Morgunblaðið - 17.11.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.11.1989, Qupperneq 12
12 MÖRGUrÍBLADID- MSTlífiÁlíMI ll: NÓVBMBfelí 1^9 1'• En andi Scarpia svífur samt enn yfir atburðarásinni og ögrar stjörnubjartri fegurð rómver- skrar nætur. En það er samt ekki fyrr en hljómarnir, sem hon- um tengjast, berast í gegnum svala næturinnar, sem áheyrand- ann fer að gruna að hefndarráð- stafanir Scarpia muni ná út yfir gröf og dauða. Puccini notar hljómsveitina eins og spegil, sem endurspeglar það, sem hrærist innra með þeim, sem á leiksviðinu standa. Sérhver hreyfing og sérhver tónn hefur sitt gildi. Þegar Tosca samþykkir að gefa sig Scarpia á vald og hann undirritar ferðaheimild, sem veitir Toscu og Cavaradossi fullt ferðafrelsi, er Tosca í svo miklu uppnámi, að hún veit ekki sitt ijúkandi ráð. Henni dettur helzt í hug að styrkja sig með nokkrum dropum af áfengi og gengur í áttina að borðinu, þar sem það stendur. I leiðinni sér hún eins og af tilvilj- un hnífinn sem þar liggur. I fyrstu hefur þessi sýn enga þýð- ingu en skyndilega lýstur því nið- ur í huga hennar til hvers hnífur- inn er nýtur. Hun snýr sér hægt við og lítur á Scarpia meðan hjartað slær örar og örar. Það er ljóst, að hugmyndin um að ráða illmennið af dögum hefur gripið um sig. Hljómsveitin lýsir öllu þessu stig af stigi í samræmi við hugar- far Toscu. Eftir að ákvörðunin um að ráða Scarpia af dögum er tekin, breytist tónlistin og fær á sig útfararblæ, því að ekki ein- ungis verður Scarpia til moldar borinn heldur einnig hefndar- hugur Toscu. „Or gli perdono“ syngur hún eða „nú get ég fyrir- gefið honum“. Alls staðar magnar Puccini hina dramatísku spennu með því að tefla andstæðunum hverri gegn annarri, hvort heldur sem það kemur fram í tónlistinni sjálfri eða innihaldi textans, sem þá er teflt gegn því sem tónlistin hefur að mæla. Honum tekst ávallt að láta tónlistina endurspegla allt, sem hrærist innra með fólki og skap- ar þannig persónur í tónum. I tónunum er að finna skýring- ar á öllu, sem þær taka sér fyrir hendur og hvað fyrir þeim vakir með athæfi sínu. Hinn túlkandi listamaður þarf ekki annað en að finna hin réttu blæbrigði til að koma boðskap listaverksins til skila, því að sjálf- ur hefur Puccini séð um ram- mann og það svo vel, að ekkert ' orkar tvímælis. Höfundur er læknir. Hvernig varð TOSCA að óperu? efbir Halldór Harísen Óperan Tosca, sem íslenska óperan frumflytur í kvöld í sam- vinnu við Norsku óperuna, fjallar um óperusöngkonuna Floriu Tos- ca og örlög hennar. Því liggur beint við að ætla, að textinn hafí frá upphafi verið ætlaður til óperuflutnings. Því fer þó víðs fjarri, því að Tosca var upphaf- lega stjórnmálalegt ádeiluleikrit eftir franska rithöfundinn Sardou og var frumflutt í París árið 1887. Margt bendir í þá átt, að Flor- ia Tosca hafi raunverulega verið til og söguþráðurinn byggi því á sannsögulegum atburðum að ein- hveiju leyti. Puccini kynntist leikritinu ein- hvern tíma fýrir aldamótin 1900 og sá strax, að efniviðurinn gat á ýmsan hátt hentað sem uppi- staða í óperu. Venjulega þykja óperutextar heldur bágborinn skáldskapur sem menn henda jafnvel gaman að, en textinn að Toscu er nokkuð sérstakur, með- al annars með tilliti til þess að textahöfundar eru þrír. Puccini- fékk Luigi Illica til að semja text- ann að rómantískum aríum og samsöng, Giuseppe Giacosa til að fást við þau atriði. sem snéru að bitrum raunveruleika, enda þekkt ádeiluskáld á þeim tíma. Það óvenjulega var samt, að Puccini sóttist eftir samvinnu við Sardou, hinn upphaflega leikrita- höfund og enn óvenjulegra var, að Sardou var til í tuskið og sam- þykkti að leggja sitt af mörkum við að stytta textann úr fimm þáttum niður í þijá og gera þær breytingar á efniviðnum sem henta mundu til óperuflutnings. En við nánari athugun kemur í ljós, að Sardou var engan veginn óvanur að fást við að smíða óperutexta og hafði gert það oft áður með góðum árangri. Sardou vissi manna bezt, að í óperu er það ekki fyrst og fremst orðið sem gildir eins og í leikriti, heldur tónlistin. Hann vissi einnig að pólitískt dægurþras hentar illa sem uppi- staða í óperu, þar eð erfitt er að túlka það í gegnum