Morgunblaðið - 17.11.1989, Page 13

Morgunblaðið - 17.11.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989 13 Við sögðum ykkur það! eftir Halldór Jónsson Bráðum dembist vaskurinn yfír oss eins og ískaldur foss og allt verður upp í hann tekið frá oss. Gagnstætt kvæði Tómasar þá er þetta ekkert fyndið og fjarlægt. Þetta er að bresta á. Stórfengleg skattahækkana, millifærslu- og verðbólgualda er að rísa. Við sögðum ykkur það, en þið trúðuð okkur ekki. Umræðurnar um vaskinn Undirritaður fyllti flokk þeirra manna, sem voru með hjáróma úr- tölur, þegar forsvarsmenn atvinnu- veganna töluðu sig upp í stemmn- ingu yfír þessum afbragðs skatti, sem myndi gera þá samkeppnisfæra við útlönd fyrir þar sem uppsöfnun söluskattsins lyki. Það þvældist að vísu fyrir þeim að sýna fram á af- gerandi áhrif uppsöfnunarinnar á útflutninginn, en þess þurfti heldur ekki með. Það var nóg að öðrum góðum kostum. Og auðvitað er vaskur ekkert alvont kerfi í sjálfu sér. Megin- hættan af því var og er, að óprúttn- ir ríkissósíalistar, úr öilum þekktum stjórnmálaflokkum okkar, myndu nota kerfísbreytinguna til þess að leggja grunn að þúsundáraríki sínu. Við úrtölumenn ræddum oft um það, að þessi skattur yrði notaður til þess að stórauka skattsókn hins opinbera á hendur almenningi. Hann yrði auk þess miklu dýrari í framkvæmd, þar sem gjaldendum myndi fjölga gífurlega. Mest af þeim kostnaði myndi lenda á at- vinnurekstrinum og þar með al- menningi. Hann myndi valda verð- bólguöldu, sem enginn sæi fyrir hversu hátt myndi rísa. Við bentum á, að fjárþörf fyrir- tækjanna myndi aukast gífurlega. Vas/mrinn yrði upphafíð á stórfeng- legasta niðurgreiðslubatteríi og millifærslukerfi, sem íslandssagan þekkti. Skatturinn yrði notaður til pólitískrar neyslustýringar fyrir hinar hefðbundnu búgreinar á kostnað hinna fijálsu. Enda þótti okkur greinilega ekki von á góðu, þegar dundi í tröllunum í Arnarhvolshömrum af ánægju undir lofsöngvum forsvarsmanna atvinnulífsins um virðisaukaskatt- inn. Það boðar sjaldnast neitt gott fyrir hinn smáa, þegar þeir Heródes og Pílatus verða sammála og vinir á einum degi vasMtróginn fæddur Nú horfum við framan í vaskkrógann fullburða fæddann. Nú gera margir menn sér ljóst, að hann er hvorki fríður né fönguleg- ur. Hann er af tröllakyni og ferleg- ur á að líta. Flestir hafa samt enga skoðun. Yppta bara öxlum og setja traust sitt á ráðherrana og Stefán Valgeirsson. En margir innflytjendur gera sér nú skyndilega ljóst, að vara sem kostaði heildsalann örfáar krónur í innflutningi fyrir síðustu áramót, kostar nú nær þriðjung vöruverðs í staðgreiðslu vasksins í tolli, auk þess sem vörugjöld hafa í mörgum tilvikum hækkað um 10-15%. Hvar skyldu þeir ætla að fá peninga? Hvert skyldi fjármagnskostnaður- inn af þessu öllu fara. Út í veður og vind eða inn í vöruverð til al- mennings? Framleiðandi iðnaðarvöru verður eftir áramót að kaupa allt hráefni sitt með vask. Hann verður í byijun febrúar að borga söluskattinn af jólaversluninni. Eftir tvo mánuði má hann draga innskattinn frá út- skatti sínum, sem er svo sem ágætt. En hvar skyldi hann ætla að fá peninga fyrir tæpum þriðjung af öllum innkaupum sínum i janúar og febrúar? Áhrifin á lífskjör almennings En vandamál fyrirtækjanna og skattstofanna