Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17, NÓVEMBBR 1989 io Athuganir og álitamál í aldanna rás Bókmenntir ErlendurJónsson Gunnar Karlsson og sagn- fræðinemar við Háskóla Islands. SAMBAND VIÐ MIÐALDIR. 266 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1989. Jón Aðils, Jónas Jónsson frá Hriflu og Arnór Sigurjónsson sömdu Islandssögubækur sem kenndar voru í skólum á fyrri hluta aldarinnar — og lengur. Fátt var þar um álitamál. Þvert á móti voru nemendur fræddir um »sögulegar staðreyndir« fyrst og fremst. Orða- sambönd eins og: vera má, hugs- ast getur og líklegt er koma þar óvíða fyrir. Þar var ekkert annað- hvort eða. Kristnitakan átti sér ekki stað 999 eða 1000. Þess hátt- ar fræðimennska hefði verið talin mundu rugia fólk. Kennslubók Gunnars Karlssonar og nemenda er hins vegar byggð upp á álitamálum. Nemendum og kennurum er ætlað að skoða efnið gagnrýnum augum. Það hefur vit- anlega sína kosti og galla. Náms- greinin verður ekki að auðveldari fyrir bragðið. Hins vegar lærir fólk að taka ekki öllu gagnrýnislaust. Með heiti bókarinnar, Samband við miðaldir, — en ekki t.d. mið- aldasaga — munu höfundar leggja áherslu á að ekki sé fetað í spor fyrri söguritara. Sem kennslubók má ritið varla stærra vera. Hinn eiginlegi texti er þó skemmri og fljótlesnari en ætla mætti því mikið er tekið beint upp úr heimildaritum. Milliliðalaus skírskotun til frumheimilda mufi þannig ætlað að efla »samband« nemenda við efnið. Þarna er sem að líkum lætur flallað um landnám, þjóðveldi, Bókmenntir Jenna Jensdóttir Texti: Árni Arnason. Myndir: Anna Cynthia Leplar. Barnabókaútgáfan 1989. Þetta er fyrsta bók sem höfund- urinn sendir frá sér, en Anna Cynthia Leplar er vel þekkt fyrir ágætar myndskreytingar í fleiri barnabókum. Barnabókaútgáfan var stofnsett í janúar sl., og aðstandendur henn- ar hafa í hyggju að gefa út náms- og afþreyingarbækur handa börn- um. Hér er um margt nýstárleg, íslensk barnasaga á ferðinni. Hún gerist í höll mikilli á þokueyjum og í grennd við hana. Þokueyjar eru í miðju Atlantshafi og draga nafn sitt af því að þar er nánast alltaf þoka — og eru þær lítt kunn- ar. Á einni þokueyjunni, Heimaey, stendur höll sú er nefnist Skugga- björg. Skuggabjörg er víðáttumik- ið konungsríki innan hárra múra. íbúar þess ei-u algerlega einangr- aðir og hafa frá byijun lagt allt í að búa vel að sér innan múrsins, til þess að veijast hugsanlegum óvinum. Þar eru þjálfaðar upp hvers kyns hersveitir og þar ganga varðmenn um dag og nótt vopnað- ir byssum og margs konar morð- tækjum ef til ófriðar kæmi með þeim og öðrum íbúm þokueyja. Stríðsleikir eru æfðir og stríðssög- ur sagðar. Hugi konungssonur hugsar ekki um stríð, þótt allt uppeldi hans mótist af hernaðartali. Hann sér sjaldan foreldra 'sína. En drengur- inn Hugi á sér góðan vin, gamla Ófeig, sem hjálpar honum til að smíða flugdreka, sem drengurinn getur síðan flogið með til þess að kynnast fólki og lífi utan hallar- múranna. Hugi hverfur og nú verð- ur allt vitlaust i höllinni. Herdeild- endalok þjóðveldis og loks tímabi- lið til siðaskipta, en þá er látið sem miðöldum ljúki. Grannt er farið ofan í endalok þjóðveldisins — eins og raunar venjan hefur verið hing- að til í öllum sambærilegum ritum. En þrátt fyrir álitamálin er varla hægt að segja að mikið nýtt komi þarna fram. í sjálfstæðisbarát- tunni var því haldið fram að ísland hefði glatað sjálfstæði sínu vegna svika eins eða í mesta lagi fáeinna höfðingja. I því fólst meðal annars sú fullvissa að ella hefði þjóðin haldið frelsi sínu allar götur til líðandi stundar. Ekki er því beint neitað hér. En efnið er skoðað frá öðrum ög fleiri sjónarhornum og möguleikar vegnir og metnir. Bent er