Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1989, Blaðsíða 20
20 MOJlGUNiJLAÐIÐ MliMIVII NGAR siinn uuaguíc»») i OVEMBER 1989 Siguvjón Krístfáns- son skipsijóri Fæddur 25. ágúst 1902 Dáinn 27. október 1989 Hann langafi er dáinn. Það er svo erfitt að upplifa dauðann þegar maður er bara átta ára. Og sárt að kveðja. En samt verður maður. Og eftir sárasta grátinn þá huggaði Helga mín sig við það að núna væri hann kominn til Sigríðar langömmu. Þar viidi hann vera og þar liði honum vel. Langafi var búinn að lifa næstum 90 ár og sjá og upplifa sitt af hveiju í lífinu, eins og flest fólk af hans kynslóð. Við Siguijón hittumst ekki síðustu árin en áður höfðum við ræktað með okkur virðingar- og vináttusamband sem ekki slitn- aði. Við vissum hvort af öðru. Ég hefði viljað þakka honum all- ar góðu kveðjurnar og hugulsemina við okkur. Og Helga hefði viljað þakka honum samverustundirnar og öll samtölin sem hún kunni svo vel að meta. En nú er hann farinn. Hann var búinn að skila sínu dags- verki og gerði það vel. Við vitum að langafi hefði viljað þakka Helgu ömmu fyrir allar ferð- irnar hennar, alla umhyggjusemina og alúðina, bæði við hann og langömmu. Ollum nánustu aðstandendum Blómmtofa Friðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öii kyöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. hans færum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Aðalheiður Birgisdóttir, Helga Kristjánsdóttir. Enginn ræður sínum næturstað. Tildrögin að því að ég og fjölskylda mín fluttumst til Akraness, þar sem heimili okkar hefir staðið yfir 30 ár, tengjast fyrstu minningum okk- ar um Siguijón Kristjánsson skip- stjóra sem í dag er til moldar borinn. Sumarið 1958 var fjölskylda mín á ferðalagi um Borgarfjörð ásamt tengdaforeldrum mínum. Við höfð- um ætlað okkur að gista í Borgar- firði en hvergi var rúm í nokkru gistihúsi. Var því ákveðið að halda til Akraness og beiðast gistingar hjá Siguijóni og konu hans. Mikil vinátta og kærleikur var milli tengdaforeldra minna og þeirra hjóna. Á heimili þeirra var okkur tekið tveim höndum og nutum við þar gistingar og greiðasemi á alla lund. Á Akranesi dvöldumst við síðan næsta dag. Þá gerðist það óvænt að ég réð mig til starfa þar og hafði þó ekki haft nein áform um búferlaflutninga. Siguijón Kristjánsson var fæddur og upp alinn á Hellissandi. Korn- ungur hóf hann að stunda sjó frá Sandi, fyrst sem háseti en fljótlega tók hann við formennsku á bátum. Siguijón kvæntist æskuunnustu sinni, Sigríði Olafsdóttur, sem einn- ig var fædd og alin upp á Helliss- andi. Hún lést fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust fimm börn: Steinar, fæddan 1928, Oddnýju Ólafíu, fædda 1929, Hreiðar, fæddan 1931, Sérfræðingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri blómaverkstæði INNAsa* Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um i I SS.HELGASONHF SKEMMLWEQI48-SÍMI76677 t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR H. PROPPÉ, andaöist í London 2. nóvember. Ástráður Proppé, börn, tengdábörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓHAIMNES JÓH ANIMESSON frá Glerá, Hátúni 11, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Karólina Jósefsdóttir, Elsa Jóhannesdóttir, Bergrós Jóhannesdóttir, Ásgeir Jakobsson. Sævar, fæddan 1932, en hann fórst með vélbátnum Val 1952. Yngstur bamanna er Kristján, fæddur 1933. Þá ólu þau upp tvö barnabörn sín, Sigríði og Siguijón. Niðjar þeirra em milli 40 og 50. Siguijón og Sigríður fluttust, ásamt stóra barnahópnum sínum, til Akraness 1936 þar sem hann var skipstjóri á fiskiskipum fram um 1960. Þótti sópa mjög að honum í því starfi. Seinustu ár þeirra hjóna á Akranesi vann hann í Sements- verksmiðju ríkisins en 1963 fluttu þau búferlum til Reykjavíkur. Þá vann Siguijón hjá Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi um nokkurra ára skeið. Síðustu árin áttu þau heimili sitt á Hrafnistu í Reykjavík. Eins og fyrr segir var mjög náin vinátta milii tengdaforeldra minna og Siguijóns Kristjánssonar og Sigríðar Olafsdóttur. Efst í