Morgunblaðið - 17.11.1989, Side 25
MORGUNBLAÍÐIÐ FÖSUUÐAGUR :1>! NÓVEMBERt 19R9
n 25
;smanna:
réttinda lykil-
fækka skipum
Ný fiskveiðistefna
Á vegum sjávarútvegsráðuneytis-
ins hefur verið unnið að undirbún-
■ ingi lagasetningar um stjórnun fisk-
veiða, er taki við af þeim lögum, sem
falla úr gildi í árslok 1990. Mikil-
vægt er, að ný löggjöf verði sam-
þykkt áður en Alþingi verður slitið
næsta vor, svo nauðsynlegur fyrir-
vari fáist, áður en ný lög taka gildi.
Þau frumvarpsdrög sem nú liggja
fyrir og við þurfum að taka afstöðu
til á þessum fundi, fela í sér eftirfar-
andi meginatriði:
1. Lögin verði ótímabundin.
Kristján Ragnarsson
2. Veiðunum verði stjórnað með
aflamarki á hvert skip og sóknar-
mark fellt niður.
3. Framsal veiðiréttinda verði
fijálst bæði innan árs og varanlega.
4. Hvert skip fái eitt veiðileyfi,
er innihaldi hlutfallsleg veiðiréttindi
af hverri fisktegund, sem skipinu
leyfist að veiða.
5. Sambærileg ákvæði verði sett
fyrir báta undir 10 rúml. og gilda
fyrir stærri báta.
6. Undanþága um línuveiðar verði
felld niður.
Allt eru þetta ákvæði, sem horfa
til bóta frá núverandi lögum um
stjórnun fiskveiða. Munu þau auð-
Velda mönnum að ná því markmiði
að gera veiðarnar arðbærari. Megin-
atriði í því efni, er að veiðistjórnunin
geri það mögulegt, að ákvörðun um
heildarafla raskist ekki og hún stuðli
að því, að veiðiheimildir verði færðar
saman á færri skip. Núgildandi
ákvæði um sóknarmark hafa aldrei
stuðlað að þessu og er því lagt til
að sóknarmarkið verði fellt niður.
Jafnhliða er lagt til, að þau skip, sem
hafa lægra aflamark, en meðaltal
innan núgildandi sóknarmarks-
flokka, fái bætur, er nemi ákveðnum
hundraðshluta af þeim mismun, sem
er á milli aflamarks skipsins og
meðaltalsafla viðkomandi útgerða-
flokks. Þetta er unnt að gera, án
þess að skerða aflamörk þeirra, sem
eru yfir meðaltali, vegna þess afla
sem sóknarmarksskip hafa veitt
umfram eigin aflamörk. Hver þessi
hundraðshluti verður, ræðst af því
hvaða vilji er fyrir hendi til þess að
jafna aflamörkin hjá þeim, sem
minnst hafa.
Ftjálst framsal veiðiréttinda er
lykilatriði til þess að hægt sé að
fækka skipum. Það mun stuðla að
betri nýtingu fjármagns í útgerð og
fækka þeim dögum, sem skip eru
bundin aðgerðarlaus í höfn. Engin
önnur leið getur stuðlað að þessu
markmiði. Með ftjálsum samningum
milli manna, þar sem engum þving-
unum er beitt, er unnt að ná umtals-
verðum árangri.
Eftir að tiltrú manna jókst á
áframhald fiskveiðistjórnunar með
aflamarki, hafa umtalsverð aflarétt-
indi verið færð saman, og nær 40
skipum hefur þegar verið eytt.
Það hefur ekki farið fram hjá
okkur sú umræða manna, sem aðal-
lega tengjast Háskólanum og Seðla-
bankanum hvernig eigi að stjórna
fiskveiðunum. Hafa þeir haft það ráð
helst að íþyngja veiðunum með sérs-
takri skattlagningu á veiðileyfi eða
með uppboði á þeim. Þessir aðilar
láta sig engu varða slæma afkomu
veiðanna eða þau áhrif sem slík
gjaldtaka hefði á landsbyggðina.
Þó sumir eigi auðvelt með að slá
lyki í augu fólks, eins og í þessu
máli, þar sem einni atvinnugrein er
ætlað að létta skattbyrði annarrar,
hefur það ekki hrifið. Enginn stjórn-
málaflokkur hefur tekið undir þessar
hugmyndir og því ber að fagna.