á, eins og vitur maður sagði, að Noregur var sterkastur þegar Island var veikast. Áhugaleysi ís- lendinga á að varðveita sjálfstæðið er líka talið um að kenna; hrak- andi landgæðum, kólnandi loftslagi og svo framvegis. Vafalaust er það allt rétt athugað. í Norðurlandasögu, sem ég las fyrir margt löngu, var því haldið fram, skýrt og afdráttarlaust, að Islendingar hefðu glatað sjálfstæði sínu vegna skorts á timbri, járni og salti. Og það má líka vera satt og rétt, eyríki úti í Atlantshafi, sem getur ekki smíðað skip sín sjálft, verður aldrei sjálfstætt til fram- búðar, það liggur í hlutarins eðli. En í kenningunni um timbrið, sal- tið og járnið felst auðvitað sú stað- hæfing að landið hefði orðið öðrum háð hvort eð var — gagnstætt því sem trúað var í sjálfstæðisbarát- tunni. í fyrri hluta þessarar íslands- sögu er mikið rætt, fram og aftur, um mannlífið á þjóðveldisökf stéttaskiptingu og þess háttar. I seinni hlutanum verður pólitíska sagan fyrirferðarmeiri. Þá er líka ir léggja af stað „niður brekkurn- ar“ frá Skuggabjörgum. Sjóher og landher, vopnaðir spjótum, fall- byssum á hjólum, sprengjuvörpum og byssum. Með öllu þessu á að frelsa Huga konungsson úr hönd- um ímyndaðra óvina utan hallar- múranna. Og sannarlega er Hugi kominn til fólksins á ströndinni. Ovopnaðra íbúa, sem þekkja hvorki stríð né blóð. Glaður og áhyggjulaus er Hugi meðal barna og fullorðinna, sem iðka það sér til gamans að velta stórum bolta milli tveggja liða. Herför Skuggabjargahers fer fyrir lítið. Morðtól þeirra eyðileggj- ast á hinn margvíslegasta hátt, án þess að vopnlausa fólkið á strönd- inni eigi þar hlut að máli. Óttas- legnir flýja hermennimir til baka. Jafnvel dýr sjávarins vekja með þeim skelfingu. En það er stóri hermaðurinn Beljaki, sem finnur Huga meðal barnanna og ber hann sofandi í fangi sér heim í Skugga- björg. Nú er ekkert lengur eins og það var i höllinni. Umheimurinn hefur leitað þangað inn með ferða- lagi Huga og öllu tilstandinu kring um það. Höfundur lofar í lokin annarri sögu þar um. Það er viðamikið efni í þessari sögu og boðskapur hennar er í raun athygli verður. Ég verð víst að skjóta því hér inn í að tal margra barnabókahöf- unda um það að enginn boðskapur sé í sögum þeirra er bara rugl. Mannleg tjáskipti fela oftast í sér boðskap, daufan eða rafmagnaðan og allt þar á milli — eftir persónu hvers og eins. Við erum alltaf að tjá okkur um viðhorf okkar til lífsins, sumir í daglegum samskipt- um, aðrir opinberlega. Oðru máli gegnir um innræt- ingu, hún er aðferð til að hugfesta viðhorf okkar og því getur hún orðið hættuleg ef illa til tekst. Hér Gunnar Karlsson við fleiri beinar heimildir að styðj- ast. Eigi að síður er og verður mörgu ósvarað. Samband okkar við miðaldir verður aldrei mikið nánara en orðið er, hvernig sem við veltum efninu fyrir okkur. Rit- öldin mikla t.d. í kringum fall þjóð- veldisins — hvernig ber að útskýra hana? Hvað kom mönnum til að skrifa öllþessi ósköp á slikri ógnar- öld? Og hver voru lífskjör þjóðar sem hafði efni á slíku? Gaman getur verið að velta slíku fyrir sér. En niðurstaða mun seint fást. Stórmiklar heimildir um íslenska miðaldasögu eiga varla eftir að koma fram hér eftir. Þeir, sem vilja skoða söguna í nýju ljósi, verða því að láta sér nægja að skyggna með öðrum hætti en fyrir- rennararnir þær heimildir sem til eru. Þrátt fyrir nýstárlegan yfir- svip verður ekki í fljóti bragði kom- ið auga á verulegan eðlismun á riti þessu og eldri Islandssögubók- um þótt áherslumunur sé auðvitað nokkur. Þess vegna gæti þetta allt eins heitið slétt og fellt: íslands- saga. er henni ekki til að dreifa. Já — þetta er að mörgu leyti skemmtileg saga. Það hvarflar aðeins að reyndum