Morgunblaðið - 17.11.1989, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989
r
ENDURREISN ÞJOÐLEIKHUSSINS
BYGGINGARNEFND Þjóðleikhússins
ákvað samhljóða á fundi sínum í gær
hvaða breytingar verða gerðar á aðalsal
Þjóðleikhússins í þeirri endurreisn húss-
ins sem stendur fyrir dyrum, en fi-am-
kvæmdir heljast í febrúarlok næstkom-
andi og verður aðalsviði leikhússins lok-
að fram í desember á næsta ári. Fyrsta
sýning eftir endurbætur á sal og lagfær-
ingar verður jólin 1990. I fyrsta áfanga
endurreisnar Þjóðleikliússins er gert ráð
fyrir að ljúka endurbótum og breytingum
á öllu suðurhúsinu, þ.e. áhorfendasal,
göngum, anddyri og Þjóðleikhúskjallara,
en á lokunartíma aðalsviðs verður lokið
við salinn og 2. og 3. hæð. Alls er áætlað
að kostnaður við 1. áfanga verði liðlega
500 millj. kr. á verðlagi í sept. sl., en
áætlað er að sá hluti sem verður unninn
á næsta ári kosti um 350 millj. kr. á
verðlagi næsta árs. Aðalbreytingin er
hækkun á gólfi í aðalsal, en eM og neðri
svalir verða sameinaðar í einar svalir,
sem verða á milli efri og neðri svala eins
og þær eru nú. Viðbótarkostnaður vegna
breytinga á gólfi og svölum er innan við
15 miHjónir kr. Aðalkostnaðurinn er
vegna óhjákvæmilegra breytinga og við-
halds hússins. A kynningarfimdum með
starfsfólki leikhússins og Þjóðleikhúsráði
hefiir tillögum byggingamefiidar verið
tekið mjög vel að sögn Skúla Guðmunds-
sonar formanns byggingarnefiidar.
Teikningin sem Byggingamefiid Þjóðleikhússins hefúr ákveðið að vinna eftir frá embætti húsameistara ríkisins. Gengið
verður inn í aðalsal fremst niðri og úr Kristalssal uppi, en inn á svalir verður gengið frá Kristalssalarhæð og fremst inn
á svalimar eins og sjá má á teikningu.
„Betra leikhús - á grunni
verndunarsj ónarmiða“
„Við höfum skoðað marga kosti
til þess að bæta áhorfendasvæði
og aðstöðu fyrir gesti leikhúss-
ins,“ sagði Skúli Guðmundsson,
„en vegna verndunarsjónarmiða
völdum við þó ekki þá tillögu sem
leikhúsráðgjafi byggingamefnd-
arinnar taldi leiða til mestra end-
urbóta á salnum. Við reynum að
breyta útliti hússins að utan sem
innan sem allra minnst og munum
færa sumt í upprunalegt horf.
Þær breytingar sem hefur verið
ákveðið að gera byggjast allar á
því að gera húsið að betra leik-
húsi, bæði fyrir gesti og leikara.
Niðurstaðan er sú að aðalgólfið í
salnum verður hækkað" upp, mest
að aftan, þannig að gengið verður
inn í aðalsalinn bæði á fyrstu hæð
og einnig úr Kristalssal þar sem
- segir Skúli
Guðmundsson
formaður bygg-
ingarneftidar
hingað til hefur verið gengið inn
á neðri svalir. Neðri svalir verða
því fjarlægðar og efri svalir einn-
ig, en þessar svalir verða samein-
aðar í einar svalir yfir aðalgólfi
og verða staðsettar á svæðinu á
milli núverandi svala. Þessar
breytingar er m.a. nauðsynlegt
að gera vegna breytinga á leik-
sviði, hljómsveitargryfju og fleiri
atriða, en sjónlínur leikhúsgesta
Þjóðleikhúsið eins og það er í núverandi mynd með litlum halla
á aðalgólfi í sal og efri og neðri svölum.
á leiksvið munu gjörbreytast til
hins betra við þessar lagfæringar
og nálægð milli áhorfenda og leik-
ara verður mun meiri en nú er
og gefur möguleika á fjölbreyttari
sviðssetningum. Nýting á efri
svölum hefur verið mjög lítil og
þótt sætum fækki um liðlega 100
í salnum við breytingarnar þá er
ljóst að öll sætin verða mjög fram-
bærileg. Á efri svölum voru um
150 sæti.
Gengið verður. inn á svalirnar
frá Kristalssalarhæð. Loft í sal,
veggir, stólar og stúkur verða í
hefðbundnum stíl en sumt það
sem hefur verið breytt í tímans
rás verður fært í upprunalegt
horf og annað lagfært til hagræð-
is. Gangar á fyrstu hæð verða
færðir í upprunalegt horf að hluta
og mun það bæta aðstöðu fyrir
leikhúsgesti, m.a. vegna þess að
fatahengi verða fiutt.
Alls er kostnaður nú við 1.
áfanga áætlaður liðlega 500 millj.
kr., en það sem áætlað er að vinna
á þessu ári og því næsta mun
kosta um 350 millj. kr. á verðlagi
þess árs. Auk þess að Ijúka við
aðalsalinn á næsta ári og Kristals-
salarhæð og 3. hæðina verður
hafist handa við að byggja tækja-
klefa austan við húsið, neðanjarð-
ar. Lyfta fyrir leikhúsgesti verður
byggð í næstu lotu. Á lánsfjárlög-
um þessa árs eru 75 milljónir
króna og í fjárlagafrumvarpi
næsta árs eru 125 millj. kr., en
stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um
viðbótarflármagn til endurreisnar
Þjóðleikhússins á næsta ári.“
Skúli sagði í samtali við Morg-
unblaðið að mikil vinna hefði ver-
ið lögð í þennan þátt endurreisnar
Þjóðleikhússins og gott samráð
hefði verið haft við fulltrúa leik-
ara og starfsfólks hússins og Þjóð-
leikhúsráð, enda hefði mikill
stuðningur komið fram við áform
byggingamefndar þegar niður-
stöður lágu fyrir.
Grunnmynd af aðalsal Þjóðleikhússins eins og hann verður eftir endurreisnina á næsta ári, en
fremst verður möguleiki á að stækka leiksviðið við ákveðnar sviðssetningar og með tilkomu nýrr-
ar hljómsveitargryfju. Gengið er til sæta um stiga meðfram veggjum fremst og aftast í salnum.
Lyfta verður byggð á stigagangi austan megin í húsinu, snyrtingum breytt og Kristalssalur lagfærð-
ur. Gengið verður inn á svalir um stiga í hliðargangi Kristalssalar.
Gengið verður inn á hinar nýju svalir t sal Þjóðleikhússins eins
og myndin sýnir, frá báðum hliðum, en rými fyrir aftan núver-
andi efri svalir verður lokað af og gert að samlestrarsal eða litlu
leiksviði eftir ástæðum.