eru þó smámunir. Sá sem endanlega borgar er ég og þú, — litli maðurinn. Hvað blasir við okkur? Ýmiss konar smáatvinnurekstur og þjónusta almennings verður miklu dýrari við upptöku vasksins. Margt af því verður svo miklu dýr- ara, að búast má við afgrandi sam- dráttaráhrifum í þessum greinum. Má nefna flugkennslu og heilsu- ræktarstöðvar sem dæmi í þessu sambandi. Berum þetta svo saman við fyrirheitin um hlutleysi skattsins gagnvart neyslu. Verð á íbúðarhúsnæði hækkar um minnst tíu af hundraði um ára- mótin, þar sem vinna við húsbygg- ingar og akstur verður skattskyld að fullu. Offramboð á húsnæðis- markaði frestar framkomu verð- . hækkunar ef til vill eitthvað. En hún verður samt staðreynd. Hvernig kemur þetta út fyrir þann vaxandi fjölda fólks, sem sér í dag fram á að geta ekki keypt eigið húsnæði vegna fallandi kaup- máttar og minnkandi lánamögu- leika á niðurgreiddum vöxtum? Skyldi þetta verða til þess að draga úr kaupkröfum launþega og draga úr verðbólgu? Eða skyldi þetta verða til þess að draga vaxtastigið niður? Mun unga kynslóðin trúa stjóm- málamönnunum þegar þeir ræða um félagshyggju, jafnrétti og jöfn tækifæri allra kynslóða til betra lífs? Mun hún sjá nauðsyn þess, að unga fólkið greiði erlendar eyðslu- skuldir þjóðarbúskaparins frá löngu liðnum tímum? Eða heldur hún áfram í vaxandi mæli að greiða atkvæði með fótunum að austur- þýzkum hætti? Trúir fólk því, að Ólafur Grímsson og kompaní muni greiða niður verð á íbúðum skv. fyrirheit- um í greinargerðinni með vask- frumvarpinu? eða að matarkostnað- ur muni ekki hækka í reynd, þegar tekið sé tillit til stóraukinna niður- greiðslna á útvöldum fæðutegund- um eins og grófu brauði og kinda- keti? Einu sinni vom til samtök, sem hétu ASÍ eða eitthvað svoleiðis. Þau höfðu á stefnuskrá sinni að veija hagsmuni launþega minnir mig. Hvað skyldi hafa prðið af þessu fólki öllu saman, Ásmundi, Karli Steinari, Guðmundi J. og hvað þeir hétu nú allir? Þeim hlýtur að vera sama um þetta allt eða þykja það harla gott. Fjárhæð vas/csins í villtustu dýrðarsöngvum sínum nefndu vaskmenn aldrei hærri tölur en 22%. Margir reiknuðu út, að 14-17% vask myndi duga til þess að ríkið næði sömu tekjum og af söluskattinum. En nú sjá menn víst allir, að jafnstaða stóð aldrei til hjá þessum höfðingjum. Nú á að byija með 26%. Og 26% þarf svo sem ekki að vera nein endatala. Forsenda 3 milljarða Ijár- lagahalla Ólafs Grímssonar fyrir næsta ár er hófleg verðbólga og rýrnun kaupmáttar. Ef eitthvað vantar í kassann má alltaf hækka vaskinn í 30 eða 40%. Uaskurinn átti líka að skila sér svo miklu betur en gamli söluskatt- urinn af því að allir myndu vilja borga hann til þess að geta dregið hann frá. En nú virðist ríkissjóður ekki trúa þessu lengur, reiknar ekki með neitt betri skilum og byijar því með vaðið fyrir neðan sig í 26%. Skattsvikin eiga því ekki að minnka þátt fyrir áðurnefndan fag- urgala. Ekki er að búast við að 26% vask á vinnu við húsbyggingar al- mennings eða smáverktöku ýmsa muni hvetja til betri skila. Eftir stendur að ljártakan af al- menningi hefur verið aukin um lág- mark 4 milljarða og líklega þó mun Halldór Jónsson „Eftir stendur að íjár- takan af almenningi hefiir verið aukin um lágmark 4 milljarða og líklega þó mun meira. Ofan á 9 milljarða skattahækkanir á þessu ári. Skattheimta hefur þannig verið aukin um minnst 13 milljarða á einu ári.