Morgunblaðið - 17.11.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.11.1989, Qupperneq 18
MORGUNBLAEHÐ FÖSTÚDAGUR 17: NÓVEMBER 1989 Í8 Minning: Sigurlaug Elísabet Gunnlaugsdóttir Fædd 4. mars 1929 Dáin 9. nóvember 1989 „Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Þessi setning kemur alltaf upp í huga mínum, þegar andlátsfréttir berast mér til eyrna. Svo var einnig þegar pabbi tilkynnti mér að Lauga frænka hefði fallið frá í hádeginu 9. nóvem- ber sl. Eigingimi mín hefði kosið að jarðvist hennar hefði orðið miklu lengri áður en hún lauk hlutverki sínu á meðal okkar. En skynsemi mín samgleðst henni, því að nú veit ég að hún hefur náð því mark- miði, sem við, sem trúum, sækj- umst öll eftir. — Hún hefur samein- ast í eilífu lífi skapara sínum, for- eldrum, ættingjum og öðmm vin- um, sem á undan eru farnir. Gleði hennar hlýtur því að vera mikil, þótt sorg okkar sé að sama skapi sár, enda voru síðustu orð Laugu, þegar hún fann kallið koma: „Mamma og pabbi.“ Við, sem Láugu syrgjum, getum huggað okkur við það, að aðskilnað- ur okkar við hana og aðra ættingja er aðeins tímabundinn. Okkar bíður samvistin með henni í himnaríki Guðs almáttugs og fyrir það skulum við vera þakklát. Kynni okkar Laugu stóðu í rúm- an aldarfjórðung. Á þeim tíma, einkum síðari ár, var ég þess verð- ugur að kynnast mannkostum hennar. Hún var ekki aðeins kæV frænka, heldur ekki síður góð vin- kona. I mínum huga voru mannkostir hennar lífsgæði, sem ég naut og lærði að meta eftir því sem ég varð eldri og þroskaðist. „Ekki fara“ voru ætíð hennar síðustu orð að lokinni heimsókn til hénnar. Vin- skapinn og samvistina með öðrum mat hún mikils. Hennar kröfur voru fábrotnar, en mikilvægar. Eitt epli hafði sama gildi fyrir hana og þrí- réttuð máltíð fyrir okkur hin. Náungakærleikurinn, þakklát- semin, gleði yfir litlu, vináttan, samvistir með sínum nánustu, ein- faldar lífsgæðakröfur, frábært minni, stundvísi og margt fleira voru þættir í fari Laugu, sem mér áskotnaðist að kynnast og fá að reyna að læra og tileinka mér. — Lauga var einn þeirra fáu einstakl- inga, sem ég hefi kynnst og ekki hafði smitast af löstum nútímaþjóð- félagsins. Líklega hefur það verið eitt hennar meginhlutverk, meðan jarðvistartími hennar stóð yfir, að minna okkur á fyrmefnda þætti — að minnsta kosti kenndi hún mér margt og átti sinn stað í hjarta mínu og eiginkonu minnar. Margar samverustundir eru mér ofarlega í huga, er ég minnist Laugu. Tvær eru þó minnisstæðast- ar. Við flugum tvö saman fljótlega eftir að ég hafði lokið atvinnuflug- mannsprófi á lítilli flugvél minni yfír Hafnarfjörð og nágrenni. Lauga sat róleg og yfirveguð mér við hlið. Engin orð voru töluð, að- eins brosað. Þessi flugferð var sú fyrsta og síðasta, sem hún flaug, áður en flugið langa, sem við öll föram, var farið. Stolt mitt þessa þrjá stundar- fjórðunga og eftir á var mikið. Ég vissi að ég hafði gefið henni eitt- hvað sem var einstakt í hennar huga. Sú vitneskja gladdi mig. Hin ferðin vár farin sl. sumar. Við hjónin keyrðum Laugu út á Seltjarnarnes í yndislegu veðri. Labbað var um í fjöranni og inn- byrtur sjávarilmurinn ásamt