Morgunblaðið - 17.11.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ BÖSTUDAG.UR 17., N.ÓVBM3JER 1989 .
• •
Okumaður
tali við
lögreg’lu
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavik óskar eftir að
ná tali af ökumanni lítils rauðs
fólksbíls sme ók á sex ára stúlku
á mótum Fjallkonuvegar og
Hverafoldar á miðvikudag.
Ökumaðui'inn, karlmaður, nam
staðar og ræddi við barnið. Komið
er í ljós að meiðsli þess eru meiri
en talið var í fyrstu. Lögreglan bið-
gr ökumann þennan að hafa við sig
samband.
Ekið á barn
FJÖGURRA ára stúlka varð fyrir
bíl á Skólavörðustíg laust fyrir
hádegi í gær. Hún skarst nokkuð
og meiddist en ekki alvarlega,
að talið var.
Stúlkan var á leið vestur yfir
götuna skammt frá mótum Skóla-
vörðustígs og Baldursgötu. Hún
gekk út á götuna milli tveggja kyrr-
stæðra bíla og í veg fyrir fólksbíl
á leið niður Skólavörðustíg.
Samvinnufyrirtæki um hefð-
bundinn útflutning ástæðulaus
- segir Carol Xueref, starfsmaður
Alþjóða verslunarráðsins
„ÉG sé ekki nauðsyn þess fyrir íslendinga að fara mikið út í sam-
vinnufyrirtæki (joint ventures) með Sovétmönnum nema ætlunin sé
að gera útflutning þangað fjölbreyttari og víðfeðmari en nú er,“
segir, Carol Xueref, starfsmaður Alþjóða verslunarráðsins sem flutti
erindi á morgunverðarfúndi Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins
á Hótel Sögu í gær. Hún sagðist halda að það kæmi sér ágætlega
fyrir Islendinga að viðskiptin væru á þvi formi sem nú er, að sov-
éska sjávarútvegsráðuneytið sæi um fiskkaup, meðan útflutningur
okkar væri fábreyttur. Þá ætti að vera auðvelt að nýta þau sambönd
sem skapast hefðu.
Xueref sagði þó að til lengri tíma
litið hlyti að vera æskilegt fyrir
íslendinga að reyna fyrir sér á fleiri
sviðum og gat hún viðleitni Japana
til að mynda samvinnufyrirtæki
með Sovétmönnum í fiskvinnslu.
Samvinna af slíku tagi væri ákjós-
anleg að því leyti að framlag er-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Carol Xueref í ræðustóli á fúndi Landsnefndar Alþjóða verslunarráðs-
ins í gær. með henni á myndinni er Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskipafélags Islands, sem stýrði fúndinum.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 16. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 77,00 62,00 70,97 7,877 559.074
Þorskur(óst) 74,00 44,00 64,86 2,326 150.854
Ýsa 100,00 40,00 88,75 3,222 285.938
Ýsa(ósl.) 104,00 56,00 83,85 4,762 399.302
Steinbítur 47,00 46,00 46,92 0,494 23.176
Karfi 25,00 25,00 25,00 0,058 1.450
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,108 1.613
Langa 41,00 41,00 41,00 0,166 6.805
Lúða 300,00 100,00 171,90 0,490 84.230
Keila 19,00 19,00 19,00 0,562 10.678
Keila(ósL) 19,00 19,00 19,00 0,213 4.047
Samtals 74,43 20,738 1.543.487
í dag verða meðal annars seld um 50 tonn úr bátum, aðallega
af þorski og ýsu, en einnig steinbít og fleiri tegundum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 93,00 47,00 75,42 8,926 673.208
Ýsa 111,00 75,00 94,76 3,280 310.829
Ýsa(ósl.) 85,00 70,00 78,75 6,285 494.975
Steinbítur 53,00 50,00 50,50 0,191 9.646
Karfi 35,00 35,00 35,00 0,644 22.540
