maí 1990. Séu höfúndar tveir eða fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um. Sigurlagið verður fulltrúi íslenska Sjónvarpsins í „Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1990“. Nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar veitir ritari dagskrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, sími 693 731, Laugavegi 176, Reykjavík. Utanáskrift: Ríkisútvarpið-Sjónvarp, „Söngvakeppni", Laugavegi 176, 105 Reykjavík. TÍSKUVERSIUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.