því að fylgjast með fuglunum hringsóla yfir brimbrettamönnum. Lauga spurði mig, hvað mennirnir væru að gera. Ég svaraði henni, að þeir væru að leika sér og þá brosti hún. Leikinn skyldi Lauga vel, enda lék hún sér alltaf við hundana okkar, er hún kom í heimsókn. Á leiðinni til baka spurði hún, hvað staðurinn héti, þar sem við höfðum verið. Kom þá í Ijós, að þetta hafði við hennar fyrsta ferð út á Seltjarnarnes. Aftur vissum við hjónin, að við höfðum gefið Laugu andlega næringu, sem hún þurfti í svo ríkum mæli og endast mundi henni í langan tíma. Hinar einföldu kröfur Laugu gerðu manni kleift að veita henni eitthvað, sem hún af einlægni gladdist yfir, eitthvað, sem mörg okkar hinna kunnum ekki lengur að meta. Enginn orð lýsa í raun þeirri Laugu sem Drottinn gaf okk- ur. Hana varð að upplifa. Slíkir vora mannkostir hennar. Vonandi hefur henni tekist að skilja eitthvað eftir af sínum and- legu verðmætum í hjörtum þeirra, sem henni kynntust, og þeir náð að tileinka sér það, sem hún hafði upp á að bjóða. ^ Það er kunn staðreynd, að það era hin óáþreifanlegu lífsgæði, sem við vegna ófullkomleika okkar eig- um sum erfítt með að skynja og nota í þeim tilgangi að gera okkur að þeim einstaklingum, sem skapar- inn ætlaðist til af okkur. Að lokum vil ég leyfa mér að þakka föður mínum, að öðrum ólöstuðum, þá einstöku umhyggju sem hann sýndi Laugu frá því ég man eftir mér. Orð vinar míns „eins- dæmi“ er líklega besta lýsingin á þeirri fórnfýsi og náungakærleik, sem hann veitti systur sinni, en sjúkdómsbyrði hennar var oft þung og krafðist mikillar þolinmæði af henni og þeim, sem stóðu henni næstir. Já, sameiginlega og sitt í hvora lagi hafa þeir bræður ásamt mökum sínum leyst af hendi afar óeigingjarnt starf, sem Lauga frænka verður að eilífu þakklát fyr- ir. Vitnisburðinn um það tekur hún nú með sér til himna. Sannfæring mín segir mér það, að mikil blessun muni hljótast fyrir, þótt ekki hafi það verið tilgangurinn að baki þeirra verka, heldur sönn fórn til kærrar systur. Megi Guð gefa, að tómarúm það, sem skapast hefur í hjörtum þeirra sem næstir Laugu stóðu, verði fljótt fyllt og sorg þeirra mégi breytast í gleði með það í huga, að nú líður Laugu eins og við hefðum öll -kosið — henni líður vel. Árni Stefán Árnason Er sú fregn barst mér að Lauga frænka væri dáin, minntist ég ljúfra stunda hjá afa, ömmu og Laugu suður í Firði. Eftir langa ferð frá Ríjykjavik til Hafnarfjarðar í bíl, var með til- hlökkun horft út um bílgluggann á húsið þar sem afi, amma og Lauga bjuggu. Þarna hittist fjölskyldan, tekið var í spil, sungið og farið í skemmtilega leiki. Ef frí var í skól- anum daginn eftir fékk litla frænka oft að vera eftir og kúra undir hlýrri dúnsæng. Er morgunn heils- aði var Lauga, ásamt ömmu, með ijúkandi kakó og pönnukökur í eld- húsinu sem var byijunin á spenn- andi degi. Stundum var farið inn í herbergið hennar Laugu þar sem hún átti kistil með heillandi gripum fyrir stelpu á ungum aldri. Mátuð- um við perlur og nælur, settum lit á varirnar og lakk á neglurnar. Kjólaefnin í gluggunum við Strand- götu voru líka oft grandskoðuð og tók Lauga þátt í þeirri