Langa 15,00 15,00 15,00 0,022 330
Lúða 465,00 150,00 218,33 0,255 55.675
Keila 12,00 12,00 12,00 0,178 2.'136
Lýsa 15,00 15,00 15,00 0,204 3.060
Samtals 75,70 21,257 1.609.050
I dag verður selt úr línu- og netabátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 92,00 30,00 75,31 17,159 1.292.307
Ýsa 90,00 65,00 80,18 16,090 1.290.016
Karfi 35,00 23,00 34,91 8,169 285.194
Ufsi 30,00 20,00 26,72 1,785 47.679
Steinbítur 50,00 48,00 48,47 0,203 9.840
Hlýri 52,00 52,00 52,00 0,043 2.236
Langa 46,00 15,00 43,78 1,118 48.945
Blálanga 37,00 37,00 37,00 0,560 20.720
Lúða 400,00 200,00 283,01 0,188 53.205
Sólkoli 58,00 58,00 58,00 0,081 4.698
Keila 18,50 10,00 17,73 2,200 39.000
Skötuselur 110,00 110,00 110,00 0,145 15.949
Lax 200,00 200,00 200,00 0,057 11.400
Samtals 64,85 48,228 3.127.639
Selt var meða annars úr Ólafi GK, Happasæli KE, Auði RE og
Eyararröst HF I dag verða meðal annars seld 30 tonn af linu-
og netaþorski og 25 tonn af línuýsu.
lenda aðilans fælist í þekkingu en
ekki fjármagni og áhættan því ekki
mikil.
Xueref sagði að þótt Sovétmenn
hefðu fyrir tveimur árum látið í
veðri vaka að stefnt yrði að frjálsum
utanríkisviðskiptum hefði mikil-
vægi mótkaupa eða vöruskipta ekki
dvínað. Hún sagðist ekki sjá að
þetta myndi breytast um sinn.
Fyrirlestur Xueref á morgun-
verðarfundi Landsnefndar Alþjóða
verslunarráðsins nefndist Opnast
viðskiptin við Sovétríkin? Hún rakti
erfiðleika sem eru á framkvæmd
perestrojkunnar. Mikilvægustu
skrefin sem stíga þyrfti væru að
gera rúbluna gjaldgenga í alþjóða-
viðskiptum, fella um leið gengi
hennar tífalt a.m.k, og umbylta
verðmyndunarkerfinu. Xueref sagði
að upp á síðkastið væru Sovétmenn
farnir að tala um að ekki yrði unnt
að grípa til þessara aðgerða fyrir
en um næstu aldamót vegna þess
hve róttækar þær eru.
Xueref er sérfræðingur í stofnun
samvinnufyrirtækja sovéskra og
erlendra aðila en þau eru helsta
leið erlendra fyrirtækja til fjárfest-
inga í Sovétríkjunum. Hún sagði
að nú hefðu verið stofnuð 1000 slík,
einkum með aðild Finna og Vestur-
Þjóðveija, en einungis 40 eða 50
störfuðu að gagni. Vandamálið
væri að korna hagnaðinum úr landi
á meðan rúblan er ekki gjaldgeng.
Suðurland:
Ráðstefna um almenn-
irigsíþróttir á Hótel Örk
Selfossi.
BETRI heilsa, betra líf, er yfirskrift ráðstefnu Héraðssambandsins
Skarphéðins sem fram fer á HÓtel Örk laugardaginn 18. nóvember og
hefst klukkan 14.00.
A ráðstefnunni verða flutt sex
erindi. Eru íþróttir heilbrigðismál
nefnist erindi Þráins Hafsteinssonar
framkvæmdastjóra íþróttámiðstöðv-
ar íslands. Jóhann Heiðar Jóhanns-
son læknir flytur erindi er nefnist
Almenningsíþróttir frá sjónarhóli
leikmanns og læknis. Almenningsi-
þróttir með augum fatlaðra nefnist
erindi Eddu Bergmann. Hjörtur Þór-
arinsson framkvæmdastjóri Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga flytur er-
indi um hlut sveitarfélaganna í al-
menningsíþróttum. Sigurður Þor-
steinsson frajnkvæmdastjóri Ung-
mennafélags íslands ræðir hlut fé-
laganna í almenningsíþróttum og
formaður trimmnefndar íþróttasam-
bands íslands, Ástbjörg Gunnars-
dóttir, flytur ávarp.