tónlist. Auk þess var honum ljóst, að hið pólitíska þras, sem var uppi- staða leikritsins Toscu, var orðið of úrelt til að hitta í mark lengur og ætti því ekkert beint erindi til ítalskra áheyrenda. En síðast en ekki síst var hon- um ljóst, að mannlegi þátturinn, hið mannlega drama, var það, sem hentaði til óperuflutnings. Tónlist túlkar fátt betur en mannlegar tilfinningar og mann- legar tilfinningar hafa lítið breytzt í aldanna röð og eru því samar.við sig og sígildar. Við þessar breytingar urðu Floria Tosca og elskhugi hennar Cavardossi persónuleg fórn- arlömb lögregluforingjans Scarp- ia en ekki fómarlömb í refskák stjórnmálanna, eins og í leikrit- inu. Með tilliti til þessa varð hann gagngert að endurskoða hlutverk lögregluforingjans Scarpia. í leikritinu stjórna pólitísk mark- mið gerðum Scarpia og réttlæta þau að nokkru leyti, þar eð hvorki Tosca né Cavaradossi voru pólit- ískir sakleysingjar í leikritinu á sama hátt og í óperunni. í ópe- runni ofsækir Scarpia Cavara- dossi fyrst og fremst vegna þess að hann er elskhugi Toscu en ekki vegna aiskipta hans af stjórnmálum. í óperunni hefur Cavaradossi í raun ekki annað til saka unnið en að aðstoða pólitískan fanga, Angelotti, á flóttanum. Afdrifaríkustu breytingamar koma þó fram í samskiptum Tos- cu og Scarpia. í leikritinu stígur Scarpia aldrei út fyrir hlutverk sitt sem eitilharður, ógnþrunginn lögregluforingi. Tilgangur hans og starfsaðferðir þjóna pólitísk- um tilgangi. Hann hefur fulla stjórn á ástríðum sínum, því að hann er ávallt- sá, sem valdið hefur, líka yfir sjálfum sér. í ópemnni er þessu gjörbreytt. Scarpia er á valdi ástríðna sinna og pólitísk refskák verður að víkja fyrir þrá hans eftir Toscu. Og því er það sem Scarpia vekur ekki aðeins viðbjóð áheyrandans, heldur kallar einnig á nokkra samúð, því að hann er líka fórnar- Guðjón Óskarsson og drengjakór. Garðar Cortes og Sten-Arild Thorsen. „Hinn túlkandi lista- maður þarf ekki annað en að finna hin réttu blæbrigði til að koma boðskap listaverksins til skila, því að sjálfur hefur Puccini séð um rammann og það svo vel, að ekkert orkar tvímælis.“ dýr, fórnardýr sinnar eigin girnd- ar og óæðri manns. Og það er togstreitan á milli samúðar og viðbjóðs, sem hvað mest magnar spennuna í áheyrendasalnum og langt fram yfir það, sem við- bjóðurinn einn mundi gera eða geta gert. í tónlistinni notar Puccini fyrst og fremst andstæður til að skapa dramatíska spennu. Fyrsti þátt- urinn gerist í kirkjunni Santi Andrea della Valle í Rómaborg, sem enn er til. En í kyrrð og helgi þessa umhverfis gerast undarlegir atburðir, sem stinga að öllu leyti í stúf. Strokufangi leitar þar hælis, listmálari og söngkona eiga sér þar leynilega ástafundi og lögreglan gerir innr- ás í leit að sakborningi, sem sloppið hefur undan ríkjandi réttvísi. Guðjón Óskarsson og Sten- Arild Thorsen. Annar þáttur gerist í Palzzo Farnese, sem einnig er enn til. Þar má annars vegar heyra lof- söng og þakkargjörð til almættis- ins, sem berast í tónum frá glæsi- legum salarkynnum hirðarinnar, á meðan djöfulleg vélráð eru brugguð á næstu hæð hallarinn- ar, þar sem menn eru píndir til sagna og útsettir fyrir hvers kyns skelfingar að undirlagi lögreglu- foringjans illræmda, Scarpia. Og til að skerpa andstæðurnar enn frekar lætur Puccini hljóm- sveitina byija þriðja þáttinn með því að leika kafla, sem andar frá sér friði og ró undir stjömubjört- um næturhimni Rómaborgar, meðan svali næturinnar breiðir sig yfir umhverfið rétt fyrir dög- un. Og þessi þáttur fer fram í kastalanum Sant Angelo, sem enn gnæfir yfir Tíberfljótið í Rómaborg. Og strax frá fyrstu hljómum, sem berast frá hljómsveitinni í upphafi óperunnar, verður hlu- standinn sér meðvitandi um þá ógn, sem svífur í loftinu hvar sem Scarpia fer og um þau myrkra- öfl, sem hrærast innra með hon- um, þrátt fyrir fágað yfirborð. Það er strax ljóst, að Scarpia er hræsnari af hættulegustú gerð. Tónlistin, sem tengist Scarpia, breytist heyranlega strax og Tosca hefur rekið hann í gegn í lok annars þáttar. Áheyr- andinn finnur, að það er búið að svipta Scarpia getunni til að láta illt af sér leiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.