huga þeirra er þakklæti fyrir órofa tryggð og ævilanga vináttu. Mér var Siguijón hollráður vinur. Gestrisni þeirra hjóna og höfðings- lundar nutum við Inga í áratugi, allt frá samfundunum fyrstu sem höfðu svo afdrifaríkar afleiðingar -í för með sér fyrir líf fjölskyldu okk- ar. Við ^vottum ástvinum dýpstu samúð og biðjum þeim allrar bless- unar. Hörður Pálsson Þeir eru nú að hverfa einn af öðrum, sem fæddir eru um eða upp úr aldamótunum. Einn þeirra, Sigurjón Kristjáns- son fyrrv. skipstjóri, lést á Hrafn- istu í Reykjavík þann 27. f.m. Sigutjón fæddist í Bíldudal þann 25. ágúst 1902. Foreidrar hans voru Stefanía Stefánsdóttir og Kristján Kristjánsson, sem lést áður en Siguijón fæddist. Ungur fluttist hann til Hellis- sands með móður sinni og óist þar upp. Árið 1926 kvæntist Siguijón Sigríði V. Ólafsdóttur. Sigríður lést árið 1987. Þau eignuðust fimm böm, sem eru: Steinar, rjthöfundur í Reykjavík, Oddný Ólafía, húsmóð- ir á Ákureyri, Hreiðar, búsettur erlendis, Sævar, drukknaði með mb. Val frá Akranesi 1952, tvítugur að aldri, og Kristján, trésmiður í Kópa- vogi. Auk þess ólu þau hjónin upp sonardóttur sína, Sigríði Steinars- dóttur, meinatækni á Selfossi, og dótturson sinn Siguijón Guðmunds- son, sem er búsettur í Reykjavík. Siguijón fékk skipstjórnarrétt- indi aðeins 22 ára gamall og var upp frá því skipstjóri á fiskiskipum þar til hann lét af sjósókn um sex- tugt. Til Akranes fluttist Siguijón með fjölskyldu sína árið 1936. Frá æskuárum mínum á Akranesi á ég margar kærar minningar tengdar Siguijóni og hans góðu konu, því þau voru meðal bestu vina foreldra minna. Það var ósjaldan þegar ég var sem barn að fara í skólann að morgni að glænýr fiskur lá við hlið mjólkurbrúsans á tröppunum við útidyrnar. Ekki var gefandinn að gera vart við sig, enda oftast snemma á ferðinni. Hann vildi gauka einhveiju að vinum sínum. Ég segi einhveiju því Siguijón var alltaf sígefandi, bæði af sínum ver- aldlega auði, sem eflaust hefur ekki alltaf verið til að taka af, eða þá og ekki síður af sínum andlega auði. Þar var þessi vinur minn ríkur maður.Jlann átti einlæga trú á Guð almáttugan og ræktaði hana og breytti eftir henni. Þau Sigríður og Siguijón fluttust til Reykjavíkur 1962 og foreldrar mínir tveimur árum seinna. Bjuggu þau um tíma í sama fjölbýlishúsinu. Hélst því sambandið milli fjöl- skyldnanna áfram og við móður mína eftir að faðir minn lést. Síðustu árin dvaidi Siguijón á Hrafnistu. Nokkru síðar flutti móð- ir mín þangað einnig. Siguijón kom til hennar daglega að vitja um líðan hennar og hvort hann gæti eitthvað fyrir hana gert. Slík var tiyggð hans. Siguijón kveið ekki endalokum þessa lífs og fékk friðsælt andlát á Hrafnistu, þar sem hann sat meðal vina sinna og æfði söng fyrir jólahátíðina. Eg minnist Siguijóns með inni- legu þakklæti fyrir alla vináttuna og tryggðina sem hann ætíð sýndi foreldrum mínum og okkur systkin- unum. Fyrir hönd móður minnar, bræðra og fjölskyldna okkar votta ég börnum Siguijóns og öðrum aðstandendum innilega samúð. Jóhanna María Þórðardóttir Föstudaginn 27. október andað- ist ömmubróðir minn, Siguijón Kristjánsson fyrrverandi skipstjóri 87 ára að aldri. Hann varð bráð- kvaddur á Hrafnistu, þar sem hann dvaldi síðustu árin. Fyrir tæpum 90 árum fluttu ung hjón þau Steinunn Stefanía Stef- Pálmi Olafsson Fæddur 12. desember 1898 Dáinn 27. október 1989 Ég vil með nokkrum orðum kveðja vin minn, Pálma Olafsson fyrrum sjómann og verkamann, sem lést í Borgarspítalanum 27. október sl. tæpiega 91 árs að aldri. Okkar kynni voru í gegnum knattspyrnuna, enda var Pálmi einn mesti knattspyrnuáhugamaður sem ég hef þekkt og traustasti stuðn- ingsmaður Skagamanna sem um getur. Ég held að allir, sem sótt hafa knattspyrnuieiki í Reykjavík síðustu áratugina, hljóti að hafa séð hann og þekkt í sjón, því hann var jafnan klæddur bláum nankins- fötum með sixpensara á höfði. Oft stóð hann einn og sér og fylgdist vel með því sem fram fór á vellinum. Knattspyrnan var alla tíð hans stóra áhugamál, þótt aldrei léki hann sjálfur knattspyrnu. Hann