Morgunblaðið - 17.11.1989, Side 32

Morgunblaðið - 17.11.1989, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989 32 CESSZaiDI mi„. KRAFTUR OG TÆKHI pÍetter I TIL SJÓS OGIANDS LISTER PETTER díselvélarnar eru hannaðar og framleiddar til að mæta mismunandi kröfum um kraft og tæknilega uppbyggingu. Þú getur treyst á að LISTER PETTER skilar hlutverki sínu hvort sem er til sjós eða lands. Taktu ekki áhættu JL flkfl LJ - veldu LISTER PETTER. Vd-AOAl PlBM Cl.r". ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Áskriftarsíminn er 83033 GústafA. marsson - Fæddur 17. febrúar 1912 Dáinn 7. nóvember 1989 Að morgni 7. nóvember lést tengdafaðir minn Gústaf A. Valdi- marsson eftir stutta sjúkdómslegu. Gústi fæddist á Vitastíg 14 í Reykjavík, sonur hjónanna Valdi- mars Loftssonar rakarameistara í Reykjavík og Ólafíu Magnúsdóttur. Hann var þriðji í röðinni af fjórum börnum þeirra hjóna og er nú að- eins yngsti bróðirinn, Lúðvík, eftir- lifandi. Af Vitastígnum flutti Gústi að Laugavegi 65 þar sem hann bjó lengst af með fjölskyldu sinni og rak hann einnig þar rakarastofu ásamt föður sínum og tveimur bræðrum. Árið 1938 giftist Gústi Helgu Sigrúnu Zoega, eignuðust þau 3 börn, Reyni, Svölu og Helgu, en áður átti Gústi eina dóttur, Sig- urbjörtu. Þó að Gústi væri borgar- barn var hann mikill náttúruunn- andi. Hann hafði alla tíð mikið yndi af ferðalögum bæði innan og utan- lands, sérstaklega þótti honum þó ánægjulegt að ferðast um landið sitt og átti hann þess kost á sínum yngri árum að ferðast um hálendi þess og jökla, en í þá daga var þetta mikið ævintýri og mikil ferða- Valdi- # - Minning mmmm 8 UPPHAF GOÐRAR MALTIÐAR MOULINEX ÖRBYLGJUOFNAR ÞAR SEM HOLLUSTA O G TÍMASPARNAÐUR FARASAMAN. BETRI ORKUNÝTING - LÆGRI RAFMAGNSREIKNINGUR 1 5 Itr 0 F N 650 WÖTT 2 4 Itr OFN 750 WÖTT < ■ "§ i lög. Seinni ár hafði Gústi mikla ánægju af að hlusta á aðra segja frá ferðalögum sínum um landið og náttúru þess. Það kom mér sífellt á óvart hve vel hann þekkti landið sitt, staðhætti og örnefni á stöðum sem honum hlotnaðist aldrei að koma á. Árið 1944 keyptu Gústi og Helga lítinn landskika í landi Elliðakots, rétt fyrir utan Reykjavík, þar byggðu þau sér lítinn fallegan sum- arbústað. Þarna var landið lítið annað en holt og urðir og voru því handverkin mörg sem þau áttu þar, en þeim tókst að gera þarna ótrú- lega fallegan unaðsreit sem fjöl- skyldan dvaldi löngum á. Fyrir sjö árum gekk Gústi í gegnum mikil veikindi sem urðu þess valdandi að hann var bundinn við hjólastól það sem hann átti eftir ólifað. Á þessum tíma komu best í ljós þeir kostir sem Gústi var gæddur, en það voru glað- værð og léttleiki og að sjá alltaf björtu hliðar lífsins. Á þessum árum stóð tengdamamma eins og klettur við hlið hans og réðst meðal annars í það þrekvirki að kaupa þeim litla íbúð á Álakvísl 112 í Reykjavík til að gera honuni það kleift að vera heima og geta farið óhindrað um í hjólastólnum. Það var því Gústa þungbær og mikill missir þegar Helga lést svo skyndilega í janúar síðastliðnum en með góðra vina hjálp og þrautseigju tókst honum að búa þar einum fram til hins síðasta. Á þessari stundu er ofar- lega í huga mínum þegar Gústi kom til okkar í Grundarfjörð síðastliðið sumar og dvaldi á heimili okkar í 2 vikur. Þetta var ánægjulegur tími og mun ég minnast hans með hlýju í huga og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Elísabet Arnadóttir að sjálfsögóu! : á , rgS 1 59 ; '• - »3i * 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.