iesanda að fyr- ir höfundi vaki að koma lífsháttum og örlögum þjóða með duldum hætti til skila í sögu sinni. En sé svo hefur það ekki tekist hér. Til þess þarf mjög slynga penna. Ríkulegar myndskreytingar hafa mikið gildi fyrir söguna. Má benda á hversu myndin af byssun- um er ógnvekjandi þar sem texti leggur áherslu á notkun þeirra í þágu ófriðar. Málfar í sögunni er gott og litríkt. En ekki kann ég við notkun orðanna kóngur og konungur til skiptis. Einnig á að rita orðið kannski, sem kemur oft fyrir, með tveimur n;um, ekki einu. Sagan Óvænt heimsókn er vönd- uð í útgáfu og vekur áreiðanlega áhuga á framhaldi hjá þeim sem lesa hana. __________Bækur________________ Siglaugur Brynleifsson Höfundur þróunarsögu Reykjavíkur í annálsformi sem spannar tværaldir — 1786-1986 — (Einar S. Arnalds: Reykjavík — Sögustaður við Sund. Lykilbók að samnefndu verki: Páll Líndal — Reykjavík — Sögustaður við Sund I-III. Lykilbókin telst IV. bindi safnsins), skrifar við árið 1889: „Um sumarið lauk vegalagningu milli Reykjavíkur og Kolviðarhóls. Hið íslenska kennarafélag var stofnað í Reykjavík; einnig Hið íslenska náttúrufræðifélag .. . Fyrsti formaður var Benedikt Gröndal skáld, Sigfús Eymundsson, Björn Jónsson ritstjóri og Sigui’ður Kristjánsson stofnuðu Bóksalafélag Islands ... svonefndum Fischers- sjóði var komið á fót, dánargjöf W. Fischers kaupmanns, til styrktar fátækum sjómannsekkjum í Reykjavík." Ef lesendur óska frekari upplýs- inga þá fylgja þessu bindi manna- nafna-, atriðisorða- og heimilda- skrár, þar sem vísað er til fyllri heimilda um viðkomandi persónur og atriði. Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað fyrir einni öld og fyrstu skýrslur félagsins voru skrifaðar af formanninum, Benedikt Gröndal skáldi. Þótt skýrslur félaga séu oft- ast nær þurr lesning, þá skera þess- ar skýrslur sig úr. Þetta eru skemmtilegustu félagaskýrslur sem þekkjast. Bóksalafélagið hefur unn- ið þarft starf í hundrað ár. Kennara- félagið hefur skipst upp í tvö félög á síðustu árum og mun öllum skóla- nemendum landsins svo og þorra þjóðarinnar vera það kunnugt. Tilvísanirnar við hvert ár og at- riði eru einstaklega þarfar og áuk þess er sérköflum skotið inn í text- ann svo sem um varir og vatnsból, auk texta úr bókmenntum og minn- ingum sem snerta efni viðkomandi ára. Myndefnið er einstakt, samtíma myndir, kort og uppdrætt- ir fylla annálatextana og auka. Söfnun og uppsetningu myndefnis hafa höfundar þróunarsögunnar og annáls og Örlygur Hálfdánarson annast. Órlygur hefur séð um rit- sjórn og söfnun alls myndefnis allra bindanna. Forsaga Reykjavíkur í knöppu formi er rituð af Lýði Björnssyni og birtist á undan texta annálsins. Einar Benediktsson yrkir 1897 (Reykjavík — Þjóðminningardaginn 1897) um að á nýrri öld skuli) „sjást að bylgjan brotnar hér“. Og vissu- lega brotnaði hylgjan hér. Umskipt- in frá kyrrlátum bæ embættis- manna, sjómanna og kaupmanna í verðandi borg, urðu einmitt í upp- hafi nýrrar aldar. Aukin togaraút- gerð olli þáttaskilum. Annáls- höfundur áætlar, að um 200 manns hafi haft atvinnu beína og óbeina með hveijum togara og fjármagns- myndunin sem togaraútgerðin stóijók ýtti undir margvíslega starf- semi í iðnaði og verslun. A 19. öld voru frumkvöðlar aukinnar útgerð- ar við Djúp og Eyjafjörð og á Aust- urlandi. Skútuöldin hefst við Faxa- flóa, en þáttaskilin verða með tog- urunum, sem voru gerðir út úr hin- um fornu vörum. Öll þau umsvif, sem leiddi af útgerðinni, urðu til þess að flutning- ur fólks jókst til bæjarins og þegar strauníurinn til Vesturheims hjaðn- aði, lá leiðin til Reykjavíkur og ger- ir það reyndar enn. Það var ekki aðeins í sjávarútvegi sem þáttaskil- in verða heldur einnig