bamslegu hrifningu sem því fylgdi. Lauga frænka hafði einlægt hjarta sem ég minnist með hlýhug. Guð geymi góða sál. Bogga frænka Hún Lauga frænka er dáin. Ekki oftar munum við heyra glaðlegan hlátur hennar, finna hlýju og elsku sem frá henni streymdi, eða þá óbifanlegu trúfestu í garð fjölskyldu og vina, sem henni var í blóð borin. Ekki lengur. En minningar munu lifa. Sigurlaug Elísabet Gunnlaugs- dóttir, eða Lauga eins og við bróð- urböm hennar kölluðum hana jafn- an, var okkur kær. Lauga átti við vanheilsu að stríða allt sitt líf, þ. á m. skerta heyrn. Það leiddi tií þess að hún var ekki á venjubund- inn hátt þátttakandi í erli og amstri hins daglega lífs. Stóð að sumu leyti utan þess eða öllu heldur ofan við síbylju og glamur hversdagsins og mat þannig menn og málefni út frá eigin forsendum, en ekki eftir kokkabókum almannaróms. Hún fylgdist að sönnu vel með almenn- um fréttum og tíðindum; var raunar betur upplýst um þann gang mála en margur annar. Og aukinheldur var hún gjarnan miðlari upplýsinga um hag og líðan einstakra fyöl- skyldumeðlima. Og ævinlega voru hinar betri hliðar dregnar upp í frá- sögninni; leitað hinna jákvæðari þátta hvers máls. Hún Lauga talaði ekki né_ hugsaði illa til nokkurs manns. Átti ekkert illt til. Hið góða átti hjarta hennar og sál. Hún hafði hjarta bamsins, sem við öll leitum. Og æðraleysi og umburðarlyndi hugans. Vissulega átti hún sínar erfiðu stundir eins og við öll, en í minning- unni er hin fölskvalausa gleði, góð- semi og hlýja sem hún gaf meðvitað og ómeðvitað samferðamönnum sínum efst á baugi. Við minnumst öll Laugu frá fyrstu endurminningum aésku okk- ar hvers um sig. Það er og eðli- legt, þegar til þess er litið að börn- in voru hennar og hún þeirra. Hvernig hávær og sár barnsgrátur breyttist á örskotsstundu í værðar- legt hjal og síðan breitt bros þegar komið var í fangið til hennar Laugu var yndislegt að sjá og fylgjast með. Við hljótum að þakka af öllu hjarta fyrir mörgu góðu stundimar sem við áttum með Laugu frá barnsaldri fram á þennan dag. Og einnig fyrir bömin okkar sem ekki síður en við áttum hjá henni at- hvarf og ást. Lauga hefur kvatt þessa jarðvist. Og kveðjustundir era ævinlega sár- ar. En jafnframt gleðjumst við yfír endurfundum sem eiga sér stað á annarri ströndu. Hún Lauga er komin heim til Snjólaugar ömmu og Gunnlaugs afa okkar; heim til foreldra sinna. Við biðjum Guðs blessunar þeim sem eftir lifa, þá einkanlega bræðr- um Laugu, Stefáni föður okkar og Árna. Blessuð sé minning Laugu frænku. Og þakkir okkar, maka okkar og bama fyrir allt og allt. Guðmundur Árni, Snjólaug, Gunnlaugur, Finnur Torfí. Ásgeir, I dag er kvödd hinstu kveðju mágkona mín Sigurlaug Elísabet Gunnlaugsdóttir, sem andaðist fímmtudaginn 9. nóvember sl., en útför hennar fer fram í dag kl. 15.00 frá Hafnarfjarðarkirkju. Sigurlaug fæddist 4. mars 1929 í Hafnarfírði. Hún var dóttir þjón- anna Snjólaugar Guðrúnar Áma- dóttur, Bjömssonar, prófasts í Hafnarfírði, og Líneyjar Siguijóns- dóttur, og Gunnlaugs Stefánssonar kaupmanns, Sigurðssonar trésmiðs og Sólveigar Gunnlaugsdóttur. Þau hjón bjuggu lengst af á Austurgötu 25 