Hugmyndir um að binda aflaheim-
ildir við byggðalög, hafa komið fram,
en þær myndu virka sem hindrun á
eðlilega þróun atvinnulífsins. Útilok-
að er að ákveða nú, að útgerð skuli
í náinni framtíð stunduð með sama
hætti og í dag og skip megi ekki
flytja milli byggðarlaga.
Erfitt er að átta sig á því, hvað
geti valdið þeirri afstöðu samtaka
yfirmanna á fiskiskipaflotanum, sem
fram kom á nýafstöðnu þingi þeirra,
að vera andvígir sameiningu veiði-
heimilda eða skiptum á veiðiheimild-
um. Þær verður þó að telja mikil-
vægasta kostinn við stjórnunarleið
með aflamarki. Ekki verður lengur
dregið að 'samræma veiðiheimildir
báta undir 10 rúmlestum veiðiheim-
ildum stærri báta. Ekkert eitt atriði
hefur gengið svo augljóslega gegn
tilgangi þeirrar veiðistjórnunar, sem
við höfum búið við undanfarin ár,
og ákvæðin um smábátana. Yfirlýst-
ur tilgangur með veiðistjórnun er,
auk verndunar fiskistofna, að fækka
skipum og auka virkni þeirra, sem
eftir verða. Á sama tíma fjölgar
smábátum um mörg hundruð, og
afli þeirra eykst stöðugt á kostnað
hinna stærri báta eða úr 12.000 lest-
um'í upphafi kvótakerfís í 42.000
lestir á síðasta ári.
Á sama tíma og Fiskveiðasjóður
íslands neitar að lána til smíði báta
undir 10 rúml. beitir ríkisstjórnin sér
fyrir 250 milljón króna lánveitingum
til þeirra, sem keypt hafa ný. skip
undir 10 rúm. á sl. tveimur árum.
Það verður að telja lítið samræmi
milli yfirlýstrar stefnu stjórnvalda
og athöfnum þeirra, þegar að málum
er staðið með þessum hætti.
Gert er ráð fyrir að fella niður
undanþágu um að hálfur afli veiddur
á línu í nóvember, desember, janúar
og febrúar verði utan kvóta. Fullar
bætur reiknist þeim sem þessar veið-
ar hafa stundað undanfarin 3 ár.
Allar undanþágur þarf að fella niður
ef unnt á að vera að gefa hverju
skipi hlutfallstölu af heildarafla
hverrar fisktegundar.
Oll umræða um fiskveiðistjórnun
hefur tekið mið af því, hvað unnt
sé að gera til að auka arðsemi fisk-
veiðanna. Ekki væri úr vegi að velta
fyrir sér, hvort æskilegt sé að fækka
fiskvinnslustöðvum og auka með því
arðsemi vinnslunnar. Eitthvað ætti
að vera unnt að gera til að bæta
rekstur 16 frystihúsa, sem skila
engu upp í fjármagnskostnað þegar
13 frystihús hafa milli 10—20%
verga hlutdeild upp í fjármagns-
kostnað. Með sama hætti má nefna,
að 19 fyrirtæki í saltfiskframleiðslu
skila engri hlutdeild upp í fjármagns-
kostnað, þegar 12 fyrirtæki skila
yfir 20% á árinu 1988. Eðlilegt er
ennfremur að velta fyrir sér, til hvers
sé barist til hagræðingar og sparnað-
ar, þegar rikisvaldið hrifsar til sín
allan ávinning í atvinnulífinu og af
hinu vinnandi fólki með hækkuðum
sköttum ár frá ári til þess að standa
undir kostnaði við fjölgun ríkis-
starfsmanna um mörg hundruð á
hveiju ári.
Tillögur um hámarksafla
Nú liggja fyrir tillögur fiskifræð-
inga um æskilega sókn í fiskistofn-
ana á næsta ári. Kveður þar mest
að hugmyndum um verulega minnk-
un þorsk- og grálúðúafla. Þrátt fyr-
ir að nær útilokað sé af fjárhagsá-
stæðum að fallast á þessar tillögur,
er nauðsynlegt, að taka tillit til
þeirra, þegar litið er til framtíðar.
Talið er að þorskárgangar frá árun-
um 1983 og 1984 séu vel yfir meðal-
stærð, árgangurinn frá 1985 sé rétt
undir meðalstærð, en árgangarnir
frá 1986, 1987 og 1988 og jafnvel
1989 séu ekki nema helmingur af
meðalstærð. Reynist þetta rétt, þeg-
ar árgangarnir kóma inn í veiðina
4ra ára gamlir, er vá fyrir dyrum.