“ meira. Ofan á 9 milljarða skatta- hækkanir á þessu ári. Skattheimta hefur þannig verið aukin um minnst 13 milljarða á einu ári. Það er þetta sem skiptir launþegann máli. Það verður minna eftir í buddunni hans. Pólitískar sjónhverfingar Ekki er ólíklegt, að ríkisstjórnin komi með göfugmannlegt útspil rétt fyrir jólin, sem gæti hljómað á þessa leið: J „Við erum svo góðir við ykkur að við ætlum að gefa ykkur 3 millj- arða í jólagjöf og lækka vask í 24%. Eruð þið ekki ánægð með okkur? En við getum náttúrlega ekki lofað hvað við getum haft þetta svona lágt lengi. Er á meðan er. Erum við ekki góðir?“ Við munum sjálfsagt falla flöt fyrir þessum vinarbragði og halda áfram að kjósa Steingrím ástmög þjóðarinnar. Auk þess byijaði íhald- ið líka með þennan vask og Steingrímur er eiginlega alveg utan við þetta. Við sögðum ykkur það! Sumir eru alltaf að nöldra eitt- hvað úti í horni. Sem betur fer er ekki tekið mikið mark á þeim og innblásnir leiðtogar okkar leiða okkur áfram veginn. Vegna þessa höfum við þetta stórkostlega þjóð- félag. 7.700 króna ríkisábyrgð á hverri refaslæðu og 5.000 á hverri minka- frú. Allt fískeldið á hausnum, SÍS jafnt sem dauðlegir. Á 3ja þúsund gjaldþrot í Reykjavík þegar á þessu ári. 9 milljarðar færðir frá gigendum til skuldara með breytingu Steingríms á lánskjaravísitölunni. Hver skyldi græða mest? Eignarskattar margfaldaðir með afturvirkni og umhyggju fyrir ekkj- um. Misvægi atkvæða skal greinilega ríkja um alla framtíð, til þess að tryggja núverandi stjómun mála. Ríkisvæðingin skal efld i gegn um hlutafjársjóð og atvinnutrygg- ingasjóð. Lög um Þjóðarbókhlöðu og Há- skóla sem og önnur þvílík skulu brotin eftir hentugleikum ráðherra. Enda má alltaf breyta lögum. Komið skal í veg fyrir virkjun fallvatnanna og stóriðju eins lengi og kostur er svo að Allaballar fari ekki í fýlu. Burt með varaflugvöll- inn og aðrar galdeyrisskapandi framkvæmdir. Eflum heldur er- lenda skuldasöfnun. Skattleggjum Jón í Stálvík og alla skipasmiði landsins til þess að Fiskveiðasjóður geti lánað eigend- um fiskveiðiauðlindarinnar i LIÚ til skipasmíða erlendis. Viðskiptaráð- herra vill nota framboðnar niður- greiðslur til skipa. Hvað með kjúkl- inga, kindaket og egg? 37,7% skattgreiðslur af íslenskri skipasmíðavinnu, 26% vask, vöru- gjöld og tollar 10-100% og innlend- ur fjármagnskostnaður, koma þess- um málum greinilega ekkert við, hvað sem Júlíus á Hagstofunni seg- ir. Stöndum vörð um opinbert sið- gæði og pössum upp á hæstaréttar- og ráðherrabrennivínið, það er miklu skemmtilegra en vaskurinn. Forðumst kosningar. Við höfum réttu mennina. Hinir vildu vaskinn engu síður en þessfr. Svo hver er munurinn? Verði okkur bara að góðu. Við úrtölumenn sögðum ykkur þetta allt, en þið trúðuð okkur ekki. Vitið þér enn eða hvat? Höfundur er annar af forstjórum Steypustöðvarinnar hf. Austur-Evrópa og íslensk pólitík eftir Birgi ísleif Gunnarsson Allir lýðræðissinnar fagna af heilum huga þeim breytingum sem eru að gerast í Austur-Evrópu. Við vonumst öll til að þessi breyting verði varanleg. Að hér eftir fái fólk- ið sjálft að velja sér stjórnendur og stjórnarfyrirkomulag. Þessi