í Hafnarfirði, en þau era bæði látin, Snjólaug í desember 1975 og Gunnlaugur í ágúst 1985. Sigurlaug var yngst 3ja barna þeirra hjóna. Bræður hennar eru Stefán og Árni. Einnig ólu þau upp frá unga aldri frænsu Snjólaugar, Siguijónu Jóhannesdóttur Sigur- jónssonar frá Laxamýri, en hún er látin. Sigurlaug naut alla tíð mikils ástríkis Ijölskyldu sinnar og stórs frændgarðs. Örlög Sigurlaugar voru slík, að hún átti við heilsuleysi að stríða sem barn og var raunar öryrki mestan hluta ævi sinnar. Eftir að móðir hennar andaðist dvaldist hún á heimili Árna bróður síns og svo á heimili okkar, en þegar hún þarfn- aðist sérstakrar hjúkrunar, sem við gátum ekki veitt henni, dvaldist hún á sjúkrahúsum meira’ og minna. Fyrir nokkra varð hún fyrir því óláni að slasast og eftir það má segja að hún hafi vart haft fótavist. Eftir atvikum var hún þó með allra hress- asta móti þegar kallið kom svo óvænt hinn 9. nóvember sl. Sigurlaug var búin mörgum fá- gætum kostum. Minni hennar var sérstakt og oft var gaman að ræða við hana um það sem liðið var. En það sem einkenndi hana öðra frem- ur var góðvild hennar, tryggð og hjartahlýja. Hún varðveitti alltaf bamið í hjarta sínu og börnin hænd- ust að henni. Mikill var fögnuðurinn hjá börnunum þegar hún kom í heimsókn. Fáa þekki ég, sem hafa verið börnum mínum og barnabörn- um betri. Þolinmæði hennar gagnvart börnunum og skyldurækni hennar voru með eindæmum. Annað var það í fari hennar sem var svo sér- stakt. Hún heyrðist aldrei hallmæla nokkram manni, mátti ekki heyra neitt slíkt. Hún var í eðli sínu mjög hlédræg og hún gerði ekki kröfur til annarra, en var alltaf þakklát fyrír það sem aðrir gerðu fyrir hana. Hún var svo bamslega sönn og hjartahrein. Nú er hennar líf lokið hér, en við geymum dýrmætar minningar um hana. Ég vil þakka henni fyrir allt það sem hún var mér og bömum mínum. Hún var okkur öllum mjög kær og hún kenndi okkur margt með við- móti sínu og hlýju og einhvem- veginn fór það alltaf svo að maður gleymdi amstri dagsins og leið bet- ur eftir að hafa verið í návist henn- ar. Þannig var Sigurlaug. Hlý, trygg og ástúðleg. Við eigum eftir að sakna hennar mikið. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim mörgu sem léttu henni erfiðar stundir í lífí hennar, hjúkrunarfólki og læknum, en þakklæti okkar bein- ist sérstaklega að Árna bróður hennar fyrir þá elsku, umhyggju- semi og ástúð, sem hann veitti henni alla tíð. Hann var henni einstakur bróðir. Ég kveð mágkonu mína Sigur- laugu Elísabetu Gunnlaugsdóttur með þakklæti og bið henni blessun- ar Guðs. Friður sé með henni. Margrét Guðmundsdóttir II E R n R J T’ T S s i \ i r. s - w i s i ; (.Ai.i, i:ir ■ \i:\v \oiik o t ■ t o i; i : it 7 • i > r. < • i; m u i ; it :< 60x80 cm. Veró kr. 3980.- INNRÖMMUN afsláttur af öllum plaggötum næstkomandi föstudag til sunnudags. Plaggatasýning um helgina frákl. 10.00-18.00. RAMMA MIÐSTOÐIN SIGTÚN 10 — SÍMI 25054 SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR OPIÐ TIL___________ KL. 18 Á LAUGARDÖGUM Robert Doisneau GOSSE AUX BAGUIIIFS 60x80 cm. Verd kr. 3980.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.