Við verðum því að jafna þá lægð,
sem myndast með þessum slöku ár-
göngum, með því að dreifa veiðinni
úr hagstæðu árgöngunum yfir lengri
tíma. Þetta gerum við ekki nema
með því að draga úr sókn og minnka
veiðina. Jafnframt vinnst það, að
dregið er úr veiði smáfisks, og fisk-
urinn fær tækifæri til þess að vaxa
og gefa af sér meiri verðmæti. Við
skulum vera minnug þess, hvað hef-
ur gerst beggja megin við okkur hér
á Norður-Atlantshafi, og láta þau
víti verða okkur til varnaðar. Verður
að telja, að sjávarútvegsráðherra
hafi tekið skynsamlega afstöðu, þeg-
ar hann ákvað, hvað leyft verði að
veiða á næsta ári.
Loðnuveiðar
Loðnuveiðar hafa gengið illa það
sem af er þessari vertíð, en vonandi
rætist úr fljótlega, því hagsmunir
þeirra, sem hafa nær engin önnur
veiðiréttindi eru miklir, og þjóð-
hagslegur skaði verður mikill, ef
þessar veiðar bregðast nú.
Sala á saltsíld
Sala á saltsíld til Sovétríkjanna
hefur dregist meira en nokkru sinni
fyrr og er óvissa um þessi viðskipti
óþolandi. Verði ekki af þessum við-
skiptum nú hljótum við að endur-
meta viðskipti okkar við Sovétmenn
að öðru leyti, og þá sérstaklega varð-
andi olíukaup. Þrátt fyrir að við-
skiptajöfnuður sé þeim mjög í hag,
og í rammasamningi milli þjóðanna
sé gert ráð fyrir þessum viðskiptum
og fyrir liggi verðsamanburður við
saltsíld til Svíþjóðar og Finnlands,
kemur allt fyrir ekki.
Það vekur furðu og hneykslun
okkar, að viðskiptaráðherra skuli
hafa undirritað samninga sl. þriðju-
dag um kaup á olíuvörum frá Sov-
étríkjunum, án þess að tengja þau
kaup við síldarsölu.
Beðið er eftir staðfestingu á
samningi, sem gerður var 4. nóvem-
ber sl. um sölu á 150.000 tunnum
af saltsíld fyrir sama verð og á sl.
ári. Samningur þessi er að verð-
mæti um 16 milljónir dollara og er
mikilvægasti þáttur útflutnings okk-
ar til Sovétríkjanna. Á sama tíma
er samið um olíukaup á næsta ári
fyrir 57 milljónir dollara, sem út-
gerðin greiðir að stærstum hluta.
Það er leitt til þess að vita, að
ráherrann skuli ekki átta sig á, að
síldarsöltunin er burðarás í tekjuöfl-
un bátaflotans, bátasjómanna og
fólksins í byggðarlögunum þar sem
síldin er söltuð.
Viðskiptaráðherra, sem taldi að
olíukaupin tryggðu að síldarsamn-
ingurinn yrði samþykktur, ætti að
drífa sig strax í dag til Moskvu, því
engan tíma má missa, og sækja svar-
ið við síldarsamningnum.
Evrópubandalagið
Málefni Evrópubandalagsins hafa
verið mikið til umræðu að undanf-
örnu vegna breytinga, sem fyrir-
hugaðar eru, þegar innri markaði
bandalagsins verður komið á fót á
árinu 1992.
Viðskipti okkar við bandalagsríkin
hafa farið vaxandi á undanförnum
árum. Fer nú 63% af vöruútflutningi
til þeirra og allt að 90% af sumum
flokkum sjávarafurða. Miklu máli
skiptir, að við getum náð viðunandi
samningum við bandalagið um mál-
efni okkar. Með samningum, sem
gerðir voru 1972, var samið um
fríverslun með iðnaðarvörur. Jafn-
hliða þeim samningum var samið
um tollaívilnanir á sjávarvörum, serh
tóku gildi 1976, þegar sættir tókust
um útfærslu landhelginnar.