hraða þróun á sér rætur í slökunarstefnu Sovétríkjanna. í perestrojku og glasnosti Gorbatsjovs. Allir vita þó að það sitja óvinir í fleti fyrir, hlakka yfir efnahagslegum óförum núverandi valdhafa í Sovétríkjunum og eru tilbúnir að taka upp harða línu á ný. Við skulum vona að til þess komi ekki og að ekki verði nein Sarajevo á braut Austur- Evrópu og Sovétríkjanna frá sósíal- isma til frelsisstefnu. Áhrif á íslandi En hefur þetta einhver áhrif á íslenska pólitík? Auðvitað engin áhrif í líkingu við það sem er að gerast í Austur-Evrópu. En áhrif þó. Á þessari stundu er að hrynja úti í Austur-Evrópu lífstrú og pólitískur grunnur íslenskra sósíal- ista. Þeir segja að vísu nú: Þetta hefur aldrei verið okkar sósíalismi. Ég heyrði t.d. einn þingmann Al- þýðubandalagsins segja í viðtali í hljóðvarpinu á dögunum: Þetta er ekki ósigur sósíalismans. Þetta er ósigur valdhafa sem aldrei hafa stundað sósíalisma. Við hinir hljótum að spyija íslenska sósíalista í dag: Hvers kon- ar sósíalisma viljið þið? Þið segist ekki vilja sósíalisma Austur-Evrópu eða Sovétríkjanna. Hvað þá? Kannski sósíalisma Eþíópíu, Ang- óla, Kína eða Kúbu? Svarið er alltaf nei.' Fyrirmyndarríki íslensku sósí- alistanna er enn aðeins til í bókum. í 70 ár hafa verið gerðar tilraunir með þetta þjóðskipulag hingað og þangað um heiminn og mannfórn- irnar eru meiri en orð fá lýst og táraflóðið eftir því. Við viljum samt sósíalisma, segirþetta fólk. Við hin- ir segjum: Ekki fleiri tilraunir. Nú er nóg komið. Uppgjörið aldrei farið fram Hrun sósíalismans í Austur- Evrópu hefur þau áhrif hér að Al- þýðubandalagið og Þjóðviljinn, mál- gagn sósíalisma á Islandi, eru í sárum. í rauninni hefur uppgjörið við fortíðina aldrei farið fram i Al- þýðubandalaginu. Gömlu sósíalist- arnir, sem eru fólk á ýmsum aldri — flokkseigendurnir eins og þeir eru stundum kallaðir á þeim bæ — hafa aldrei horfst í augu við eigin orð eða gerðir. Þeit' hafa aldrei Birgir ísl. Gunnarsson „Gömlu sósíalistarnir, sem eru fólk á ýmsum aldri — flokkseigend- urnir eins og þeir eru stundum kallaðir á þeim bæ — hafa aldrei horfst í augu við eigin orð eða gerðir.“ treyst sér til þess að segja okkur hinum allan sannleikann um Moggalygina, sem þeir kölluðu svo. í því liggur tilvistarvandi Alþýðu- bandalagsins. Meðan lifstrú gömlu sósíalist- anna hefur verið að hrynja hafa tækifærissinnar tekið völdin í flokknum og vefja um fíngur sér þeim sem þjást af því að hafa aldr- ei haft pólitískt þrek til að gera upp sakirnar við sína eigin fortíð í stjómmálum. Hvernig það stríð endar innan Alþýðubandalagsins veit enginn. Gleðilegþróun Við höfum undanfarna daga orð- ið vitni að gleðilegri tíðindum í Austur-Þýskalandi en orð fá lýst. Sama þróun er í flestum ríkjum Austur-Evrópu. Sósíalisminn sem þjóðskipulag og stjórnmálastefna er að hrynja þar til gmnna. Oll vonumst við til að á þeim gmnni rísi traust lýðræðisríki og að þessi þróun verði til að treysta enn betur frið og vináttu þjóða á milli. Við skulum þó í gleði okkar minnast þess að minni hluti jarðarbúa býr við lýðræði og meiri hlutinn þarf að sæta kúgun og harðrétti einræð- isherra og stjórnlyndra flokka. Við megum því aldrei sofna á verðinum. Hötundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.