í landbún- aði. Einn mesti athafna- og út- ggerðarmaður landsins hófst handa um merkustu framkvæmd, sem gerð hefur verið fyrr og síðar í íslenskum landbúnaði, með stofnun Korpúlfsstaðabúsins í næsta ná- grenni Reykjavíkur. Þetta varð eitt stærsta og fullkomnasta kúabú ekki aðeins hér á landi heldur á öllum Norðurlöndum. Afurðirnar voru jafnframt unnar á búinu og sendar þaðan til dreifingar. Rekstur þessa bús blómstraði þar til vissir póli- tískir hagsmunir kæfðu þessa merkustu framkvæmd í íslenskum landbúnaði allt fram á vora daga. Verslunar- og iðnsaga er rakin í annálnum, svo og menningarsaga. Þessi annáll er í senn gagnlegt og skemmtilegt upplýsingarit, sagan sögð samkvæmt þeim heimildum sem fyrir liggja án allra tilburða til að aðlaga frásögnina ákveðnum úreltum söguskoðunum. Þessvegna er þessi saga í annálsformi mjög gagnleg ekki síst vegna skorts á nýlegum og hlutlausum upplýsinga- ritum og námsbókum um sögu lands og borgar síðastliðin tvö- hundruð ár og bætir því úr brýnni þörf. Þetta er lifandi saga. Annálnum fylgir kafli um húsa- skraut í höfuðborginni úr mynda- safni Skarphéðins Haraldssonar. Myndirnar eru valdar af Leif Blum- enstein, sem ritaði einnig mynda- texta. Þetta ljórða bindi er nefnt „Lykil- bók“ og varðandi örnefni í borgar- landinu er þetta lykill að heitum og örnefnum, sem birt eru á 35 heilsíðu' kortum. Kortin eru loft- myndir og hefur Jean-Pierre Biard sett örnefnin inn á kortin. Örlygur Hálfdánarson hefur, eins og áður segir, annast ritstjórn myndefnis ásamt uppsetningu. Hann ritar einnig „Að verkalokum" þar sem hann segir frá aðdraganda og vinnslu verksins og tilganginum með útgáfu þess. Staðanafna-, mannanafna- og atriðisorðaskrár auk heimildaskrár fylgja og eru lyklar að öllu verkinu. Allir þeir, sem unnið hafa að þessu verki og útgefandinn mega vel við una að hafa unnið og komið út gagnlegu verki, sem er vel unnið og smekklega sett upp. Gísli Magnússon Hljómpiötur Egill Friðleifsson GÍSLI MAGNÚSSON, píanó, Beethoven, sónata nr. 31 op. 110. Brahms, tilbrigði og fúga um stef eftir Hándel op. 24. Nýlega kom út hljómplata með píanóleik Gísla Magnússonar, þar sem hann leikur tvær af perlum tónbókmenntanna, sónötu nr. 31 í As-dúr, op. 110 eftir Beethoven og Tilbrigði og fúgu um stef eftir Hándel op. 24 eftir Brahms. Gísli Magnússon hefur lengi staðið í fremstu röð íslenskra píanóleikara og eru nú liðnir tæp- ir fjórir áratugir síðan henn lét fyrst að sér kveða á þeim vet- vangi. Hann nam píanóleik hjá þeim Rögnvaldi Siguijónssyni og Árna Kristjánssyni hér heima en stundaði framhaldsnám í Zúrich og Róm. Hann hefur oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit ís- lands, haldið sjálfstæða tónleika hér heima og víða erlendis, leikið inn á hljómplötur og þekkt er samvinna hans og Halldórs Hall- dórssonar píanóleikara. Gísli star'- far nú sem skólastjóri Tónlistar- skóla Garðabæjar. Sem fyrr segir er tvö af öndveg- isverkum píanótónbókmenntanna að finna á þessari plötu, sem gera óvægnar kröfur til flytjanda. Túlkun Gísla á þessum vérkum ber öll merki hins þroskaða lista- manns. Leikur hans er fágaður og yfirvegaður. Hann býr yfir góðri tækni en ætlar sér aldrei um of. Meðferð hans á fyrsta þætti í sónötu Beethovens ein- kennist af djúpri íhugun og næm- um skilningi á innviðum þáttar- ins, hin undurfagra aría þriðja þáttar hljómar fagurlega í hönd- Gísli Magnússon um Gísla, svo og rismikill loka- þátturinn. Sömuleiðis á Gísli glæsilega spretti í tilbrigðum Brahms og nær hámarki í fúg- unni. Halldór Víkingsson sá um hljóðritun og skilar góðu verki. Þessi plata er Gísla Magnússyni til hins mesta sóma. Ovænt heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.