Að loknum framsöguerindum
verða þessi málefni rædd í umræðu-
hópum og ráðstefnunni lýkur klukk-
27 .
■ TENTETT FÍH heldur hljóm-
leika í Heita pottinum í Duus-
húsi, sunnudaginn 19. nóvember
kl. 21.30. Tentettin skipa: Sigurð-
ur Flosason og Stefán Stefánsson
á saxófónA Sæbjörn Jónsson, á
trompet, Össur Geirsson, á bá- .
súnu, Björn Thoroddsen, á gítar, *
Bjarni Sveinbjörnsson, á bassa,
Kjartan Valdimarsson, á hjjóm-
borð og þeir Gunnlaugur Briem,
Martin van der Valk og Reynir
Sigurðsson á slagverk.
Séra Sigurður
Ægisson
■ BOLUNGARVIK-
Fundur kjörmanna sóknarnefhd-
ar Hólssóknar samþykkti einróma
á fundi sínum,
6. nóvember
síðastliðinn, að
veita séra Sig-
urði Ægissyni
embætti sóknar-
prests í Bolung-
arvík. Séra Jón
Ragnarsson,
sem þjónað hefur
Bolungarvíkur-
prestakalli um sex ára skeið, lét
af því embætti fyrir stuttu þar sem
hann tók við nýju starfi á biskups-
stofu. Sigurður, sem var eini um-
sækjandinn um embættið, fæddist
21. september 1958. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1978 og guðfræðiprófi
frá Háskóla íslands 1985. Hann
var vígður til prests það sama ár
og hefur frá þeim tíma þjónað
Djúpavogsprestakalli í Aust- i
fjarðaprófastsdæmi. Foreldrar Sig-
urðar eru þau Kristján Ægir Jóns-
son og Þóra Frímannsdóttir.
Hann er kvæntur Sigurbjörgu
Ingvadóttur og eiga þau 3 börn.
- Gunnar.
■ INGUNN Eydal opnar á morg-
un sýningu á grafíkverkum í vinnu-
stofu sinni Vogaseli 9. Ingunn hef-
ur haldið fjórar einkasýningar og
tekið þátt í um 90 samsýningum
víða um heim. Sýningin er opin *
daglega frá kl. 16-20. Henni lýkur
3. desember.
Eitt af verkum Ingunnar.
■ MENNTAMÁLAJtÁÐHERRA
hefur ákveðið að skipa nefnd um
barnamenningu í því skyni að efla
þátt lista og menningarstarfsemi í
lífi yngstu kynslóðarinnar. Hlutverk
nefndarinnar eru að gera tillögur
um hvernig megi auka tengsl barna
við menningarstofnanir og kanna
hvaða leiðir séu færar til að nota
listina í auknum mæli í almennri
kennslu og gera tillögur um aukna
kennslu í listgreinum miðað við
lengdan skóladag. Óskað hefur ver-
ið eftir tilnefningum frá Kennara?
háskóla íslands, Bandalagi
íslenskra listamanna, Fóstru-
félaginu, Kennarasambandi Is-
lands og Ríkisútvarpinu. Mennta-
málaráðherra skipar formann
nefndarinnar.
■ SOVÉSK bókasýning verður
opnuð í húsakynnum MIR,
Vatnsstíg 10, í dag kl. 18. Á sýning-
unni eru um 500 bækur sem sovésk
bókaforlög hafa gefið út undanfarin
misseri. Einnig verða á sýningunni
nokkrar eftirprentanir rússneskra
helgimynda og hljómplötur. Þá eru
einnig bækur íslenskra höfunda
sem gefnar hafa verið út á ýmsum
tungumálum í Sovétríkjunum. Með-
al viðstaddra verða þrír sovéskir
kvikmyndagerðarmenn sem hingað
eru komnir í tilefni kvikmyndaviku
í Regnboganum. Þeir eru Eldar
Rjazanov, leikstjóri, Leoníd Fil-
atov, leikari og Konovalov, fulltrúi
Sovexportfilm.