Þessi samningur hefur skipt okk-
ur miklu máli, og var okkur hag-
stæður, þegar hann var gerður fyrir
17 árum. Suður-Evrópuríkin Spánn,
Portúgal og Grikkland, sem kaupa
mest af okkar saltfiski, gengu í
bandalagið, eftir að þessi samningur
var gerður. Mikilvægt er að ná við-
bótarsamningi, þar sem tekið er til-
lit til þeirra breytinga, sem orðið
hafa hin síðari ár. Á síðasta ári
munum við hafa greitt um 1.1 millj-
arð króna í tolla til bandalagsríkj-
anna. Ef bókun 6 væri ekki til stað-
ar, hefðu tollagreiðslumar numið um
4 milljörðum króna.
Þau viðhorf hafa komið fram, að
við eigum að óska eftir inngöngu í
bandalagið, eða tengjast því föstum
böndum. Ekkert bendir til þess að
bandalagið samþykki inngöngu
þjóða, nema þær undirgangist þær
skuldbindingar, er felast í grundvall-
arsáttmála bandalagsins,- Smáþjóð
eins og við getur aldrei fallist á þær
skuldbindingar. Því eigum við að
nýta velvilja leiðtoga stærstu banda-
lagsþjóðanna til þess að fá ftjálsan
aðgang með sjávarvörur að hinum
nýja sameinaða markaði. Það hlýtur
að gerast í tvíhliða viðræðum, en
ekki í samfloti með EFTA-ríkjum.
Verðmyndun á olíu
Ég hef oft gert það að umtals-
efni,.að æskilegt sé að afnema af-
skipti Verðlagsstofnunar af olíuverði
og hafa olíuverð fijálst, enda þótt
stór hluti olíunnar sé keyptur frá
Sovétríkjunum. í raun virkar ákvörð-
un Verðlagsstofnunar sem lág-
marksverð, þótt því sé ætlað að vera
hámarksverð. Ekki hefur verið hægt
að fá olíu á iægra verði, þegar um
stór viðskipti er að ræða og ekki
gegn staðgreiðslu.
Nú bregður svo við, þegar græn-
lensk skip koma til landsins og um-
skipa hér afla, þá stendur þeim til
boða verulegur afsláttur frá því
verði, sem Verðlagsstofnun hefur
talið olíufélögin þurfa að fá. Þá er
til staðar samkeppni og olía er seld
til þeirra á mun lægra verði en til
okkar. Þetta er gert, þrátt fyrir að
olía sé verðjöfnuð í landinu og einn-
ig er jöfnunarsjóður milli einstakra
farma. Miðað við fyrri ákvarðanir
Verðlagsstofnunar mun olíuverð til
okkar hækka vegna afsláttar, serii
olíufélögin veita Grænlendingum.
Samtals munu grænlensk skip hafa
keypt hér á landi 16 milljónir lítra
á sl. ári. Virðist nú kominn tími til,
að verðlagsmál á olíu verði tekin til
endurskoðunar hið fyrsta.
Kj arasamningar
Undanfarin þijú ár hefur ríkt
gott samstarf milli samtaka okkar
og samtaka sjómanna um kjaramál.
Það vekur því nokkra furðu, þegar
forystumaður yfirmanna á fiskiskip-
um lýsir því í fjölmiðlum, að helst
þurfi að ákveða nú, hvenær til verk-
falls skuli koma á næsta ári, og
hvenær sé hægt að valda sem mest-
um skaða með verkfalli. Viðhorf af
þessu tagi hafa sem betur fer ekki
ráðið samskiptum sjómanna og út-
vegsmanna hin síðari ár. Þessir aðil-
ar eiga það sameiginlegt að verða
að búa við það, sem sjórinn gefur.
Það bætir ekki stöðu útgerðarinnar
til að gera betur við sjómenn, þegar
aflaheimildir minnka. Við skulum
því sameiginlega leitast við að gera
okkur meira verðmæti úr þeim afla,
sem á land berst. Það eru þau einu
verðmæti, sem geta komið í stað
skertra veiðiheimilda. Ýmislegt
bendir til þess að framboð af fiski
fari minnkandi af norðurslóðum
vegna ofveiði nágrannaþjóðanna.
Við ættum að geta bætt okkur afla-
missinn að einhveiju leyti með
hækkandi fiskverði.
Vandi skipasmíðastöðva
Mikii og vaxandi umræða hefur
átt sér stað að undanförnu um vanda
innlendra skipasmíðastöðva. Engin
eftirspurn er nú eftir nýsmíði skipa
og þörf fyrir meiriháttar endurbætur
ræðst af afkomu útgerðar. Alltaf
verður til staðar þörf fyrir viðgerðir
á fiskiskipaflotanum, sem að mestu
verða framkvæmdar innanlands. Að
þessum aðstæðum verður skip-
asmíðaiðnaðurinn að laga sig og
freista þess að vera samkeppnisfær
við erlenda aðila.