sagði mér eitt sinn að fyrsti knatt- spyrnuleikurinn, sem hann sá, hafi verið milli Vals og Fram á íslands- mótinu 1914 og síðan þá hefur hann fylgst með öllum íslandsmót- um, eða í 75 ár samfleytt. Pálmi var mjög minnugur á leiki og leik- menn og hann háfði ákveðnar skoð- anir á gæðum leikja og getu manna. Það fór aldrei á milli mála, a.m.k. hin síðari ár, að Skagamenn áttu hug hans allan og hann fylgdist vel með leikjum liðsins og öllu sem gerðist í þeirra herbúðum. Ég held að á engan sé hallað, þótt þess sé getið hér, að Þórður Þórðarson hafi verið sá leikmaður sem var í mestu uppáhaldi hjá honum, auk annarra úr gtillaldarliði Skaga- manna, en það lið taldi hann best allra hér á landi fyrr og síðar. Pálmi var fæddur á Hólmi rétt fyrir innan Reykjavík 12. desember 1898_sonur Auðbjargar Guðnadótt- ur frá Þorléifskoti í Flóa og Ólafs Vigfússonar. Hann var alinn upp á ýmsum bæjum í Mosfellssveit og Flóanum en kemur til Reykjavíkur árið 1913 einn síns liðs, þá nýlega fermdur, og átti heima þar síðan. Hann stundaði sjómennsku fyrstu ár ævinnar, en verkamannavinnu við höfnina síðustu árin. Hann var ókvæntur og barnlaus. ánsdóttir og Kristján Kristjánsson til Bíldudals frá Snæfellsnesi. Bíldu- dalur var þá í miklum uppgangi og hugðu ungu hjónin gott til búsetu í því blómlega plássi. Þau áttu þá eitt barn, Lovísu (f. 1899) og annað bar Stefanía undir belti. Kristján var fenginn til að fara ferð úr Arn- arfirði til Tálknaljarðar með pakka í skip sem þar beið brottfarar. Að erindi loknu vildi hann hraða sér heim yfír Hálfdán, sem liggur milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar, en konan beið heima. í þeirri ferð varð hann útf 24. mars 1902 aðeins rúm- lega tvítugur að aldri. Þegar bamiðl kom í heiminn 25. ágúst 1902, að föður sínum gengnum, hlaut það nafnið Kristján Sigurjón. Steinunn Stefanía stóð nú uppi vegalaus með tvö börn, en átti móður á lífi á Sandi og fleiri ættingja. Þremur vikum eftir að Siguijón fæddist fluttu þau þangað í skól ömmunn- ar, Steinunnar Jóhannesdóttur. Um ættir Siguijóns er það ann- ars að segja að móðir hans Stein- unn Stefanía f. 1879 d. 1948, var dóttir Stefáns Bjamasonar og Steinunnar Jóhannesdóttur sem lengi bjuggu undir Jökli. Kristján faðir Siguijóns f. 1881 d. 1902 var sonur Kristjáns Aþanasíusarsonar f. 23. okt 1837 d. 4. mars 1908, sem bjó m.a. í Traðarbúð, Gröf í Staðarsveit og Vindási í Eyrarsveit. Siguijón mundi eftir að hafa hitt þennan sérkennilega afa sinn. Hann var sonur Aþanasíusar Bjarnason- ar, sem sögur fara af fyrir fjöl- kynngi og fleira þess háttar. Bjarni Jónsson faðir hans, Hnausa-Bjarni d. 1841 er einnig víðfrægur fyrir galdra og málaþras, sem hann átti í við Ásgrím Hellnaprest, Espólín sýslumann og fleiri góða menn. „Bjarni var lágur á vöxt og grann- legur og eigi fríður sýnum, en vitr- an mátti hann kalla. Heldur brögð- óttur var hann og skáldmæltur", skrifar Gísli Konráðsson sagnaritari sem segir margar sögur af þessum forfeðmm Siguijóns Kristjánsson- ar. Þegar Siguijón var sex ára gift- ist móðir hans Sigurði Jónatanssyni sjómanni á Hellissandi og átti með honum fjórar dætur. Systur Sigur- jóns auk Lovísu, sem dó árið 1954, em þær: Hallgerður f. 1908 d. 1931, Rósbjörg f. 1910, Þórleif f. 1914 og Steinunn f. 1917. Með Sigurjóni og systrum hans var alla tíð afar kært. Á fyrstu árum aldarinnar var mannlíf undir Jökli eins og löngum helgað sjósókn. Siguijón var barn- ungur þegar hann hóf að stunda sjóinn — „á skinnsokkaöldinni" eins og hann sjálfur orðaði það. Honum var snemma sýndur- trúnaður í sjó- mennskunni. Átján vetra, árið 1920, varð hann formaður á róðra- bát, var með sexæring í tvær haust- vertíðir og áttæring á tveimur vetravertíðum, en á þeim bátum klæddust menn skinnklæðum. Á Pálmi verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. nóv. kl. 10.30. Ég veit ég mæli fyrir hönd allra knattspyrnumanna á Akranesi þeg- ar ég þakka honum vináttu og stuðning sem hann sýndi þeim jafn- an. Blessuð sé minning hans. Hdan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.