Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 3
3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTLlDftffUR 17. NÓVEMBER 1989
------------FLUGLEIDIR —,-------
OFAR OG OFAR
NÝJUSTU FRÉTTIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI • NÓVEMBER 1989
Glitmerki fyrir
litlu farþegana
Flugfreyjur í innanlandsflugi
Flugleiða eru þessa dagana að
útdeila um 3000 glitmerkjum
til yngstu farþeganna sem hafa
tekið merkjunum feginshendi. Þau á
að festa í föt með nælu. Merkið sjálft
hangir síðan í bandi úr nælunni sem
handhægast er að festa innan í vasa
á yfirhöfn. Síðan má láta merkið
hanga úr vasanum þegar skyggir en
stinga því á sig þess á milli. Það
húmar fyrr með hverjum degi sem
líður og því er mikilvægt að huga vel
að smáfólkinu í umferðinni.
Vinsældir Flugleiðaglitmerkjanna
benda til þess að smáfólkið viti líka
vel sjálft hvernig best er að vekja á
sér athygli í
SONY VERÐLAUN
TIL FLUGLEIÐA FYRIR
Fyrir nokkrum dögum veitti
Sony rafeindafyrirtækið
Flugleiðum „Sony viður-
kenninguna 1989 fyrir þjónustu
í flugi“ vegna velheppnaðrar
myndbandaþjónustu um borð í
Flugleiðavélum á Norður
Atlantshafsleiðum. Frá því í haust
hefur Saga Class farþegum á þessum
Ieiðum verið boðið að horfa á
kvikmyndir að eigin vali í Sony GV 8
myndbandstækjum. Þessi nýja
þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir.
Farþegar geta valið úr kvikmynda-
titlum auk fræðsluefnis og íþrótta-
þátta og hver Saga Class farþegi fær
eitt tæki til afnota á leiðinni. Nú er
framundan endurnýjun ails
myndefnis um borð.
Ef þú hefur misst af góðri
bíó er allt eins víst að hún
um borð næst þegar þú
vestur um haf.
Mogginn í rúmíð
á Esju - alveg
eins og heima
Sunnudagar eru bara ekki
sunnudagar heima hjá mér
nema maður fái Moggann í
rúmið“, sagði gesturinn á
312 á Hótel Esju á dögunum. Daginn
eftir, á sunnudagsmorgni, var rjálað
létt við hurðarhúninn á 312. Þegar
gesturinn leit fram var Mogginn þar
kominn og reyndar á alla
hurðarhúna á ganginum. Starfsfólkið
á Hótel Esju vill nefnilega að
gestunum líði jafn vel og heima.
Ef sunnudagur er ekki svipur
hjá sjón nema þú fáir Moggann í
rúmið er þér alveg óhætt á Esju.
kemur.
Flug og bfll fyrir
fólk í dagsferð
Þeir sem ætla sér að gera
stuttan stans í höfuðborginni
en þurfa mörgu að sinna vilja
gjarnan hafa bíl til umráða.
Innanlandsfarþegar, sem fara til
Reykjavíkur og kaupa „Viðskipta-
pakka" Flugleiða, eiga kost á
bílaleigubíl fyrir 3000.- krónur á
dag. Þar er allt innifalið,
söluskattur, kaskótrygging og allt
að 100 km akstur. Aðeins er við það
miðað að bílnum sé skilað sama dag
og greitt fyrir notað bensín. Þetta
getur jafngilt allt að 40% afslætti. Ef
dagurinn dugar ekki og þörf er fyrir
bílinn í sólarhring kaupa menn
vitaskuld „Sparipakka" og þá bætast
aðeins 200,- krónur við daggjaldið.
Bílaleigan eykur nú stöðugt
þjónustu sína og hefur alltaf
lágmarksbílaflota við afgreiðslu
innanlands- , flugs Flugleiða á
Reykjavíkur-/ flugvelli.
Nýja uppskeranum borð!
Um miðjan nóvember á hverju
hausti bíða vínáhugamenn
um allan heim spenntir eftir
fyrstu flöskunum af Beaujolais
Nouveau, nýja árganginum af
Beoujolais vínum. Strax og
víngerðinni lýkur í nóvember er
Beaujolais fyrirtaksvín og flutt á
markaði víðsvegar um heim með
hraði og miklu pompi og prakt.
Sumstaðar er keppt um að koma
fyrstu flöskunni inn fyrir
landsteinana.
Flugieiðafarþegar verða
meðal hinna fyrstu í ár til að
njóta þessara rómuðu veiga og
þess sérstaka andrúmslofts sem
fylgir fyrstu flöskunum af B.
Nouveau sem verða í Flugleiða-
vélunum frá og með deginum
í dag.
Sérfræðingar segja að vín-
viðurinn vaxi í sandbornum og
leirkenndum jarðvegi sem hvíli á
granítklöpp. Hann gefi af sér ferskt,
líflegt, létt ávaxtakennt og nokkuð
sterkt en umfram allt ljúffengt vín.
Árgangurinn i ár mun lofa
óvenjugóðu.
Krónurnar endast betur
í jólainnkaupum á 850 km hraða!
Jólagjafainnkaupin geta orðið
þreytandi þegar fólk hendist á
fullri ferð á milli búðanna á
síðustu stundu. En þú getur haft
annan hátt á. í 30 þúsund feta hæð
á 850 km hraða um borð í
Flugleiðaþotu er gjafavöru-
verslun sem á ekki sinn líka. Nýi
vetrarvörulistinn í Saga Boutique
Flugleiða er sannkallaður .
jólagjafalisti.
Meðal þess sem þar er á
boðstólnum eru slæður og bindi frá
Channel, sjálfblekungur frá Mont
Blanc, svissnesk og japönsk gæðaúr
fyrir börn og fullorðna, ilmvötn írá
Dior, Channel, Cartier, Boucheron og
Gucci svo fátt eitt sé nefnt og
karlmannasnyrtivörur frá Gucci,
Dior, Cartier og Boss og auðvitc
miklu fleira.
Þú slærð fjórar flugur í einu höggi,
kemst leiðar þinnar hratt og
fyrirhafnarlaust, verslar og nýtur um
leið þæginda og þjónustu og kaupir
einungis úrvals vörumerki frá
heimsþekktum framleiðendum.
Síðast en ekki síst eru jólavörurnar í
Saga Boutique vitaskuld tollfrjálsar
og þannig tekst þér líka að láta
krónurnar endast t^Jur.