Hugmyndir ráðherra Hagstofunn-
ar um að banna eigi útvegsmönnum
að láta gera við skip eða smíða skip
erlendis eru svo hvatvísleg og ósann-
gjörn, að furðu vekur. Að hans mati
á að útiloka samkeppni um þennan
stóra þátt í rekstri útgerðar. Þessar
hugmyndir eru afturhvarf til
skömmtunar og einangrunar, sem
gengur þvert á ríkjandi viðhorf tii
aukins fijálsræðisí viðskiptum. Það
virðist, sem betur fer, ekki ástæða
til að óttast þessi viðhorf, því þau
takmarkast við hann einan.
Nýr einkabanki
Við höfum oft gagnrýnt, hve
bankakerfið er dýrt og samkeppni
takmörkuð. Nú hyllir undir veruleg-
ar breytingar með sameiningu
banka, sem á að valda verulegum
sparnaði og aukinni samkeppni, þar
sem nýr sterkur einkabanki verður
jafnoki ríkisbanka.
Ég kemst þó ekki hjá að lýsa
vonbrigðum með að sjávarútvegur-
inn skuli ekki hafa sýnt meiri reism
en raun ber vitni í þessari æskilegu
þróun. Harma ber að hann skuli
ekki hafa verið þátttakandi með
öðrum atvinnuvegum í þessu starfi,
sem vafalaust skýrist af bágum Ijár-
hag.
Erfiðleikar
landsbyggðarinnar
Fari menn um landið og kynni sér
atvinnulífið í hinum ýmsu sjávar-
þorpum, hljóta þeir að sjá, að byggð-
in á í vök að veijast. Þrátt fyrini
öflugt en einhæft atvinnulíf fækkar
fólkinu, og það flytur til Stór-
Reykjavíkursvæðisins. Atvinnulíf
margra þessara byggðarlaga er bo-
rið uppi af erlendum starfskröftum
á sama tíma og talað er um vaxandi
atvinnuleysi á Suðvesturlandi.
Lífshættir okkar virðast komnir all
langt frá því atvinnulífi, sem við
byggjum tilveru okkar á. Hyrfi sá
erlendi starfskraftur af landi brott,
sem nú er uppistaðan i fjölmörgum
frystihúsum úti um land, myndi at-
vinnulífið stöðvast, og þeir, sem-eft-
ir eru, hrökklast á brott.
Ekki verður undan því vikist að
taka afstöðu til þessara mála.
Hvernig getum við tryggt fókinu
landsbyggðinni betri aðstöðu, svo’
það sætti sig við búsetu þar? Eitt
brýnasta verkefnið er bættar sam-
göngur, þar sem einangrun langra
vetrarmánaða er rofin. Þá gefst
einnig tækifæri til aflamiðlunar milli
byggðarlaga.
LÍÚ 50 ára
Á þessu ári eru 50 ár liðin frá
stofnun LIÚ Á þeim árum, sem liðin
eru frá upphafi síðari heimsstyijald-
ar hafa miklar breytingar átt sér
stað í þjóðfélaginu. Mestar hafa
framfarirnar tengst sjávarútvegin-
um, enda hefur hann verið burðarás-
inn í þeirri velferð, sem við íslending-
ar höfum búið við undanfarna ára-
tugi.
Hér verður ekki lagður dómur á
það, hvaða þátt samtök útvegs-
manna hafa átt í þessari þróun. Það
er þó von okkar, að starf samtak-
anna verði ekki metið þannig, að
þau séu þröng sérhagsmunasamtök
með stundarhagsmuni, heldur ábyrg
samtök, sem hafa látið þjóðarhags-
muni sitja í fyrirrúmi.
Stjórn LÍÚ ákvað að minnast
þessara tímamóta með því að tengja
saman fortíð og nútíð með gerð
heimildarkvikmyndar um þróun
sjávarútvegs frá upphafi til okkar
daga. Ennfremur með fjárstyrkjum
til safna er halda til haga gömlum
sjóminjum.
Ég færi samstarfsmönnum
mínum í stjórn LÍÚ þakkir fyrir
ánægjulegt samstarf, starfsliði sam-
takanna færi ég þakkir fyrir vel
unnin störf og segi þennan 50. aðal
fund LIÚ settan.